Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 Fyrrum sölustjóri Áburðarverksmiðjunnar segist fórnarlamb breyttra markaðsaðstæðna: Ég dró már aldrei fé - segir útboð á áburðarmarkaði hérlendis sýndarmennsku eina Þorsteinn V. Þórðarson, fyrrum sölustjóri Áburðarverksmiðjunnar og fjárgæslumaöur Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunn- ar, hlaut nýlega árs fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði óskilorðs- bundna, fyrir umboðssvik, m.a. að hafa ekki fengið opinbera mats- menn til að meta verðmæti fast- eigna sem hann fjárfesti í, og fjár- drátt. Þrátt fyrir þetta heldur hann enn fram sakleysi sínu og hefur stofnað fyrirtæki sem keppir við Áburðarverksmiðjuna í sölu áburð- ar á innlendum markaði. Hann tel- ur dóminn yfir sér ranglátan. Ekki hafi verið litið á gögn sem lögð voru fram fyrir rétti, fram séu að koma ný gögn sem stungið hafi verið und- ir stól og þau útboð sem fram hafi farið á áburðarmarkaði hérlendis til þessa séu sýndarmennska ein, enda lægstu tilboðum ekki tekið. Þor- steinn lítur svo á að markvisst hafi verið unnið að þvi að koma sér fyr- ir kattamef, í viðskiptalegum skiln- ingi, til að koma í veg fyrir að höggvið væri í yfirburð'a-markaðs- stöðu Áburðarverksmiðjunnar á innlendum markaði. Þótt Þorsteinn hafi hlotið dóm er lífi hans ekki lokið. Hann starfræk- ir nú tölvuverslun, auk þess sem hann rekur Áburðarsöluna ísafold. ísafold hefur tekið þátt í útboðum stofnana hérlendis en frá 1. janúar 1995 hefur opinberum fyrirtækjum verið gert skylt, samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið, að bjóða út öll kaup á vöru og þjónustu. Útboðið með endemum „í fyrra fór fram fyrsta útboðið. í raun fóru menn ekkert að huga að því fyrr en ég hringdi í Land- græðslu ríkisins og benti á að henni væri skylt að bjóða út áburðarkaup sín. Það útboð var með endemum og úr varð að ég skrifaði fjármálaráðu- neytinu bréf þar sem ég kvartaði yfir því að útboðsgögnin væru unn- in upp úr vöruskrá Áburðarverk- smiðju ríkisins. I kjölfarið voru Rík- iskaup ávítuð. Samt varð það sama uppi á teningnum nú.“ Þorsteinn átti þrjú lægstu tilboð- in í útboðunum en úr varð að til- boði Áburðarverksmiðjunnar, sem er nær einráð á markaði hérlendis, var tekið. Þorsteinn segir tilboðum sínum ekki hafa verið tekið þar sem Landgræðslan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að staðgreiða þá vöru sem boðin var út, enda dreifðust fjárveitingar stofnunarinnar á allt árið. Þetta kom ekki fram í útboðs- gögnum Ríkiskaupa, segir Þor- steinn. Hann segir jafnframt stað- laus rök um að efnisuppbygging þess áburðar sem hann bauð til kaups hafi ekki verið fullnægjandi. „Þetta segir mér að það var fyrir fram ákveðið að taka tilboði Áburð- arverksmiðjunnar og útboðið var hrein sýndarmennska. Landgræðsl- unni er skyldað að vera með útboð en getur ekki tekið neinu tilboði vegna þeirra reglna sem henni eru settar af fjármálaráðuneytinu. Kostnaður við áburðarkaup stofn- unarinnar eru því milljónum króna meiri árlega en nauðsynlegt er.“ Þótt Þorsteinn hafi tvívegis tekið þátt i útboðum Ríkiskaupa á áburð- arkaupum, og í hvorugt skiptið haft erindi sem erfíði þrátt fyrir að vera lægstbjóðandi, segist hann reiðubú- inn að reyna einu sinni enn. „Þótt Áburðarsalan ísafold hafi gagngert verið stofnuð til að selja áburð og ekkert hafi oröið af því enn þá hef ég það mikil sambönd úti að ég verð að nýta þau.“ Meinlegar hvatir að baki Þorsteinn er þess fullviss að rót rauna sinna sé sú að reynt hcifi ver- ið að bola honum út af markaðnum. „Ég er alltaf að komast yfir ný gögn í málinu. Nú seinast rakst ég á greinargerð byggingarmeistara hússins þar sem hann sýnir fram á að með því að fjármagna enn frek- ari framkvæmdir við húsið sé hægt að firra sjóðinn öllu tapi. Hann skil- aði greinargerðinni inn til stjórnar lífeyrissjóðsins og lögmanns hans og fékk svar um hæl að henni væri hafnað og ákveðið hefði verið að af- skrifa alla fjárfestinguna, 38 milljón- ir, án þess að gera minnstu tilraun til að bjarga henni. Núna hefur komið fram að greinargerðin og mat fasteignasölu, sem hvarf úr skúffu á skrifstofu minni á undarlegan hátt, stenst hvort tveggja raunverulegt söluverð hússins í dag. Ármannsfell keypti húsið, vann við það, seldi það og jók verðmæti þess um nokkra tugi milljóna umfram það sem lagt var í það,“ segir Þorsteinn um húseignina Skipholt 50d sem hann fjárfesti í fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Áburðarverksmiðjunn- ar. Þorsteinn segist ekki sjá aðrar skýringar á þessum málalokum en þær að Hákon Bjömsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, standi á bak við þau. Lætin hafi byrjað þeg- ar ljóst var að Þorsteinn var í við- ræðum við finnskt fyrirtæki um innflutning á áburði hingað til lands sem þá hefði skapað sam- keppni við Áburðarverksmiðju rik- isins. „Það skiptir hann engu máli að þarna hafi 40 milljónir verið afskrif- aðar. Það lítur svo út að ég hafi tap- að þeim. Stjórn lífeyrissjóðsins gerði engar tilraunir til að bjarga þeim fjármunum sem þarna voru í húfi, né heldur skoðaði hvaða möguleikar væru fyrir hendi, held- ur afskrifaði þá strax.