Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 27
DV LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 t i. (_) Older George Michael I 2. (1 ) The Score Fugees | 3. ( 2 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 4. ( 3 ) Down on the Upside Soundgarden t 5. ( 6 ) Sunbumed & Paranoid Skunk Anansie | 6. ( 5 ) Reif í botn Ýmsir t 7. ( 4 ) Evil Empire Rage against the Machine t 8. (10) To the Faithful Departed The Cranberries | 9. ( 7 ) Pottþétt 3 Ýmsir $ 10. ( 8 ) Gangsta’s Paradise Coolio 111. (Al) Gling Gló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss... $ 12. ( 9 ) Wild Mood Swings Cure 113. (13) The Bends Radiohead ) 14. (14) Falling Into You Celine Dion 115. (Al) (What's the Story) Morning Glory? Oasis 116. (- ) Fairweather Johnson Hootie & the Blowfish 117. (15) Dove C'e Musica Eroz Ramazotti 118. (Al) Greatest Hits Take That 119. (17) Outside David Bowie 120. (18) Underground Úr kvikmynd London tónlist 27 George Michael: Sex ár liöu frá síöustu plötu þar til sú nýja kom út í þessum mánuöi. t t t t t t I t t 1. (2) Ohh Ahh...Just a Little Bit Gina G 2. ( 1 ) Fast Love George Michael 3. ( 3 ) Return of the Mac Mark Morrison 4. ( 7 ) There's Nothing I Won't Do JX 5. (10) NobodyKnows The Tony Rich Project 6. ( 5 ) Ceceilia Walking Suggs Featuring Louchie Lou and... 7. ( 8 ) Tonight Tonight Smashing Pumpkins 8. ( 6 ) Move Move Move (The Red Tribe) The 1996 Manchester United FA... 9. (- ) Blue Moon/Only You John Alford 10. (-) Fat Neck Black Grape New York | 1.(1) The Crossroads Bone Thugs - N-Harmony | 2. ( 2 ) Always Be My Baby Mariah Carey | 3. ( 3 ) Because You Loved Me Celine Dion t 4. ( 5 ) Nobody Knows The Tony Rich Project t 5. ( 4 ) Ironic Alanis Morissette t 6. ( 8 ) Give Me One Reason Tracy Chapman # 7. ( 6 ) You're the One SWV t 8. ( 9 ) Count on Me Whitney Houston & Cece Winans | 9. ( 7 ) 1,2,3,4 (Sumpin' New) Coolio t 10. (11) Follow You Down Gin Blossoms Bretland - plötur og diskar - It 1. (-) Older George Michael | 2. ( 2 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 3. (1 ) 1977 Ash | 4. ( 3 ) (What's the Story) Morning Glory? Oasis t 5. ( - ) Slang Def Leppard | 6. ( 6 ) Greatest Hits Take That # 7. ( 4 ) Walking Wounded Everything but the Girl | 8. ( 8 ) Hits Mike and the Mechanics | 9. ( 5 ) The It Girl SÍeeper # 10. ( 7 ) To the Faithful Departed The Cranberries Ssskí; Bandaríkin ----7_=plötur og diskar— t 1.(3) The Score Fugees I 2.(1 ) FairweatherJohnson Hootie & The Blowfish t 3. ( 5 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette ’ t 4. (- ) Great Southern Trendkill IPantera t 5. ( 6 ) Falling into You Celine Dion | 6. ( 2 ) Crash The Dave Matthew Band • 7. ( 4 ) To the Faithful Dcparted The Cranberries t 8. (11) NewBeginning Tracy Chapman | 9. ( 8 ) Borderline Brooks & Dunn «10. ( 9 ) Evil Empire Rage against the Machine George Michael rýfur sex ára þögn Tíu ár eru liðin á þessu ári síðan Wham! dúettinn leystist upp í frum- eindir sínar. Andrew Ridgeley er horfinn og flestum gleymdur. Ge- orge Michael hefur hins vegar að- eins sent frá sér þrjár sólóplötur á áratugnum og sú nýjasta, Older, er einmitt að renna úr pressunum og upp vinsældalistana þessa dagana. Flestir bjuggust við glæstri fram- tíð Michaels eftir að hann