Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 * ÍK l stutíar fréttir Rúta sprakk Um tlu manns létust og rúm- ; lega tuttugu slösuðust þegar \ sprenging varð í rútu í Norður- | Kákasus í Rússlandi í gær. Stjórn í næstu viku I Vaclav Havel Tékk- landsforseti sagði í gær í að hann ; byggist fast- lega viö því að ný minni- | hlutasfjóm ; landsins | tæki við í næstu viku þegar \ samkomulag núverandi hæg- ! ristjómar og jafhaðarmanna um 3 stjómarstuðning gengi i gildi. Mafían íhugaði morð Uppijóstrari úr maflunni seg- ir að fyrirhugað hafi verið að j drepa eitt af bömum Andreott- j is, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, þar sem hann sneri baki I við glæpasamtökunum. Broccoli látinn Albert Broccoli, aðalmaður- inn á bak við kvikmyndimar um James Bond, ofumjósnara hennar hátignar, lést á heimili j sínu i Kalifomíu eftir langvar- andi veikindi, 87 ára að aldri. Hættuleg geislun Kínversk yfirvöld hafa fund- jj ið hættulega mikla geislavirkni í brotamálmi sem kom frá Bandaríkjunum. Mánuður til viðbótar Samningamenn á fundi um kjarnorkutilraunabann hafa 1 fengið mánuð til viðbótar til að leysa ágreining sinn um mikil- væg atriði. Tsjernomyrdin á fund Viktor Tsjemomyrdin, for- sætisráðherra Rússlands, slóst i lið með leiötogum iðnríkjanna sjö eftir að þeir höfðu hvatt til áframhaldandi efnahags- og | stjórnmálaumbóta í Rússlandi. Ekki kjósa komma Rússneski þjóðem- j isöfgamaður- inn Vladimír Zhirínovskí, sem varð í l fimmta sæti í fyrri um- ferð forseta- kosning- I anna, bað kjósendur sína í gær um að styðja ekki kommúnist- ann Zjúganov í síðari umferð- ; inni á miðvikudag. Konsúls minnst Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Burma, og danski sendiherrann sóttu búddíska minningarathöfn um fyrrum ræðismann Norður- i landanna sem lést í fangelsi á dögunum. Reuter - Kauphallir erlendis: Met í Frankfurt og Tokyo Hlutabréfavísitölur í kauphöllun- um í Frankfurt og Tokyo slógu met í vikunni. Nikkei-visitalan í Tokyo fór í 22.666 stig og hefur ekki verið hærri síðastliðið ár en DAX-30 í Frankfurt setti sögulegt met, fór í 2.573 stig. Þetta gerðist um miðja vikuna en síðan hafa vísitölumar lækkað. Dow Jones í New York og FT-SE 100 í London hafa tekið óverulegum breytingum. Svipaða sögu er að segja um Hang Seng vísi- töluna í Hong Kong. Á heimsmarkaði undanfama vik- ur hefur bensínverð lækkaö lítillega en hráolía hins vegar hækkaö. Þeg- ar viðskiptum lauk á miðvikudag var tunnan að nálgast 19 dollara. Frá því í apríl hefur sykur og kaffi lækkað í verði á heimsmarkaði. -Reuter Ný ríkisstjórn múslíma og íhaldsmanna í Tyrklandi: Harðlínumenn við stjórnvölinn Suleyman Demirel, forseti Tyrk- lands, féllst á Necmettin Erbakan, leiðtoga velferðarflokks bókstafstrú- aðra múslíma, sem næsta forsætis- ráðherra landsins í gær. Þá hafði Erbakan komist að samkomulagi við Tansu Ciller, leiðtoga íhalds- manna og fyrrum forsætisráðherra, um myndun nýrrar samsteypu- stjómar. Bókstafstrúarmaður hefur aldrei fyrr gegnt embætti forsætis- ráðherra í Tyrklandi. „Ég hef mjög góðar fréttir fyrir ykkur, ný ríkisstjórn hefur verið mynduð," sagði Erbakan við frétta- menn eftir að hann hafði gengið á fund Demirels. Erbakan las upp ráðherralista sem Demirel hafði samþykkt, með sjálfum sér sem forsætisráðherra en Ciller sem aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra. Bókstafstrúarmenn fengu flesta menn kjörna á þing, 158 af 550 mönnum á tyrkneska þinginu, í kosningunum sem fram fóm í des- ember síðastliðnum. Stjómarflokkarnir hafa alls 276 þingmenn, sem er nóg til að fá traust þingsins, en ýmsir flokks- menn Ciller hafa þó lýst yfir því að þeir mundu ekki styðja samkomu- lag við bókstafstrúarmenn. Velferðarflokkurinn og flokkur Ciller hafa rætt stjórnarmyndun í fjórgang frá því minnihlutastjórn Mesuts Yilmaz sagði af sér fyrr í mánuðinum. Reuter V f i * w' * P Ikml .. V-" . .. . wm WÍ. ■ -LÍfl* S tlf Konur, sem taka þátt í fyrstu kvennaráðstefnunni í Bosníu, leggja