Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNI 1996 41 íþróttir Skallagrímur á toppnum 1- 0 Sindri Grétarsson (17.) 2- 0 Valdimar K. Sigurðsson (23.) 3- 0 Hilmar Hákonarson (78) Skallagrímur er eitt liða í toppsæti 2. deildar í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn Leikni í Reykjavík í Borgarnesi í gærkvöldi. Leiknir varð fyrir áfalli strax á 7. mínútu er Pétur Arnþórsson varð að yfigefa völlinn vegna meiðsla. Heimamenn misstu Þórhall Jónsson út af á 32. mín- útu með 2 gul spjöld. í síðari hálfleik áttu Skalla- grímsmenn leikinn og skoruðu þriðja markið einum færri. Gátu heimamenn bætt við mörkum og sigurinn var mjög sanngjarn. Maður leiksins: Valdimar K. Sigurðsson. -EP Sanngjarnt 1-0 Bjami Jónsson (42.) 1-1 Lúðvík Arnarson (48.) KA-menn voru miklu meira með boltann en sköpuðu sér eng- in hættuleg færi. Hörður Magnússon, FH-ing- ur, átti góðan skalla í þverslána- en Hafnfirðingar voru meira með boltann í seinni hálfleik og eftir að þeir jöfnuðu eftir flna sókn þá skapaðist meira jafli- vægi í leiknum og fékk hvorugt lið tækifæri til að gera út um leikinn. FH-ingar hnoðuðust mikið upp miðjuna en allar sóknir KA komu frá hægri kanti þar sem Dean Martin kom boltanum fyr- ir en hávaxin vöm FH átti í eng- um vandræðum með að koma boltanum frá. Á heildina litið þá var þetta lélegur leikur hjá báð- um liðum og var jafntefli þvi sanngjamt á Akureyri í gær. Maður leiksins: Bjarni Jónsson, KA. -GK Vinningshafar 25. júní Hallgrímur Jónsson Eyrarbraut 8, Stokkseyri Ari K. Jónsson íragerði 12, Stokkseyri Jakob Ö. Sigurðsson Reynimelur 31, Rvík Vlnnlngshafar fá gelsladlsk frá Japls og biómlba fyrlr tvo í Háskólabió. Vlnningshafar fá vlnnlngana senda helm. Tim Henman frá Englandi vann mjög óvæntan sigur á Wimbledon mótinu í tennis í gær og sigurvegarinn á opna franska mótinu var að velli lagður. Símamynd Reuter Wimbledon í tennis: Óvænt hjá Henman Enn gerast óvæntir hlutir á Wimhledon- stórmótinu í tennis. Fyrsta um- ferðin í einliða- leik karla ætlar að reynast mörgum fræg- um kappanum erfið. Andre Agassi féll út en hann var í 3. sæti heimslist- ans og landi hans, Jim Courier, í 8. sætinu, fór sömu leið. í gær féll enn ein stjarnan til jarðar. Þá tap- aði nýbakaður sigurvegari á opna franska mótinu á dögun- um, Rússinn Yevgeny Kafelnikov fyrir lítt þekktum Breta, Tim Hen- man. Henman er í 62. sæti á heimslistanum í einliðaleiknum og sigraði Kefelnikov, 7-6, 6- 3, 6-7, 4-6 og 7- 5, í hörkuleik. Bardaginn stóð yfir í þrjár og hálfa klukku- stund Með þessum úrslitum þykir hagur Borisar Becker og Pete Sampras heldur betur vænkast. „Ég er kannski ekki mjög hissa á þvi hvernig ég lék í þessum leik. Ég er mest hissa á þvi að vera úr leik í fyrstu um- ferð á einu af stærsta tennis- mótum ársins," sagði Kafelni- kov eftir ósigur- inn og var greinilega mjög hissa á öllu saman. Kafelnikov hefur tekið þátt í fleiri mótum atvinnumanna á síðustu tveim- ur árum en nokkur annar og þetta er hans versta útreið í langan tima. Graf áfram Það var eng- inn hissa á því hvernig þýska stúlkan Steffi Graf lék gegn andstæðingi sínum í fyrstu umferð í ein- liðaleik kvenna í gær. Graf sigr- aði Ludmilu Richterovu frá Tékklandi, 6-3 og 6-1. Leikur þeirrá stóð að- eins yfir í 53 mínútur. -SK Frankie Fredericks frá Namibíu fagnar glæsiiegum árangri í 100 metra hlaupinu í Helsinki í gærkvöldi. Fredericks hljóp á 9,87 sekúndum sem er tangbesti tími ársins og sýnir að hann er við heimsmetið í greininni og afar líklegur sigurvegari í Atlanta í næsta mánuði. Símamynd Reuter Stórsigur hjá Þrótti 1-0 Zoran Micovic (17.) 