Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 Eréttir Biskup Islands tilkynnir starfslok sín I árslok 1997: Áburður á mig gjör- samlega óbærilegur - hefur lagst þungt á ástvini mína, segir herra Ólafur Skúlason Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, tilkynnti starfslok sín við upp- haf prestastefnu í gær. DV-mynd GVA Á prestastefnu í gær. Sr. Gylfi Jóns- son og sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. DV-mynd GVA Stuttar fréttir Litlar breytingar Fylgi forsetaefna hefur lítið breyst frá síðustu viku sam- kvæmt skoðanakönnun Gallups. Skoðanakönnun, sem birst hefur í Mogga, mælir fylgi Péturs Haf- stein meira og annarra efna minna en Gallup gerir. Sjónvarp- ið greindi frá. Ólafur Ragnar með 44,6% Ólafur Ragnar Grímsson fær 44,6% atkvæða, Pétur Hafstein 28,7, Guörún Agnarsdóttur fær 23 og Ástþór Magnússon fær 3,7%, skv. RÚV. ÚA selur hlutabréf ÚA hefur ákveðið að selja hlutabréf fyrir um 700 milljónir og kaupir líklega fjórðung í Tanga. Sjónvarpið sagði frá. Fékk að sjá hvali Dauðvona Breti fékk hinstu ósk sina uppfyllta að sjá hvali við ísland. Sjónvarpið sagði frá. Falsaðir seðlar Falsaður 5.000 króna seðill var i umferð í Reykjavík. Afgreiðslu- fólk er beðið um aö skoða seðla vandleea. Stöð 2 ereindi frá.-GHS Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, tilkynnti í yfirlitsræðu sinni á prestastefnu i gær að hann hefði ákveðið að láta af embætti fyrr en honum er skylt lögum sam- kvæmt. Hann muni láta af störfum um áramótin 1997-98 en ekki 1999 þegar hann nær sjötugu. „Það er þessi áburður sem hefur verið bor- inn á mig sem er gjörsamlega óþol- andi,“ segir biskup við DV, og þótt hann sjálfur hafi fúllt starfsþrek þá hafl málin valdið ástvinum hans kvölum sem hann vilji eftir megni hlífa þeim við og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Prestastefna hófst í gærmorgun með því að prestar þjóðkirkjunnar gengu fylktu liði hempuklæddir frá MR til Dómkirkjunnar þar sem þeir hlýddu á messu. Athygli vakti að alímarga presta vantaði í fylkingu eða prósessíu presta, sem síðan sátu borgaralega klæddir á kirkjubekkj- um Dómkirkjunnar. Sjálf prestastefnan hófst síðan kl. 14 með yfirlitsræðu biskups þar sem hann tilkynnti um starfslok sín eft- ir eitt og hálft ár. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, kvaðst ætla að sinna ýmsum málum hér heima á þeim starfstíma sem hann ætti ólokið en auk þess að annast þing Lúterska heimssambandsins næsta sumar og fund norrænna biskupa. Biskup kom víða við í ræðu sinni og gerði ástand innan þjóðkirkjunn- ar og ásakanir sem á hann hafa ver- ið bomar að umtalsefni. Hann sagði að umfjöllun einstakra fjölmiðla um þessi mál hefði verið ótrúlega nei- kvæð og haft sín áhrif. „Þótti mér það sláandi dæmi um ástandið og stöðu mína, að ekki einu sinni virð- ist vera hægt að undirbúa forseta- kosningar án þess að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna. Ég vona að ákvörðun min um starfslok stuðli í ávarpi Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra til prestastefnu í gær sagði hann að erflður vetur væri að baki og að sjaldan fyrr hefði kirkjan ratað í jafn miklar raunir. Kirkjan væri í höndum presta sjálfra og undir þeim komið hvort hún næði áttum og að styrkjast á „Við fjölskyldan vorum að berjast við þessa ákvörðun um helgina og laugardagurinn var mjög erfiður. Það björguðu mér bara þessir tveir knattspymuleikir frá Englandi. Þetta er búið að vera mjög erfitt og það hljóta allir að skilja," sagði biskup. Hann kvaðst hafa tilkynnt ákvörðun sína völdum hópi trúnað- armanna innan kirkjunnar og utan í gær og þeir hafnað henni í fyrs- tunni en að síðustu fallist á hana. Biskup kvaðst hafa undanfarið verið að fást við ýmis úrlausnarefni sem hefðu horfið í skugga deilna innan kirkjunnar og ásakana á að friði innan kirkjunnar og utan hennar," sagði biskup. Biskup gerði prestskap að umtals- efni og þær breytingar sem orðið hafa á starflnu síðan presturinn var nánast einyrki sem auk þess að anförnu og djúpstæður ágreiningur hefði stórlega veikt hana. Það væri hlutverk þessarar prestastefnu með- al annars að varða leiöina út úr þeim ógöngum sem kirkjan væri í. Kirkjumálaráðherra minnti á þau orð höfundar þjóðsöngsins að fyrir guði væm þúsund ár eigi meira en dagur og ættu aldamótin að vera hendur sjálfúm