Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Útlönd Stuttar fréttir dv ^ Jeltsín biölar til keppinautanna: Ihugar uppstokkun til að tryggja sigur Jeltsín Rússlandsforseti útilokar ekki uppsagnir ráðherra til að koma í veg fyrir sigur kommúnista í forsetakosningunum. Símamynd Reuter Radovan Karadzic. Símamynd Reuter Afsögn Karadzics borin til baka Bosníska fréttastofan SRNA vísaði á bug 1 gær staðhæfmgu samningamannsins Carls Bildts um að hann væri búinn að tryggja að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníuserba, myndi af- sala sér völdum. Aðstoðarmenn Bildts segja að þingforseti Bosníuserba, Momcilo Krajisnik, hafi lýst því yfir að Karadzic, sem er eftir- lýstur striðsglæpamaður, myndi draga sig í hlé. Og dagblaðið Politika, sem gefið er út í Belgrad og er málgagn Milos- evics Serbiuforseta, greindi frá því í gær að Karadzic hefði látið af völdum. Fréttastofan SRNA hafði það hins vegar eftir mönnum í nán- um tengslum við Karadzic að slíkar staðhæfmgar væru ekki á rökum reistar og væru bara enn ein tilraunin til að beita hann þrýstingi. Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann kynni að stokka upp í stjórn sinni til að auka mögu- leikana á sigri í forsetakosningun- um í næsta mánuði. Rússneskar fréttastofur höfðu það eftir forsetanum, sem staddur var í Omsk í Síberíu þar sem hann er á kosningaferðalagi, að almenningur væri búinn að fá nóg af ráðamönn- um sem væru orðnir of miklir skrif- finnar og að það gæti verið góð hug- mynd að fá ný andlit og nýjar skoð- anir. Keppinautar Jeltsins á frjáls- lynda vængnum hafa meðal annars sett það skilyrði fyrir hugsanlegu bandalagi við hann að hann geri breytingar á stjóm sinni. „Af hverju tökum við ekki um borð fólk úr öðrum stjórnmálahreyf- ingum? Hvers vegna samþykkjum við til dæmis ekki allar þessar spennandi hugmyndir sem Javlín- skí lagði fram? Hvers vegna sam- þykkjum við ekki hugmyndir ann- arra frambjóðenda?" sagði Rúss- landsforseti í gær. Á föstudaginn birti Javlínskí langan lista með tillögum sem hann hafði kynnt Jeltsín, þar á meðal meiri háttar stefnubreytingar og taf- arlausan brottrekstur Tsjernomyr- dins forsætisráðherra og Gratsjovs vamarmálaráðherra. í viðtali í gær vísaði Javlínskí á bug þeim orðum Jeltsíns að hann vildi sjálfur forsæt- isráðherraembættið. „Ég fór ekki fram á neitt fyrir sjálfan mig. Hann er frambjóðandi eins og ég. í þeim skilningi erum við jafnir," sagði Javlínskí og bætti því við að hann hefði stungið upp á öðrum í stól for- sætisráðherra. Jeltsín lét nokkra ráðherra fjúka eftir gott gengi kommúnista í þing- kosningunum í desember. Sú upp- stokkun var mest á kostnað endur- bótasinna. Nú leggur Jeltsín áherslu á bandalag við andstæðinga kommún- ista. „Ég er reiðubúinn að samein- ast hverjum sem er. Það þarf að koma í veg fyrir að þeir sem ekki vilja umbætur nái völdum.“ Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un, sem birt var í gær, eykst forskot Lyfsalinn, sem reyndi að ráða for- seta Tyrklands, Suleyman Demirel, af dögum á laugardaginn stóð og borðaði banana og hlustaði á forset- ann áður en hann ákvað að skjóta. Hafa tyrknesk dagblöð þetta eftir lög- reglunni. Dagblöðin velta þvi jafn- framt fyrir sér hvernig byssumaður- inn komst í aðeins nokkra metra fjarlægð frá forsetanum þar sem hann var að opna verslunarmiðstöð í borginni Izmit. Blaðamaður og lífvörður forsetans særðust lítils háttar er byssukúla straukst við þá í átökum milli ör- yggisvarða og byssumannsins. Ekki var ljóst hver hleypti af skotinu. Jeltsíns á kommúnistaleiðtogann