1- 1 Hjörtur Hjartarson (44.) 2- 1 Páll Einarsson (68.) 3- 1 Ingvar Ólason (70.) 4- 1 Hermann Karlsson (76.) Það var hörkuleikur á Val- bjamarvelli í gær þar sem Þrótt- arar sigruðu Völsunga nokkuð stórt því leikurinn var sæmilega jafn framan af. Eins og sést á mörkunum tóku Þróttarar öll völd í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn. Rétt áður en mörkin þrjú komu áttu Völsungar algjört dauðafæri sem var varið á linu en Þróttarar sáu um að klára leikinn með fallegum sóknum. Maður leiksins: Zoran Micovic, Þrótti, Reykjavík. „Sorglegt að tapa“ 0-1 Hreinn Hringsson (70.) „Það var sorglegt að tapa þess- um leik því þetta voru þrjú stig í gjafapakkningu með slaufu," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍR-inga, eftir að hafa tap- að fyrir Þórsurum, 0-1, í Breið- holtinu. Það er nokkuð til í þessum orð- um Kristjáns því ÍR-ingar áttu aUan fyrri hálfleikinn og voru ótrúlegir klaufar að vera ekki yfir í hálfleik. ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Þórs- arar náðu að taka sig saman í andlitinu og fóru að berjast. Skömmu eftir markið fékk Hall- dór Áskelsson gott færi tU að auka muninn en honum brást bogalistin. ÍR-ingar sóttu nokkuð síðustu mínúturnar og komst Kristján Brock einn inn fyrir á síðustu mínútu leiksins en fór Ula að ráði sínu. Maður leiksins: Benedikt Jónsson, lR. -ÞG Staðan Staðan er þannig í 2. deild: SkaUagr. 5 3 2 0 13-3 11 Þór, A. 5 3 11 7-6 10 Grand Prix í frjálsum íþróttum: Fredericks við heimsmetið Ljóst er að Namibiumaðurinn Frankie Fredericks er mjög sigurstranglegur í 100 metra hlaupi karla á ólympíuleikunum í Atlanta í næsta mánuði. í gær náði Fredericks hreint frábærum tíma í 100 metra hlaupi á Grand Prix móti í Finnlandi. Hann hljóp á 9,85 sekúndum og var aðeins 2/100 úr sekúndu frá heimsmeti Bandaríkjamannsins Leroys Burrels en það er 9,85 sekúndur. Heims- metið setti BurreU í Lausanne í Sviss fyrir um tveimur árum. Aðstæður voru löglegar þegar Fredericks náði þessum besta tíma ársins í 100 metra hlaupi í gær. Meðvindur var 1,9 metrar á sek- úndu en mörkin liggja við 2,0 metra á sekúndu. „Þetta er besti tími sem ég hef náð á mínum ferli og vitaskuld er ég yfir mig ánægður. Þetta var mjög gott hlaup hjá mér og ég veit núna hvers ég er megnugur. Þrátt fyrir kulda hér í Helsinki háði hann mér ekki,“ sagði Fredericks. Hann hafði mikla yfirburði i 100 metra hlaupinu en næsti maður var Darren Braithwaite frá Bretlandi á 10,13 sekúndum. Flestir veðja nú á hann sem sigurvegara á leikunum í Átlanta. Hann hefur stöðugt verið að bæta árangur sinn undanfarið og Namibiumet hans í gær sýnir að hann stendur fremstur 100 metra hlaupara í dag. Hvort það nægir honum til sigurs í Atlanta eftir réttan mánuð kemur síðar í ljós. Fredericks bætti besta tíma ársins um 5/100 úr sekúndu. Þeir Ato Boldon frá Trinidad og Dennis Mitchell frá Bandaríkjunum höfðu áður hlaupið á 9,92 sekúndum. Edwards tryggði sig tii Atlanta Breski þrístökkvarinn Jonathan Edwards sigraði í þristökki í Helsinki í gær og stökk 17,82 metra sem er lengsta stökk ársins. Edwards var ekki valinn í ólympíulið Breta á dögunum vegna meiðsla en hann tryggði sér þátttöku á leikunum í gær. -SK Ovænt hjá Man. Utd Alex Ferguson, stjóri Man. Utd í enska boltanum, kom á óvart í gær er hann keypti markvörðinn Raimond van der Gouw frá Vitesse Amhem. Kaupverð fékkst ekki uppgef- ið. Gouw er 32 ára. -SK Skammarlegt Breskir ijölmiðlar hafa