blóm á staðinn þar sem sextán manns voru myrt- ir á meöan þeir biðu eftir að kaupa brauð í miðborg Sarajevo í maí 1992. Ráðstefnan er haldin á vegum tvennra mann- úðarsamtaka og lýkur á morgun. Símamynd Reuter Sænsk stjórnvöld vilja fá pabbana heim til barnanna Sænsk stjórnvöld ætla að efna til umfangsmikillar auglýsingaherferð- ar þar sem feður verða hvattir til að taka sér mánaðarfrí frá vinnu, á næstum fullu kaupi, til að vera heima með bömum sínum. „Við viljum að fleiri karlar séu heima við og dvelji þar lengur,“ sagði Inger Axe, talsmaður sænsku tryggingastofnunarinnar. Sænskir foreldrar geta fengið 75 prósent af launum sínum í meira en ár til að vera heima með ungum bömum sínum. Það em einkum mæðurnar sem nýta sér þetta þótt feðumir eigi einnig rétt á hluta tím- ans. Til stendur að verja sem svarar um þrjátíu milljónum íslenskra króna I auglýsingar í þessu skyni og verður þeim beint að feðrum, mæðr- um og atvinnurekendum. Fénu verður að£illega varið til sjónvarps- auglýsinga en einnig verður sett upp heimasíða á Intemetinu. Axe sagði að margir atvinnurek- endur væru ekkert of hrifnir af því aö leyfa körlunum sem þeir hafa í vinnu að vera heima í föðurhlut- verkinu. Nýjustu upplýsingar, sem eru frá árinu 1990, sýna að 48,3 prósent feðra nýttu sér að vera heima í fæð- ingarorlofi og var meðaltíminn 63 dagar. Áður hefur verið efnt til auglýs- ingaherferðar cif þessu tagi og þá var slagorðið: Pabbi, komdu heim. Reuter Borís Jeltsín þarfnast hvíldar og hressingar Boris Jeltsín Rússlands- forseti varð ? að aflýsa ;; fyrirhuguð- um fúndi i gærmorgun, aöeins fimm dögum fyrir | síðari umferð forsetakosning- !. anna, og segja aðstoðarmenn | hans að hann þurfi aðeins að ; hvila sig. f „Við vonum að forsetanum I takist að endumýja kraftana j þegar hann hefur hvílst, eins og ' hann ætlar nú að gera,“ sagði | Viktor Iljúsjín, helsti aðstoðar- S maður Jeltsíns. Hann sagði að I Jeltsín hefði misst röddina eftir | að hafa veitt mikinn flölda við- % tala. Norðmenn ganga af fundi hvaiveiðiráðs Norska sendinefndin gekk út af ársfundi Alþjóða hvalveiði- | ráðsins í Aberdeen í Skotlandi í 1 gær í mótmælaskyni við tillögu þar sem Norðmönnum var gert i að virða hvalveiðibannið frá 1982, koma í veg fyrir smygl á ’ hvalkjöti og leggja fram gögn I um birgðir sínar af kjöti og hvalspiki. Önnur tillaga sem I samþykkt var í gær, lokadegi fúndarins, meinar Norðmönn- I um að aflétta banni við útflutn- ingi á hvalaafurðum. Norðmenn, sem hafa heimil- að veiðar á 425 hrefnum á þessu * ári, kölluðu samþykktir árs- fundarins móðgún við sig. Fé sett til höf- uðs morðingj- um blaðakonu Atvinnuveitendur írsku Iblaðakonunnar Veronicu Guer- in buðu í gær eitt hundrað þús- und írsk pund, eða rúmlega tíu og hálfa milljón króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tveggja manna sem myrtu hana á miðvikudag og glæpaforingjans sem grunaður ér um aö hafa fyrirskipað morðið. Guerin var þekkt fyrir j að fletta ofan af alls konar glæp- astarfsemi í skrifúm sínum | Kaldrifjað morðið á blaöakon- | unni varð til þess að auka reiði almennings í garð glæpaforingja | sem til þessa hafa komist undan | löngum armi laganna. í frétt í ; blaði Guerin í gær sagði að lög- | regluna grunaði hver hefði fyr- irskipað morðið en nokkur bið gæti þó orðið á því að hann yrði Ihandtekinn. Karadzic þrá- ast enn við að segja af sér Stórvelam ihuga að beita Bosníu- | Serba refsi- aðgerðum að nýju vegna þrá- kelkni Radovans I' Karadzics, leiðtoga ! þeirra, sem neitar enn að segja af sér nema I að uppfylltum skilyrðum sem 3 Vesturveldin segja óásættanleg. Heimildarmaður á fundi leið- í toga sjö helstu iðnríkja heims | sagði að gefin yrði út harðorð | yfirlýsing í fúndarlok í dag. ; Bandarískir embættismenn á leiðtogafundinum virtust gera lítið úr fréttum frá Belgrad um ; að Ratko Mladic, herstjóri Bosníu-Serba, hefði fengið heilablóðfall og tvísýnt væri um líf hans. Reuter m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.