Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Side 36
V I K I TTt ? oð \ > „-«,0000 13.5. ®@® KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. B355Ö 5555 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1996 Fólk tengt Angelu einnig rannsakað Samkvæmt upplýsingum DV morgun beinist nú rannsókn lög- reglunnar vegna Angelu Cseho m.a. að fólki tengdu henni. Lögreglan biður fólk um allt land að athuga m.a. sumarbústaði og útihús enda eru líkur taldar á að hún hafi farið út á land. Geir Jón Þórisson aðalvarðstjóri sagði aðspurður um þau ummæli sambýlismanns hennar að hún hefði ætlað að aka hringveginn að hann hefði enga skýringu getað gef- ið á því hvers vegna hún hefði skyndilega ætlað ein síns liðs svo langa ferð. Aðspurður hvers vegna misræmi hefði komið fram hjá sambýlis- manni og bensínafgreiðslumanni um klæðaburð Angelu sagði Geir Jón að sá fyrrnefndi „hefði talið hana hafa verið í öðrum fótum“. Um það hvort verið.væri að rann- saka fólk tengt Angelu sagði Geir Jón: „Við erum að kanna alla þræði og enda en getum ekki farið ná- kvæmlega út í það. Þetta er óvenju- .jegt, ég held að það liggi ljóst fyrir." -Ótt 17 ára stúlka lést Sautján ára stúlka frá Hofsósi lést í hörðum árekstri við vörubíl rétt austan við Sauðárkrók síðdegis í gær. Stúlkan var ein í fólksbíl sem hún ók á leið til bæjarins og talið að hún hafi látist samstundis. Orsök slyssins liggja ekki endanlega fyrir en rannsókn stendur yfir. Ekki er hægt að birta nafn stúlkunnar að svo stöddu. Þess má geta að þetta er annað banaslysið á skömmum tíma á svip- 'v íiðum stað í nágrenni Sauðárkróks. -bjb Jón Baldvin: Lét framkvæma skoðanakönnun Jón Baldvin Hannibalsson lét ráð- gjafarfyrirtæki framkvæma skoð- anakönnun um helgina til að að- stoða sig við ákvörðun hvort hann eigi að fara í forsetaframboð. Niður- staða þeirrar könnunar liggur ekki endanlega fyrir en samkvæmt heim- ildum DV mun Jón ekki hafa verið alls kostar ánægður með fyrstu nið- ■tv-Æirstöður. Ekki náðist í Jón Baldvin í morgun. -bjb Nýr meirihluti A og D á ísafirði eftir flokkadrætti og ásakanir um frekju: Funklistamenn vildu fá forseta bæjarstjórnar - vorum líka með hugmyndir um bæjarstjórann, segir Hilmar Magnússon, oddviti listans „Það er rétt að við vildum taka að okkur forseta bæjarstjórnar og lögðum einnig fram hugmyndir um bæjarstjóraefrii. Það gerðu hin- ir reyndar líka,“ sagöi Hilmar Magnússon, efsti maður á Funk- listanum, framboði framhalds- skólanemenda á ísafirði, í samtali við DV í morgun. Upp úr viðræðum flokkanna á vinstri væng stjórnmálanna á ísa- firði slitnaði í gærkvöldi og gengu sjálfstæðismenn og alþýðuilokks- menn þegar til samstarfs. Var samkomulag þeirra undirritað á vegamótunum í jarðgöngunum undir Breiðadals- og Botnsheiðar klukkan 2.15 í nótt. Samningaviðræður Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks, Funk- lista og Óháðra, Kvennalista og Al- þýðubandalags stóðu í allan gær- dag en ekki náðist samkomulag um skiptingu embætta. „Sigurvegarar kosninganna, Funklistamenn, voru með svo miklar kröfur að aðrir gátu ekki sætt sig við þær. Þetta var ekkert lýðræði," segir Sigurður R. Ólafs- son, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins, við DV og staðfestir að Funklistamenn hafi viljað fá flest embættin. Margir alþýðuflokksmenn eru þó ósáttir við að gengið var til samstarfs við sjálfstæðismenn og saka funklistamenn um að hafa brugöist kjósendum sínum með miklum kröfum. Funklistamenn eru þó margir á því að kröfur framsóknarmanna um embætti hafi ráðið úrslitum um að ekki tókst að semja. Nýr málefhasamningur verður lagður fyrir