Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNI 1996 7 Sandkorn Röggsamur sýslumaður Regína Thor- arensen sendlr okkur eflirfar- andi sögu: Einn læknir er á Eskifirði og annar er á Reyðarfirði. Auövitað geta læknar verið gleymnir eins og við öU. Á dögunum var Eskifjarðarlæknirinn beðinn að koma í vitjun til sóknarprestsins séra Davíðs Baldurssonar á Eski- firði. Læknirinngleymdi vitjunni tU prestsins, en fór þess í stað inn á Reyðarfjörð að spUa bridge. Heilsu prests fór nú hrakandi og hringdi því sýuslumaður heim tU læknisins til að athuga hverju sætti þessi langa töf. Var þá sýslumanni tjáð að læknir væri við spilamennsku á Reyðarflrði. Þetta sárnaði sýslu- manni sem er giftur prestinum. Keyrði sýslumaður inn á Reyðar- fjörð og sótti lækninn frá spUa- mennskunni. Síðan hefur Eskiflarð- arlæknirinn ekki gleymt að heim- sækja sjúkUnga sina. Já, svona eiga sýslumenn að vera, vinna fyrir aUa sjúklinga og gæta hagsmuna sýsl- unga sinna. Gagnslausir □lástrar Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem horft hefur á knattspymu í vetur og vor að margir leik- menn eru fam- ir að setja plástra á nef sér. Fyrst héldu menn að þeir væru nefnbrotnir en svo kom annað í ljós. Hér er um að ræða stifa plástra sem gera það mögulegt að halda nasavængjunum uppi þannig að menn nái inn auknu súr- efni. í upphafi var plásturinn hugs- aður fyrir þá sem eru meö mjög þröng nefngöng eins og til að mynda Robby Fowler, snUlingurinn hjá Liverpool, sem einna fyrstur sást meö þessa plástra.. En þegar menn með venjuleg nefngöng em famir að nota plástrana segja þeir er þekkingu hafa að menn taki inn meira súrefni en þeir hafa not fyrir, sem sé ekki holt. Guðmundur þagði ekki Vísan um Guð- mund HaU- varðsson, sem birt var í San- skorni í síð- ustu viku og endaði svona: Ég sver mig í sjálfstæðisætt- ina/og segi ekki neitt, var rangt feöruð. Hún er eftir Sighvat Björg- vinsson en ekki Jón Kristjánsson. Að auki hefur Guðmundur bent undirrituðum á að þegar hann var flarverandi við 2. umræðu frum- varpsins um stéttarfélag og vinnu- deUur og Sighvatur gerði sérstaka athugasemd við, hafi hann haft flar- vistarleyfi. Aftur á móti mætti Guð- mundur viö þriðju umræðu og hélt þar stutta tölu þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá var Sighvatur aftur á móti ekki mættur og hafði ekki fiarvistarleyfi. Allar meyjar elski hann Við höfum stundum birt vísur eftir þann snjaUa hagyrðing séra Helga Sveins- son, sem var prestur í Hveragerði. Á dögunum barst inn vísa eftir séra Helga sem hann orti þegar hann var kenn ari við Garðyrkju- skólann í Hveragerði. Einn nem- enda hans, Sveinn Indriðason, átti 25 ára afmæli einn kennsludaginn og þá kvað séra Helgi tU hans þessa vísu: Hálffimmtugan heiðursmann heiðra ég röddu klökkri. AUar meyjar elski hann, eins i birtu.og rökkri. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Hræringar á Interneti Þjónustuaðilar stofha samtök Almennrar óánægju gætir meðal þjónustuaðila Internetsins hér á landi vegna þess að íslenska menntanetið (ísmennt) hefur beint öllum almennum notendum sínum til Nýherja hf. ísmennt mun aðeins sinna þjón- ustu við skóla frá júlUokum og verð- ur þess vegna að hætta að sinna al- mennum notendum. Athygli vekur hins vegar að notendum skuli vera beint með þessum hætti til eins fyr- irtækis. Samkvæmt heimildum DV eru aðrir þjónustuaðilar mjög ósáttir við þessa starfshætti og telja sig geta boðið betri þjónustu og lægra verð. Af þessum sökum héldu þeir fund á mánudaginn og ákváðu þar aö bindast samtökum. Telja þeir að slík samtök séu forsenda þess að ná fram sanngjörnum vinnubrögðum á markaðnum -SF Engin leti á Egilsstöðum í unglingavinnunni á Egilsstöð- um hafa menn tekið annan pól í hæðina heldur en annars staðar. Sú stefna virðist hafa verið tekin að láta krakkana ekki komast upp með neina leti. Þannig var dreng einum sagt að hann þyrfti ekki að mæta næsta vinnudag og fengi engin laun fyrir hann. Þetta var sagt vera hegn- ing fyrir leti. Þá var stúlku, sem hafði sofið yfir sig tvisvar, tilkynnt að ef hún mætti ekki framvegis á réttum tíma þyrfti hún ekki að ómaka sig við að mæta oftar í vinnuna. Flokksstjóri krakkanna sagði þetta vera reglur þar á bæ og nú er spurning hvort menn ætla að taka upp svipuð vinnubrögð hjá öðrum sveitarfélögum - og í kjölfarið af því hvort til fjöldauppsagna kemur í unglingavinnunni. -SF Samgönguráðuneytið: Kallar inn miða Bingóferða Ákveðið hefur verið í samgöngu- ráðuneytinu að kalla inn þá miða Bingóferða sem ekki var hægt að nota. Ætlunin er að safna saman öO- um ónýtum miðum svo að þeir sem töpuðu peningum sínum geti leitað réttar síns. Bingóferðir komust í fréttirnar á dögunum þegar fólk sem ferðaðist með þeim varð strandaglópar erlendis. -SF komdu í sjá Kringlukastsblað sem fylgdi Morgunblaðinu I vikunni I FJORA DAGA Mörghundruð tilboð i nýjum vörum kynnlr Kringlukast K[81Ng5n förseti# eikur á inglukasti Smáauglýsingar DV skila árangri 5505000 'mmí'/ÆwA' m auglýsingar 1 veroi í sumar kr 49.400 sfgr. Á&ur 59.850 POSTUR OG SIMI Söludeild Armula 27, simi 550 7800 Söludeild Kiinglunni, simi 550 6690. Þjonuslumiðstöð i Kirkjustræti, sinii;550]f>670V'1 og ,i post og simstöqyurri umtiaTO?allt.*:S5» Ekkert kemur-í sraðinn fyrir langdrœgni og öryggi >4farsíinans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.