Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 27
DV LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996
t i. (_) Older
George Michael
I 2. (1 ) The Score
Fugees
| 3. ( 2 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 4. ( 3 ) Down on the Upside
Soundgarden
t 5. ( 6 ) Sunbumed & Paranoid
Skunk Anansie
| 6. ( 5 ) Reif í botn
Ýmsir
t 7. ( 4 ) Evil Empire
Rage against the Machine
t 8. (10) To the Faithful Departed
The Cranberries
| 9. ( 7 ) Pottþétt 3
Ýmsir
$ 10. ( 8 ) Gangsta’s Paradise
Coolio
111. (Al) Gling Gló
Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss...
$ 12. ( 9 ) Wild Mood Swings
Cure
113. (13) The Bends
Radiohead
) 14. (14) Falling Into You
Celine Dion
115. (Al) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
116. (- ) Fairweather Johnson
Hootie & the Blowfish
117. (15) Dove C'e Musica
Eroz Ramazotti
118. (Al) Greatest Hits
Take That
119. (17) Outside
David Bowie
120. (18) Underground
Úr kvikmynd
London
tónlist 27
George Michael: Sex ár liöu frá síöustu plötu þar til sú nýja kom út í þessum mánuöi.
t
t
t
t
t
t
I
t
t
1. (2) Ohh Ahh...Just a Little Bit
Gina G
2. ( 1 ) Fast Love
George Michael
3. ( 3 ) Return of the Mac
Mark Morrison
4. ( 7 ) There's Nothing I Won't Do
JX
5. (10) NobodyKnows
The Tony Rich Project
6. ( 5 ) Ceceilia Walking
Suggs Featuring Louchie Lou and...
7. ( 8 ) Tonight Tonight
Smashing Pumpkins
8. ( 6 ) Move Move Move (The Red Tribe)
The 1996 Manchester United FA...
9. (- ) Blue Moon/Only You
John Alford
10. (-) Fat Neck
Black Grape
New York
| 1.(1) The Crossroads
Bone Thugs - N-Harmony
| 2. ( 2 ) Always Be My Baby
Mariah Carey
| 3. ( 3 ) Because You Loved Me
Celine Dion
t 4. ( 5 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
t 5. ( 4 ) Ironic
Alanis Morissette
t 6. ( 8 ) Give Me One Reason
Tracy Chapman
# 7. ( 6 ) You're the One
SWV
t 8. ( 9 ) Count on Me
Whitney Houston & Cece Winans
| 9. ( 7 ) 1,2,3,4 (Sumpin' New)
Coolio
t 10. (11) Follow You Down
Gin Blossoms
Bretland
- plötur og diskar -
It 1. (-) Older
George Michael
| 2. ( 2 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 3. (1 ) 1977
Ash
| 4. ( 3 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 5. ( - ) Slang
Def Leppard
| 6. ( 6 ) Greatest Hits
Take That
# 7. ( 4 ) Walking Wounded
Everything but the Girl
| 8. ( 8 ) Hits
Mike and the Mechanics
| 9. ( 5 ) The It Girl
SÍeeper
# 10. ( 7 ) To the Faithful Departed
The Cranberries
Ssskí; Bandaríkin
----7_=plötur og diskar—
t 1.(3) The Score
Fugees
I 2.(1 ) FairweatherJohnson
Hootie & The Blowfish
t 3. ( 5 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
’ t 4. (- ) Great Southern Trendkill
IPantera
t 5. ( 6 ) Falling into You
Celine Dion
| 6. ( 2 ) Crash
The Dave Matthew Band
• 7. ( 4 ) To the Faithful Dcparted
The Cranberries
t 8. (11) NewBeginning
Tracy Chapman
| 9. ( 8 ) Borderline
Brooks & Dunn
«10. ( 9 ) Evil Empire
Rage against the Machine
George Michael rýfur sex ára þögn
Tíu ár eru liðin á þessu ári síðan
Wham! dúettinn leystist upp í frum-
eindir sínar. Andrew Ridgeley er
horfinn og flestum gleymdur. Ge-
orge Michael hefur hins vegar að-
eins sent frá sér þrjár sólóplötur á
áratugnum og sú nýjasta, Older, er
einmitt að renna úr pressunum og
upp vinsældalistana þessa dagana.
