Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 Í 3~%7‘
Þorgils Óttar Mathiesen,
fyrrum fyrirliði landsliðsins í
handbolta, og kona hans,
Berta G. Guðmundsdóttir,
hafa ásamt fjögurra mánaða
dóttur sinni, Sigrúnu Þ.
Mathiesen, hreiðrað um sig í
einu elsta og sögufrægasta
húsi Hafnarfjarðar, Einars-
búð. Húsið blasir nú við þeim
sem keyra Strandgötuna og
ber með sér notalegan blæ
aldamótanna í grænum, hvít-
um og rauðum litum. Húsið
var mjög illa farið þegar þau
keyptu það og orðið hrörlegt,
enda byggt árið 1907. Nú hef-
ur það aldeilis fengið andlits-
lyftingu og er komið í upp-
runalegt horf, málað í þeim
litum sem það var í árið 1907,
með tilheyrandi hlerum fyrir
gluggum. Nú gleður það augu
Hafnfirðinga og þeirra sem
leið eiga um hæinn. Þorgils
Óttar og Berta búa á efri hæð-
inni en á neðri hæðinni var
opnuð ný Einarsbúð og bak-
arí í gær.
Tengist húsinu
„Mig hefur lengi langað til
þess að kaupa þetta gamla
hús og gera eitthvað fyrir
það. Að vel athuguðu máli
ákváðum við að selja íbúðina
\ /SHÍ
r v-'; '
1
Mfm' ’j
w’
«k- V ' *" • '***&#’ . ’-v :;-í}#'VÍ 1 •
■ - ’yj&Æéit ft
■ ‘■'*í1E3L:
Handboltahetjan Þorgils Óttar Mathiesen og kona hans, Berta G. Guðmundsdóttir, hafa ásamt fjögurra mánaða dóttur sinni, Sig-
rúnu Þ. Mathiesen, hreiðrað um sig í einu elsta og sögufrægasta húsi Hafnarfjarðar, Einarsbúð.
vinnan hefur verið unnin af
fagmönnum. Sigurður Einars-
son, arkitekt hjá Batteríinu,
aðstoðaði okkur við að færa
húsið í upprunalegt horf og
Ingvar og Kristján sf. hafa
mestmegnis séð um smíða-
vinnuna. Einnig hefur fjöldi
annarra iðnaðarmanna tekið
til hendinni," segir Þorgils
Óttar.
Skipta varð um glugga í öllu
húsinu því þeir voru illa fam-
ir og hlerar voru settir fyrir
suma þeirra í sama anda og
þegar húsið var byggt og voru
þeir málaðir rauðir. Hjónin
eru nýbúin að fá eldhúsinn-
réttingú og eru ekki endanlega
búin að ganga frá íbúðinni.
Þau eiga enn þá eftir að ráð-
stafa í kringum hundrað fer-
metra plássi á efri hæðinni.
Ekki er búið að ákveða hvað
verður um þá en möguleiki er
á því að stækka íbúðina
seinna meir ef fjölskyldan
stækkar meira. Einnig kemur
til greina að leigja það hús-
næði þegar búið er að vinna í
því.
Bakarí og ný
Einarsbúð
„Þegar við fengum leigjend-
Gerðu upp eitt sögufrægasta hús Hafnarfjarðar:
Notalegur blær aldamótanna
okkar og ráðast í kaupin. Ég tengist
þessu húsi sérstaklega mikið þar
sem langafi minn byggði það og það
hafði alla tíð verið í eigu fjölskyld-
unnar. Ég lét því verða af að kaupa
Einarsbúðina af afkomendum Ein-
ars Þorgilssonar, langafa míns. Á
einu ári höfum við varið tímanum í
það að breyta húsinu í sitt uppruna-
lega horf,“ segir Þorgils Óttar
Mathiesen þegar DV heimsótti þau
hjónin til þess að skoða nýju híbýl-
in þeirra.
Langafi Þorgils Óttars, Einar
Þorgilsson, útgeröirmaður •' Hafn-
arflrði, byggði húsið árið 1907 og
rak þar verslun á fyrstu hæðinni.
Olíudælurnar eru notaðar sem
skraut í bakaríinu en áður var hægt
að kaupa olíu úr þeim.
