Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 T*>~\7~
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Augiýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Merkiskosningar
Vottur af spennu komst í forsetakosningamar í viku-
lokin, þegar skoðanakannanir sýndu hver á fætur ann-
arri, að fylgi frambjóðenda var að jafnast. Lengst af bar-
áttunnar vantaði þessa spennu vegna yfirburðafylgis
eins frambjóðanda, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Fylgi Ólafs hefur hægt og sígandi dalað í skoðana-
könnunum DV. í upphafi mánaðarins var hann með
nærri 50% fylgi, en var í gær kominn niður í 40% fylgi.
Þetta hefur þó ekki komið Pétri Hafstein til góða, því að
hann hefur staðið í stað, en Guðrún Agnarsdóttir rokið
upp.
Tölumar úr könnunum DV 8., 20. og 27. júní tala sínu
máli. Ólafur byrjaði mánuðinn í 49,4, lak í 46,8 og loks
enn frekar í 40,4%. Pétur byrjaði í 25,1, reis í 30,8 og seig
svo til baka í 29,6%. Guðrún var hástökkvarinn, byrjaði
í 12,3, stökk í 19,4 og stökk svo aftur í 27,5%.
Þetta gerir það að verkum, að lítið verður um henti-
stefnu kjósenda í kjörklefanum. Þeir, sem eru svo mikið
á móti Ólafi Ragnari, að þeir vilja kjósa hvem þann, sem
mesta möguleika hefur gegn honum, vita ekki lengur,
hvort sá frambjóðandi heitir Pétur eða Guðrún.
Reynsla fyrri kosninga bendir ekki til, að menn færi
atkvæði sitt milli frambjóðenda til að stuðla að kosningu
hins næstbezta, þegar sá bezti á samkvæmt skoðana-
könnunum ekki möguleika. Þetta kom eindregið í ljós í
forsetakosningunum 1980 og verður staðfest í dag.
Upp á síðkastið hefur kosningabaráttan einkum snú-
izt um Ólaf Ragnar, sumpart vegna þess að hann hefur
lengst af verið langefstur í skoðanakönnunum, en ekki
síður af því að margir em afar ósáttir við hann. Ýmsir
telja sig raunar eiga honum grátt að gjalda.
Þannig er meiri hiti og undiralda í kosningabarátt-
unni en áður hefur þekkzt í forsetakosningum. Myndazt
hafa andstæðar fylkingar Ólafs Ragnars og Péturs, sem
geta ekki hugsað sér hinn frambjóðandann sem forseta.
Guðrún hefur á síðustu dögum hagnazt á þessari
spennu.
Þegar upp er staðið, fæst niðurstaða, sem allir verða
að sætta sig við. Hún fæst með lýðræðislegum hætti og
verður ekki vefengd. Sennilega mun taka lengri tíma en
áður að slíðra sverðin og sameinast um þann, sem nær
kjöri. Nauðsynlegt er, að það gerist sem fyrst.
Kosningabaráttan hefur sumpart rambað út á yztu nöf
velsæmis og auk þess verið of dýr. Það er umhugsunar-
efni, að áhugamenn um framboð ákveðinna einstaklinga
og gegn framboðum annarra skuli samanlagt verja 155
milljónum króna til aö reyna að hafa sitt fram.
Einnig er umhugsunarvert, hversu mikið er flallað
um pólitísk atriði í kosningaumræðu og -áróðri, rétt eins
og veriö sé að kjósa til pólitískra valda. Sigurvegari
kosninganna mun þó hafa litla möguleika á að skilja eft-
ir sig spor á þessum umtöluðu framfarasviðum.
Athyglisvert er, að úr lestinni hefur helzt sá frambjóð-
andi, sem einn lagði áherzlu á, að forseti ætti bara að
vera forseti, en ekki hugmyndafræðingur. Svo virðist
því, sem frambjóðendur og kjósendur séu hamingjusam-
lega sammála um að misskilja forsetaembættið.
Kjósendur virðast vilja auka völd forsetans og þar
með auka völd einstaklings, sem kjósendur telja vera
yfir stjómmál og flokka hafinn. Sá böggull fylgir þessu
skammrifi, að það eykur áhuga stjómmálamanna og
flokka á yfirtöku þessa embættis sem annarra.
