Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Fréttir_________________________________________________________________________dv Viðræður að heQast við Dani um kaup á nýju varðskipi: Rætt við sjóherinn um kaup á Vædderen Samkvæmt öruggum heimildum DV innan danska sjóhersins eru að hefjast viðræður milli sjóhers Dana og Landhelgisgæslunnar um að Gæslan kaupi af sjóherrium eitt þeirra skipa sem notuð eru við land- helgisgæslu og eftirlit á höfunum í kringum Færeyjar og Grænland. Skipin sem um er að ræða eru ann- aðhvort Vædderen, sem oft kemur til hafnar hér á landi, eða eitt syst- urskipa hans og segja heimildar- menn blaðsins að skipið sé boðið til sölu ásamt björgunar- og eftirlits- þyrlu af gerðinni Sikorsky Lynx og er samningsverð um 3 milljarðar ísl. króna. Skipin eru 3.500 tonn. Danski sjóherinn hyggst nú end- urnýja gæsluskipin sem hann rekur á N-Atlantshafinu en ástæðan er ekki sú að skipin séu úrelt. „Þetta - kaupverð ásamt björgunarþyrlu þrír milljarðar króna i/arðskipið Vædderen í Reykjavíkurhöfn. DV-mynd þök eru afbragðs skip, hraðskreið og af- kastamikil og fyrsta flokks sjóskip, sérstaklega hönnuð og byggð til sigl- inga í norðurhöfum, m.a. í ís. Hönn- un þeirra og smíði byggist á langri reynslu," segir heimildarmaður DV sem er háttsettur innan danska sjó- hersins. „En hér í Danmörku hefur verið kreppa í skipasmíðaiðnaði og meiningin er að endurnýja skipin, m.a. til að hleypa lífi í danskar skipasmíðar á ný. Því hafa þessi skip verið boðin til sölu, m.a. á ís- landi, sem hefur kallað eftir ná- kvæmum tæknilegum upplýsingum um skipin," segir heimildarmaður. Aö sögn hans er alls ekki einfalt mál að selja herskip, fremur en ann- an hernaðarbúnað. Þannig gilda strangar reglur um að ekki megi selja slíkan búnað til landa sem eiga í ófriði eða eru líkleg til að gera slíkt. Þá eru i skipunum fallbyssa frammi í stefni og djúpsprengjur og búnaður til að skjóta þeim úr skip- inu en siðarnefndi búnaðurinn verð- ur örugglega tekinn úr áður en ís- lendingar taka við skipinu og hugs- anlega einnig fallbyssan sem mun talsvert fullkomin. Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, staðfesti í gærkvöld að verið væri að kanna möguleika á þessum kaupum ásamt öðrum möguleikum. Við erum að safna upplýsingum hvað er í boði og hvað kostar að reka svona skip,“ segir Hafsteinn. Hann segir að Danirnir hafi sýnt áhuga á að Gæslan keypti skip af þessari gerð og það hafi verið skoðað. Allt of snemmt væri hins vegar að segja hvað verður ofan á. -SÁ ísland í 13. sæti í Eurovision: Gæti hugsaö mér aö keppa aftur - segir Anna Mjöll Ólafsdóttir „Verður maður ekki bara að vera sáttur og glaður og halda áfram? Ég reyni alltaf að stefna á toppinn og svo þarf að treysta á örlögin og alia hina og sjá hvað skeður. Svona fór í þetta skiptið en það gekk samt allt upp hjá mér í flutningnum á loka- kvöldinu," sagði Anna Mjöll Ólafs- dóttir, fulltrúi íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva sem haldin var í Noregi á laugardagskvöldið, en lag hennar, Sjúbídú, fékk 51 stig og hafnaði í 13. sæti. „Ég útilokaði alveg milljónirnar og fólkið í salnum og horfði bara á myndavélarnar. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég þurft að skríða inn á sviðið,“ sagði söngkonan, aðspurð um hvort einhvers taugatitrings hefði gætt hjá henni á laugardags- kvöldið, vitandi af þeim fólksfjölda sem fylgdist með keppninni. Erlendir söngvarar sungu bak- raddir hjá Önnu Mjöll og vakti það gremju hjá nokkrum hér heima en söngkonan gaf lítið út á þá gagn- rýni. En gæti Anna Mjöll hugsað sér að taka aftur þátt í Söngvakeppninni? „Já, já, ég gæti hugsað mér það einhvem tímann seinna. Þetta er alveg svakalega mikil vinna og hefur hvílt á mér írar sigruðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin var í Noregi á laugardagskvöldið. Eimear Quinn, 23 ára stúlka frá Dublin (fyrir miðju), flutti