Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Afmæli______________________ Gísli G. ísleifsson Gísli Guðmundur ísleifsson hæstaréttarlögmaður, Háaleitis- braut 36, Reykjavík, varð sjötugur á laugardaginn. Starfsferill Gísli er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann er stúdent frá MR 1946 og cand. juris frá HÍ1952 og stundaði framhaldsnám í al- þjóðaflugrétti við McGill Uni- versity, Institute of International Air Law í Montreal í Kanada 1957- 59, próf þaðan 1958. Gísli var við nám við Nordisk Institutt for Sjör- ett við Óslóarháskóla í tvo mánuði 1965 Hann sótti International Air Law Congress í San Diego 1959 og International Law Congress í Brus- sel 1971. Gísli varð hdl. 1953, hrl. 1961 og löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1973. Gísli var við lögmannsstörf 1952-72, sérfræðingur Flugmála- stjórnar í alþjóðaflugrétti (hluta- starf) 1962-67 og fulltrúi hjá bæjar- fógetanum á Isafirði og sýslumann- inum i ísafjarðarsýslu frá 1972. Hann var skipaður lögreglustjóri í Bolungarvík 1972 en veitt lausn frá því starfi 1974, fulltrúi hjá Land- helgisgæslunni 1974-75, fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum í N-Múlasýslu 1976, starfsmaður í bókhaldsdeild hjá íslenskum aðalverk- tökum hf. á Keflavíkur- flugvelli 1976-78 og deild- arstjóri verðgæsludeild- ar Verðlagsskrifstofunn- ar og síðar yfirlögfræð- ingur Verðlagsstofnunar 1978-91, jafnframt ritari verðlagsráðs 1985-91, og hefur rekið eigin lög- fræðiskrifstofu í Reykja- vík frá 1991. Gísli var í stjóm fé- lagsins íslensk réttar- vernd frá stofnun 1975-79. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og timarit. 1959 var Gísli kjörinn Member of the Permanent Legal Committee of the Intemational Astronautical Federation í Was- hington D.C., síðar International Institute of Space Law. Fjölskylda Gísli kvæntist 17.10 1959 Fjólu Karlsdóttur, f. 14.12. 1936 í Reykja- vík, fyrrv. deildarstjóra Endur- menntunarstofnunar Háskóla ís- lands. Foreldrar hennar: Karl Har- aldur Óskar Þórhallason, f. 25.2. 1896 í Reykjavík, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Guðrún Sigríður Þor- steinsdóttir, f. 12.9. 1898 á Orms- stöðum í Grímsneshreppi. Gísli var áður kvæntur (7.6. 1947) Ragnhildi Guðrúnu Finn- björnsdóttur f. 10.11. 1926 á ísafirði, gagnfræðingi og húsmóður. Þau skildu 6.10. 1959. Foreldrar hennar: Finnbjörn Finn- björnsson f. 18.3. 1892, málarameistari á ísafirði og Sigriður Þórðardóttir f. 2.8. 1895, húsmóðir á Isafirði. Börn Gísla og Fjólu: Karl Gísli, f. 20.4. 1960, blikk- smíðameistari og útskrif- aður af tölvufræðibraut Iðnskólans i Reykjavík, maki Þur- íður Gunnarsdóttir, stúdent og nemi í Samvinnuháskólanum, þau skildu; Örn Tryggvi, f. 5.9.1961, vélvirkjameistari í Hafnarfirði, maki Katrín Sigmarsdóttir lyfia- tæknir; Sigurður Kolbeinn, f. 20.9. 1962, iðnrekstrarfræðingur, maki Mardís Malla Andersen, stúdent og sjúkraliði; Guðrún Helga, f. 27.2. 1974, stúdent frá MH. Börn Gísla og Ragnhildar Guðrúnar: ísleifur, f. 14.8. 1946, flugvirki í Reykjavík, maki Amdís Borgþórsdóttir, versl- unarmaður og húsfreyja; Finn- björn, f. 1.10. 1947, kerfisfræðingur í Reykjavík, maki Aðalheiður Kristín Frantzdóttir, þau skildu, maki II Guðbjörg Sveinsdóttir, þau skildu; Sigríður, f. 23.10. 1950, læknaritari í Washington D.C., maki Percy A. Thomas, trygginga- maður, þau skildu, maki II André Robinsson, stjórnarráðsfulltrúi, þau skildu. Bamabörn eru 17 og barnabarnabarn 1. Foreldrar Gísla: ísleifur Árnason f. 20.4. 1900 á Geitaskarði í Langa- dal A-Hún„ d. 7.8. 