Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 26
38 Fréttir MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu DV >7 Þú hringirísíma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. >7 Þú siærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. >7 Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. ^ Þú slærö'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboð aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. *7 Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef það er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Abelns 25 kr. mínútan. Sama verð fyrlr alla landsmenn. Svar dómsmálaráðherra til um gjaldþrot einstaklinga á síðustu árum: Ríkið er orðið alger gerandi í að knýja fram gjaldþrot - segir Einar K. Guðfinnsson - ábyrgt fyrir 71% af gjaldþrotum einstaklinga á síðasta ári „Þessar upplýsingar undirstrika það sem mig grunaði að þróunin væri sú að ríkið, því miður, hefur forystu i gjaldþrotabeiðnum ein- staklinga. Það er augijóst að ríkið er nú orðið ábyrgt fyrir 71% af gjald- þrotabeiðnum á síðasta ári,“ sagði Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur í samtali við DV. Einars bar upp fyrirspum til dómsmálaráðherra um gjaldþrot einstaklinga. Hann spurði annars vegar um hversu margar beiðnir um gjaldþrot einstaklinga hefðu verið gerðar á árunum 1992-1995 að kröfu innheimtumanna ríkissjóðs og tollstjóra og hins vegar hve hátt hlutfall það væri af gjaldþrotabeið- um sömu ár. Mjög umhugsunarverð þróun „Þetta er auðvitað mjög umhugs- unarverð þróun, svo ekki sé meira sagt. Ég bíð hins vegar svars við fyrirspurn af sama toga þar sem fram mun koma hver hefur verið kostnaðurinn ríkisins af þessu og hvað ríkið hefur fengið upp í þann kostnað. Það er rétt að fullyrða ekkert um það mál en mig grunar að það geti orðið fróðlegar tölur. Það sem blas- ir hins vegar við er það að ríkið er orðið alger gerandi í því að knýja fram gjaldþrot," sagði Einar. í svarinu til Einars kemur fram að á árinu 1994 hafi nýtt tölvukerfi fyrir málaskráningar verið tekið í notkun á héraðsdómstólunum fyrir alla málaflokka og að í það séu skráðar mun víðtækari upplýsingar en áður tíðkaðist. Með tilkomu þessa málaskráningarforrits er hægt að afla mun víðtækari upplýs- inga frá dómstólum en þegar mála- skrár voru handfærðar. Á minni héraðsdómstólunum hafa öll mál frá 1. júlí 1992 verið skráð í kerfið en vegna mikils fjölda mála í Héraðsdómi Reykjavíkur hef- ur enn ekki gefist tími til að flytja gögn úr eldri kerfum í nýja kerfið. Vegna þessa eru tölvutæk gögn frá Héraðsdómi Reykjavíkur frá árinu 1993 ekki fullnægjandi til að vinna upp úr þeim upplýsingar um fjölda gjaldþrotaskiptabeiðana innheimtu- manna ríkissjóðs og toflstjóra á hendur einstaklingum. Af því leiðir að ekki er hægt að finna samtölur slíkra beiðna nema fyrir árin 1994 og 1995. Þar sem héraðsdómstólamir tóku ekki til starfa fyrr en á miðju ári 1992 eru tölur frá því ári ekki hafð- ar með í svarinu. -ÞK Sauðárkrókur: íþróttasalurinn tvöfaldast DV, Sauðárkróki: Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki var með lægsta tilboð í byggingu seinni áfanga íþróttahússins hér sem byggður verður í sumar. Litlu munaði á tilboðunum en þrír buðu í verkið. Borg bauð tæp- lega 109 millj. króna, eða 89,5% af kostnaðaráætlun, Friðrik Jónsson rúmar 109 milljónir og Djúpós 109,5 milljónir. Væntanlega verður geng- ið til samninga við Borgarmenn. Við seinni áfanga byggingarinnar mun stærð íþróttasalarins tvöfald- ast. Þá bætast við 2 búningsklefar og sturtuklefi og auk þess forsalur fyrir áhorfendur og rými fyrir þrek- aðstöðu. Að gólffleti bætaSt 1000 m2 við húsið. Byggingin á að afhendast fullfrágengin 5. september. ÞÁ Fólk f vinnu innandyra hefur setið með öfundarglampa í augum síðustu daga og horft á þá sem hafa látið sólina baka sig utandyra. í vikunni var verið að malbika við Reykjavíkurflugvöll og þá var þessi mynd tekin. Skóflan í höndum piltanna virðist smá við hlið stórvirkra vinnuvélanna en hún hefur í gegnum tíðina kallað fram margan svitadropann, ekki síst þegar heitt er í veðri eins og þessa dagana. DV-mynd ÞÖK Flateyri: Bætur vegna snjófióðs Nú er unnið að því að ná sam- komulagi vegna snjóflóðabóta á Flateyri. Verkfræðingarnir Gunnar Torfason og Gísli Gunn- laugsson hafa verið skipaðir í sérstaka nefhd sem mun fara yfir málið ásamt sveitarstjóran- um á Flateyri, Kristjáni J. Jó- hannessyni. Sá síðastnefndi sagði í samtali við DV í gærkvöld að þeir myndu hittast í vikunni og fara yfir stöðuna og að skýrslu vegna þessa mætti búast við í lok mán- aðarins. Sló konu Maður sló konu á Laugavegi aðfaranótt sunnudags. Ekki er vitað hvað honum gekk til eða hver tengsl þeirra voru en konan var flutt slösuð á slysadeild. -sv Stúlka kærir nauðgun Tvítug stúlka kærði karlmann á svipuðum aldri fyrir nauðgun um helgina. Atburðurinn átti sér stað í heimahúsi aðfaranótt laugardags og vinnur Rannsókn- arlögregla ríkisins að rann- sóknmálsins. -s Vindlalagern- um stolið Brotist var inn í Essóskálann á Flateyri aðfaranótt sunnudags og þaðan stolið vindlingum fyrir um 200 þúsund krónur. Lítill hluti þýfisins fannst í poka skammt frá en hitt er ófundið. Engum peningum var stolið, að sögn lögreglunnar á ísafirði, og litlar skemmdir unnar á hús- næðinu. -sv Aukið samstarf við Grænland á sviði sveitarstjórnarmála Stjóm Sambands íslenskra sveit- arfélaga og stjóm Samtaka sveitar- félaganna í Grænlandi hafa sam- þykkt að auka samstarf á milli sam- bandanna. í formlegum samstarfssamningi, sem gerður hefur verið milli sam- bandanna, er m.a. gert ráð fyrir að þau stuðli að því að stofnað verði til fleiri vinabæjatengsla mifli sveitar- félaga í Grænlandi og á íslandi en átta af átján sveitarfélögum Græn- lands eiga nú þegar vinabæ hér á landi. Þá er ákveðið að vinna að samstarfi í menningarmálum, eink- um milli skóla og á sviði íþrótta, einnig að efla ferðalög, verslun og viðskipti. Loks er ákveðið að taka upp sam- starf um fræðslustarf í þágu kjör- inna sveitarstjómarmanna og starfsfólks sveitaifélaga. Formaður grænlenska sveitarfé- lagasambandsins, Edward Möller, kom hingað til lands í seinasta mán- uði til þess að ræða um samstarfið. Formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, var boðið að sitja árs- fund grænlenska sambandsins í Jakobshavn 7. og 8. þessa mánaðar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Edward Möller undirrita samkomulagið um samstarf sambandanna. Fyrir aftan þá standa, talið frá vinstri, Unnar Stef- ánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála, Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Björn Brieghel, lögfræðingur græn- lenska sambandsins. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.