Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 Fréttir___________________________________________________________________________pv Mengunarslys í Húsafelli: Um 4 þúsund lítrar af gasolíu fóru niður - lekur geymir - vatnsból í um 200 metra fjarlægð „Við munum fylgjast mjög vel með því hvort hreinsunin hafi tek- ist og hvort olía hafi náð að berast í vatnsból sem er í um 200 metra fjar- lægð frá olíutanknum," segir Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi á Vest- urlandi. Sl. miðvikudag uppgötvaðist að niðurgrafinn birgðatankur fyrir gasolíu á bensínstöðinni að Húsa- felli í Borgarfirði var farinn að leka og var brugðið strax við og tankur- inn tæmdur en síðan gi’afinn upp á fimmtudaginn var. Síðan var jarð- vegur í kringum hann og undir hon- um fjarlægður og komið fyrir í mót- tökustöð spilliefna í Borgarnesi. Alls voru þangað fluttir um 13 rúmmetrar af olíumenguðum jarð- vegi. Að sögn Helga var I gær ekki búið að taka saman að fullu hversu mikið af olíu hafði lekið út í jarð- veginn en talið að um gæti verið að ræða 3.800 lítra. Helgi sagði við DV að ekki væri enn ljóst hvort tekist hefði að fjar- lægja allan olíumengaðan jarðveg en bæði vissu menn ekki hversu lengi geymirinn hefði lekið og eins hversu víða olían hefði náð að smitast út í umhverfið. Umhverfið væri viðkvæmt þarna upp frá og jarðvegur gljúpur. Á óvart hefði hins vegar komið að í kringum geyminn hefði jarðvegur þó verið þéttur og mjög moldarríkur, þannig að hugsanlegt væri að tekist hefði að fjarlægja alla mengun. Hins veg- ar yrði fylgst mjög vel með því á næstunni hvort svo væri í raun. Strax og lekinn uppgötvaðist hefði verið brugðið skjótt við og búið hefði verið að fjarlægja geyminn og allan sora í kring um hann innan sólarhrings frá því að lekinn upp- götvaðist. Bensínstöðin í Húsafelli er rekin af Skéljungi en var áður í eigu BP og síðar Olís. Skeljungur tók við stöðinni árið 1982 og er hinn leki geymir eldri en frá því ári, trúlega eru hann og bensíngeymirinn, sem þama er einnig, í kringum þrjátíu ára gamlir, að sögn Helga Helgason- ar heilbrigðisfulltrúa. Helgi segir að vegna þess hve geymamir eru á viðkvæmum stað og nærri neysluvatnsbóli myndi nú- verandi staðsetning aldrei verða leyfð nema að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum um lekavamir og olíugildmr. Þá væri nú í gildi reglugerð frá 1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi en samkvæmt henni er gefinn fimm ára umþóttunartími til að skipta út gömlum jarðtönkum. Samkvæmt henni á að skipta um alla geymana á bensínstöðvum, sé á annað borð hróflað við einum, þannig að fyrir liggur nú að skipta líka út bensín- geyminum í Húsafelli. Ólafur Jónsson er deildarstjóri öryggismála og mengunarvarna hjá Skeljungi. Hann vildi í gær ekki staðfesta hversu mikið af olíu hefði runnið niður í Húsafelli. Hann sagði að brugðist hefði verið við strax og lekinn uppgötvaðist og tek- ist hefði að fjarlægja alla mengun af völdum lekans þannig að ekkert mengunarslys hefði í rauninni orð- ið. -SÁ Pétur H. Ármannsson, starfsmaöur byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, og Guörún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaöur skipulagsnefndar, vorus meöal þeirra fyrstu til aö skoöa nýjan bæklinginn. DV-mynd JAK Reykjavíkurborg: Leiðsögubækl- ingur um byggingarlist Út er kominn leiðsögubæklingur um byggingarlist í Reykjavík. Hon- um er ætlað að vera vegvísir áhuga- samra skoðenda, jafnt ferðamanna og borgarbúa, að merkum bygging- um í borginni, auk þess sem dregin eru fram helstu atriði í þróun skipu- lags- og húsagerðarsögu Reykjavík- ur. í bæklingnum, sem gefinn er út á íslensku, ensku og dönsku, er upp- dráttur af miðborg Reykjavíkur með auðkenndri gönguleið og tilvís- un í ijörutíu merkar byggingar. Til hliðar við uppdráttinn eru upplýs- ingar um höfund hverrar bygging- ar, heiti hennar og byggingaár, auk ljósmyndar. Á bakhlið er mynd- skreyttur texti þar sem þróun húsa- gerðar og skipulags í borginni er rakin í grófum dráttum, með tilvís- un í einstök hverfi. Þar