En hver sem niðurstaðan verður í nótt, þegar talið er
upp úr kössunum, þá mun hún áreiðanlega verða óspá-
mannlegum stjómmálaskýrendum ærið umfiöllunarefni.
Jónas Kristjánsson
Olga í Arabíu bitnar
á Bandaríkjaher
Fiórir ungir menn úr hópi her-
skárra múslíma voru hálshöggnir
á torgi í Rijadh, höfuðborg Sádi-
Arabíu, í lok siðasta mánaðar.
Rúmum mánuði áður höfðu þeir
verið leiddir fram í sjónvarpi og
játað að hafa komið fyrir bíl-
sprengju sem varð sjö mönnum að
bana, þar af fimm bandariskum
hermönnum, í æfmgastöð þeirra
fyrir sádiska þjóðvarðliðið í borg-
inni 13. nóvember í fyrra.
Fyrir aftökumar bárust banda-
ríska sendiráðinu í Rijadii og sá-
diskum stjórnvöldum aðvaranir
um að yrðu mennimir líflátnir
myndi þess greypilega hefnt. Al-
vara var gerð úr því nú í vikunni
þegar öflug bílsprengja drap 23
Bandaríkjamenn og særði á
fimmta hundrað manns, þar af 80
lífshættulega, í herbúðum flug-
stöðvar í Khobar, skammt frá
borginni Dharan.
Þar í borg voru aðalstöðvar
undirbúnings herferðarinnar
gegn íraksher í Kúveit undir
bandarískri fomstu í Flóabar-
daga. Síðan em á sömu slóðum
bækistöðvar flugsveita, aðallega
bandariskra, sem halda uppi eftir-
liti með að íraksher haldi flug-
bann yfir Suður-írak.
Konungsætt Sádi-Arabíu hefur
síðan í heimsstyrjöldinni síðari
verið einhver dyggasti bandamað-
ur Bandaríkjanna í olíufram-
leiðslulöndunum á þessum slóð-
um og þýðing þess bandalags fyrir
Bandaríkin jókst um allan helm-
ing við byltinguna sem steypti
íranskeisara af stóli. Ótti við
áhrifm á Sádi-Arabíu og banda-
rískan aðgang að auðugustu olíu-
lindum heims var meginástæðan
til að Bush Bandaríkjaforseti
beitti sér fyrir herferðinni sem
lauk með Flóabardaga.
Fram til þess tíma hafði stjóm
Sádi-Arabíu forðast að verða við
óskum Bandaríkjamanna um
beina hernaðaraðstöðu í landinu.
Sádi-ættin telur sig gæslumenn
helgra borga íslams og framfylgir
sjálf venjum og lagatúlkun strang-
trúar vahabíta.
Nú haf ræst spár þeirra sem
sögðu að draga myndi dilk á eftir
sér að Bandaríkjastjóm beitti að-
stöðu sinni eftir að hafa skotið
skildi fyrir Sáda gagnvart ásælni
Saddams Husseins í Bagdad til að
knýja þá til að taka við banda-
rískri hersetu. Nærvera vantrú-
aðs herliðs undir erlendum her-
rétti hefur orðið til að kristalla óá-
nægju með stjómarhætti Sádi-ætt-
arinnar í mannskæðum tilræðum
við útlendingana og um leið
óbeint við þá sem heimiluöu þeim
landvist.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Úlafsson
Urgurinn, sem kraumar undir
einvaldssfjóm konungsættarinn-
ar, á sér margar aðrar orsakir.
Þrátt fyrir oliuauðinn hefur fjár-
málaóstjóm ásamt örri fólksfjölg-
un fellt þjóðartekjur á mann um
tvo þriðju síðan 1981. Konungsætt-
in telur, þrátt fyrir trúræknisyfir-
bragðið, fjölda glaumgosa og stór-
braskara sem fara með ríkisfjár-
muni sem einkaeign og þrátt fyrir
ritskoðun breiðist vitneskja um
þessi efni út meðal fólks eftir því
sem menntun eykst.