fund há alþýðuflokks- mönnum í kvöld. Er búist að hann verði samþykktur. Fullyrt er við DV að sjálfstæðis- menn hafi beitt funklistamenn þrýstingi til að koma í veg fyrir að myndaður yrði meirihluti félags- hyggjuflokkanna. Þessu neitar Þorsteinn Jóhannesson, efsti mað- ur á lista sjálfstæðismanna. „Þetta er bara bull og vitleysa. Við komum hvergi nærri þeim og það fóru engin orð milli okkar önnur en þau að við óskuðum þeim til hamingju með sigurinn," sagði Þorsteinn við DV í morgun. Þorsteinn sagðist eiga von á að samstarf sjálstæðismanna og Al- þýðuflokks héldi næstu tvö árin í það minnsta eða þar til næstu reglulegu kosningar verða. „Ég þekki Sigurð Ólafsson frá fornu fari og treysti því fullkom- lega að það sem hann tekur sér fyrir hendur stendur," sagði Þor- steinn. -GK Það var létt yfir landsmönnum í gær og verður áfram í dag eins og aiiir vita enda hefur sólin og hiýjan leikið við hvern sinn fingur. Þó svo að ekki hafi verið hægt að kvarta yfir veðri a.m.k. frá áramótum má segja að allir séu haldnir sérstakri veðuránægju í þessari viku. Samkvæmt spám munu allar konurnar á myndinni geta legið áfram fram eftir vikunni. DV-mynd GVA Forsetamál ASÍ: Hervar gefur kost á sér Samkvæmt öruggum heimildum DV mun Hervar Gunnarsson, vara- forseti Alþýðusambands íslands, gefa kost á sér sem forseti sam- bandsins á þingi þess sem hefst í næstu viku. „Ég mun tilkynna ákvörðun mína síðar í dag,“ sagði Hervar þegar DV ræddi við hann í morgun og spurði um málið. Þá er talið líklegt að Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sé tfibúinn að gefa kost á sér áfram ef eftir því verður leitað. Vitað er að bæði verslunarmenn og iðnaðarmenn hafa áhuga á því að Benedikt haldi áfram. -S.dór Vinnulöggjafarfrumvarpið: Breytingarnar kák og skipta ekki máli - segir Björn Grétar Sveinsson „Þessar breytingar, sem meiri- hluti félagsmálanefndar hefur gert á frumvarpinu, eru bara kák og skipta engu máli. Grundvallaratrið- in standa eftir, við viljum fá að semja um þessi mál við viðsemjend- ur okkar. Eins og frumvarpið lítur út núna er það falleg gjöf til Vinnu- veitendasambandsins frá félags- málaráðherra á aðalfundi sam- bandsins í dag,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, um breytingarnar á frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur sem komið er úr nefnd á Alþingi. „Ég fæ ekki séð að þessar breyt- ingar skipti neinu máli í ljósi þeirra grunvallarkröfu okkar að hafna lög- þvingun og að fá að semja um þessi mál. Frumvarpið verður til þess eins að enginn friður mun ríkja á vinnumarkaðnum," sagði Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, í morgun. -S.dór Þórarinn Þórarinsson ritstjóri látinn Þórarinn Þórarinsson, fyrrum al- þingismaður og ritstjóri Tímans, lést í Reykjavík i gær, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann varð alþingismaður árið 1959 og sat á Alþingi í 19 ár. Rit- stjóri Tímans varð hann árið 1938 og gegndi því starfi til ársins 1984. Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ragnheiður Vigfúsdóttir. y ~ Veðrið á morgun: Léttskýjað víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan golu eða kalda. Létt- skýjað verður víða um land en hætt er við þoku við norður- ströndina. Hitinn verður á bilinu 5 til 15 stig að deginum og hlýjast sunnanlands. Veðrið á í dag er á bls. 36 ÞAÐ ER EFTIRSÓTT BÆJAJÍSTJÓRAEMBÆTTIÐ I FUNKY-TOWN! brother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443 (-------------------\ Áttu fjarsjóð í skúrnum! Kaupum alla góðmáima Bsfe»HRINGRASHF. ^ ENDURVINNSLA a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.