Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 27
h *
k.
Stundum WÖTJfátur að vinna myndir upp á nýtt, til dæmis Örlaganornirn-
ar. Hér má sjá hvernig fyrsta myndin var og hvernig hún endanlega varð.
f ' 'í . f 'j V .
• ,í 't** \
íslendingar búa til spáspil sem gefin eru út erlendis:
Spilin eru spegill
á eigin tilveru
r
- segir Olafur G. Guðlaugsson hönnuður spilanna
„Þegar kortin komu fyrst út fyrir
nokkrum árum þá tók ég fyrsta
kassann, fór með hann heim og opn-
aði hann. Ég spurði: Mun velgengni
fylgja þessum spilum? Og það furðu-
lega er að ég dró spil númer eitt,
hjálminn, sem þýðir sigur. Þetta var
fýrsta spilið, sem ég bjó til, fyrsti
pakkinn og fyrsti drátturinn og spil-
unum hefur fylgt töluverð velsæld,"
segir Ólafur Guðlaugsson
hönnuður.
Ólafur hefur hannað og
myndskreytt Vikingakortin svoköll-
uðu sem komið hafa út hér á landi
og viða erlendis, meðal annars í
Þýskalandi, Frakklandi og Banda-
ríkjunum, eftir hugverki Guðrúnar
Bergmannn. Kortin eru spáspil og
gefa ástandslýsingu fyrir viðkom-
andi einstakling. Þau eru ætluð
„hinum andlega víkingi sem tekst á
við það verkefni að nema land á
innri sviðum vitundarinnar í leit að
andlegum þroska," eins og stendur i
bókinni sem fylgir spilunum.
Það tók Ólaf hálft ár að vinna
myndirnar 32, sem prýða kortin, og
segir hann að þau Guðrún hafi
stundum verið ósammála um það
hvemig myndirnar hafi átt að líta
út og stundum hafi hann orðið að
gera nýjar myndir. Hann hafi til
dæmis gert mynd af drekanum upp
á nýtt því að drekinn hafi verið hálf
aumingjalegur hjá sér í upphafi og
örlaganornirnar hafi heppnast mjög
vel í seinna skiptið. Hönnunin hafi
tekið sinn tíma en verið spennandi
og skemmtilegt verk.
Ólafur þurfti að setja sig vel inn í
hugsunina á bak við spilin enda seg-
ir hann að þetta hafi verið stærsta
verk sem hann hafi tekið að sér.
Hann hafi verið fimm daga með
fyrstu myndina, hjálminn, en að-
eins sjö stundir með þá siðustu, ör-
laganomimar. Myndirnar eru unn-
ar með blandaðri tækni.
Kortunum fylgir bók sem útskýr-
ir hvað hvert spil táknar og hvemig
hægt er að leggja þau. Ólafur segir
að spilin séu spegill á eigin tilveru,
einstaklingar geti lagt spilin fyrir
sjálfa sig. Þau veki fólk til umhugs-
unar. -GHS
„Eg fæ allar rekstrar-
og hreinlætisvörur
hjá Rekstrarvörum"
Jón Grétar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
Sími 587 5554, Fax 587 7116
ARTILBOÐ
20-50% afsláttur
Sumarblóm frá kr. 25,-
Fjölœr blórn (8 teg.)
3 stk. á aðeins
kr. 590,-
TRÉ OG RUNNAR:
Blátoppur
Rifs
Runnamura
kr. 290,- stk.
Glansmispill kr. 99,-
Lerki kr. 140,-
Birki frá kr. 60,-
*
Utiblómaker
50% afsláttur
Ný og fersk afskorin
blóm - 30% afsláttur
Tóbakshorn á aðeins kr. 98,-
Opið alla daga 10-22
Garðskom
v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500
Jotun viðarvöm er þekkt um öll
Norðurlönd fyrirgóða endingu.
Hún hefur nú verið notuð á íslandi
í 20 ár og reynst einkar vel.
HÚSASMIÐJAN
Súðarvogi 3-5 • Simi 525 3000
Helluhrauni 16-Sími565 0100
DEMIDEKK er þekjandi olíuakrylviðarvöm
með frábært veðrunarþol.
Fáanleg í yfir 300 lituin.
TREBITTer öflug, hálfþekjandi
olíuviðarvöm sem hrindir vel frá sér vatni.
Fáanleg í yfir 100 litum.
Fæst einnig þekjandi í yfir 300 litum.
TREOLJE er olía á gagnvarið timbur og
hentar vel á sólpallinn.
Fáanleg í sömu litum og Trebitt.