Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 4
fréttir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 Munaði hársbreidd að Alþýðusambandið sundraðist í gærmorgun: Ég skal játa að þá var ég hræddur um samtökin - segir Hervar Gunnarsson, 1. varaforseti Alþýðusambandsins „Það þýðir ekkert að vera að reyna að fela það. I morgun var ASÍ á barmi sundrungar. Ég skal alveg játa það að ég var um tíma alvar- lega hræddur um framtíð sam- bandsins," sagði Hervar Gunnars- son, 1. varaforseti Alþýðusambands íslands, eftir að öldurnar hafði lægt á Alþýðusambandsþingi í gær. DeÚurnar blossuðu upp aftur eft- ir átökin á fimmtudagskvöld þegar' reynt var að fá kosninguna til sam- bandssrjórnar endurtekna vegna þess að 70 prósent þingfulltrúa skil- uðu auðu. Verkamannasambands- menn sökuðu verslunarmenn um að ætla að fá kosninguna endurtekna. Hætt var við það og lög ASÍ í raun brotin með því að láta það gilda að sambandsstjórn væri kosin með 30 prósentum atkvæða. Hefði kosning- in verið endurtekin hefðu fulltrúar Verkamannasambandsins gengið af þingi og þar með hefði ASÍ klofnað. Um tíma voru engin þingstörf í gangi í gærmorgun. Margir voru í hornum og herbergjum að reyna að ná sáttum. Aðrir sátu sem lamaðir vegna átakanna. Margir þeirra sem DV ræddi við sögðu að það væri þeim Grétari Þorsteinssyni og Her- vari Gunnarssyni að þakka að deil- urnar voru settar niður og sæmileg- ar sættir tókust. „Ég vona að hægt verði að setja þessar deilur niður endanlega. Menn verða að setjast niður og ræða málin. Það er ekki hægt að ná sáttum öðruvísi," sagði Hervar Gunnarsson. „Ég tel að þessi deilumál hafi þeg- ar verið gerð upp hér á þinginu og tel raunar að hreyfingin sé sterkari á eftir. Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið hræddur um ASÍ í morg- un en það væru ósannindi ef ég segði annaö en að mér hefði liðið illa því hér voru uppi grimmar deil- ur þótt það hafi ekki verið málefna- deilur," sagði Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti ASÍ. Magnús L. Sveinsson sagði Verkamannasambandið eiga hér alla sök. Björn Grétar Sveinsson, formaöur VMSÍ, sagði verslunar- menn, og þá ekki síst Magnús L. Sveinsson, eiga sökina. Einn þingfulltrúa, sem bað um nafnleynd, sagði að hér hefði verið um uppsafnaða illsku Verkamanna- sambandsmanna í garð Magnúsar L. Sveinssonar að ræða. Þeir segja hann hafa komið í veg fyrir að mað- ur úr röðum Verkamannasam- bandsins væri kjörinn forseti ASÍ fyrir fjórum árum og að hann hafi aftur gert það nú. Síðustu fjögur árin hafi verið eldur þarna í milli. Hann sagði að mikið þyrfti að koma til ef fullar sættir ættu að nást í nánustu framtíð. -S.dór Benedikt Davíðsson: að uppskeru- tíma „Ég tel að það merkasta sem gerðist á þessu þingi sé sú sam- staða sem er hér, alveg klárlega, í vinnuumhverfismatinu í þjóðfé- laginu. Það er mjög mikilvægt að samtökin séu þar samstiga og hafi sameiginlega sýn á hvernig stað- an er núna. Það er uppsveifia í þjóðfélaginu. Við höfum á undan- förnum árum verið að leggja okk- ur fram við að komast yfir lægð- artímabiliö. Það fólk sem hér er á þinginu hefur allt saman skilning á því að nú er komið að uppskeru- tímanum," sagöi Benedikt Dav- íðsson, fráfarandi forseti Alþýðu- sambandsins og einn reyndasti maður sem til er í íslenskum verkalýðsmálum. Hann segir að það sé skýlaus krafa að fólk innan ASÍ, sem mestu hefur fórnað til að ná þjóð- félaginu upp úr öldudalnum, fái nú umbun erfiðis síns. -S.dór Þorsjturinn á uppleið Velöl/Aætl. '95-'96 ? Ráðgjöf/Hafró '96-'97 ? Boðaður mlsmunur '96'97 L~l Þorskur 155 þ tonn 186 þ. tonn 110 þ. tonn lOOþ. sa,, 31 þ. tonn 55 þ. Ysa tonn 40 þ tonn _. 15 þ. tonn Smásagnasamkeppni Tígra: Yfir 2 þús- und sögur bárust Krakkaklúbbur DV stóð fyrir smásagnasamkeppninni Tígri í umferðinni í samstarfi við Um- ferðarráð og lögregluna. Sam- keppnin var kynnt í öllum skól- um landsins og var mjög góð þátt- taka meðal nemenda um allt land. Allir þeir krakkar sem sendu inn sögur fá send teinaglit á reið- hjólin sín í júní. