Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 21
' LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 r íþróttir em með í Draumaliði DV uð, og einnig sigurvegarar í hverj- um landshluta. Símaþjónusta DV með tölurnar nokkrum tímum eftir leikina Til að fá sem gleggstar upplýsing- ar um stigagjöf og annað varðandi Draumaliðið er best að fylgjast vel með skrifum DV um knattspyrnuna í sumar og eins er hægt að fá allar upplýsingar í símaþjónustu draumaliðs DV í síma 904-1015, að- eins nokkrum klukkustundum eftir að hverri umferð í 1. deildinni lýk- ur. Til dæmis var fyrsta umferðin síðastliðið fimmtudagskvöld og um klukkan 3 um nóttina gátu þátttak- endur hringt í ofangreint símanúm- er og fengið fréttir af stöðu sinni. Þannig ganga málin fyrir sig í sumar. Mjög vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem best standa sig í leikn- um og verða þau kynnt nánar í blaðinu síðar. Það skal þó upplýst að draumaliðsmeistarinn fær utan- landsferð fyrir tvo með Samvinnu- ferðum/Landsýn. Það skal tekið fram að frestur til að vera með er * # Þormóöur Egilsson og félagar í KR-liðinu eiga eftir aö gefa mörg stig í Draumaliði DV í sumar. Hér hampar Pormóöur Reykjavíkurbikarnum á dögunum. Viðbrögð lesenda DV við leiknum „Draumalið DV“ hafa verið mjög góð og ljóst er að á fimmta þúsund lesendur blaðsins hyggjast taka þátt í leiknum í sumar. Þátttökuseðlum hefur rignt inn til blaðsins og eru þátttakendur á öllum aldri og alls staðar af landinu. Segja má að þeir komi úr hverju einasta byggðarlagi á landinu og meira til, því þátttökuseðlar bárust líka frá Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð. Oft hefur verið farið yfir hvernig leikurinn gengur fyrir sig og óþarfi að endurtaka það sér í smáatriðum. Þátttakendur velja sitt ákveðna knattspyrnulið sem skipað er leik- mönnum sem kosta mismunandi háar upphæðir. Liðið í heild má ekki kosta meira en 2,2 milljónir króna og ekki mega vera fleiri en þrír leikmenn úr sama liði. Þátttakendur þurfa að fylgjast vel með gangi mála í 1. deildinni í sum- ar því leikmenn fá stig í samræmi við frammistöðu sína í hverjum leik. í haust kemur síðan í ljós hvaða lið hefur hlotið flest stig og það lið er sigurvegarinn í Draumaliði DV 1996. Einnig eru stigahæstu lið í hverjum mánuði fyrir sig verðlaun- útrunninn enda íslandsmótið hafið. Jafngildir 756 jiúsund þátttakendum i Englandi Þetta er annað árið sem DV býð- ur lesendum sínum upp á þennan leik. DV keypti hann af enska knatt- spyrnutímaritinu Shoot en þar hafði hann slegið rækilega í gegn. Þar tóku 36 þúsund manns þátt og það þótti ótrúlegt. Ef þátttakan hjá Shoot hefði verið jafnmikil, miðað við höfðatölu, og hún er hjá DV í ár, þá hefðu þátttakendur þar verið 756 þúsund. Þetta segir meira en mörg orð um viðtökur lesenda DV. -SK/VS á afinælLstóiílelkijm Forsala aðgöngumiða hafin í Þjóðleikhúsinu, Skífubúðunum Laugavegi 26, 96 og Kringlunni stórtórileikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.