Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 29
4 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 37 <> Mér er þaö morgunljóst aö nú fyrst er maöur kominn inn í hringiöuna miöja og þar eru straumarnir þyngstir. Ég á von á því aö friöurinn veröi minni. Ég hef oft sagt aö forseti Alþýöusambandsins sé á sólarhringsvakt. DV-myndir GVA Þörfin er í blóðinu - Kanntu einhverjar skýringar á þessum félagsmálaáhuga þínum? „í raun er engu likara en að þetta sé í blóðinu. Ég hef afskaplega mikla ánægju af að vinna að félags- málum og þegar svo er þá gerir maður það." - Það hlýtur að koma að ein- hverju leyti niður á einkalífinu: „Það er rétt, þetta bitnar töluvert á fjölskyldulífinu. Eftir á að hyggja sakna ég þess að á þeim árum, sem börnin mín fjögur voru að alast upp, fór allur minn tími í vinnu og félagsstörf. Á þeim árum vann ég langan'vinnudag og svo tóku félags- störfin við. Þess vegna var tíminn með fjölskyldunni mjög lítill sem er i raun óverjandi. En þetta gerðist svona." Fjölmörg áhugamái - Það er ef til vill út í hött að spyrja mann eins og þig hvort hann eigi önnur ábugamál, hvort það sé yfirhófuð einhver tími fyrir þau: „Blessaður vertu, ég á mörg áhugamál. Ég hef alltaf verið áhuga- samur um íþróttir og þá sérstaklega frjálsar íþróttir en ekki alveg eins mikill áhugamaður um knatt- spyrnu. Ég er einnig mikill útivist- armaður og áhugamaður um veiði- skap bæði með byssu og stöng enda uppalinn við það. Ég nýt þess líka að hlusta á góða tónlist, er þar alæta þótt góður tenórsöngur sé í mestu uppáhaldi, þar sem Pavarotti er í fyrsta sæti. En það er nú svo að störf fyrir verkalýðsfélag eru bind- andi og maður gengur ekki inn og út af vinnustað eftir klukkunni. Það er þó ekkert til að gera athugasemd- ir við, þetta er svona en skammtar manni þó tómstundirnar. Samt er það svo að rólegast er í vinnunni hjá manni yfir sumarið og þá gefst kostur á að skreppa í veiði eða stunda aðra útivist." Hef ekki sóst eftir forsetastarfinu - Á Alþýðusambandsþingi fyrir fjórum árum var fast að þér lagt að gefa kost á þér til forseta en þú hafnaðir því. Þú sagðir mér þá að það væri af persónulegum ástæðum. Er það leyndarmál hvers vegna það var, í ljósi þess að þú tekur starfið að þér nú? „Fyrir það fyrsta þá hef ég ekki sóst eftir því að gerast forseti Al- þýðusambandsins. Það er bláköld staðreynd.' En þegar maður hefur áhuga á verkalýðsmálum, áhuga fyrir því að bæta kjör hins vinnandi manns, þá kemur að skyldunni þeg- ar lagt er hart að manni að taka að sér trúnaðarstörf. Ég lit svo á að maður geti ekki vikið sér undan því. Þetta er ástæðan fyrir atburða- rásinni núna. En þú spurðir um þingið fyrir fjórum árum. Það var þannig að um haustið, skömmu fyrir þingið, veikt- ist ég. Ég léttist um 12 til 14 kíló og var búinn að vera í stífum læknis- rannsóknum áður en kom til þings. Það fannst ekkert að mér og ég var í óvissu meðan á þinginu stóð. Vissi í raun ekkert hvað var að gerast. Það var því ómögulegt fyrir mig að fara út í það að taka að mér starf forseta ASÍ undir þeim kringum- stæðum. En svo fékk ég heilsuna aftur síðar og líður ágætlega." Uppmælingaaðallinn - Nú þegar þú hefur tekið við for- setaembætti Alþýðusambandsins má gera ráð fyrir að þú leiðir kom- andi kjarasamninga. Fólk innan verkalýðshreyfingarinnar hefur tal- að um uppmælingaaðal og þú hefur verið foringi hans. Óttastu að það muni gera þér erfitt fyrir að leiða allan hópinn í kjarasamningum? „Auðvitað vona ég að þetta sem þú nefnir trufli ekki starfið innan Alþýðusambandsins og það truflar mig að minnsta kosti ekki. Málið er auðvitað að það skilur ekkert í milli í áherslum eða hverju við erum að keppa að. Við þurfum kannski í hreyfingunni að setjast niður og ræða í alvóru og hreinskilni um innri málefni hreyfmgarinnar. Þær ýfingar, sem stundum eru með þessu yfirbragði sem þú nefndir, má ef til vill skýra fyrst og fremst með því að við höfum ekki sest yfir við- fangsefnið og rætt það til hlítar." - Nú eru kjör iðnaðarmanna, einkum byggingariðnaðarmanna, betri en ófaglærðra. Getur það ekki