Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 28
Ástþór græðir á friði til að vinna að friði. Gróði í þágu friðar „Það er bara gott mál að græða á friði, þann gróða má nota til að vinna enn frekar að friði.“ Ástþór Magnússon, í Tímanum. Forseti enginn áttaviti „Forsetinn á auðvitað ekki að vera einhver áttaviti á pólitíska strauma í þjóðfélaginu.“ Pétur Kr. Hafstein, í DV. Ummæli Kalt mat Kalt efnahagslegt mat segir að við höfum ekki hagsmuni af því að ganga í Evrópusambandið." Ólafur Ragnar Grímsson, í Alþbl. Frjósemislyf „Ég er ekki frá því að þeir telji sig verða frjósamari með lýsistökunni." Baidur Hjaltason, í DV, um hamstur Austurlandabúa á lýsi. Föndur við sköpunarverkið „Maðurinn er sköpunarverk Guðs og kom fram alskapaður af hendi Guðs. Allar tilraunir til að breyta manninum eru föndur við sköpunarverkið." Gunnar Þorsteinsson, í DV. La Paz í Bólivíu liggur hæst allra höfuðborga. Á myndinni eru indíánakonur á markaðstorgi í La Paz. Hæsta byggð í heimi Þar sem hæst byggt ból er á jörðinni lifir fólk í 5988 metra hæð og til að lifa við þessar að- stæður þarf annaðhvort að vera fæddur þar eða venja sig smám saman við, en það gæti tekið langan tíma. Þetta er þorpið Bas- isi á Indlandi, nærri landamær- um Tíbets. Hæsta höfuðborgin Áður en Kínverjar innlimuðu Tíbet var hæsta höfuðborg í heimi Lhasa, sem er 3684 metra yfir sjó. í dag er hæsta höfuð- borgin La Paz í Bólivíu. Hún er 3631 metra yfir sjávarmáli. Flug- völlur borgarinnar er í 4080 metra hæð. Það var Alonso de Blessuð veröldin Mondoza höfuðsmaður sem stofnaði borgina árið 1548. Fyrir var þá indíánaþorpið Chuqui- apu. Upphaflega var borgin köll- uð Ciudad de Nuestra Senora de La Paz, en var breytt í La Paz árið 1825. Hæsta borg í heimi er ekki gömul að árum, það er Wenchuan við Chinghai-Tíbet- veginn fyrir norðan Tangla-fjall- garðins. Stofnað var til borgar- innar 1955 og er hún 5100 metra yfir sjávarmáli. 52 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 Hlýtt í innsveitum austanlands Skammt vestur af Vestfjörðum er 996 millíbara lægð sem grynnist og þokast norðaustur. í dag verður suðvestangola eða Veðrið í dag kaldi og skúrir um allt land, eink- um þó vestan til. í nótt verður hæg vestlæg átt og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, hlýjast í innsveitum austanlands yfir daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestlæg átt, gola eða kaldi og skúrir í dag. Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum í kvöld og nótt. Hiti 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.02 Sólarupprás á morgun: 2.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.19 Árdegisflóð á morgun: 2.38 Veðrið kl. 6 í morguti: Akureyri skýjaö 9 Akurnes skýjaö 9 Bergsstaöir alskýjaó 8 Bolungarvík skýjaö 8 Egilsstaöir skýjaö 10 Keflavikurflugv. skýjaó 8 Kirkjubkl. skýjað 9 Raufarhöfn skúr 10 Reykjavíic úrk. í grennd 8 Stórhöfði skúr á síö. klst. 8 Helsinki skýjað 12 Kaupmannah. alskýjað 12 Stokkhólmur léttskýjað 17 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam alskýjaö 12 Barcelona þokumóða 16 Chicago heiðskírt 14 Frankfurt léttskýjað 12 Glasgow skýjað 12 Hamborg alskýjað 12 London mistur 14 Los Angeles alskýjað 16 Lúxemborg léttskýjað 12 Madríd léttskýjaó 11 París skýjaö 16 Róm þokumóða 16 Valencia léttskýjað 18 New York heiðskírt 20 Nuuk skýjaó 3 Vín alskýjaö 13 Winnipeg hálfskýjaó 16 Þórður Emil Ólafsson, golfkappi á Skaganum: Kominn upp á golfvöll strax eftir vinnu DV, Akranesi: „Ég myndi segja að þessi árang- ur hefði komið mér á óvart. Ég er búinn að æfa mjög reglulega og stíft upp á síðkastið en hefur ekki gengið vel að undanförnu. Ég féll út í annarri umferð í íslandsmót- inu í holukeppni og var ekki nógu ánægður með árangur minn í Vestmannaeyjum," segir Þórður Emil Ólafsson, kylfingur í Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi, sem sigraði meö glæsibrag á stigamóti í golfl sem fram fór á Hellu um Maður dagsins helgina. Hann lék 36 holumar á 136 höggum. Fyrri hringinn lék Þórður á aðeins 66 höggum sem er nýtt vallarmet af hvítum teigum á Strandarvelli og eftir þetta mót er Þórður í fjórða sæti í stigamótum til landsliðs en Birgir Leifur Haf- þórsson, félagi hans í Leyni, trón- ir á toppnum. „Ég hef ekki æft meira en í fyrra en ég er búinn að vera hér á Þórður Emil Ólafsson. DV-mynd Daníel fslandi í vetur og æfði innanhúss en var úti í Bandaríkjunum í fyrravetur. Dvölin 1 Bandaríkjun- um var gott innlegg í mitt golf og þroskandi fyrir golfleikinn hjá mér og ég bý alltaf að þeirri reynslu sem ég vann mér inn þar.