Á síðasta ári fóru fram fjölda-
handtökur manna sem komið
höföu á sambandi sín á milli til að
ræða, frá trúarlegum forsendum,
hugmyndir um breytt stjómarfar
og aukið aðhald að konungsætt-
inni. Talið er að á annað hundrað
sitji enn í haldi.
Þessi tíðindi verða samtímis
því að Fahd konungur varð í fyrra
fyrir heilablæðingu og fól um
miðjan vetur Abdullah erfðaprinsi
ríkisstjórn í öllu sem náli skiptir.
Vitað er að Abdullah er hlynntur
því að efla tengslin við önnur
arabaríki, einkum Sýrland, hvort
sem Bandaríkjastjóm líkar betiu1
eða verr.
Ibn Saud stofnaði konungdæm-
ið sem við hann er kennt, gat 44
sonu við 22 konum og em 30
þeirra á lífi.
Fjórir hafa þegar gegnt konung-
dómi. Fahd er af Sudeiri ættbálkn-
um og á albræður, þar á meðal
Sultan landvamaráðherra, sem
kemur næstur á eftir Abdullah til
ríkiserfða. Hafa þessir synir eftir-
lætiskonu ættfoðurins tilhneig-
ingu til að líta niður á hálfbróður
þennan sem átti bedúína fyrir
móður.
Hætta getur því verið á ferðum
innan konungsættarinnar sjálfrar
en hvort og hvenær upp úr sýður
í Sádi- Arabíu veltur sem stendur
mest á ítökum leynihreyfmgar
ungra manna sem eins og þeir
sem höggnir voru í vor börðust í
Afghanistan og fengu þá þjálfun
manna bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA í hermdarverkum og
undirróðri.
Warren Christopher, utanrikisráðherra Bandaríkjanna (f miöið), skoöar
rústirnar eftir sprenginguna í Khobar. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Dauði ræðismanns
„Kringmnstæðumar við dauða James Leanders
Nichols í fangelsi í Rangoon um helgina era svo sér-
stæðar að stjórnvöld á Norðurlöndum bregðast rétt
við þegar þau reyna að fá botn i málið. Það er ekki
hægt að slá því alveg fóstu að þessi fyrrverandi
ræðismaður þriggja Norðurlanda hafi verið pyntað-
ur til dauða. En ef það er rétt að hann hafi verið yf-
irheyrður í marga sólarhringa og verið neitað um
svefn og lífsnauösynleg lyf, bera hin valdaglöðu og
| grimmlyndu stjórnvöld í Burma mikla ábyrgð."
Úr forustugrein Aftenposten 26. júní.
Lýðræðið vanvirt
„Bandaríkin hafa gert lýðræði og réttlæti á Haítí
mikinn óleik með því að sleppa Emmanuel Con-
stant úr bandarísku fangelsi og með því að fresta að
taka framsalsbeiðni á hendur honum til meðferðar.
; Constant var yflrmaður einhvers grimmúðlegasta
stríðsmannahóps Haítí í stjómartíð síðustu einræð-
isstjómarinnar þar. Lýðræðisstjóm landsins vill
draga hann fyrir rétt vegna meints þáttar hans í að
skipuleggja tugi morða, nauðgana og pyntinga. En
hann gengur nú um frjáls maður í Bandaríkjun-
um.“
Úr forustugrein New York Times 27. júni.
Siðferðið í vopnasölu
„í skýrslu Amnesty Intemational fyrir árið 1996
kemur fram að ríki fyrsta heimsins blandist oft
verulega inn í vandamál þriðja heimsins. Skýrslan
segir t.d. frá því að Tyrkir hah gert flugskeytaárás-
ir á aðskilnaðarsinna Kúrda með þyrlum sem þeir
fengu frá Bandaríkjunum. Hvað svo sem manni
fmnst um baráttu tyrkneskra stjómvalda og
kúrdíska minnihlutans, kann aö reynast óhjá-
kvæmilegt aö velta siðferði vopnasölu fyrir sér,
jafiivel þótt seljandi vopnanna og viðtakandi séu
bandamenn í NATO.“
Úr forustugrein Los Angeles Times 26. júní.