Flestir bjuggust við glæstri fram-
tíð Michaels eftir að hann hafði los-
að sig við óþurftargemlinginn
Andrew Ridgeley. Ferillinn hefur
hins vegar verið furðu holóttur.
Ekki vegna þess að sköpunarlindir
poppsmiðsins knáa hafi þorrið held-
ur vegna heiftarlegs ágreinings
hans við fyrirtækið sem kom hon-
um á framfæri á sínum tíma. Af
honum leiddu hatrömm málaferli
sem hafa fengið mikla athygli í fjöl-
miðlum. Það var svo fyrirtækið
DreamWorks SKG sem batt enda á
skylmingar Michaels og Sony- ris-
ans eða öllu heldur lögfræðinga
deiluaðilanna með því að kaupa
samning listamannsins fyrir fjöru-
tíu milljónir dollara, að því er sögur
herma. Enn er ekki komið í ljós
hversu góð fjárfesting það er en
sjálfsagt fylgjast margir spenntir
með því hvernig George Michael
gengur að fóta sig á tónlistarbraut-
inni næstu misserin.
Löng þögn
Ári eftir að Wham! sneri upp tán-
um sendi George Michael frá sér
sólóplötuna Faith. Henni var vel
tekið og heildarsalan varð fimmtán
milljónir eintaka. Þremur árum síð-
ar var listamaðurinn aftur á ferð og
þá með Listen Without a Prejudice.
Nú brá svo við að salan náði ekki
nema fimm milljónum. í Bandaríkj-
unum náði platan engum sérstökum
vinsældum og George Michael
skellti skuldinni á Sony-útgáfuna
fyrir að hafa ekki sinnt henni nægi-
lega vel með hinni hefðbundnu her-
ferð sem plötum allflestra stór-
stjarna heimsins er fylgt eftir með.
Hann neitaði því að fara í hljóm-
leikaferð, mæta í viðtöl við fjöl-
miðla og gera myndbönd. Spennan
magnaðist á báða bóga og á endan-
um tilkynnti listamaðurinn að hann
hefði „ákveðið að skflja við plötuút-
gefandann" sinn, eins og hann orð-
aði það. Málaferlin komu svo í kjöl-
farið. Þau reyndu mjög á George
Michael og sömuleiðis á fjárhag
hans. Samkvæmt heimildum voru
árstekjur hans 1988 einn komma sex
mifljarðar króna. Fimm árum síðar
voru þær fjörutíu milljónir og
nægðu ekki einu sinni fyrir lög-
fræðikostnaðinum það árið.
Málaferlunum fylgdi það að Geor-
ge Michael gat ekki sent frá sér nein
lög á plötum. Þar af leiðandi kom
ekkert frá honum frá því að Listen
Without a Prejudice kom út árið
1990 og þar til Smáskífan Jesus to a
Child var gefin út fyrr á þessu ári.
Henni var reyndar ætlað að koma
út fyrir jólin. Það hlýtur því að hafa
verið útgefandanum nokkurt
áhyggjuefni að platan frestaðist
fram yfir áramót en þá er heildar-
sala hljómplatna fremur lítil miðað
við síðustu vikurnar fyrir jól. Jesus
to a Child fékk þó allgóðar viðtökur
og sömuleiðis næsta smáskífa með
laginu Fastlove sem minnir nokkuð
á hið skásta af fönkdiskótónlistinni
sem gefin var út í lok áttunda ára-
tugarins.
Viðtökur Older eru enn óskrifað
blað. Svo stutt er síðan platan kom
út. Útgefendurnir þurfa að spyrja
sig nokkurra áleitinna spurninga
um þessar mundir eins og til dæm-
is hvort George Michael sé öllum
gleymdur, undrabarnið sem eitt
sinn var, aðeins rúmlega þrítugur
að aldri. Önnur spurning er sú
hvort tónlist hans falli í kramið
núna. Liðin eru sex ár síðan síðasta
plata kom út og á þeim tíma hefur
margt breyst, ný nöfn komið fram á
sjónarsviðið og nýjar stefnur komið
og farið. Er George Michael nógu
nútímalegur fyrir nútímann eða er
hann sex árum á eftir tímanum?
Svör við þessum spurningum fá út-
gefendurnir þegar sölutölurnar fara
að berast.