1962, borgardóm- ari og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Soffia Ámason (f. Gísladóttir) Johnsen, f. 1.6. 1907 í Vestmannaeyjum, húsmóðir í Reykjavík. Ætt ísleifur var sonur Árna Ásgríms Þorkelssonar, f. 17.12. 1852 (óvíst hvar), d. 2.12. 1940, bónda, hrepp- stjóra og dannebrogsmanns á Geitaskarði í Langadal, A-Hún„ og konu hans, Hildar Sólveigar Sveinsdóttur, f. 22.10. 1874 (óvíst hvar), d. 14.8. 1931, húsfreyju á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Soffia er dóttir Gísla Jóhanns- sonar Johnsen, f. 10.3.1881 í Vest- mannaeyjum, d. 6.9. 1965, útgerðar- manns og ræðismanns í Vest- mannaeyjum og síðar stórkaup- manns í Reykjavík, og fyrri konu hans, Ásdísar Önnu Gísladóttur Johnsen, f. 11.10. 1878 í Vestmanna- eyjum, d. 24.5. 1945, húsfreyju í Reykjavík. Gísli Guðmundur ísleifsson. Sigrún Sigrún Laxdal málfræðingur, Skildingatanga 2, Reykjavík, varð sjötug í gær. Starfsferill Sigrún er fædd í Frakklandi og ólst upp þar og í vesturbænum í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og stundaði síðan nám í franskri tungu og bókmenntum við Háskóla íslands og Sorbonne í Par- ís. Sigrún tók síðar BA-próf í spænsku, sanskrít og málvísindum við Háskóla íslands. Árið 1961 lauk hún einnig sundkennara- og strandvarðarprófi hjá kanadíska Rauða krossinum. Af ritstörfum Sigrúnar má nefna tvær bækur sem hún hefur samið og þýtt: 1) Sagan af Nala, útgef. Há- skóli íslands 1983: Þátturinn Nalop- akhyanam úr indverska fomritinu Mahabaharata umritaður á latínu- letur úr sanskrítarletrinu devanag- ari ásamt orðasafni: sanskrít- ís- lenska, með málfræðiskýringum á latínu. 2) Grænland, kristalsheim- ur. Þýðing úr frönsku á fræðiritinu „Groenland, univers de cristal“ eft- ir prófessor Louis Rey, útgef. Al- menna bókafélagið 1986. Sigrún hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Oddfellow- regluna og er nú forseti Evrópu- sambands Oddfellowsystra. Fjölskylda Sigrún giftist 6.10. 1951 doktor Sturlu Friðrikssyni, f. 27.2. 1922, erfðafræðingi. Foreldrar hans: Friðrik Jónsson, f. 22.5. 1860, d. 17.5. 1938 cand. theol, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Marta M. Bjarnþórsdóttir, f. 19.8. 1891, d. 3.10. 1976. Laxdal Dóttir Sigrúnar og Sturlu: Sigrún Ása, líf- fræðingur, mag. scient, rannsóknarmaður í Blóðbankanum. Maki hennar er doktor Þór Gunnarsson, lífeðlisfræð- ingur á Fiskistofu. Böm þeirra eru Embla, Sturla og Guðlaug Ýr. Bróðir Sigrúnar: Egg- ert E. Laxdal, f. 5.4. 1925, prentmyndasmiður, list- málari og rithöfundur. Fyrri eiginkona hans var Kristín Karlsdóttir, húsmóðir. Þau skildu. Seinni kona hans var Tove Winter, húsmóðir. Þau skildu. Börn Eggerts og Tove: Edda Rann- veig, Anni Sigrún, Sigurður, Lisa og Rúna. Foreldrar Sigrúnar: Eggert M. Laxdal, f. 5.12. 1898 í Danmörku, d. 26.5.1991, listmálari, og kona hans, Sigrún Bjömsdóttir Lax- dal, f. 16.6. 1899 á Bjama- stöðum í Vatnsdal, d. 20.2. 1972, fulltrúi við Landssíma íslands. Ætt Eggert var sonur Bern- harðs Laxdal, f. 6.9. 1876 á Akureyri, d. 2.1.1905, cand. med„ og Agnesar Frederiksen, f. 5.6.1877 í Danmörku, d. 14.11. 1956. Sigrún var dóttir Björns Sigurðssonar, f. 19.3. 1871, d. 28.2.1911, kennara og bónda á Bjarnastöðum í Vatnsdal, og konu hans, Söru Guðnýjar Þor- leifsdóttur, frá Arnardal, f. 5.12. 1871, d. 18.12. 