Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. MAÍ1996 Menning 11 Ungir leikarar i eigin verkum Það er einkar ánægjulegt að fylgjast með því sem hef- ur verið að gerast í Höfundasmiðju Borgarleikhússins í vetur og einnig nú á vordögum í Kaffiieikhúsinu. Það hefur, eins og allir vita, lengi háð þeim sem hug hafa á því að skrifa fyrir leikhús hversu erfitt er að fá verkin tekin til sýningar. Fæstir upplifa það að sjá leik- ritin sín lifna við á sviðinu og þau enda yfirleitt á gleymdum blöðum niöri í skúffu eða í lokaðri skrá inni í heimilistölvunni. En með því að hafa yfirbygginguna eins einfalda og kostur er hefur á báðum þessum stöðum tekist að finna leið til að frumvinna stutta leikþætti og þar með að gefa höfundunum kost á að fylgjast með því hvort hugmynd- ir og flétta ganga upp og hvort textinn hljómar eins og til var ætlast. Þó að þarna sé aðeins um að ræða fyrstu skrefin í átt að fulfbúinni leiksýningu geta þau orðið ómetanlegt inn- legg í þroskaferil höfúndarins. í Kaffileikhúsinu er farin önnur leið en í Höfunda- smiðjunni því að þar eru höfundamir ungir leikarar sem leika sína eigin einleiksþætti. Vala Þórsdóttir reið á vaðið með „Eða þannig“ í leikstjóm Brynju Benedikts- dóttur og nú hafa tveir leikarar (og höfundar) í viðbót bæst í hópinn. Undir samheitinu „Á elleftu stundu" sýna þau Berg- ljót Amalds (Hús hefndarþorstans) og Valur Freyr Ein- arsson (Heilt ár og þrír dagar) hvort sinn þáttinn i leik- stjóm Viðars Eggertssonar. Verkin fjalla bæði um myrkustu hliðar mannlífsins en að öðru leyti eiga þau fátt sameiginlegt. Bergljót velur sér efnivið úr forngrískum sagna- brunni: fjölskyldusögu Agamemnons þar sem hefndin, ógnvænleg og óviðráðanleg, ræður ríkjum. Mann fram af manni er beðið færis til að ná fram sem grimmile- gustum hefndum, jafnvel á sínum nánustu, og ekkert virðist geta stöðvað ferlið. Það er varla von til þess að ung leikkona nái utan um alla feiknstafi textans og þó að hún geri margt vel í túlk- un sinni vantar í hana innri þunga. í fyrri hlutanum leikur hún Þýestes sem boðið er til hefndarveislu hjá bróður sínum þar sem hann neyðist til að leggja sér til munns sitt eigið hold og blóð og er sú máltíö öll hin gríðarlegasta raun (líka fyrir áhorfendur). í seinni hlutanum leikur Bergljót Klýtemnestru sem bíð- Leiklist Auður Eydal ur heimkomu Agamemnons full heiftar og leggur á ráð- in um blóðhefnd. Textinn hefur innbyggða dramatík og er vel upp byggður en framsetningin var nokkuð yfirkeyrð þegar mest gekk á. Valur Freyr fer aðra leið og innhverfari í einþáttungi sínum. Hann lýsir hugrenningum manns sem bíður dóms og það rennur smátt og smátt upp fyrir áhorfand- anum hvers kyns er. Á yfirborðinu virðist þetta heldur músarlegur náungi en textinn afhjúpar leyndar ástríöur og skýrir sögu hans, án þess að dæma. Leikur Vals Freys í hlutverki sakborningsins var glettilega góður, framsögnin skýr og uppbygging textans gaf færi á að láta örlítið skina í brjálsemina, án þess að troða henni upp á áhorfendur með látum. Framsögnin var líka til fyrirmyndar og féll áberandi vel að persónu- lýsingunni. Kaffileikhúsið sýnir tvo einþáttunga: Hús hefnd arþorstans - leikgerð Bergljótar Arnalds, byggða á grískum sögum Heilt ár og þrír dagar eftir Val Frey Einarsson Ljósahönnun og tæknistjóm: Ævar Gunnarsson Leikstjóri: Viðar Eggertsson -AE „Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur hjá Rekstrarvörum" Jón Grétar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 ^ S q ^ § ^ jO ^ ^ . : Allt þetta fyrir aðeins 1.678.000 kr. á götuna <&> HYunoni til framtíðar Drauma- bíllinn Vél búin: 2.0 lítra rúmmáli 1 6 ventlum tölvustýrðri innspýtingu 140 hestöflum Rafknúnar rúður Rafknúnir hliðarspeglar Samlæsing í hurðum Þjófavörn Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í hurðum Útvarp/kassettutæki með 4 hátölurum Rafknúið loftnet Litað gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta Stafræn klukka Snúningshraðamælir o.m.fl. Cerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu og aðrir ánægðir Sonata eigendur. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Ríkulega búinn eðalvagn sem þú þarft ekki lengur að láta þig dreyma um. Margir eiga sér draum um að eignast eðalvagn, stóran bíl sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum. Við getum boðið þér bíl sem á við þessa lýsingu. Og við getum boðið þér hann á svo góðu verði að þér er óhætt að vakna upp af góðum draum og láta hann rætast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.