Verslunin var á sínum tíma fræg
fyrir lágt verð og allir sem komnir
eru af bamsaldri muna eftir Einars-
búð. í kringum 1940 var búðin
stækkuð og öll jarðhæðin tekin und-
ir verslunina. Á efri hæð, þar sem
íbúð Þorgils og Bertu er núna, voru
skrifstofur og pakkhús. Þegar versl-
unin var stækkuð var húsinu breytt
í nýtískulegra horf á sama tíma og
upprunalega yfirbragðið týndist. í
kringum 1950 var gömlu búðinni
lokað og þar varð lagerpláss í stað-
inn. Verslunarinnréttingarnar varð-
veittust vegna þess.
Upprunalegar innréttingarnar frá 1907 voru gerðar upp
og eru notaðar í bakaríinu.
Hjóliö tilheyrði Einarsbúð á sínum tíma og var notað í
sendiferöir.
Gamaldags
og nútímaleg
blanda
Þorgils og Berta hafa innréttað í
kringum 85 fermetra ibúð á efri
hæðinni sem ber merki gamalla og
nýrra tíma. Upprunalegt furugólf
sem var pússað upp ásamt listum i
lofti er skemmtileg andstæöa við
nýtískulegt yfirbragð íbúðarinnar
annars. Hurðir eru einnig gamal-
dags ásamt gluggum sem færðir
voru til upprunalegs horfs með þvi
að skipta um þá alla. Allir veggir
voru rifnir niður og nýir reistir í
staðinn. íbúðin hefur yflr sér ný-
tískulegan blæ og er máluð í
ljósum litum. í stofunni er
hluti af einum veggn-
um málaður
dökkblár til
þess að brjóta
upp ljósa yfir-
bragðið. Upp-
runalega
handriðið upp
stigann var
látið halda sér
en það er út-
skorið og mál-
að í rústrauð-
um lit sem
undirstrikar
eldri stil.
„Breyting-
arnar hafa Einarsbúð hefur fengið
verið kostnaðarsamar og við ákváð-
um að gera meira en við ætluðum í
upphafi,“ segir Berta, en Þorgils
Óttar segir þó dæmið ganga vel upp.
Þau hafa unnið aö breytingum á
húsinu í eitt ár og fluttu inn í íbúð-
ina í apríl, stuttu eftir að þau eign-
uðust litlu dótturina, Sigrúnu. Við-
gerðir á húsinu að utan gátu hafist
eftir að þau voru flutt inn og er nán-
ast lokið þegar þetta er ritað.
Styrkur úr
húsfriðunarnefnd
„Kaupin voru mjög vel undirbúin
en við fengum styrk hjá húsfriðun-
arnefnd ríkisins þar sem húsið hef-
ur menningarlegt og sögulegt gildi.
Það var mjög illa farið en við gátum
stuðst við teikningar og myndir sem
til voru af því. Við unnum
mikið af undirvinnunni
sjálf, rifum niður
ur að plássinu niðri komst skriður á
framkvæmdir. Elsa Aðalsteinsdóttir
og Ingvar Árnason hyggjast reka
Einarsbúð en það verður vinnufata
og útivistarbúð. í búðinni eru upp-
runalegar innréttingar sem málaðar
hafa verið grænar og gerðar upp. í
búðinni er einnig forláta sendlahjól
sem einnig var í eigu Einarsbúðar á
sínum tíma. Þar er að auki eldgam-
all peningakassi í stíl við allt annað
gamaldags í búðinni," segir Þorgils
Óttar.
í Einarsbúð eru upprunalegar
ljósafestingar og borð úr verslun
Haraldar Ámasonar í Reykjavík.
Borðin hafa verið gerð upp én þau
eru frá 1915. Þetta verður áreiðan-
lega finasta vinnufatabúð sem um
getur. Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar maður gengur inn í
verslunina og bakaríið er að maður
sé dottinn inn í gamla bíómynd.
Þorsteinn Stígsson, eigandi Köku-
bankans, kemur til með að reka
bakarí á jarðhæðinni en á sama
stað var Einarsbúð opnuð árið 1907.
Innréttingarnar þar eru einnig látn-
ar halda sér en þær eru frá 1907.
Þegar farið var að skafa af máln-
ingu kom í ljós mynstur á innrétt-
ingunni sem frískað var upp á. Bak-
aríið er málað í ljós- og dökkgræn-
um litum. Viðarbúðarborð eru að
öllu leyti látin halda sér.
Meira að segja útihurðin
er máluð með sér-
stakri málningu
sem gefur henni
gamaldags blæ.
-em
glæsilegt nýtt útlit enda er hún komin í upprunalegt horf.
DV- myndir Pjetur