1942. Á afmælisdaginn voru Sigrún og Sturla stödd í Lumleykastala, Dur- ham, Englandi. Sigrún Laxdal. Þorsteinn E. Einarsson Þorsteinn Einar Einars- son bifvélavirkjameistari, Reynihvammi 12, Kópa- vogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp í Skerjafirðinum. Hann var í Miðbæjarskólanum, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og Iðnskólanum. Þá hefur Þorsteinn verið í Fé- lagsmálaskóla alþýðu. Þorsteinn stundaði sjó- mennsku og var fyrst á Gullfossi 16 ára gamall og síðan á ýmsum skipum Eimskipafélagsins. Hann hóf nám í bifvélavirkjun hjá Heklu 1964 og lauk því hjá Sveini Egilssyni 1971 en í millitíðinni starfaði Þorsteinn hjá Flugfélagi íslands. Eft- ir námið starfaði hann hjá Heklu i nokkur ár og síðan hjá Bílaleigu Flugleiða í þrettán ár. Þorsteinn hefur rekið eigið verkstæði frá 1988. Þorsteinn var í trúnað- arráði Félags bifvéla- virkja 1983-88. Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Eygló Bogadóttir, f. 11.12. 1945, þerna á Scandic Hótel. Foreldrar hennar: Bogi Steingrímsson, látinn, bóndi í Saurbæ í Dalasýslu, og Guðleif Magnúsdóttir, húsmóðir í Kópa- vogi. Börn Þorsteins og Eyglóar: Heiða Þorsteinsdóttir, f. 8.3.1971, verslun- armaður, sambýlismaður hennar er Sigurður Björn Gilbertsson, f. 8.11. 1971, þau eru búsett í Kópa- vogi og eiga eitt barn; Hildur Magndís Þorsteinsdóttir, f. 29.6. 1972, húsmóðir, eiginmaður hennar er Dómald L. Burknason, f. 10.6. 1971, þau eru búsett í Kópavogi og eiga þrjú börn; Þórey Una Þor- steinsdóttir, f. 12.6. 1974, verslunar- maður, sambýlismaður hennar er Gísli Páll Davíðsson, f. 5.11. 1974, þau eru búsett í Kópavogi og eiga eitt barn; Helgi Þorsteinsson, f. 11.11. 1977, stúdent frá Menntaskó- lanum í Kópavogi, hann er búsett- ur í Kópavogi; Leifur Már Þor- steinsson, f. 14.5. 1979, nemi í bif- vélavirkjun, hann er búsettur í Kópavogi. Hálfbróðir Þorsteins, samfeðra: Theodór. Systur Þorsteins: Sigur- björg Ólavía; Elsa Dórothea. Foreldrar Þorsteins: Einar Geir Lárusson, f. 24.9. 1913, verslunar- maður, og Stígheiður Þorsteinsdótt- ir, f. 5.8. 1903, húsmóðir. Þau skildu. Þau voru búsett í Vest- mannaeyjum en eru nú búsett í Reykjavík. Þorsteinn Einar Ein- arsson. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur auglýsingar DV Til hamingju með afmælið 20. maí 95 ára Þórdís ívarsdóttir, Króki, Biskupsttmgnahreppi. Hún er að heiman. 80 ára Georg Michelsen, Miðleiti 1, Reykjavík. 75 ára Guðrún Sigurðardóttir, Bakkagötu 22, Öxarfiarðar- hreppi. Björn Bergþórsson, Veisu, Hálshreppi. Petrína Magnúsdóttir, Laugarásvegi 26, Reykjavík. 70 ára Sarah Ross Helgason, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Lillý A. Pétursson, Álfheimum 31, Reykjavík. 60 ára Einar V. Guðmundsson, Sólbakka, Garði. Steinunn Jónsdóttir læknaritari, Lindar- hvammi 11, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Hilmar Gunn- arsson. Þau taka á móti gestum á heim- ili sínu á afmælisdaginn frá kl. 17 til 20. Ágúst Sigurlaugsson, Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði. 50 ára Yolanda S. Salinas, Rauðhömrum 14, Reykjavik. Þorsteinn Hannesson, Grófarseli 20, Reykjavík. Grímur Ingólfsson, Bollagörðum 20, Seltjarnamesi. Bjöm Jónasson, Amarsmára 6, Kópavogi. Páll Ragnarsson, Birkihlíð 35, Sauðárkróki. Þórdis S. Óskarsdóttir, Akurhúsum, Garði. 40 ára Þórunn Jónsdóttir, Rauðalæk 18, Reykjavík. Jóhann Helgason, Laugartúni 19d, Svalbarðs- strandarhreppi. Lilja Eiriksdóttir, Hvannhólma 8, Kópavogi. Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, Hvammabraut 4, Hafnarfirði. Bergljót Sigríður Einarsdótt- ir, Eskihlið 22, Reykjavík. Ólöf Erlingsdóttir, Krummahólum 49, Reykjavík. Smá- auglýsingarl DV skila árangri 55$ 5$$$ auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.