Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 36
Vinningstölur laugardaginn 18.5/96 18 21 23 mTTe®@©3 AOal- 34 tölur ^ 37 ( 7 ) Vinningar Fjöldi vinninga VinningsupphæÖ 1.5 of 5 .aáB 1 . . 6.950.210 2. 4qf5 + 3 183.280 3. 4 qf5 96 9.880 4. 3 af 5 ~ 3.149 700 18 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Jan Mayen-deilan: Máliö verður leyst í dag - segir utanríkisráöherra „Ég er viss um að þetta mál verður leyst á morgun," sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra þegar DV ræddi við hann í gærkvöld um þann atburð þegar norskt varðskip vísaði tveimur íslenskum síldveiðiskipum, Húnaröst og ísleifi VE, út úr lögsög- unni við Jan Mayen þar sem þeim er heimilt að veiða samkvæmt nýgerðu samkomulagi um veiðar úr norsk- ís- lenska síldarstofninum. „Samningurinn er alveg skýr. Ég hef talað við utanríkisráðherra Nor- egs og þetta er alveg ljóst okkar í milli, á því leikur enginn vafi,“ sagði Halldór sem sagði að svo virtist sem embættismenn hefðu ekki verið búnir að ganga endanlega frá málinu. -SÁ Veður á Faxaflóasvæði næstu viku NV SSA mán. þri. miö. fim. fös. Vindhraði 12stlg 10 8 6 4' ANA SSV mán. þri. miö. fim. fös. Úrkoma - á 12 tíma bili 18 mm 16 14 12 10 : 4 0 —™ mán. þri. mtt>. fim. fös. Næturfundir í nótt fyrir ASÍ-þingið: Nýs foringja leitað með logandi Ijósi Mikil fundahöld voru um alla borgina i gærkvöld vegna forystu- kreppunnar í ASÍ og sátu menn á lokuðum fundum og réðu ráðum sínum, en eins og DV greindi frá fyrir helgina er síður en svo ein- hugur innan Verkamannasam- bandsins um framboð Hervars Gunnarssonar, formanns Verka- lýðs- og sjómannafélags Akraness, hvað þá innan annarra sambanda. Menn hafa því leitað undan- farna sólarhringa logandi ljósi að nýjum frambjóðanda og frambjóð- endum til forseta og varaforseta ASÍ, svokölluðu forsetagengi, sem nægileg sátt verði um, til að ekki þyrfti að fara fram vandræðaleg kosning á þinginu sem sýna myndi klofning og forystukreppu í óþægilega skýru ljósi. Forystu- maður í verkalýðshreyfingunni sagði við DV í gærkvöld að búast mætti við að ansi margir yrðu syfjaöir við þingsetninguna nú í dag því að fullur hugur sé hjá mönnum að forðast slíkt. Núna um helgina var ræddur í þaula sá möguleiki innan Verka- mannasambandsins að bjóða Björn Grétar Sveinsson, formann þess, fram til forseta ASÍ og freista þess að ná samkomulagi við önnur sérsambönd um hugs- anleg varaforsetaefni. Þessi leik- flétta fékk, eftir þvi sem DV komst næst í gærkvöld, dræmar undir- tektir og annar þingfulltrúi á ASÍ- þinginu, sem hefst í dag, sagði við DV að sjálfur teldi hann líklegast að reynt yrði til þrautar í nótt og i fyrramálið að ná einhvers konar samkomulagi um uppstillingu þar sem Grétar Þorsteinsson yrði í forsæti. Þetta væri nauðsynlegt til þess að komist yröi hjá vandræðalegri uppákomu af því tagi að kosið yrði t.d. milli Benedikts Davíðs- sonar og Hervars Gunnarssonar þar sem Benedikt myndi vafalítið bera sigur úr býtum. -SÁ Fullt var út úr dyrum á fundi með Guðrúnu Pétursdóttur forsetaframbjóðanda á Hótel Borg í gærkvöld og þurftu margir að standa. Hér sést Guðrún ásamt dóttur sinni. DV-mynd S Banaslys við Akureyri Piltur á 18. ári lést er bifreið hans valt við afleggjara inn í sumarbú- staðaland við Eyjafjarðarbraut eystri, rétt utan Akureyrar, snemma á laugardagsmorgun. Bif- reiðin valt vestur af veginum og pilturinn kastaðist út. Hann er tal- inn hafa látist samstundis. Pilturinn hét Fannar Örn Arn- ljótsson, til heimilis að Þórustöðum 4 í Eyjafjarðarsveit. -sv Gjörningur á Egilsstöðum: Bærinn bundinn inn Einhverjir brandarakarlar fundu upp á því aðfaranótt sunnudags að stela þremur baggabandarúllum og dreifa þeim um götur bæjarins í kílómetravís. Þótti mönnum eystra margt minna á jólin, t.d. þegar búið var að skreyta lögreglustöðina með gulum og bláum baggaböndum. Ekki er vitað hvaða skreytimeistar- ar voru þarna á ferð né hvað fyrir þeim vakti. Einna helst er hallast að því að um gjörning hafi verið að ræða og að mennirnir hafi ætlað að binda bæinn inn. -sv Jón Baldvin Hannibalsson: Fullkomin óvissa FuUkomin óvissa var í gærkvöld um það hvort Jón Baldvin hyggðist gefa kost á sér til forsetaframboðs. Hann vildi i samtali við DV ekki segja af eða á um framboð sitt en sagðist senda frá sér yfirlýsingu eða boða til fundar í dag um málið. Bryndís Schram, eiginkona hans, var væntanleg frá útlöndum í gær- kvöldi og hann sagðist þurfa að ræða við hana fyrst. Ámundi Ámundason og fleiri stuðnings- menn Jóns Baldvins hafa að undan- förnu safnað meðmælendum fyrir hann og voru enn að í gær. -ÞK Alvarleg höfuðmeiðsl Maður var að vinna i stiga í Breiðholti um klukkan 11 í fyrra- kvöld og ekki vildi betur til en svo að hann datt og rak höfuðið í stein- kant. Hann var fluttur meðvitund- arlaus og með alvarleg höfuðmeiðsl á slysadeild og samkvæmt upplýs- ingum DV fór maðurinn í aðgerð í gær. Hann var á gjörgæsludeild. -sv L O K I Veðrið á morgun: Hlýjast norðanlands Gert er ráð fyrir austlægri átt og víða kalda. Smáskúrir verða á Suðausturlandi og þokusúld á Austfjörðum en þurrt og víðast léttskýjað í öðr- um landshlutum. Hitinn verður frá 5-7 stigum aUra austast á landinu upp í 13 til 16 stig að deginum, einna hlýjast í innsveitum norðan- lands. Veðrið í dag er á bls. 44 brother tölvu- límmiöa- prentari tVV-j •{- # Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443 góðmálma sími: 581-4757 HRINGRAS HF. ENDURVINNSLA i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.