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni, sem kemur út í haust. Þeir sem eiga sögur í bókinni fá viðurkenning- arskjöl og eiga möguleika á að vinna vegleg verölaun. Dregin verða út þrjú nöfn í fjórum ald- urshópum, 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-10 ára og 11-12 ára. Verðlaunin eru hjólreiðahjálm- ar frá versluninni Markinu, Ár- múla 40. Verðlaunaafhendingin fer fram í byrjun júní og verður nánar tilkynnt um hana þegar nær dregur. Krakkaklúbbur DV, Umferðarráð og lögreglan þakka öllum þeim krökkum sem sendu inn sögu kærlega fyrir þátttök- una. Tígri hverur öll börn til að muna eftir hjólreiðahjálmunum. -SF Það er mikið að gera hjá Tígra þessa dagana þar sem hann er að lesa yfir all- ar Tígrasögurnar sem bárust í smásagnasamkeppnina Tígri í umferðinni. Alls bárust 2.000 Tfgrasögur alls staðar af landinu. Þess má einnig geta að ein sagan sem barst okkur kom alla leið frá Afríku. Gleðitíðindi frá Hafró í fyrsta sinn um árabil: Þorskkvótinn aukinn um 12% á næsta f iskveiðiári - tímamót, segir Jakob Jakobsson Hafrannsóknastofnun mælir með því að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði aukinn úr 155 þúsund tonnum í 186 þúsund tonn, eða um 12%. „Þetta eru mikil tímamót í þessu starfi okkar hér á undanförnum árum því að í stað þess að mæla með aflasamdrætti getum við nú mælt með aukningu," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, þegar tillögur stofnunar- innar um veiðar úr nytjastomum á næsta fiskveiðiári voru kynntar. Gunnar Guðmundsson tölfræðingur kynnti forsendur tillagna Hafrann- sóknastofnunar og sagði að árangur fiskveiðistjórnunar undanfarinna ára væri nú að skila sér. Dregið hafi úr sókn um 48% síðan árið 1993 og í byrjun þessa almanaksárs hafi veiðistofn þorsks verið 675 þúsund tonn á móti 580 þús. tonnum árið á undan. Þá hafi hrygningarstofhinn í ársbyrjun verið 380 þúsund tonn á móti 305 þúsund tonnum áriö á und- an. Allt bendir því í eina átt varðandi þorskstofninn og með sama áfram- haldi gerir Hafrannsóknastofnun ráð fyrir því að veiðistofninn í byrj- un næsta árs verði orðinn um 814 þúsund tonn og muni halda áfram að vaxa í 850 þúsund tonn í ársbyrj- un 1999. Líkur á stofnhruni fram til aldamóta eru taldar sáralitlar eða~ innan við 1%. Samanlögð veiði á inn-g fjarðarækju og rækju á djúpslóð) mun aukast samkvæmt tillöguí stofnunarinnar og munar þar mest um aukningu í djúpsjávarrækjunni.f í fyrra var leyfð veiði á 40 þús. tonn| um en það mark hækkar nú í 55f þúsund tonn. Hins vegar minnkar| heimildin í innfjarðarækjunni úr 11;< þúsund tonnum í 7.600 en minnkun-í in er vegna stækkandi þorskstofns. | Lagt er til að dregið verði úr ýsuf veiði þar sem sókn í hana er enn of mikil og stórir árgangar skila sér illa inn í veiðistofninn og stóru ár- gangarnir frá 1989 og 1990, sem hafa verið ríkjandi í ýsuaflanum, eru aðj hverfa úr stofninum. Veiðidánarf stuðlar ýsu hafa verið of háir um| árabil og eru enn of háir. Lagt er til| að ýsuaflinn fari ekki yfir 40 þús-| und tonn á næsta fiskveiðiári og| gangi það eftir er búist við að bæðif veiði- og hrygningarstofhar farit stækkandi, enda sé von á stói nýliðunarárgangi ársins 1995 se: bætist í veiðistofninn árið 1998. -S. Stálkónan: Síðasti sýningardagur Lokadagur Ijósmyndasýningar- innar Stálkonan í Kringlunni er í dag. Á sýmngunni eru myndir af vaxtarræktarkonum eftir ljós- myndarann Bill Dobbins. Hann er talinn í hópi færustu myndasmiða á sínu sviði og var nýlega tilnefnd- ur íþróttaljósmyndari ársins í Bandaríkjunum. Dobbins kom nýlega til landsins í fylgd tveggja stálmeyja, Ericcu Kern, líkamsræktarmeistara Norð- ur-Ameríku, og Melissu Coates; áhugameistara Kanada. Jeppi brann til kaldra kola Bla^erjeppi brann til kaldra kola á veginum undir Eyjafjöllum síð- degis í gær. Upptók eldsins eru óljós en rjúka tók úr bílnum þegar hann var á fullri ferð. Ökumaður var einn í bílnum og slapp án meiðsla. -GK utaf á blindhæð Tveir bílar fóru út af veginum í Kollafirði í Strandasýslu í gærj Mættust þeir á blindhæð og missti ¦ökumaður ánnars bílsins stjórn á* honum. Stakkst hann út í mýri og skemmdist töluvert. Ökumaður hins bílsins renndi honum einnig úf af til að forðast árekstur. Bíll hanS slapp að mestu óskemmdur. Enginii slasaðist í óhappi þessu. -GE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.