Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 24
48 MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 1996 Sviðsljós DV Margt er skrýtið í kýrhaus popptónlistarinnar: Stórglæpamaður nýjasti aðdáandi Damons í Blur Hugh Grant berst við vörtur Kvikmyndaleikarinn frægi, Hugh Grant, er nú dauðhræddur um að vörtur, sem hann hefur fengið á hendur og fætur, breið- ist út í andlit hans. Grant hefur sést á stofu hjá frægum sérfræð- ingi í London og hefur starfs- fólki þar verið uppálagt að segja ekkert frá vandamáli kvik- myndaleikarans. Þessa dagana er Grant í Los Angeles ásamt vinkonu sinni, Liz Hurley, þar sem verið er að ljúka tökum á nýrri mynd sem þau framleiða í sameiningu. Sean Connery er boðinn millj- aröur fyrir að leika djöfulinn. Connery í hlut- verk djöfulsins Stjórar í Hollywood vilja fá Sean Connery til að leika djöful- inn og eru reiðubúnir að greiða honum sem samsvarar einum milljarði íslenskra króna fyrir. Keanu Reeves kemur til greina í hlutverk ungs lögfræðings sem uppgötvar að yfirmaður hans er í raun Satan sjálfur. Damon Albarn lætur fara vel um sig I íslensku hljóðveri, með lappirnar uppi á borði og plokkar gítarinn. Damon Albarn, hjartaknúsarinn ungi og aðalsöngvari bresku F f; s h h s r i r e veikar fyrir honum. Nýjasti aðdá- andinn hans er stórglæpamaðurinn mann var lagið Charmless Man, eða sjarmlausi mað urinn, þar sem Damon minnist á Ronnie Kray, bróður Reggies, og fé- laga í glæpastarfseminni fyrr á öld- inni. Ronnie er nú látinn. Blómin sendi Reggie til hljómplötufyrirtæk- is Blur. Damon var afskaplega kátur með blómasendinguna og sendi Reggie þakkarbréf um hæl. „Það var virkilega fallegt af hon- um að láta okkur vita hversu mikið hann kann að meta plötuna okkar,“ sagði Damon. í símaviðtali við breskt dagblað sagðist Reggie vera mikill aðdáandi Blur. „Mér fannst mikið til laga þeirra koma og ég kunni vel að meta að þeir skyldu minnast á Ronnie. Þeir níddu ekki skóinn af honum og ég virði þá fyrir það.“ Naomi klæðist aftur loðfeldum Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er nú i sviðsljósinu eftir að hafa lát- ið mynda sig i loðfeldum fyrir tíma- ritið W í New York. Ekki er langt síðan Naomi tók þátt í auglýsingu undir kjörorðinu að hún myndi heldur ganga nakin en klæðast loð- feldum. Núna hefur blaðafulltrúi fyrirsæ- tunnar lýst því yfir að Naomi hafi verið göbbuð. „Henni var tjáð að hún yrði í gervipelsum við mynda- tökumar," segir blaðafulltrúinn. Fulltrúar timaritsins vísa því á bug að Naomi hafi ekki fengið að vita að hún var í loðfeldum hönnuð- um af Gucci, Fendi, Dolce, Gabbana og Prada. „í hvert skipti sem við notum ekta loðfeldi látum við fyrirsæturn- ar vita. Það var líka gert í þetta skipti," segir ritstjórinn Patrick McCarthy. Talsmaður samtaka gegn loðfeld- um, sem einnig tókst að fá Kate Moss og Kim Basinger til að auglýsa fyrir sig, neitar að viðurkenna að Styr stendur nú um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Naomi hafi borið ekta feldi. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að skinnaiðnaðurinn borgar vel til að fá frægustu fyrirsætumar til að auglýsa fyrir sig. Aukabla5 um AKUREYRl Miðvikudaginn lO.júlínk. mun veg legt aukablað um Akureyri fylgja DV. Fjölbreytt efni verður í blaðinu að vanda en sérstök áhersla verður á ferðamál og stöðu Akureyrar sem ferðamannabœjar. Annað efni í blaðinu er m.a. létt og skemmtileg viðtöl, frásagnir af mannlífi og ungt fólk og framtíðin. Umsjónarmaður efnis er Gylfi Kristjánsson blaðamaður. Auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa íþessu blaði er bent á að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 eða Pál Stefánsson í síma 550 5726. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. júlí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. Lætur Elísabetu ritskoða bók sína Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, hefur kastað sprengju inn í bókaútgáfu í New York með því að krefjast þess að Elísabet Englands- drottning leggi blessun sína yfir bók hennar um lífið meðal kóngafólks- ins. Hertogaynjan lét í ljós þessa ósk sína eftir að hún samdi um greiðslu sem samsvarar einum og hálfum milljarði jslenskra króna. Útgefendurnir, Simon & Schuster, óttast nú að starfsmenn í Bucking- hamhöll fjarlægi allar safaríkar frá- sagnir af lífinu meðal kóngafólks- ins. Söm tókst að semja um 750 þús- und króna fyrirframgreiðslu fyrir bókina sem fær heitið My Untold Story. Afganginn fær hún þegar hún skilar handritinu. Sara er sögð hrædd um að drottn- ingin skerði sjóði dætra hennar segi hún frá einhverju óheppilegu. Bandaríkjamenn telja að hún vilji hafa drottninguna ánægða. í bókinni mun Sara fjalla um samband sitt við fóður sinn og lífið áður en hún hitti Andrés prins og hún mun einnig segja frá hjóna- bandinu. Ekki var ætlast til að bók Söru yrði í stíl við bók bamfóstru drottn- ingarinnar en barnfóstran féll í ónáð er hún skrifaði um bernsku hennar hátignar. Útgefendur ráðgera að eyða sem samsvarar 15 milljónum íslenskra króna í auglýsingar á bók Söm í Bandaríkjunum. Þeir vonast til að geta selt útgáfuréttinn á bókamess- unni í Frankfurt í október næst- komandi en eru ekki lausir við áhyggjur af að varan verði ekki eins og þeir bjuggust við. Sara Ferguson veldur bókaútgef- endum sínum áhyggjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.