valdið þessum ýfingum? „Auðvitað getur það verið og eng- in launung að skeytasendingar hafa oft gengið á milli þessara hópa. Þær má kenna því að taxtakaup stórra hópa í hreyfingunni er lágt og kjör- in slæm. Og ef við lítum til ná- grannalandanna er bilið milli þess- ara hópa mun minna en hér og kjór allra snöggtum betri. En talandi um tortryggni þá vona ég að hægt verði að eyða henni enda tel ég hana á misskilningi byggða. Samt sem áður tel ég eðlilegt að einhvers staðar sé tortryggni út í nýjan forseta ASÍ hvað þetta varðar en vona bara að hægt verði að eyða henni." Risi á brauðfótum? - Um það er ekki deilt að Alþýðu- sambandið, með tæpa 70 þúsund fé- lagsmenn, er risi í íslensku þjóðlífi og ef slíkt afl beitir sér stenst fátt fyrir. En því er lika haldið fram að ASÍ sé orðinn risi á brauðfótum: „Ég tel það fjarri lagi. Við höfum vissulega verið að lifa á síðustu árum breytt samfélag og miklar hremmingar. Fyrir svo stór samtök sem ASÍ tekur það sinn tíma að ná tókum á þeim breytingum sem átt hafa sér stað enda hefur hraðinn verið svo mikill. En að tala um ASÍ sem risa á brautfótum er fjarstæða." - í áratugi hefur verið um það tal- að á ASÍ-þingum, og raunar á milli þeirra líka, að nauðsyn sé á skipu- lagsbreytingum innan sambands- ins. Þær hafa jafnvel verið sam- þykktar á þingunum en síðan ekki framkvæmdar. Er það ekki orðin nauðsyn fyrir ASÍ að koma ákveðn- um skipulagsbreytingum á? „Ég held að það sé orðið mjög brýnt að koma á ákveðnum skipu- lagsbreytingum. Ef til vill má segja að það sé eðlilegt í svo fjölmennum samtökum að það gangi hægt að koma skipulagsbreytingum á. En sú þróun og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu munu án vafa ýta á menn að hraða breyting- ^unum. Og ég er svo bjartsýnn að gera ráð fyrir að mikið muni gerast í þeim málum á næstu 4 árum og hef raunar allt að því sannfæringu fyrir því. Það þarf að keppa að því að veita hinum almenna félags- manni sem besta daglega þjónustu. Auðvitað er mikilvægt að ná sem bestum árangri í kjarasamningum en það er líka mikilvægt að fylgja málum eftir frá degi til dags. Þetta er það sem við eigum að leggja til grudvallar þegar við erum að ræða um breytt skipulag." - Má búast við breyttum áhersl- um þegar þú ert tekinn við Alþýðu- sambandinu? „Um það ætla ég ekkert að full- yrða á þessu augnabliki. Ég hef set- ið í miðstjórn ASÍ í 8 ár, hef verið þátttakandi í því sem þar hefur ver- ið að gerast og þeim ákvörðunum sem þar hafa verið teknar og ber þessa vegna fulla ábyrgð á þeim eins og aðrir miðstjórnarmenn. En það eitt að margt nýtt fólk kemur nú inn í forystusveit Alþýðusam- bandsins hlýtur að hafa einhver áhrif. Það má gera ráð fyrir að þetta nýja fólk hafi að einhverju leyti önnur viðhorf en þeir sem voru að hætta." - Heldur þú að forsetastarfið muni breyta miklu í einkalífi þínu? „Sjálfsagt hefur það einhverjar breytingar í för með sér en hversu miklar þær verða þori ég ekki að segja til um. Það er mér hins vegar morgunljóst að nú fyrst er maður kominn inn í hringiðuna miðja og þar eru straumarnir þyngstir. Ég á von á því að friðurinn verði minni. Ég hef oft sagt að forseti Alþýðu- sambandsins sé á sólarhringsvakt. En á móti kemur að þáð má skipu- leggja málin þannig að þau kaffæri mann ekki. Maður verður að gefa sér tíma til að sinna fjölskyldu sinni og vinum." - Sérðu Grétar Þorsteinsson fyrir þér sem forseta ASÍ næstu 8 eða 12 árin ef guð lofar? „Ég verð nú að segja þér alveg eins og er að ég er ekki farinn að leiða hugann að því enn þá. Það hlýtur enda að ráðast af því hvern- ig til tekst. Hvort okkur, sem nú höfum verið valin til forystu í hreyf- ingunni, tekst að halda vel á spöð- unum. Ef það gengur eftir þá vænt- anlega skoðar maður það eftir svona þrjú og hálft ár hvort maður er tilbúinn til framhaldsvistar." -S.dór Að starfa fyrir verkalý&shreyfinguna skammtar manni mjög tómstundirnar en þó gefst tfmi til a& sinna vei&iskapnum yfir sumarið, segir Grétar sem er hér meö eiginkonu sinni Elísu Þorsteinsdóttur. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.