er einnig yf- irlitskort með tíu dæmum um bygg- ingar og skoðunarverða staði er liggja utan miðbæjarins. -GRS Dagfari Mörg óbarin biskupsefni Pjörið innan þjóðkirkjunnar heldur fyrirsjáanlega áfram þetta ár og næsta. Biskup íslands til- kynnti á prestastefnu í gær að hann ætlaði sér að láta af störfum um áramótin 1997-98. Þetta var snjall leikur hjá biskupi. Hann vissi af andskotum sinum innan kirkjunnar. Þeir ætluðu sér að knýja fram uppgjör með því að fara gegn biskupi og hans mönnum. Biskup varð hins vegar fyrri til. Hann boðaði afsögn sína en tíma- setti hana snyrtilega, þ.e. eftir hálft annað ár. Biskup stal þar með glæpnum af svartstökkum. Þeir vildu afsögn biskupsins og fengu hana. Þeir vildu hana hins vegar strax en þar sá biskupinn marga leiki fram í tímann. Varla verður hægt að krefjast afsagnar biskups sem þeg- ar hefur boðað afsögn sína. Framhaldssagan um þjóðkirkj- una hefur gengið um langa hríð. Þar hefur hvert málið rekið annað. Ef rétt er munað sá afleysingar- prestur djöfulinn á Seltjarnamesi og fleiri atburðir urðu á því litla og lága nesi. Sóknin þar var í upp- námi og skoðanir skiptar vegna hjúskaparmála prestsins og annars í nágrannasókn. Harkalega var tek- ist á um skipan prests í Hveragerði og Langholtssókn er orðin fræg- asta sókn norðan Alpaíjalla. Kvikmyndagerðarmenn eru slappir orðnir og blankir eins og fram hefur komið í fréttum. En þeir mega algerlega andlausir vera ef þeir nýta sér ekki þann frábæra efnivið sem fram hefur komið í Langholtssókn. Þar eru í aðalhlut- verkum sóknarprestur með flókna innviði og organisti sem jafnframt er tónlistarútgerðarmaður í kirkj- unni. Stór aukahlutverk leika kona organista, sóknarnefndarmenn af ýmsu tagi, vígslubiskupar tveir og síðast en ekki síst biskupinn sjálf- ur. Um miðbik leiksins kemur til sögunnar kona sem hitti sóknar- prestinn, siðanefnd presta, bisk- upsritari og formaður Prestafélags- ins. Yfir vötnunum svífur og syng- ur síðan kór sóknarinnar, rómaður fyrir gæði. Kvikmyndatónlistinni er vel borgið í hans höndum og organistans. Ekki má heldur gleyma litlu en skemmtilegu hlut- verki afleysingarorganista sem síð- ar ætlaði sér í forsetaframboð. Fýrir kvikmynd í fullri lengd þarf ekki einu sinni að skrifa hand- rit. Það liggur að kalla tilbúið í öll- um fjölmiðlum landsins. Eini vand- inn er að velja leikarana. Fjár- mögnun er alltaf höfuðverkur kvikmyndargerðarmanna en spuming er, miðað við aðstæður, hvort ekki sé rétt að taka þá pen- inga af kirkjugarðsgjöldum. Ágæt- ur kvikmyndaleikstjóri gerði góða seríu um árið þar sem vora kvik- myndimar Nýtt líf, Löggulíf og Dalalíf. Þama mætti bæta við einni mynd sem héti Kristilegt líf, And- legt líf eða bara Samlíf miðað við allt sem á undan er gengið. Það væri jafnvel hægt að ná tveimur kvikmyndum í röð. Fyrst það sem er liðið og síðan það sem fram undan er. Biskup hefur til- kynnt afsögn sína. Þar með er bolt- inn gefinn upp. Enginn verður óbarinn biskup eins og biskup hef- ur raunar komist að. Það breytir ekki því að flestir prestar ganga með það í maganum að ná biskups- tigninni. Koma þar margir við sögu og gefst nú góður tími til und- irbúnings átakanna. Forsetakosningamar eru hreinn bamaleikur miðað við biskupskjör það sem í vændum er, ef miða má við það sem á undan er gengið í þjóðkirkjunni. Jón Steinar, Ólafur Ragnar, Hannes Hólmsteinn og Ragnar Kjartansson blikna miðað við leðjuslaginn sem er í uppsigl- ingu. Hver verður næsti biskup? Verður það Sigurður vígslubiskup í Skálholti eða Bolli vígslubiskup á Hólum? Báðir hafa leikið smæmi hlutverk í hinum víðfræga Lang- holtsfarsa. Verður það séra Flóki sem leikið hefur aðalhlutverkið? Það myndi sennilega gleðja meiri- hluta sóknarbama í Langholtssókn sem sæi þar færi á að losna við klerkinn með því að skjóta honum upp á við. Aðrir heitir kandídatar eru séra Geir í Reykholti, séra Baldur biskupsritari, prófastar og ónefndir sérar í siðanefnd. Boðið hefur verið til veislu sem stendur út næsta ár. Verði ykkur að góðu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.