Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996
sviðsljós
41
Jack Nicholson leikur
golf með löggunni
Golíkylfur eru til margs brúkleg-
ar. Hollywoodleikarinn Jack
Nicholson færði mönnum heim
sanninn um það fyrir tveimur árum
þegar hann réðst að einhverjum ve-
sælum ökumanni sem fór í taugarn-
ar á honum og maskaði framrúðuna
á bílnum hans. Jack var ákærður
fyrir vikið en ef minnið svíkur ekki
náði hann samkomulagi við bílstjór-
ann og greiddi honum viðeigandi
bætur. Ákæran var því látin niður
falla og Jack slapp með skrekkinn.
Síðar sama ár vakti Jack enn á
ný athygli þegar hann tók að sér að
vera kynnir á golfmóti lögreglunnar
í Los Angeles þar sem margir fræg-
ir og rlkir taka þátt. Nú hefur verið
ákveðið að Jack verði aftur með á
löggumótinu sem verður haldið
þann 18. maí, eða næstkomandi
laugardag. Skipuleggjendur mótsins
gera sér vonir um að safna sem
svarar um tuttugu milljónum króna
fyrir ekkjur lögregluþjóna og börn
þeirra.
Jack Nicholson þykir annars lið-
tækur golfari þótt hegðun hans um
árið hafi ekki verið mjög íþrótta-
mannsleg og hefur tekist að ná for-
gjöfinni niður 1 þrettán. Það er all-
gott, ekki síst þegar tillit er tekið til
þess að hann sneri sér frekar seint
að kylfunum. Allir vita jú að Jack
er mikíU áhugamaður um körfu-
bolta og uppáhaldslið hans er LA
Lakers sem voru slegnir út úr úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar fyrir
skömmu.
Hvað um það, talsmaður lögregl-
unnar í Los Angeles er ekki á því að
golfvöllurinn verði stórleikaranum
óþægastur ljár í þufu á laugardag-
inn kemur heldur miklu frekar
meðleikari hans, einnig kvikmynda-
leikari, Joe litli Pesci.
Jack Nicholson kann aö sveifla golfkylfu, innan vallar jafnt sem utan.
Kevin Costner býður Elle MacPherson í mat
Kraumandi kossar við
útigrillið í Hollywood
Útigrillið var
ekki það eina sem
var kraumandi
heitt þegar Kevin
Costner stórleikari
bauð ofurfyrirsæt-
unni Elle „Kropp-
ur" MacPherson í
mat í nýuppgerðu
húsi sínu í
Hollywood. Koss-
arnir og káfið gáfu
þar ekkert eftir og
kyntu hjúin upp
með bjór og límon-
aði.
Kevin og Elle
eiga sjálfsagt
margt sameigin-
legt, það þó helst
að bæði eru að
jafna sig eftir upp-
flosnað ástarsam-
band. Kevin er skilinn við eigin-
konu sína til átján ára og Elle er
hætt með breska millanum og erf-
ingjanum Tim Jeffries eftir þriggja
ára samband. Það er því ekki undar-
legt þótt þau hafi kysst og kjamsað
svo klukkustundum skiptir úti í
garði..
Kevin þarf jú svo sannarlega á
allri huggun, sém hann getur feng-
ið, að halda. Konan hans fyrrver-
andi, hún Cindy, stendur í stappi
Kevin Costner bauö sleikjó.
Elle MacPherson var í havaípilsi.
við hann og hefur krafist sem svar-
ar fimm muljarða íslenskra króna í
bætur. Cindy sagði annars skilið
við karlinn eftir að sást til húla-
dansmeyjar laumast inn í vistarver-
ur Kevins þegar hann var við tökur
á myndinni Vatnaveröld á Havaí á
sínum tíma.
I umræddu matarboði, þar sem
Kevin bauð gesti sínum hamborg-
ara og sleikjó, var Elle klædd í
havaípils en hvort það var til að
ganga betur í
augun á stór-
stjörnunni skal
ósagt látið.
Kevin lætur
skilnaðarmálið
ekki trufla föð-
urhlutverkið.
Nýlega fór hann
með börnin sín
þrjú á frumsýn-
ingu myndar-
innar Flipper í
Los Angeles.
Kunnugir segja
meira að segja
að hann sakni
nú hennar
Cindyar sinnar
dálítið. Hann
hefur þó ekki
látið það flækj-
ast fyrir sér þeg-
ar kvennafar er annars vegar því
frá því þau hjónin skildu hefur
hann verið orðaður við hverja feg-
urðardísina á fætur annarri. Sagt er
að hann hafi meira að segja spand-
erað miUjón krónum í mat og drykk
handa sér og ónefndri fyrirsætu.
Ekki amalegt það.
mÍDftSALAn
OPÍn rýL. 15-19
nEtiö mÁn.
Sími 551-1475
ÍSLEnSK^ ÓPERfin
nÝ ÓPERA EFtÍR ÍOn ASCEÍRSSOn
L IÚm l/PPSELt OG 4. ÍUni UPPSELt
riÆStv sÝnincörVJ. júní 8.
|um oc 14. |uni
KENWOOD
kraftur, gœði, ending
BB^^Íh^HH ^Pmí
Ármúla 17, Reykjavik, sími 568-8840
S&sg?
Öflugri og betur búinn.
1700 sm3 vél með beinni innspýtingu.
Léttara stýri, stærra farangursrými,
betri sæti, ný og breytt innrétting.
LAPA
afar raunhæfur kostur
LADA SPORT
998.000 kr.
IMEa
ÁRMÚLA13, SÍMI: 568 1200
BEINN SI'MI: 553 1236
Sumarskólinn sf.
Eins og undanfarin sumur veröur Sumarskólinn sf. meö
kennslu í fjölmörgum framhaldsskólaáföngum. Yfir 40
áfangar verða í boði. Kennt veröur samkvæmt námskrá
Menntamálaráöuneytísins. Allir áfangar eru matshæfir.
Skólinn hefst 31. maí og lýkur 3. júlí. Kennt veröur á kvöldin
í Háskóla íslands.
Skólagjald er kr. 12.900 fyrir einn áfanga, en kr. 18.900 fyrir
tvo áfanga. Nemendur mega mest taka tvo áfanga.
Innritun verður virfca daga frá 20.-29. maí kl. 16:30-19:00
í Menningarmirístiiðinni í Gerðubergi.
Nánari upplýsingar fást f sfmum 565-6484 og 564-2100.
y