Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 1~>V æ tónlist I ' ( '' . 4 -J v‘- ■' _ ■ Topplag Loks kom að því að lag Fu- geest Killing Me Softly, félli úr fyrsta sæti íslenska listans en það var búið að sitja 6 vikur í toppsætinu. Arftakinn á toppn- um er sama hljómsveit með ann- að lag, Ready or not, sem var í flmmta sæti í síðustu viku og er búið að vera 3 vikur á lista. Hástökkið Hljómsveitin Nonchalant átti hæsta nýja lag siðustu viku og heldur áfram með afrekin því hún á einnig hástökk þessarar viku. Hún kom inn á lista í 26. sæti i síðustu viku en er nú í 12. ‘ saéti. Það sakar ekki að reyna Bandaríska söngkonan Mary J. Blige var vart komin í stór- stjörnuflokkinn þar vestra fyrr en lögsóknunum rigndi inn. Fyrrum umboðsmaður hennar grætur nú glatað fé þegar millj- ónirnar streyma inn á reikn- inga Maríu. Hann ætlar þó að reyna að krækja í hluta af gróð- anum og hefur því höfðað mál á hendur söngkonunni og fer fram á eina milljón dollara fyr- ir samningsrof. Kröfuna byggir hann á því að eitt af þeim lög- um sem gert hafa Mary J. Blige að stórstjörnu hafi hún samið á meðan hann var umboðsmaður hennar og honum beri því ágóðahluti af því! Jackson- fjölskyldan tapar máli Jackson-familían heldur áfram að tapa fjármunum í rétt- arsölunum vestur í Bandaríkj- unum. Nú síðast kvað dómari upp þann úrskurð að Jackson- slektið skyldi greiða Smith- Hemion Productions rúmlega 100 milljónir króna vegna van- efnda á samningi. Málið snerist um góðgerðartónleika sem haldnir voru 1994 og samið hafði verið um að skrautfjööur tón- leikanna skyldi vera sjálfur Michael Jackson. Hann lét hins vegar hvergi sjá sig heldur komu minni spámenn Jackson fjölskyldunnar í hans stað. Smith-Hemion samtökin voru heldur ósátt við þessi býti og fóru i mál sem þau hafa nú unn- iö. vilsiraa 25.5» - 30„5, "96 íslenski listinn ar samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmdaf markaðsdeild DVIhverri viku. Fiöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DVoger frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali"Worfd Chart" sem framleiddur er affíadio Express I Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: HrafnhilcJur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og (var Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson j . Dauðsfall á tánleikum Sautján ára stúlka sem var meðal áhorfenda á tónleikum Smashing Pumpkins í Dublin á trlandi á dögunum lést á sjúkra- húsi skömmu eftir tónleikana eftir að hafa troðist undir. Hljómsveitin aflýsti umsvifa- laust komandi tónleikum í Belfast á Norður-írlandi í sam- úðarskyni við hina látnu. Gífur- legur troðningur var á tónleik- unum og hafði hljómsveitin oft- ar en einu sinni beðið fólk um að færa sig frá sviðinu en allt kom fyrir ekki. Hæsta nýja lagið Hæsta nýja lag vikunnar er kynningarlag úr nýjustu kvik- mynd Tom Cruise, Mission fm- possible. Lögunum er ætlað að ná vinsældum á undan mynd- inni því verið er að taka Mission Impossible til frumsýninga í þessari viku vestanhafs. Ekkert rapp Bandaríski rapparinn Busta Rhymes er ekki vinsæll meðal rappaðdáenda í Bretlandi þessa dagana. Búið var fyrir nokkru að auglýsa og selja miða á fyrstu tónleika hans í Bretlandi og fengu færri miða en vildu. Tón- leikarnir áttu að hefjast klukk- an átta en ekkert bólaði á Busta. Klukkan hálfeitt var tilkynnt að hann væri rétt bráðum að koma en ekkert gerðist. Var manngrú- inn heldur betur farinn að ókyrrast og þegar það var svo loks tilkynnt klukkan tvö um nóttina að Busta kæmi ekki fram, varð allt vitlaust og hóp- ar af ævareiðum áhorfendum stormuðu upp á svið og lögðu þar allt í rúst. Talsmenn Busta sögðu skýringuna á fjarveru hans vera þá að honum hefði láðst að verða sér úti um at- vinnuleyfi í Bretlandi! Blúshetja í valinn Blúsjöfuririn Johnny „Gu- itar“ Watson hefur safnast til feðra sinna, mörgum til mikill- ar mæðu. Watson var einn áhrifamesti blústónlistarmaður og -gítarleikari sögunnar og meðal þeirra sem hann hafði áhrif á voru Jimi Hendrix, Eric Clapton, Frank Zappa, Snoop Doggy Dogg og Ice Cube. Watson var á tónleikaferð í Japan þeg- ar hann lést, hann fékk hjarta- áfall á sviðinu i litlum klúbb í Yokohama og var látinn við komuna á sjúkrahús. Hann var sextugur að aldri. -SþS-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.