Zjúganov. Samkvæmt könnuninni hlýtur Jeltsín 32 prósent atkvæða en Zjúganov 25 prósent. Jeltsín fullyrti í gær að uppreisn- armenn í Tsjetsjeníu ráðgerðu að myrða hann kæmi hann í heimsókn til landsins. Hann hét samt að standa við áætlun sína um kosn- ingaferðalag til svæðisins til að reyna að binda enda á bardagana þar. Árásarmaðurinn, sem sagður er veill á geði og sat inni fyrir morð fyr- ir 25 árum, lýsti því yfir að hann hefði verið að mótmæla samkomu- lagi milli Tyrklands og ísraels um æfingaflug ísraelskra herflugvéla í tyrkneskri lofthelgi. Ekki er talið að árásarmaðurinn tilheyri einhverjum stjórnmálaöfl- um. En bent er á að hægri flokkarn- ir tveir, sem reynt hafa að halda múslímum utan við stjórnina, deili nú harkalega. Það er hlutverk Dem- irels að velja nýjan forsætisráðherra eða mynda bráðabirgðastjórn ef nú- verandi stjórn fer frá. Reuter Ná brúm í Monrovíu V-afrískir friðargæsluliðar hafa náð tveimur mikilvægum brúm í Monrovíu, höfuðborg Líberíu. Dole bjartsýnn Bob Dole, forsetafram- bjóðandi i Bandaríkj- unum, sagði í gær að brotthvarf sitt úr þing- inu hefði þegar fleytt sér áfram í baráttunni. ísraelar mótmæla ísraelsk yfirvöld vísuðu í gær á bug ásökunum sýr- lenskra yfirvalda og Hiz- bollah- hreyfingarinnar um að þeir hefðu rofið vopnahléð í Líbanon. Uppreisn hermanna Uppreisnarhermenn í Miðafríkulýðveldinu, sem hafa í haldi einn yfirmanna hersins, segjast reiðubúnir til viðræðna við yfirvöld. Hafnar aðskilnaði Oscar Luigi Scalfaro Ítalíu- forseti hafnaði i gær kröfum um aðskilnað N-Ítalíu frá suð- urhluta landsins sem er fátæk- ari. Fé frá Serbum Stjórnar- andstæðing- ar hvöttu í gær John Major, for- sætisráð- herra Bret- lands, til að láta rann- saka meint- an fjár- stuðning til íhaldsflokksins upp á 10 milljónir islenskra króna frá kaupsýslumönnum tengdum Karadzic, leiðtoga Bosníuserba. Sönnunargögn rædd Á ráðstefnu, sem haldin veröur í Bretlandi í sumar, verða rædd nýjustu sönnunar- gögnin sem komið hafa fram í málinu um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Gegn spillingu Nýr forsætisráðherra Ind- lands, Atal Behari Vajpayee, heitir herferð gegn spillingu. Fækkar flugferðum Bandaríska flugfélagið Valu- Jet Airlines fækkar flugferð- um um helming í kjölfar flijg- slyssins í Flórída. Stefnir hátt Lech Walesa, fyrrum forseti Póllands, sem nú starfar í skipasmíðastöð í Gdansk, sagði í ávarpi til stúdenta í Cam- bridge að hann vildi verða fyrsti forseti Bandaríkja Evrópu. Hann gerir ekki ráð fyr- ir að bjóða sig fram til forseta Póllands aftur. Le Pen hjá Saddam Leiðtogi Þjóðfylkingarinnar i Frakklandi, Jean-Marie Le Pen, lýsti yfir stuðningi við Saddam Hussein í heimsókn i Bagdad um helgina. Endurfundir í fangelsi Brasilískir bræður, sem ekki höfðu sést í 10 ár, hittust í fangelsi í Rio de Janeiro þar sem þeir sátu báðir inni fyrir smáþjófnað. Reuter Aóalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna verður haldinn á Laugavegi 163, Reykiavík, mánudaginn 3. júní 1996 kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin SUMARBÚSTAÐUR TIL SÖLU 53 m2 sumarbústaður með geymslu til sölu. Afhendist fokheldur, fullfrágenginn að utan með lituðu stáli á þaki. Kúlupanill að utan. Fullfrágengið gólf og loft á innan - er einangraður. Mjög vandaður sumarbústaður - smíðaður af húsasmíðameistara. Upplýsingar í síma 562-5815 og 567-2312. Reuter Lífverðir fylgja Tyrklandsforseta í bíl hans eftir að tilraun var gerð til að ráða hann af dögum. Símamynd Reuter Reyndi að myrða forseta Tyrklands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.