farið hamfömm undanfarna daga yfir leik Englands og Þýskalands og hefur mörgum blöskrað. Daily Mirror gekk lengst, birti heilsíðu for- síðumynd af Paul Gascoigne og Stuart Pie- arce með herhjálma eins og notaðir voru í heimsstyrjöldinni síðari. Efst stóð: „Takiö eftir“. Og neðst: „Gefist upp“. Þessi og önnur umfjöllun breskra blaða var til umræðu í vinsælum þætti hjá Adam Boulton á Sky News og 15 áhorfendur sem hringdu í þáttinn lýstu andúð sinni á bresku blöðunum. -SK Blazevic hættur Þjálfari Króata, Miroslav Blazevic, hefur sagt upp eft- ir að lið hans tap- aði, 2-1, fyrir Þjóð- verjum á EM. Króatíska knatt- spymusambandið hefur neitað að samþykkja afsögn- ina Hver verður Evrópumeistari DV? í byrjun júlí verður dregið úr öllum innsendum seðlum Nú fer að líða að lokiun Evrópukeppninnar í knattspymu sem haldin er í Englandi og vert er að minna lesendur á leitina að Evrópumeistara DV. I byrjun júlí verður dregiö úr öllum réttum innsendum seðlum og fær Evrópumeistari DV glæsilega SONY myndbandstökuvél, CCD-TR340 frá Japís, að verðmæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög ljósnæm (0,3 lux) sem þýðir að það er nánast hægt að taka myndir í myrkri án ljóss og með 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlöður og fjarstýring. íþróttir Evrópukeppnin í knattspyrnu - undanúrslit: Sagan hefur sitt að segja - ná Englendingar að sigrast á gestgjafahefðinni? Að rýna í knattspyrnutelaufin þýðir lítið fyrir áhangendur enska lands- liðsins því útlitið er slæmt. í síðustu niu Evrópukeppnum hafa gestgjafamir alltaf verið slegnir út í undanúrslitum, Þjóðverjar sáu um þrjár þeirra. Við minnumst flest þess þegar Svíþjóð tapaði fyrir Þjóðverjum, 3-2, í undanúrslitunum árið 1992 í Stokkhólmi. Þeir unnu einnig Belga og Júgóslava þegar þessar þjóðir héldu keppnina 1972 og 1976. Þjóðverjamir töpuðu sjálfir árið 1988 fyrir Hollendingum þegar Marco Van Basten skoraði á lokaminútunum. England hefur einungis unnið Þjóðverja tvisvar, í bæði skiptin í vin- áttulandsleik, í síðustu 13 leikjunum sem þeir hafa spilað við Þýskaland frá því þeir unnu úrslitaleikinn 4-2 í HM 1966. Samt sem áður sýna tölur það að ef þeim tekst að brjóta þessa gestgjafa- hefð þá batnar ástandið strax. Þær þjóðir sem haldið hafa keppnina og komist í úrslitaleikinn hafa alltaf unnið. Þetta gerðu Spánverjar árið 1964, ítalir árið 1968 og Frakkar árið 1984. Frakkamir geta verið bjartsýnir þvi liðið sem þeir tefla fram í dag er eflaust það besta sem Frakkar hafa haft í tíu ár og þeir eiga leik gegn spútnikliði keppninnar, Tékkum. Frakkar hafa ekki tapað í 2 1\2 ár, 27 leikir, og þeir hafa ekki tapað fyrir Tékkum síðan árið 1979. Annað sem lítur vel út fyrir þá er sú staðreynd að þeir unnu Hollend- inga í átta liða úrslitum. Þau lið sem unnu sl. tvær heimsmeistarakeppn- ir og einnig síðustu Evrópukeppni gerðu slíkt hið sama. Vestur-Þjóðverj- ar sigmðu þá í HM 1990, Danir í Evrópukeppninni 1992 og Brasilía í HM 1994. Eitt er víst að Þjóðverjar vilja ólmir hefna ófaranna árið 1966 á Wembley, þó aðeins þrír leikmenn Þjóðverja hafi verið fæddir þá. Franz Beckenbauer, fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1974, sagði: „Þjóðverjar eiga skilið að spila í undanúrslitunum en Englendingar verða betri og betri með hverjum leiknum og mér fmnast þeir líklegri til sigurs.