Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 1~>V
æ tónlist
I ' ( '' . 4 -J v‘- ■' _ ■
Topplag
Loks kom að því að lag Fu-
geest Killing Me Softly, félli úr
fyrsta sæti íslenska listans en
það var búið að sitja 6 vikur í
toppsætinu. Arftakinn á toppn-
um er sama hljómsveit með ann-
að lag, Ready or not, sem var í
flmmta sæti í síðustu viku og er
búið að vera 3 vikur á lista.
Hástökkið
Hljómsveitin Nonchalant átti
hæsta nýja lag siðustu viku og
heldur áfram með afrekin því
hún á einnig hástökk þessarar
viku. Hún kom inn á lista í 26.
sæti i síðustu viku en er nú í 12.
‘ saéti.
Það sakar ekki
að reyna
Bandaríska söngkonan Mary
J. Blige var vart komin í stór-
stjörnuflokkinn þar vestra fyrr
en lögsóknunum rigndi inn.
Fyrrum umboðsmaður hennar
grætur nú glatað fé þegar millj-
ónirnar streyma inn á reikn-
inga Maríu. Hann ætlar þó að
reyna að krækja í hluta af gróð-
anum og hefur því höfðað mál á
hendur söngkonunni og fer
fram á eina milljón dollara fyr-
ir samningsrof. Kröfuna byggir
hann á því að eitt af þeim lög-
um sem gert hafa Mary J. Blige
að stórstjörnu hafi hún samið á
meðan hann var umboðsmaður
hennar og honum beri því
ágóðahluti af því!
Jackson-
fjölskyldan
tapar máli
Jackson-familían heldur
áfram að tapa fjármunum í rétt-
arsölunum vestur í Bandaríkj-
unum. Nú síðast kvað dómari
upp þann úrskurð að Jackson-
slektið skyldi greiða Smith-
Hemion Productions rúmlega
100 milljónir króna vegna van-
efnda á samningi. Málið snerist
um góðgerðartónleika sem
haldnir voru 1994 og samið hafði
verið um að skrautfjööur tón-
leikanna skyldi vera sjálfur
Michael Jackson. Hann lét hins
vegar hvergi sjá sig heldur
komu minni spámenn Jackson
fjölskyldunnar í hans stað.
Smith-Hemion samtökin voru
heldur ósátt við þessi býti og
fóru i mál sem þau hafa nú unn-
iö.
vilsiraa 25.5» - 30„5, "96
íslenski listinn ar samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmdaf markaðsdeild DVIhverri viku.
Fiöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DVoger frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali"Worfd Chart" sem framleiddur er affíadio Express I Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: HrafnhilcJur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og (var Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
j
.
Dauðsfall
á tánleikum
Sautján ára stúlka sem var
meðal áhorfenda á tónleikum
Smashing Pumpkins í Dublin á
trlandi á dögunum lést á sjúkra-
húsi skömmu eftir tónleikana
eftir að hafa troðist undir.
Hljómsveitin aflýsti umsvifa-
laust komandi tónleikum í
Belfast á Norður-írlandi í sam-
úðarskyni við hina látnu. Gífur-
legur troðningur var á tónleik-
unum og hafði hljómsveitin oft-
ar en einu sinni beðið fólk um
að færa sig frá sviðinu en allt
kom fyrir ekki.
Hæsta nýja lagið
Hæsta nýja lag vikunnar er
kynningarlag úr nýjustu kvik-
mynd Tom Cruise, Mission fm-
possible. Lögunum er ætlað að
ná vinsældum á undan mynd-
inni því verið er að taka Mission
Impossible til frumsýninga í
þessari viku vestanhafs.
Ekkert rapp
Bandaríski rapparinn Busta
Rhymes er ekki vinsæll meðal
rappaðdáenda í Bretlandi þessa
dagana. Búið var fyrir nokkru
að auglýsa og selja miða á fyrstu
tónleika hans í Bretlandi og
fengu færri miða en vildu. Tón-
leikarnir áttu að hefjast klukk-
an átta en ekkert bólaði á Busta.
Klukkan hálfeitt var tilkynnt að
hann væri rétt bráðum að koma
en ekkert gerðist. Var manngrú-
inn heldur betur farinn að
ókyrrast og þegar það var svo
loks tilkynnt klukkan tvö um
nóttina að Busta kæmi ekki
fram, varð allt vitlaust og hóp-
ar af ævareiðum áhorfendum
stormuðu upp á svið og lögðu
þar allt í rúst. Talsmenn Busta
sögðu skýringuna á fjarveru
hans vera þá að honum hefði
láðst að verða sér úti um at-
vinnuleyfi í Bretlandi!
Blúshetja í valinn
Blúsjöfuririn Johnny „Gu-
itar“ Watson hefur safnast til
feðra sinna, mörgum til mikill-
ar mæðu. Watson var einn
áhrifamesti blústónlistarmaður
og -gítarleikari sögunnar og
meðal þeirra sem hann hafði
áhrif á voru Jimi Hendrix, Eric
Clapton, Frank Zappa, Snoop
Doggy Dogg og Ice Cube. Watson
var á tónleikaferð í Japan þeg-
ar hann lést, hann fékk hjarta-
áfall á sviðinu i litlum klúbb í
Yokohama og var látinn við
komuna á sjúkrahús. Hann var
sextugur að aldri.
-SþS-