Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 31 vistasí.. AI/éthi(t\Viikhiiliti^inn 'IkU Ivliui k(ltUÍHí‘llltkri‘i)ti Fréttir Sigurður sóknarprestur vígir skýlið. DV-myndir Júlfa Neyðarskýli við Hornafjarðarós DV, Höfn: Sett hefur verið upp neyðarskýli á Suðurfjörum og var því valinn staður á eyjunni Hvanney við Hornafjarðarós. Skýlið kostaði 850 þúsund krónur. Slysavarnadeildirn- ar á Höfn greiddu 650 þúsund krón- ur en Slysavarnafélag íslands 200 þúsund krónur ásamt dýnum í skýl- ið. Vilborg Jóhannsdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar á Höfn, sagði við fréttamann DV að búið væri að koma fyrir teppum og ullar- fatnaði í skýlið en eftir væri að fá prímus eða gastæki til hitunar. Einnig neyðarkost. Vígsluathöfnin fór fram í blíð- skaparveðri. Farið var með lóðs- bátnum Birni lóðs að skýlinu og þar vígði sóknarpresturinn á Höfn, Sig- urður Kr. Sigurðsson, það. Krist- björn Óli hjá Slysavarnafélagi ís- lands afhenti Vilborgu gestabók sem vera á í skýlinu. Vígslugestir voru beðnir að rita nöfn sín í bók- ina. -JI Farið var með lóðsbátnum út í Hvanney. Söngmennt blómstrar á Héraði DV, Egilsstöðum: Mikil gróska hefur verið í sönglíf- inu á Héraði í vetur. Hjónin Julian og Rosemary Hewlet hafa verið óþreytandi að æfa íjölda kóra og sönghópa og laugardaginn 4. maí kom árangurinn í ljós. Þá héldu fimm kórar tónleika i Hótel Valaskjálf undir stjórn og í sumum tilfellum með þátttöku þeirra hjóna. Þar komu fram Kirkjukór Valla- og Skriðdals, Norð- ur-Héraðskórinn, kór og bamakór Egilsstaðakirkju og söngkvartettinn „Hjá Geira“. Sungu þeir nokkur lög hver og að síðustu sungu allir kór- arnir, um 100 manns, saman nokkur lög. Þarna voru frumflutt tvö lög eftir Héraðsmenn. Lag eftir Vilhjálm Einarsson, fyrrum skólameistara ME, við textann Konan sem kyndir ofninn minn og lag eftir Braga Gunnlaugsson á Setbergi, Kaupa- konusamba. Tónleikarnir voru afar vel heppn- aðir og voru kórarnir hver öðrum betri. Húsfyllir var enda þótt sex tónleikar hefðu verið á Egilsstöðum vikuna á undan. Þau Julian og Ros- emary hafa sannarlega unnið gott og mikið starf í vetur. Þau eru frá Bretlandi og hafa verið hér á landi í átta ár en komu austur á Hérað frá Skagaströnd haustið 1994. -SE Barnakór Egilsstaða syngur undir stjórn Rosemary. DV-mynd Sigrún Afmælistónleikar í Reykjavík auqlýstir síðar : 22. mið. Keflavík, Félaqsbíó kl. 21 ! Forsala aðqönqumiða í Hljómval 24. fös. Hafnarfiörður, Bæiarbíó, tónleikar kl. 21 1 Forsala aðaönaumiða í A Aúsik ocnnyndii^Hafnarfirðn 25. lau. Akranes, Bíóhöllin k .21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.