Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 36
Hhglingaspjali LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 ;OV Ungtfólk sækir starfsnám hjá Hinu húsinu: Yfirgnæfandi meirihluti óráðinn með framtíðina - segja Elín Agla Briem og Baldur Björnsson „Þetta virkar mjög vel á okkur. (Það er verið að fara yfir svo breitt svið og maður er að finna út hvað mann langar til að gera. Það er búið að tala um hvernig er hægt að fá mikið út úr tímanum og virkja hann betur," sagði Elin Agla Briem, 22ja ára, eftir fyrsta daginn á starfs- námskeiði hjá Hinu húsinu. Elín Agla var á námskeiðinu ásamt Baldri Björnssyni, 19 ára, og yfir 30 'öðrum krökkum. Námskeiðið hófst fyrir hálfum mánuði og er það fyrsta í sumar. „Þetta er líka búið að vera kynn- ing á námskeiðinu, hvaða kúrsar eru í boði og kynning á því hvert markmiðiö er. Það er náttúrulega að finna starf fyrir okkur. Þetta námskeið miðast að því að kom- ast að því hvað mann langar til að gera, hvar áhugasvið manns liggur og hæfileikar, hvað mað- ur getur gert og hvað maður vill gera," bætir Baldur við. Baldur Björnsson og Elín Agla Briem eru í hópi 35 krakka á aldrinum 18-25 ára, sem byrjuöu á starfsnámskeiöi hjá Hinu húsinu á mánudaginn. Þau eru mjög ánægb með námskeiöiö. DV-mynd BG hin hlidin i>v Langar mest til að lesa Dagbók fegurðardrottningar —segir Kristinn Hermannsson, yngsti bæjarfulltrúi á íslanrli Kristinn Hermannsson Var í öðru sæti á Funk-lista framhalds- skólanema á ísafirði í bæjarstjórn- arkosningunum þar fyrir nokkrum vikum. Listinn fékk tvo menn kjórna og verður Kristinn því bæjarfulltrúi út þetta kjör- tímabil. Kristinn er 18 ára gamall og þvi yngsti bæjarfulltrúi á ís- landi. Hann sýnir hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Kristinn Hermanns- son. Fæðingardagur og ár: 23. nóvem- ^ ber 1977. I Kærasta: Ólofaður. Jj Börn: Ekki ennþá. 1 Bifreið: Þarf ekki á svoleiðis pjátri að halda. Starf: Nemi, bæjarfulltrúi og ræstitæknir. Laun: Nóg til að viðhalda eðlilegri 1 neyslu. S Áhugamál: Nýrómantíska tíma- bilið í popptónlist ('87-ið). I Hefur þú unnið i happdrætti eða lottói? Nei. |j Hvað finnst þér skemmtilegast I að gera? Öldrykkja og skemmtan- I ir. I Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mynda meirihluta. Uppáhaldsmatur: Túnfiskur. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. I Hvaða íþróttamaður stendur I fremstur í dag að þínu mati? Enginn. Uppáhaldstímarit: National Ge- ographic. Hver er fallegasti kona sem þú hefur séð, fyrir utan kærust- una? Hófi. Erru hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Sly Stone úr Sly and the Family Stone. Uppáhaldsleikari: Clint Eastwood. Uppáhaldsleikkona: Uschi Glasch. Uppáhalds- söngvari: Tom Jones. Uppá- halds- stjórn- málamaður: Bergur á Felli. Uppá- haldsteikni- myndapersóna: Tommi. Uppáhalds sjón- varps- efni: Frúin fer sína eigin leið. Uppáhaldsmatsölustaður: Krían, Flateyri. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Hófi, dagbók fegurðardrottn- ingar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi Jökulsson. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Heimir Már Pétursson. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Reynir í Hnífsdal. Uppáhaldsskemmtistaður: Sjallinn, ísafirði. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtlðinni? Óhófiegu ríkidæmi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Fara í skíða- ferðalag tíl Benidorm. -GHS Atvinnulaus í 14 mánuði Elín Agla og Baldur hafa bæði verið í Menntaskólanum við Hamrahlíð og bæði hafa þau verið atvinnulaus. Elín Agla er í kvöld- skólanum í MH og hefur verið at- vinnulaus í 14 mánuði. Hún hefur alltaf unnið með skólanum, síðast sem sendill hjá verðbréfafyrirtæki. Baldur hefur einnig verið í MH en er hættur í bili. Hann hefur unnið við ýmislegt, til dæmis í Húsdýra- garðinum. Elín Agla og Baldur segja að ungt fólk sé mjög óráðið, það viti í fæst- um tilvikum hvað það vilji gera i framtíðinni. „Ég myndi segja að það væri yfirgnæfandi meirihluti sem hefði enga stefnu varðandi framtíð- ina. Aðeins tveir, eigmlega þrír, af mínum félögum eru ákveðnir í.