lagið The Voice og fékk það langflest atkvæði, eða 162. Þetta var sjöundi sigur íra í keppninni. Símamynd Reuter síðan í febrúar. Maður þarf að hvíla sig vel eftir svona en aftur á móti var þetta ofsalega skemmtilegt." Lag íra, The Voice, vann yfir- burðasigur, fékk 162 stig, en þetta er í sjöunda skiptið sem írland vinnur þessa keppni. Fulltrúi þess var Eimear Quinn, 23 ára, frá Dublin. Dagfari í þágu þjóðarinnar Birt hefur verið skýrsla um skipulag og starshætti utanríkis- þjónustunnar. Þar kennir margra grasa enda margt um fólkið og ís- lendingar vilja vera menn með mönnum og þá þýðir engan kot- ungshátt. í samskiptum við aðrar þjóðir þarf að sýna reisn og djörf- ung, enda erum vér íslendingar um þessar mundir áð gera með okkur þjóðarsátt um nýjan forseta lýð- veldisins sem hefur það efst á stefnuskrá sinni að koma íslandi á heimskortið. Þegar heimsborgarar og heims- hornaflakkarar flytjast að Bessa- stöðum þarf að efla utanríkisþjón- ustuna að mun, því ekki ferðast forsetinn einn og einhverjir verða að taka á móti honum á ferðalög- um erlendis og til þess þarf lærða menn og virðulega og þaulreynda í samskiptum við útlendinga. Með öðrum orðum, utanríkis- þjónustuna og sendiráðin verður að efla og þess vegna er gott að gera úttekt á utanríkisráðuneyt- inu, sendiráðunum og allri þeirri mikilvægu þjóðarþjónustu sem sendiherrar vorir og sérfræðingar í erlendum samskiptum leggja á sig. Hér má ekkert skera við nögl, hvorki í mannafla, sendiráðum né risnukostnaði. Litlir karlar í ríkis- endurskoðun hafa hins vegar gert athugasemdir við risnukostnað í sendiráðum íslands erlendis. Eftir því sem þeir komast næst hefur risna verið réttlætt til að halda uppi gestrisni og viðurgjörningi gagnvart erlendum stórmennum sem rækta þarf samband við. Litlu karlarnir í ríkisendurskoðuninni hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta risnufé hafi að óverulegu leyti farið í útlendinga en þess meir í uppihald og móttök- ur á íslenskum þingmönnum og embættismönnum. Þetta segir rík- isendurskoðun óþarfa og misnotk- un á opinberu fé og vill minnka risnukostnaðinn. Þessu er Dagfari algjörlega ósammála. íslendingar eiga ..ekki að bruðla opinberum peningum í útlendinga. Vér eigum að styrkja hérlenda þingmenn til utanfara og taka vel á móti þeim þegar þeir heimsækja eigin sendi- ráð í útlöndum. Dagfari minnir á að það voru að minnsta kosti tveir íslenskir sendiherrar komnir á fremsta hlunn með að gefa kost á sér sem forsetaframbjóðendur vegna þess hversu vinsæla þeir töldu sig vera meðal fyrirmanna þjóðarinnar eftir margendurteknar heimsóknir til sendiráða, þar sem viðkomandi sendiherrar réðu ríkj- um. Þessir sendiherrar tóku vel og höfðinglega á móti íslenskum sendinefndum og þeir gerðu sér fulla grein fyrir því að lykillinn að völdum og áhrifum hér heima er rausnarskapur á kostnað þjóðar- innar gagnvart íslenskum fyrir- mönnum sem leggja þá fórn á sig að yfirgefa ættjörðina til að koma íslandi á heimskortið. Nú mun væntanlega nýr forseti taka við, sem leggur alla áherslu á að koma íslandi á heimskortið og til þess þarf risnu og ferðapeninga og höfðingsskap í íslenskum sendi- ráðum erlendis, svo þessir far- andsendiherrar þjóðarinnar fái ekki heimþrá og láti sér ekki leið- ast of mikið í skyldustörfum sínum á erlendri grund. Risnu má þar af leiðandi alls ekki lækka og í raun og veru á að gefa út tilskipun úr ráðuneytinu að draga úr útgjöldum í óþarfa útlend- inga en leggja því meiri áherslu á mat og drykk og aðrar vellystingar þegar þingmenn og aðrir máttar- stólpar eru á ferðinni. Sendiráð íslands hvar sem er í heiminum þurfa að vera viðbúin auknum ferðalögum af hálfu for- seta, þingmanna og annarra þeirra sem kunna útlensku og koma okk- ur á heimskortið. Til þess þarf risnu, til þess þarf hæfa sendiherra og fleiri sendiherra og enn þá meiri risnu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.