hafði los- að sig við óþurftargemlinginn Andrew Ridgeley. Ferillinn hefur hins vegar verið furðu holóttur. Ekki vegna þess að sköpunarlindir poppsmiðsins knáa hafi þorrið held- ur vegna heiftarlegs ágreinings hans við fyrirtækið sem kom hon- um á framfæri á sínum tíma. Af honum leiddu hatrömm málaferli sem hafa fengið mikla athygli í fjöl- miðlum. Það var svo fyrirtækið DreamWorks SKG sem batt enda á skylmingar Michaels og Sony- ris- ans eða öllu heldur lögfræðinga deiluaðilanna með því að kaupa samning listamannsins fyrir fjöru- tíu milljónir dollara, að því er sögur herma. Enn er ekki komið í ljós hversu góð fjárfesting það er en sjálfsagt fylgjast margir spenntir með því hvernig George Michael gengur að fóta sig á tónlistarbraut- inni næstu misserin. Löng þögn Ári eftir að Wham! sneri upp tán- um sendi George Michael frá sér sólóplötuna Faith. Henni var vel tekið og heildarsalan varð fimmtán milljónir eintaka. Þremur árum síð- ar var listamaðurinn aftur á ferð og þá með Listen Without a Prejudice. Nú brá svo við að salan náði ekki nema fimm milljónum. í Bandaríkj- unum náði platan engum sérstökum vinsældum og George Michael skellti skuldinni á Sony-útgáfuna fyrir að hafa ekki sinnt henni nægi- lega vel með hinni hefðbundnu her- ferð sem plötum allflestra stór- stjarna heimsins er fylgt eftir með. Hann neitaði því að fara í hljóm- leikaferð, mæta í viðtöl við fjöl- miðla og gera myndbönd. Spennan magnaðist á báða bóga og á endan- um tilkynnti listamaðurinn að hann hefði „ákveðið að skflja við plötuút- gefandann" sinn, eins og hann orð- aði það. Málaferlin komu svo í kjöl- farið. Þau reyndu mjög á George Michael og sömuleiðis á fjárhag hans. Samkvæmt heimildum voru árstekjur hans 1988 einn komma sex mifljarðar króna. Fimm árum síðar voru þær fjörutíu milljónir og nægðu ekki einu sinni fyrir lög- fræðikostnaðinum það árið. Málaferlunum fylgdi það að Geor- ge Michael gat ekki sent frá sér nein lög á plötum. Þar af leiðandi kom ekkert frá honum frá því að Listen Without a Prejudice kom út árið 1990 og þar til Smáskífan Jesus to a Child var gefin út fyrr á þessu ári. Henni var reyndar ætlað að koma út fyrir jólin. Það hlýtur því að hafa verið útgefandanum nokkurt áhyggjuefni að platan frestaðist fram yfir áramót en þá er heildar- sala hljómplatna fremur lítil miðað við síðustu vikurnar fyrir jól. Jesus to a Child fékk þó allgóðar viðtökur og sömuleiðis næsta smáskífa með laginu Fastlove sem minnir nokkuð á hið skásta af fönkdiskótónlistinni sem gefin var út í lok áttunda ára- tugarins. Viðtökur Older eru enn óskrifað blað. Svo stutt er síðan platan kom út. Útgefendurnir þurfa að spyrja sig nokkurra áleitinna spurninga um þessar mundir eins og til dæm- is hvort George Michael sé öllum gleymdur, undrabarnið sem eitt sinn var, aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Önnur spurning er sú hvort tónlist hans falli í kramið núna. Liðin eru sex ár síðan síðasta plata kom út og á þeim tíma hefur margt breyst, ný nöfn komið fram á sjónarsviðið og nýjar stefnur komið og farið. Er George Michael nógu nútímalegur fyrir nútímann eða er hann sex árum á eftir tímanum? Svör við þessum spurningum fá út- gefendurnir þegar sölutölurnar fara að berast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.