Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Side 32
32
LAUGARDAGUR 29. JUNI1996
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
41
„Þetta var gífurlegt áfall sem við náum
okkur aldrei eftir. Fyrstu tilfinningar
voru reiði út í lækninn og ábyrgðarleysið
sem einkennir allt í sambandi við þessa
aðgerð. Þetta var eins og reiðarslag fyrir
okkur öll í fjölskylunni. Við héldum að
svona gæti ekki komið fyrir en það verð-
ur bið á því að við treystum læknum aft-
ur,“ eru orð þeirra systranna Kristínar,
Sigurbjargar, Ingunnar Lilju og Hraun-
dísar Guðmundsdætra sem misstu móður
sína fyrir sex árum. Móðir þeirra, Rósa
Sigurþórsdóttir, dó á skurðarborðinu á
Landspítalanum vegna mistaka í aðgerð
sem gerð var á henni vegna brjóskloss
árið 1990. Læknar sem hlut áttu aö máli
viðurkenndu á sínum tíma mistökin og
rannsóknarlögreglan var sett inn í málið
að beiðni yfirlæknis á Landspítalanum.
Stjúpfaðir stúlknanna og eiginmaður
Rósu, Guðbjartur Cecilsson, höfðaði mál
gegn heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra og fjármálaráðherra fyrir hönd rík-
issjóðs. Hæstiréttur dæmdi nýlega í máli
þeirra þeim í óhag en dómur féll þess efn-
is að bótakröfum þeirra væri synjað.
Málsatvik voru þau að móðir stúlkn-
anna, Rósa Sigurþórsdóttir, dó á skurðar-
borðinu 22. mars 1990 þegar verið var að
laga brjósklos sem hafði hrjáð hana í tólf
ár. I aðgerðinni rakst töng sem notuð var
til að fjarlægja liðhlaup í liöþófa áfram í
gegnum liðþófann og inn í kviðarhol
Rósu. Þar gerði hún gat á bakvegg ósæð-
ar sem kom af stað mikilli blæðingu sem
dró Rósu til dauða. Málinu var skotið til
Hæstaréttar með stefnu 21. mars 1994.
Þar krafðist Guðbjartur skaðabóta að
fjárhæð 2.294.547 krónur með tilgreind-
um ársvöxtum frá 22. mars 1990 til 10.
apríl 1992. Systumar tóku við málinu
þegar stjúpfaðir þeirra, Guðbjartur, and-
aðist 4. september 1994.
Stjúpfaðir dó úr sorg
Systurnar eru afar ósáttar við úrskurð-
inn sem kom eins og reiðarslag yfir þær
í vor. Guðbjartur stjúpfaðir þeirra, sem
var þeim sem faðir, lifði ekki nógu lengi
til þess að sjá úrskurðinn úr Hæstarétti
sem hann batt miklar vonir við. Hann
var afar ósáttur vegna þess hvernig
dauða eiginkonu hans bar að en þau
gengu í hjónaband á fimmtugsafmæli
Rósu þremur árum áður. Guðbjartur dó
þremur áram eftir hinn örlagaríka upp-
skurö. Þessi sorgaratburður varð til þess
- áralöng barátta við ráttarkerfið hefur engu skilað
Uppskurður ekki nauð-
synlegur
að sögn systranna að hann hafði lítinn
sem engan lifsvilja og hætti að hugsa um
sjálfan sig. Sambýliskona til sautján ára
og eiginkona síðustu þrjú árin var horfin
af sjónarsviðinu. Guðbjartur kom heim í
kaffi einn daginn og lést í stofunni heima
hjá sér. Hann lét engan vita að hann þjáð-
ist en banabein hans var kransæðastífla.
Að sögn systranna dó hann úr sorg því
hann grét mikið og missti áhugann á líf-
inu eftir að Rósa lést. Þær eru sannfærð-
ar um að hann hefði látið lækni skoða sig
til þess að komast
að því hvað
hrjáði hann
ef móðir
þeirra
hefði ver-
ið á lífi.
Guðbjarti
aðdragandi að veikindum hans,“ segir
Sigurbjörg.
