Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. MAÍ1996 Fréttir Sættir í leikskóladeilu í Fellaborg í Reykjavík: Farið að kröfu foreldra við ráðningu skólastjóra - nýráðinn skólastjóri fékk stöðu við annan leikskóla „Foreldrar barna á leikskólanum Fellaborg eru mjög ánægöir með farsæla lausn mála varðandi ráðn- ingu nýs leikskólastjóra," segir Helga Tómasdóttir, ritari foreldrafé- lagsins. Helga segir að með því að ráða þann einstakling sem bæði foreldr- ar og starfsfólk skólans hefði viljað fá sem skólastjóra hefði stjórn Dag- vistar bama í Reykjavík tekið tillit til óska þeirra og hagur barnanna hafður í fyrirrúmi þegar endanleg ákvörðun um ráðningu leikskóla- stjóra var tekin. Eins og fram kom í frétt DV 6. maí. sl. voru tveir leikskólastjórar í Fellaborg, hvor í hálfu starfi. Þegar annar ákvað að hætta var staðan auglýst og sótti hinn leikskólastjór- inn um hana. Staðan var hins vegar veitt öðrum utanaðkomandi um- sækjanda og því mótmæltu foreldr- ar barnanna á Fellaborg og undir- rituðu 56 foreldrar alls 64 barna sem í skólanum eru, mótmæli gegn því að gengið yrði fram hjá starfsmanni skólans á þennan hátt. Jafnframt hótuðu aðrir starfsmenn Fellaborg- ar að ganga út. Sérstaklega var tek- ið fram að þessi mótmæli beindust ekki gegn þeirri manneskju sem ráðin var heldur gegn ákvörðun Dagvistar barna að ganga fram hjá vel metnum starfsmanni Fellaborg- ar Á fundi með forstöðumanni og stjómarformanni Dagvistar barna kom fram að stöðuveitingin væri orðinn hlutur og henni yrði ekki breytt. Síðan hefur það gerst að skólastjórastaða við annan leik- skóla í borginni losnaði og gekkst stjórn Dagvistar barna fyrir því að bjóða hinum nýráðna skólastjóra þá stöðu og veitti síðan fyrrnefndum starfsmanni Fellaborgar skóla- stjórastöðuna við Fellaborg. -SÁ Lausn hefur fengist varðandi deilur um ráðningu skólastjóra að leikskólan- um Fellaborg. Fallist var á kröfu foreldra og nýráðinn skólastjóri fékk stöðu við annan leikskóla. Endurteknar sögur af stuldi á hrosshári úr hesthúsum: Mest klippt úr hestinum - segir Alda BjörnsdoT[ir sem fékk heimsókn í hesthús sitt í fyrrakvöld Alda Björnsdóttir hefur orðið fyrir því að óboðnir gestir fara í hesthús hennar og klippa hár af hestunum. DV-mynd ÞÖK „Ég get ekki ímyndað mér hver gerir þetta en það hlýtur að vera einhver undarlegur maður. Þeir sem nota hrosshár geta fengið það í sláturhúsunum en þarna býr eitt- hvað annað að baki,“ segir Alda Björnsdóttir, hestakona úr Kópa- vogi, en hún hefur fengið heimsókn hrosshársþjófa í hesthús sitt. Alda segir að í fyrrakvöld eða fyrrinótt hafi verið klippt hár af fjórum hestum í hesthúsi hennar. Ýmist var tekið úr tagli eða faxi á hestunum og eru hrossin nú „stöll- ótt“ og ekki tii að sýna á mannamót- um. „Það hefur verið tekið mest úr fallegasta hestinum. Hann er tutt- ugu vetra og stoltið hér í hesthús- inu,“ segir Alda. Lögreglan hefur verið látin vita af þjófnaðinum. Fólk sem var við hest- húsin í fyrrakvöld tók ekki eftir óeðlilegum mannaferðum þar. Þeir sem séð hafa eitthvað óeðlilegt eru beðnir að láta lögreglu vita. -GK Mál Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík: Sjónarmið landlæknis góð og gild - segir Ólafur Ólafsson landlæknir „Sjónarmið landlækhis eru væg- ast sagt góð og gild. Landlæknir tel- ur að færa eigi ungbarna- og mæðravernd ásamt heimahjúkrun, sem rekin er af Heilsuverndarstöð- inni í Reykjavík, í umsjá heilsu- gæslustöðvanna í borginni eins og kveðið er á um í lögum um heil- brigðisþjónustu. Tími er kominn til þess að svo verði enda eru 20 ár síð- an þau voru samþykkt," segir Ólaf- ur Ólafsson landlæknir þar sem honum hefur þótt gæta misskiln- ings í umræðunni um mál Heilsu- verndarstöövarinnar í Reykjavík. „Framangreind starfsemi hefur smám saman verið að færast frá Heilsuverndarstöðinni til heilsu- gæslustövanna í Reykjavík líkt og nú er á öllum stöðum á landinu, nema að nokkru leyti í Reykjavík. Mæður og