Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996
^sérstæð sakamál
Yvonne Snowden varð mjög mið-
ur sín þegar maðurinn hennar,
Dene, yfirgaf hana og tók saman við
aðra konu, Glynis McGowan.
Yvonne hefði svo sem fundist nógu
slæmt þótt konan sem hann hreifst
af hefði verið yngri og laglegri en
hún sjálf, en að Glynis skyldi bara
vera tveimur árum yngri en hún og
ekki sérstaklega lagleg gerði áfallið
enn meira.
Yvonne komst að raun um útlit
og aldur keppinautarins þegar hún
fór og heimsótti konuna sem hafði
heillað mann hennar, en á þessum
fundi rifust þær mikið og lá Yvonne
ekki á þeirri skoðun sinni að konur
sem tældu til sín eiginmenn ann-
arra kvenna væru ekki í miklu áliti
hjá sér.
Það hjálpaði Yvonne að fá þannig
útrás fyrir tilfinningar sínar, og
nokkru síðar virtist sem hún hefði
sætt sig við orðinn hlut. En svo var
gengið frá skilnaðinum og þá fylltist
Yvonne hatri til Glynis McGowan.
En Yvonne var ekki sú eina sem
varð gripin sterkum tilfinningum
vegna ákvörðunar Denes, því Oriel,
átján ára dóttir þeirra hjóna, tók
brotthvarf hans af heimilinu nærri
sér.
Kynnin
I ágúst 1988, ekki ýkjalöngu eftir
skilnaðinn, varð mikil breyting á
Yvonne á skömmum tíma. Kvöld
eitt fór hún með tveimur vinkonum
sínum á Næturklúbb Frankies í Ro-
ath, útborg Cardiff í Wales, þar sem
sagan gerist. Er þær vinkonurnar
höfðu setið um stund á klúbbnum
tók Yvonne eftir því að ungur mað-
ur gaf henni auga. í fyrstu var hún
í vafa um að hann væri í raun að
horfa á sig, því hann var miklu
yngri en hún og mjög laglegur. En
svo varð henni ljóst að athygli hans
beindist að henni, og nokkru síðar
bauð hann henni upp í dans.
Chad Elkins hét ungi maðurinn
og var tvítugur, en Yvonne var þrjá-
tíu og níu ára. í fyrstu hélt Yvonne
að allir myndu glápa á þau vegna
aldursmunarins, en hún komst von
bráðar að því að enginn gaf þeim
auga. Og þau dönsuðu margoft sam-
an þetta kvöld.
Rétt áður en þær vinkonurnar
ákváðu að halda heim bað Chad
Yvonne um símanúmer hennar. Það
vildi hún þó ekki gefa honum, en
hún fékk símanúmer hans og sagð-
ist myndu hringja í hann. Það gerði
hún svo tveimur dögum síðar. Móð-
ir hans kom í símann og sagði að
hann væri ekki heima. Yvonne lét
hana þá hafa símanúmer sitt ásamt
skilaboðum til Chads um að hringja
í sig.
Nánari kynni
Skömmu eftir klukkan sex að
kvöldi þessa sama dags hringdi
Chad til Yvonne. Hann dró enga dul
á hve glaður hann var yfir því að
Yvonne skyldi hafa hringt og beðið
hann að hafa samband við sig.
Ákváðu þau að hittast á Peacock-
kránni í Cardiff þetta kvöld.
Þegar þau settust saman við borð
á kránni fannst Yvonne aftur að nú
myndu allir horfa á þau. En hún
sannfærðist brátt um að svo var
ekki. Enginn virtist veita þeim sér-
staka athygli. Hún fór því að halda
að ef til vill væri ekki svo mikinn
aldursmun að sjá á þeim, enda hafði
stundum verið haft á orði við hana
að hún væri ungleg þegar haft væri
í huga að hún væri að verða fertug.
Þegar leið á kvöldið fannst
Yvonne ró færast yfir sig, og í fyrsta
sinn síðan vandræðin komu upp í
hjónabandinu fannst henni sér líða
vel.
Næsta tvo og hálfan mánuð hitt-
Chad Elkins.
Yvonne Snowden.
ust þau Yvonne og Chad fjórum til
fimm sinnum í viku. Á þeim tíma
varð Yvonne ljóst að hún var orðin
ástfangin af unga manninum.
Andúð dótturinnar
Oriel, dóttir Yvonne, komst ekki
hjá því að taka eftir hver breyting
var orðin á móður hennar á skömm-
um tíma, og henni var fullljóst hver
ástæðan var. Móðir hennar var orð-
in ástfangin af pilti sem gat vel ver-
ið sonur hennar, því Chad var að-
eins tveimur árum eldri en Oriel.
Dag einn krafðist Oriel þess af
móður sinni að hún hætti að vera
með Chad. Ekki bar sú krafa árang-
ur, og brátt fóru þær mæðgur að ríf-
ast í tíma og ótíma út af þessu sam-
bandi, sem Oriel taldi óeðlilegt. En
móðir hennar var ekki á sama máli.
Þar kom því að Oriel fór að láta an-
dúð sína í ljós á annan hátt. í hvert
sinn sem Chad kom í heimsókn
gætti hún þess að þau fengju ekki
að vera ein saman, eða þá að hún
stillti hljómflutningstæki hússins
svo hátt að við lá að rúður titruðu.
En Yvonne hélt fast við sitt. Og
þar kom að hún sagði dóttur sinni
að ef hún gæti ekki fellt sig við
heimsóknir Chads skyldi hún taka
föggur sínar og flytja til föður síns.
morðingjann að hann hafði verið
stunginn aftan frá. Að öllum líkind-
um hafði hann óhræddur snúið
baki í hann.