sér. Hann kvaðst vonast eftir því að friður skapaðist í kirkjunni til að sinna þeim, þá 18 mánuði sem eftir væru af starfstíma hans. Biskup segir við DV að álagið á sig vegna deilna innan kirkjunnar og ásakana á hendur sér sjálfum hefðu valdið honum miklum þján- ingum í eitt og hálft ár og hann hefði kviðið því að opna dagblöð og kviðið hverjum fréttatima ljósvaka- miðla. „Ég hef staðið mig að því að bíða eftir blöðum með skelflngu - DV og Morgunblaðinu - og þetta gengur ekki. Þetta hefur gengið syngja messur annaðist bamastarf, unglingastarf, öldrunarþjónustu, húsvitjanir o.fl. og þar til nú er fjöldi annarra starfa innan kirkju og safnaða eru til orðin og presúir- inn nokkurs konar verkstjóri. kirkjunnar mönnum og þjóðinni áminning um að ganga til móts við nýja öld og ný viðfangsefni. Kirkjan yrði að vera sinnar eigin gæfu smið- ur og flnna leiðir út úr vanda sínum en ekki að leita lausna í stjómvalds- aðgerðum. Hún og starfsmenn henn- ar yröu að vinna í anda lýðræðis og prestar, ekki síst, að virða sjónar- nærri mínu fólki, ekki sist börnun- um mínum. Það er fyrst og ffernst það sem veldur þessari ákvörðun minni.“ Biskup sagði að það væru einkum Þrjú mál sem valdið hefðu honum erfiðleikum í starfl, í fyrsta lagi mál er varðaði skipun prests í Hvera- gerði, Seltjarnarnesmáliö og svo Langholtskirkjumálið. „Alls staðar stóð ég að þessum málum innan ramma laga og kirkjulegrar hefð- ar.“ En þótt þessi mál hefðu valdið honum örðugleikum væri þó sá áburður sem á sig hefði verið bor- inn gjörsamlega óbærilegur. -SÁ Vegna þessa þurfi að taka tillit til breyttra aðstæðna í uppfræðslu prestsefna og starfsþjálfun. Það væri ljóst að ýmsu þyrfti að breyta og hefði hann leitað eftir samstarfi við guðfræðideild Háskólans um þau efni. „Hitt er alveg ljóst að kirkjan þarf að hafa hönd í bagga með hverj- ir skeri úr um það hverjir af kandíd- ötunum muni geta sinnt prestsþjón- ustunni og hverjir ættu að snúa sér að öðru. Embættisprófið eitt segir ekki nærri nóg um hæfileikana. Það er brýn nauðsyn þess að stöðuvals- nefnd starfi við hlið biskups og fjalli ekki aðeins um umsóknir þeirra sem hafa verið prestar um hríð og vilja færa sig til og í annað prestakall, heldur einnig um kandídatana áður en þeir eru sendir i þjálfun til presta og prófasta," sagði biskup i ræðu sinni. -sÁ Prestar á prestastefnu hlýða á ávarp Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráð- herra. Til vinstri er sr. Vigfús Þór Árnason, Grafarvogsprestakalli, þá Flóki Kristinsson, Langholtspresta- kalli, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, prófastur í Skálholti, og Halldór Gröndal í Grensásprestakalli. DV-mynd GVA mið þeirra sem þeir þjóna. Ráðherra sagði að áður en hægt væri að leggja fram frumvörp á Al- þingi um skipulag, starfshætti og stjóm kirkjunnar yrðu prestar og embættismenn kirkjunnar að skapa frið innan hennar. Það væri ljóst að þær raddir væra uppi innan þings- ins og utan að slíta tengsl ríkis og kirkju og ástandið innan kirkjunn- ar sl. vetur hefði síður en svo orðið til að draga úr þeim röddum. Sjálf- ur vildi hann fela kirkjunni aukna ábyrgð og sjálfstæði en hún yrði sjálf að sanna sig sem verðuga þjóð- kirkju. Kirkjumálaráðherra vék síðan að ákvörðun herra Ólafs Skúlasonar og sagði að umræða vetrarins um mál- efni kirkjunnar og biskups sjálfs hefðu verið biskupi og tjölskyldu hans þung raun. Hann kvaðst von- ast til að ákvörðun hans um að ljúka tilteknum verkefnum og víkja síðan sæti fyrr en honum bæri laga- skylda til, myndi skapa frið innan kirkjunnar og að ákvörðun biskups yrði metin að verðleikum. -SÁ ný, en deilur innan hennar að und- Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904 1996. 39,90 kr. mínútan ■1 Ástþór Magnússon 2 Guörún Agnarsdóttir 3 Ólafur Ragnar Grímsson 4 Pétur Hafsteln Hvaða frambjóðanda vilt þú sem forseta íslands? Þetta er dagleg atkvæðagreiösla en ekki skoöanakönnun mism 904 1996 Prestar þjóðkirkjunnar þinga: Prestastefna í skugga ósættis - biskup íslands sakar fjölmiðla um óvægni Prósessía presta á leið til Dómkirkju að hlýða á messu við upphaf presta- stefnu. DV-mynd Pjetur Þorsteinn Pálsson á prestastefnu: Kirkjan sinnar eigin gæfu smiður - prestar skulu virða sjónarmið þeirra sem þeir þjóna, sagði ráðherra i i )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.