börn er þarfnast sér- fræðilegrar meðferðar skulu þó vitaskuld áfram eiga möguleika á að fá sína þjónustu. Þar af leiðandi skal samið við meðal annars há- skóladeildir ríkisspítalanna um að halda uppi þeirri þjónustu í sam- vinnu við heilsugæslustöðvamar í Reykjavík. Heilsugæslan telst hæf Það eru úrelt sjónarmið og ekki í samræmi við lög að heilsugæslu- læknar, með 13-14 ára nám í lækn- isfræði að baki, teljist ekki hæfir til þess að skoða heilbrigð börn og mæður eins og nú er gert á Heilsu- verndarstöðinni. Heilsugæslan telst hæf til þess að sinna slíkri þjónustu annars staðar á landinu, þar á með- al í Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og Garðabæ svo nokkrir staðir séu nefndir. Forverar mínir fóru að lögum líkt og núverandi landlæknir hyggst gera en heilsugæslustöðvar voru ekki reknar í tíö þeirra," segir Ólaf- ur. Hann telur enga ástæðu til aö ætla að starfsfólki fækki við þessar aðgerðir þar sem aukið starfslið þurfi til að sinna þessu starfi á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík. Starfsfólkið sem vinnur núna á Heilsuverndarstöðinni býr á þessu svæði þannig að það ætti ekki að þurfa að flytja búferlum vegna breytinganna. -ÞK Sandkorn dv Bölvað streð í allri umræð- unni að und- anfórnu um hugsanlegt forsetafram- boð Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, formanns Alþýðuflokks- ins, hafa gár- ungar farið aö rifla upp eitt og annað úr fortíð Jóns. Eitt sinn sagöi Guöni Ágústsson á Alþingi um Alþýöuflokkinn að han'n væri „kominn fótsár og göngumóð- ur af Odáðahrauni spillingarinnar." Þá orti Jón Kristjánsson, þingmað- ur og Tímaritstjóri: Úfið þykir mér Ódáðahraun þar óveðurskýin hanga. Baldvin Jón þar blæs í kaun bölvuð hans sjnllingarganga. Flokkurinn allur fylgir með fótsár í svart hraungrýti. Ég býst við að það sé bölvaö streð aö baksa norður í Víti. Dægurmála- deild Ríkisút- varpsins á rás 2 hefúr lengi verið með einn áhuga- verðan dag- skrárlið en það er lestur upp úr DV. Oft á tíðum mjög skemmtilegt útvarpsefni. Á dögunum brá svo við að þær stöllur, Anna Kristine Magnúsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir, voru í stuði og skemmtu sér mjög yfir mynd í DV af barmastærstu konu Evrópu. Sömuleiðis var á baksíðu DV sama dag mynd af berbijósta íslenskum fagurfljóðum í sólbaði. Þegar þær voru að fletta blaöinu segir Guðnin: „Úps, rak ég mig í míkrafóninn." Þá varð Anna Kristine ekki kjaft- stopp, frekar en fyrri daginn, og sagði um hæl: „Það eru brjöstin." Þá var mikið skríkt í hljóðstofunni! r A sexæringi „Öönivísi mér áður brá,“ sagði hagyrðingur einn á Aust- urlandi þegar hann las fréttir um mikið fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar í skoðanakönn- un um fylgi forsetafram- bjóðenda. Þá rifjaðist upp fyrir honum útkoma Ólafs Ragnars í forkönnun eða skoðanakönnun á vegum allaballa á Austurlandi fýrir allmörgum árum. Þar fékk Ólafur Ragnar aðeins sex atkvæði, eflaust nokkuð minna en hann kemur til með að fá i forseta- kosningunum. Hagyrðingurinn tók þá gamlan kviðling af þessu tilefni og breytti honum lítillega yfir i eft- irfarandi útgáfu: Ólaf Ragnar, öll við þing, ætlum næsta traustan. Sigling hans á sexæring sjást mun glæst að austan. Áfrýjaðu! í Þjóöarsál- inni á rás 2 voru ein- hverjir hringjendur aö nöldra um hvað lögfræð- ingar væru slæmir. En skjólstæöing- ar þeirra geta verið verri ef marka má litla sögu í Viðskipta- blaðinu. Þar segir af lögfræðingi sem rak erfltt dómsmál í tengslum við viöskipti fyrir skjólstæðing sinn. Þegar dómur var uppkveðinn var skjólstæöingurinn í viðskipta- ferð erlendis. Niðurstaðan varð lög- fræðingnum og skjólstæöingi hans í vil og lögfræðingurinn flýtti sér að senda viöskiptavini sínum tiðindin með þessu símskeyti: „Réttlætið sigraði!“ Skjólstæðingurinn sendi skeyti til baka um hæl: „Áfrýjaöu án tafar!" Umsjón: Björn Jóhann Bjömsson Brjóstm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.