“ -JGG Úrslitin í 4. deild karla KSÁÁ-Njarövik..............4-5 GG-ÍH......................5-3 HB-Framherjar..............1-1 Afiurelding-Léttir.........1-3 Haukar-Ármann..............2-2 Poborsky er dýr og ekki til sölu „Súperstjömur eins og Po- borsky era dýrir,“ sagði Pavel Paska, umboðsmaður Karel Po- borskys. Hið frábæra sigurmark hans gegn Portúgölum, kallað „djöful- lega markið“ af tékkneskum blaðamönnum, tryggði Tékkum sæti í undanúrslitum. „Verðmiðinn á Karel hækk- aði um 650,000 dollara þetta kvöld,“ sagði Pavel við dagblaðið Mlada Fronta Dnes. Samningur Poborskys við Slavia Prague rennur út í júní 1998 og klúbbur- inn hefur lofað að selja hann ekki. Poborsky, greinilega dof- inn yfir allri þessari umfjöllun, sagði við sama blaðið að hann „gæti ekki einu sinni giskað á“ hversu mikið hann kostaði. „Mælir allt með enskum sigri“ Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja, sagði í gærkvöldi að allt benti til þess að England myndi vinna Þýskaland í undanúrslitunum í kvöld. „Enska liðið er mun sigur- stranglegra. Það hefur verið að leika betur og betur eftir því sem liöið hefur á keppnina. En við skulum þó hafa hugfast að það á enn eftir að leika í það minnsta í 90 mínútur," sagði Vogts. Víst er að hann er ekki jafn ömggur um enskan sigur og hann lætur í veðri vaka. Vogts er klókur og er án efa að reyna að hafa sálfræðileg áhrif á Eng- lendinga með yfirlýsingunum -SK „Spila ekki“ Terry Venables, þjálfari Englendinga. Mörgum finnst það ótrúlegt miðað við árangur enska liðsins á EM ‘96, að hann skuli aðeins eiga eftir að stjórna enska liðinu í einum eða tveimur leikjum. Símamynd Reuter Veðbankar í Englandi eru mjög vongóðir - Alan Shearer ekki vinsæll Breskir veðbankar vonast eftir miklum gróða ef England vinnur Evrópukeppnina en aldrei hefur 'verið veðjað jafn mikið á neinn íþróttaviðburð í Englandi. Um það bil 80 milljónum punda verður veðj- að á keppnina, fimm milljónum meira heldur en á HM 1994. Velgengni enska liðsins hefur hvatt fólk til að veðja og veðbank- amir segja að ef England vinni tapi þeir hátt í fimm milljónum punda en það er sama upphæðin og búið er að veðja á undanúrslitaleikinn gegn Þjóðverjum. Flestir hafa veðj- að á að England vinni í venjulegum leiktíma. Alan Shearer er ekki vinsæll meðal veðbankanna þvi hann hefur skorað grimmt og kostað þá mörg þúsund pund. Líkurnar á að hann skori fyrsta markið í dag em 3-1. Líkumar á að England vinni mót- ið eru 2-1 en Frakkar og Þjóðverjar eru með sömu líkur eða 15-8, Tékk- ar 12-1. Frakkland og Tékkland spila í dag klukkan 15.00 en Eng- land mætir Þjóðverjum á Wembley klukkan 18.30. -JGG „Það er alveg öruggt að ég leik ekki með gegn Englandi. Ég mun sitja á bekknum og hvetja félaga mína áfram,“ sagði Jurgen Klinsmann, fyrirliði Þjóðverja, i gærkvöldi. Margir hafa talið að Þjóðverjar væra að plata Englendinga með yfirlýsingum um að hann léki ekki en nú er það öraggt að fyrirliðinn verður fjarri góðu gamni. „Það er möguleiki á að ég geti leikið með í úrslitaleiknum. Ef svo verður eiga læknar þýska liðsins mikið hrós skilið,“ sagði Klinsmann. _sK Spjallaði við Venables í síma Klinsmann sagðist hafa spjallað stutta stund við Teddy Sheringham í síma í gær en hann er fyrram félagi Klinsmanns hjá Tottenham. „Ég talaði einnig við Terry Venables. Hann sagðist vonast til að ég gæti spilað en ég sagði honum að af því yrði ekki. Við ræddum málin í nokkrar minútur og það var skemmtilegt," sagði Klinsmann. Hann bætti því við að það væra mikil vonbrigöi fyrir sig að geta ekki leikiö gegn Englandi. „Það er einn af hápunktum allra knattspymumanna að leika gegn Englandi á Wembley."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.