“ Þórði finnst hann vera í svip- uðu formi og á síðasta ári. Það gengi svona með golfið, upp og niður, aðra vikuna væri þetta upp á við og hina niður. „Er stefnan sett á íslandsmeist- aratitilinn í golfi á þessu ári?“ „Það er stefna hvers kylfings að vinna íslandsmótið og auðvitað stefnir maður á það eins og aðrir kylfingar. Ég byrjaði með slétta 0 í forgjöf i sumar en er kominn í plús 1, þannig að þetta er á upp- leið.“ Og hver veit nema Þórður komi enn á óvart og sigri íslands- mótið í sumar. Þórður segir að það séu engin önnur áhugamál hjá sér en golfið. „Maður vinnur frá kl. 7.30 til 16.30 og svo er maður yfirleitt kominn upp á golfvöll klukkan fimm, þannig að það er lítill tími í önnur áhugamál. Þórður hóf búskap í vor með El- ínu Dröfn Valsdóttur og þau eru nú þegar farin að leigja sér hús- næði. -DÓ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1544: Lesendabréf. Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Undanúrslita- leikirnir á EM Það eru mikil rólegheit á inn- lendum vettvangi í íþróttum í kvöld. í fótboltanum eru aðeins fáeinir leikir í yngri flokkum, en þetta er aðeins lognið á undan storminum. Á morgun verður sjötta umferðin í 1. deild karla leikin. Á meðan beðið er beinast augu knattspyrnuáhugamanna til Englands, en í dag fara fram íþróttir undanúrslitin 1 Evrópukeppn- inni. Kl. 15 leika Frakkland og Tékkland og kl. 17.30 leika Eng- land og Þýskaland. Þetta verða án efa spennandi leikir og geta allir fylgst með þeim í beinni út- sendingu á Ríkissjónvarpinu. Oktettinn Ottó Tónleikar verða í Fríkirkj- unni í Reykjavík annað kvöld kl. 20.30. Það er oktettinn Ottó sem leikur tvö klassísk verk, Septett í Es-dúr op. 62 eftir Conradin Kreutzer og Oktett í F-dúr D-803 eftir Franz Schubert. Oktettinn Tónleikar skipa fiðluleikararnir Sigurlaug ( Eðvaldsdóttir og Margrét Krist- jánsdóttir, Herdís Jónsdóttir, víóluleikari, Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Hávarður Tryggva- son kontrabassaleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari og Rúnar H. Vilbergsson fagottleik- ari. Bridge Norðurlandamótið í bridge stend- ur nú sem hæst, en spilastaðurinn er bærinn Faaborg í Danmörku. ( Þegar þessar línur eru skrifaðar, var ísland í þriðja sæti að loknum fimm umferðum af 10, með 91 stig í opnum flokki. Svíar höfðu forystu ' með 102,5 stig en Norðmenn höfðu 92 stig. Kvennalandsliðið átti lakara gengi að fagna, var í 5. sæti af 6. I Spiluð er tvöföld umferð, allir við alla og mótið því hálfnað. Síðasta umferðin verður spiluð á morgun, fimmtudag. Þetta spil kom fyrir í leik Dana og Norðmanna í opnum sal. Niðurstaðan úr því sýnir að jafnvel landsliðsspilarar geta gert ótrúlegustu mistök. Danirnir Munksgaard og Cohen höfðu spilað 3 grönd á a-v spilin í opnum sal og fengið 12 slagi. Sagnir þróuðustu þannig í lokuðum sal, austur gjafari . * ÁG * ÁKD 4- G64 * K75 og a-v á Norður Mohr pass 1* 2* pass 4 K87643 V -- 4 AD 4 G9632 hættu: Austur Suður Vestur Sam Inge Hulgaard S.Olaf 1-f pass 1» pass pass dobl dobl 24 pass pass 4 * Norðmaðurinn Sven Olav Höyland doblaði fyrst einn spaða ( norðurs til úttektar og þegar tveir spaðar norðurs komu að honum í næstu umferð, passaði hann í þeirri | vissu að það væri krafa. Félagi hans og bróður, Sam Inge Höyland var hins vegar ekki á sömu linu og pass- j aði. Þannig leyfðu þeir Dönunum að spila bútasamning á öðru sagnstigi þegar þeir áttu 30 punkta saman og það sem verra er, tveir spaðar stóðu slétt. Danir fengu því 800 fyrir spil- ið og græddu 13 impa. Þeim veitti ekki af því, því þeir töpuðu leiknum 10-20. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.