Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Qupperneq 21
' LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996
r
íþróttir
em með í Draumaliði DV
uð, og einnig sigurvegarar í hverj-
um landshluta.
Símaþjónusta DV með
tölurnar nokkrum tímum
eftir leikina
Til að fá sem gleggstar upplýsing-
ar um stigagjöf og annað varðandi
Draumaliðið er best að fylgjast vel
með skrifum DV um knattspyrnuna
í sumar og eins er hægt að fá allar
upplýsingar í símaþjónustu
draumaliðs DV í síma 904-1015, að-
eins nokkrum klukkustundum eftir
að hverri umferð í 1. deildinni lýk-
ur. Til dæmis var fyrsta umferðin
síðastliðið fimmtudagskvöld og um
klukkan 3 um nóttina gátu þátttak-
endur hringt í ofangreint símanúm-
er og fengið fréttir af stöðu sinni.
Þannig ganga málin fyrir sig í
sumar.
Mjög vegleg verðlaun eru í boði
fyrir þá sem best standa sig í leikn-
um og verða þau kynnt nánar í
blaðinu síðar. Það skal þó upplýst
að draumaliðsmeistarinn fær utan-
landsferð fyrir tvo með Samvinnu-
ferðum/Landsýn. Það skal tekið
fram að frestur til að vera með er
*
#
Þormóöur Egilsson og félagar í KR-liðinu eiga eftir aö gefa mörg stig í
Draumaliði DV í sumar. Hér hampar Pormóöur Reykjavíkurbikarnum á
dögunum.
Viðbrögð lesenda DV við leiknum
„Draumalið DV“ hafa verið mjög
góð og ljóst er að á fimmta þúsund
lesendur blaðsins hyggjast taka þátt
í leiknum í sumar.
Þátttökuseðlum hefur rignt inn
til blaðsins og eru þátttakendur á
öllum aldri og alls staðar af landinu.
Segja má að þeir komi úr hverju
einasta byggðarlagi á landinu og
meira til, því þátttökuseðlar bárust
líka frá Færeyjum, Danmörku og
Svíþjóð.
Oft hefur verið farið yfir hvernig
leikurinn gengur fyrir sig og óþarfi
að endurtaka það sér í smáatriðum.
Þátttakendur velja sitt ákveðna
knattspyrnulið sem skipað er leik-
mönnum sem kosta mismunandi
háar upphæðir. Liðið í heild má
ekki kosta meira en 2,2 milljónir
króna og ekki mega vera fleiri en
þrír leikmenn úr sama liði.
Þátttakendur þurfa að fylgjast vel
með gangi mála í 1. deildinni í sum-
ar því leikmenn fá stig í samræmi
við frammistöðu sína í hverjum
leik.
í haust kemur síðan í ljós hvaða
lið hefur hlotið flest stig og það lið
er sigurvegarinn í Draumaliði DV
1996. Einnig eru stigahæstu lið í
hverjum mánuði fyrir sig verðlaun-
útrunninn enda íslandsmótið hafið.
Jafngildir 756 jiúsund
þátttakendum i Englandi
Þetta er annað árið sem DV býð-
ur lesendum sínum upp á þennan
leik. DV keypti hann af enska knatt-
spyrnutímaritinu Shoot en þar
hafði hann slegið rækilega í gegn.
Þar tóku 36 þúsund manns þátt og
það þótti ótrúlegt. Ef þátttakan hjá
Shoot hefði verið jafnmikil, miðað
við höfðatölu, og hún er hjá DV í ár,
þá hefðu þátttakendur þar verið 756
þúsund. Þetta segir meira en mörg
orð um viðtökur lesenda DV.
-SK/VS
á afinælLstóiílelkijm
Forsala aðgöngumiða hafin í Þjóðleikhúsinu,
Skífubúðunum Laugavegi 26, 96 og Kringlunni
stórtórileikar