því hvað þeir ætla að gera. Þessir tveir eru báðir í skóla og stefna í háskóla- nám, annar í verkfræði og hinn í eðlisfræði, enda eru þeir mest töff nördar sem ég veit um," segir Bald- ur. Ómótaðar skoðanir Baldur segist vera mjög óráðinn í hvað hann vilji fá út úr námskeið- inu hjá Hinu húsinu en segist hafa sett sér tímabundið markmið sem hann vinni jafnt og þétt að, það er að fara í myndlistarskóla í Dan- mörku. Biðtíminn eftir að komast þangað sé eitt og hálft ár og þangað til ætli hann í kvöldskóla til að ljúka stúdentsprófi. „Ég hef ómótaðar skoðanir. Ég hef áhuga á svo mörgu að það er erfitt að velja úr," segir Elín Agla. Allir 18-25 ára krakkar, sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum, geta sótt um að komast i starfsnám Hins hússins. Að námskeiðinu loknu fá krakkarnir starfsþjálfun í fimm mánuði. Um 35 krakkar eru á hverju námskeiði. -GHS supermodel Fyrirsætur eru farnar að hefja störf 12 ára: Rósrauður draumur sem getur breyst Heitar umræður hafa átt sér stað í Bretlandi að undanfórnu um þró- unina í tískuheiminum. Þar hefur færst í vöxt að stúlkur fái uppfyllt- an rósrauðan draum sérhverrar stúlku um fyrirsætuferil og byrji störf 12 og 13 ára gamlar og allt nið- ur í 11 ára. Fjölmiðlar spyrja hvort það sé réttlætanlegt að svipta stúlk- urnar barnæskunni og hrifsa þær svo skyndilega inn í heim fullorð- inna með því álagi sem fylgir fyrir- sætustarfinu. Stúlkurnar eru látnar klæða sig og mála á sér andlitið eins og full- orðnar fyrirsætur. Þær þurfa að ferðast um allar heimsálfur og sækja kokkteilpartý eins og full- orðnir og hætta að geta leikið sér. Þessi þróun hefur sætt harðri gagn- rýni og hafa umræðurnar gengið svo langt að ein stúlka, hin 12 ára gamla Rachel Kirby, hefur hætt fyr- irsætustörfum eftir stuttan en stjörnum stráðan feril. „Fyrirsætustarfið er fullorðinslíf sem hefur valdið mörgum börnum miklum hörmungum því að börnin hafa byrjað of snemma og ráða ekki við álagið sem fylgir starfinu. Menn verða að gera sér grein fyrir að börnin fá ekki æskuna aftur," segir Michael Gross, höfundur bókar um þetta efni sem komið hefur út í Bandaríkjunum. Gríðarleg samkeppni er milli Hin 12 ára gamla Rachel Kirby hætti störfum sem fyrirsæta eftir aö um- ræða fór í gang í Bretlandi um nei- kvæðar hliöar þess ab láta fyrirsæt- ur byrja mjög ungar. módelskrifstofa í Lundúnum. Þeir sem til þekkja segja að eftirspurnin eftir nýjum andlitum geri það að verkum að fyrirsæturnar verði sí- fellt yngri. Flestir eru þó sammála um að þróunin sé óæskileg enda eru fyrirsæturnar sem betur fer í flest- um tilfellum 16 til 17 ára gamlar. Antonio og Griffith gifta sig mmmWmWmmmm .............. ..:....ím... Antonio Banderas og Melanie Griflith meö börnunum hennar. Brá&um fjölgar í fjölskyldunni. Ástin lætur ekki að sér hæða. Þau Antonio Banderas, spænski hjartaknúsarinn og latneski elsk- huginn, og Melanie Griffith, banda- ríska leikkonan og stúlkan í þarnæsta húsi, eru svo sjúklega ást- fangin að þau stóðust ekki mátið þegar þau voru í Lundúnum á dög- unum og létu pússa sig saman. Á laun, að sjálfsögðu, að sögn æsifréttablaðsins The Sun. . „Þau eru sjúkléga ástfangin og vildu gifta sig án þess að gera neitt veður út af því," hefur blaðið eftir ónafngreindum vini turtildúfanna. Sá heldur áfram: „Melanie var stór- glæsileg en hún var í mjög látlaus- um fötum." Antonio hefur nýlokið við tökur á kvikmyndinni Evitu þar sem hann lék á móti engri annarri en mestu kynæsingakonu seinni tíma, sjálfri Madonnu. Ekki hefur farið neinum sögum af samdrætti þeirra. Antonio og Melanie eiga von á barni. Madonna á einnig von á barni með leikfimikennaranum sín- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.