“ Þorsteinn var einnig dæmdur fyr- ir um 300 þúsund króna fjárdrátt vegna formgalla á kvittun. Taldi dómurinn það sönnun um fjárdrátt. Hann segir að lokauppgjör fyrir við- skipti upp á háifa aðra milljón hafi ekki enn legið fyrir og hafi hann því líka verið dæmdur ábyrgur vegna þeirra viðskipta. 800 þúsund króna ávísun, sem gefin var út vegna inn- áborgunar til verðbréfakaupa, hafi verið útistandandi og hafi sá sem annaðist viðskiptin haldið eftir þeirri ávísun sem tryggingu fyrir þóknun sinni. Sá hluti málsins sé þó í sjálfu sér óútkljáður enn. Þor- steinn bendir á að hann hafl senni- lega annast kaup á hundruðum bréfa fyrir lífeyrissjóðinn og alltaf fengið bréfin í hendur nokkrum dögum eða vikum eftir að greiðsla átti sér stað. Slíkt sé viðskiptavenja og þeir sem fást við viðskipti af þessu tagi geti staðfest það. „Ég get ekki sætt mig við það að vera ákærður og sakfelldur fyrir fjárdrátt sem átti sér aldrei stað. Það er erfitt að lifa við það. Það er eins og dómarar hérna viti ekkert og vilji ekki vita hvernig kaupin gerast á eyrinni. Það er dæmt eftir bókstafnum, án þess að menn viti hvað er að gerast í praxís. Ég lagði til dæmis fram í Hæstarétti gögn frá fjármálaráðuneytinu um að enginn einasti sjóður hefði beðið um opin- bera matsmenn þótt verið sé að kaupa bréf í fasteignum á hverjum einasta degi. Af hverju á að fara að dæma mig fyrir það sem allir aðrir eru að gera? Það eina sem er rétt er að ég fór út fyrir veðböndin. Þegar reglan segir 50 prósent þá er ég á 50 til 70 prósenta svæðinu. Ég var á gráu svæði. Allir SAL-sjóðirnir miða við 70 prósenta markið. Ég gæti sætt mig við að vera dæmdur fyrir þetta en ekkert annað.“ Málskot til Evrópudómstólsins Þorsteinn segir reynsluleysi sitt í að fást viö mál sem það sem höfðað var gegn honum hafa sett mark sitt á vörn hans. Hann hafi ekki gengið nógu hart eftir því að vitni, sem gætu talað máli hans, verðbréfasal- ar og forsvarsmenn stórra lífeyris- sjóða, væru kölluð til. Enda hafi komið á daginn að vegna skilnings- leysis dómsyfirvalda á því hvernig viðskipti lífeyrissjóða ganga í raun fyrir sig hafi hann verið dæmdur. Hæstiréttur hafi síðan gagnrýnilítið tekið upp dóminn úr héraði. Þorsteinn hyggst fá umboðsmann Alþingis, Gauk Jörundsson, til að lita á gögn málsins í þeim tilgangi að skjóta því til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Gauki er ætlað að kanna gildi þeirra gagna sem lögð voru fram fyrir báðum dómstigum hér á landi og lítið sem ekkert tillit var tekið till Endurupptaka málsins hér á landi sé nær óhugsandi. Þorsteinn er dæmdur maður. Að- spurður um hvemig sé að lifa með dóm á bakinu segir hann það á margan hátt undarlegt. Til dæmis setur hann fyrirvaralausa uppsögn konu sinnar, sem var í starfi hjá ís- landsbanka, í samhengi við mála- rekstur sinn fyrir dómstólum. „Ég held að þetta hafi .verið mun erfiðara fyrir fjölskyldu mína en mig. Ég á aldraða móður sem hefur orðið fyrir símaónæði út af þessum málum. Tengdamóðir mín og böm- in hafa líka fundið fyrir þessu. Ég held satt að segja að þetta sé auð- veldast fyrir rnig. Ég hef líka séð út hverjir eru vinir mínir í raun og hverjir samferðamenn mínir í gegn- um tíðina vom í raun viðhlæjend- ur. -PP NJpHvernig viS gerum " „franska handsnyrtingu" 1. Undirbúöu neglur, hreinsaöu af allt naglalakk. 2. Þjalaöu neglur í léttan boga. 3. Þvoðu hendur úr volgu sápuvatni. 4. Lakkaðu með No7 „White Tip" aðeins á fremsta hlutann á nöglinni. Sfyrk hönd er nauðsynleg svo betra er að leggja höndina á borð þegar þú lakkar þig. Berðu á aðra áferð ef með þarf. Láttu þorna vel. 5. Byrjaðu á miðri nögl og lakkaðu nú jafnt og vel yfir alla nöglina með No7 glæra „Ivory eða Rose" lakkinu. Berðu á aðra áferð ef þarf. 6. Settu að síðustu No7 „Fast Finish Top Coat" yfirlakkið, sem gefur tollandi aljáandi áferð með aukavörn gegn flögnun svo að nöglin brotni síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.