Sönnunargögnin
Grunur fór nú að beinast að Ori-
el. Hún hafði haft ástæðu til að ráða
Chad af dögum, og hann hafði þekkt
hana og því kom vel til greina að
hún hefði komið í heimsókn til hans
og hann boðið henni inn til sín.
En það sem færði í raun heim
sanninn um að Oriel hafði myrt
Chad voru gallabuxur og skór með
blóðblettum sem fundust í skáp
hennar. Kom í ljós að blóðið gat ver-
ið úr Chad.
17. nóvember var Oriel handtek-
in. í fyrstu neitaði hún að vera sek,
en svo var henni sagt frá því sem
fundist hafði. Því væri aðeins um
tvennt að ræða. Annaðhvort hefði
hún sjálf myrt Chad eða þá að móð-
Húsið sem Chad bjó í með foreldrum sínum.
hans, Ford Fiesta, stóð á heimtröð-
inni. Chad gæti því ekki hafa farið
langt.
Yvonne beið við húsið í fjörutíu
minútur, en Chad var hvergi að sjá.
Hún fór þvi heim, og þegar þangað
kom hringdi hún fimm sinnum til
hans en án árangurs. Yvonne var
nú í senn vonsvikin og í miklu upp-
námi, því henni kom til hugar að
Chad hefði skyndilega snúið við
henni bakinu. Hún varð því and-
vaka, og klukkan sjö um morguninn
fór hún aftur heim til hans. Þá log-
aði enn sama ljósið í húsinu og bíll
hans stóð enn á tröðinni.
Fimm sinnum hringdi Yvonne
heim til Chads þennan morgun, en
þá þóttist hún viss um að eitthvað
hefði komið fyrir og hringdi á lög-
regluna.
Ljót aðkoma
Klukkan hálfellefu um morgun-
inn hafði lögreglan orðið sér úti um
heimild til þess að fara inn í húsið.
Nokkrir lögregluþjónar héldu þang-
að í bíl og höfðu með sér tæki til að
opna lásinn í útihurðinni. Vart
voru þeir komnir inn í húsið þegar
þeir sáu líkið af Chad. Hafði hann
verið stunginn fimm sinnum í bak-
ið með hnífi.
Yvonne fékk áfall þegar henni
barst fréttin, og það var ekki fyrr en
eftir tvo daga að rannsóknarlög-
reglumenn gátu yfírheyrt hana. Þá
lagði hún spilin á borðið og greindi
frá ástarsambandi sínu við Chad.
Oriel var líka yfirheyrð, og það
leið ekki á löngu þár til sá sem það
gerði áttaði sig á að Oriel hafði
hatað hinn unga ástmann móður
sinnar. Þegar Yvonne var síðan
spurð að því hvort svo hefði verið
gat hún ekki annað en viðurkennt
það.
Tæknimenn rannsóknarlögregl-
unnar gátu staðfest að ekki hafði
verið brotist inn í húsið. Þá benti
það til þess að Chad hefði þekkt
ir hennar hefði klæðst gallabuxun-
um og skónum og myrt hinn unga
elskhuga sinn. Þegar Oriel heyrði
þetta brast hún í grát og játaði á sig
morðið.
Siðar sagði Oriel að i raun hefði
verið um slys að ræða. Hún hefði
farið heim til Chads með það í huga
að biðja hann um að hætta að vera
með móður sinni, en fundi þeirra
hefði lyktað á þann hátt sem raun
bar vitni.
Málalok
Þegar málið kom fyrir rétt hélt
Oriel því enn fram að um óviljaverk
hefði verið að ræða. En hvorki kvið-
dómendur né dómari virtust taka
mark á þeirri yfirlýsingu, enda
væri því ósvarað hvað henni hefði
gengið til með því að koma með hníf
með tólf sentimetra löngu blaði ef
hún hefði aðeins ætlað sér að ræða
við Chad. Þá var einnig bent á að
hnífsstungurnar hefðu verið funm
talsins.
Kviðdómendur voru ekki lengi að
komast að niðurstöðu. Þeir fundu
Oriel Snowden seka um morð að
yfirlögðu ráði, og í framhaldi af
þeim úrskurði var ekki um annað
að ræða fyrir dómarann en dæma
hana í ævilangt fangelsi. í raun
táknar þó slíkur dómur á Bretlandi
ekki að viðkomandi sitji inni þar til
hann deyr ellidauða, heldur á hann
möguleika á lausn. Því fær Oriel að
öllu óbreyttu frelsið árið 2004, en þá
verður hún þrítug og án nokkurrar
menntunar, en hún var næstum því
útlærð hárgreiðslukona þegar hún
var handtekin.
Yvonne Snowden neitaði að ræða
við fréttamenn eftir dómsuppkvaðn-
inguna, en ímynda má sér hugar-
ástand hennar. Allir sem höfðu ver-
ið henni kærir voru Korfnir frá
henni.
En Oriel hafði enn meiri andúð á
Glynis McGowan en á sambandi
móður sinnar og Chads og ákvað
því að fara hvergi. En henni var
ljóst að hún hafði tapað fyrsta bar-
daganum í þessu stríði.
Stefnumót sem fór út
um þúfur
Rétt fyrir miðjan nóvember sagði
Chad Yvonne frá því að foreldrar
hans ætluðu að fara í þriggja daga
ferðalag og gæfist þeim nú gætt
tækifæri til að vera ein saman. Ori-
el heyrði þau leggja á ráðin um
þessa samveru og varð reið.
Það var á fóstudegi sem foreldrar
Chads fóru að heiman, og þegar
kvölda tók hélt Yvonne heim til
hans. En þegar hún hringdi dyra-
bjöllunni svaraði enginn. Samt var
Ijós í húsinu, og það sem Yvonne
þótti enn einkennilegi'a var að bíll