Fermingu frestað
Þessi sorglegi atburður hefur haft mik-
il áhrif á systurnar. Móðir þeirra var
þessi umvefjandi hlýja manneskja sem lét
sig allt máli skipta er varðaði fjölskyldu
hennar. Hún var sameiningartákn fjöl-
skyldunnar og afar natin við bamabörn-
in. Hún var að læra söng og tilkynnt var
um að hún hefði náð öðru stigi í söng
daginn sem hún var jörðuð.
„Mamma gerði mikið fyrir okkur. Hún
var'mikill félagi okkar systranna og mjög
góð móðir og amma. Þetta var gríðarlega
mikið áfall. Hún var tæplega 54 ára þegar
hún dó og hefði orðið sextug á þessu ári.
Það er enginn aldur," segja Hraundís og
Sigurbjörg.
Systumar segja mömmu sína hafa ver-
ið mjög blíða og hafi hún viljað hjálpa
öllum sem hún gat. Þær höfðu einungis
séð hana skipta skapi tvisvar sinnum á
ævinni. Rósa var mikið fyrir fjöl-
skylduboð og hafði lengi hlakkað til
fermingar fyrsta barnabamsins. Þess
má geta að hún var í staðinn jörðuð
daginn fyrir áætlaðan fermingardag
þannig að fermingunni var frestað
um tvær vikur og sá gleðilegi at-
burður sem fermingin er snerist upp
i andhverfu sína.
„Læknirinn lofaði henni því að
hún yrði góð fljótlega því hún var
búin að hlakka svo lengi til ferm-
ingarinnar. í staðinn skyggði jarð-
arfórin á fermingu fyrsta barna-
bamsins og mamma gat ekki verið
viðstödd nema í anda,“ segir
Hraundís.
Ingunn, Sigurbjörg, Hraundís og Kristín grúfa sig yfir dómsskjölin.
mistökum mjög lítil. Ef við keyram á
mann og hann deyr verðum við sótt til
saka á einhvem hátt. Við missum alla
vega bílprófið og getum lent í steininum
fyrir það,“ segir Sigurbjörg.
í tilviki Rósu gerði svæfingalæknirinn
líka mistök þar sem hann grunaði að um
blæðingu væri aö ræða löngu áður en
hafist var handa við að gera eitthvað. í
Dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur kem-
ur fram að svæfingalæknirinn segi að
blóðþrýstingur hafi fallið og brugðist hafi
atburðum. Við viljum vekja athygli á at-
burðinum en erum ekki að þessu til þess
að græða peninga. Þetta er engin upphæð
sem við fóram fram á,“ segir Hraundís.
Lækniriim sem framkvæmdi aðgerðina
á Rósu lést þremur mánuðum eftir lát
hennar. Hann hlýtur því að hafa verið
orðinn veikur þegar hann skar Rósu upp.
Systumar vonast til þess að komið verði
á þeirri reglu að læknar verði sjálfir und-
ir eftirliti áður en þeir fái að halda áfram
að vinna.
„Við vilj-
um að því
verði
komið á
að
lækn-
ar
fannst ábyrgð lækna lítil og dómskerfið
óréttlátt, þess vegna kærði hann lækna-
mistökin sem höfðu svipt hann eiginkon-
unni.
Ábyrgð lækna lítil
„Okkur finnst ábyrgð lækna á svona
verið við því með vökvagjöf. Þá hafi blæð-
ing verið til staðar. Svæfingalæknirinn
sagðist hafa grunað innri blæðingu en
ekki farið nánar út í þaö og sjúklingurinn
var vakinn.
„Okkur finnst að læknar ættu að bera
meiri ábyrgð á því sem þeir gera. Það
vantar einhverja tryggingu fyrir svona
þurfi aö fara í læknisskoðun því augsýni-
lega var læknirinn sem framkvæmdi að-
gerðina alls ekki heilbrigður," segir Ing-
unn.
„Læknirinn hefði átt aö huga betur að
eigin heilsu. Það þarf enginn að segja mér
það að hann hafi ekki verið veikur áður
en hann dó. Það hlýtur að vera einhver
Systurnar eru sammála um að
mamma þeirra hefði ekki endilega
þurft á uppskurðinum að halda. Hún
var að vísu búin að þjást af brjósklosi í
bakinu í tólf ár. Hún var þó búin að bíða
eftir myndatöku í eitt ár þegar allt í einu
var ákveðið að skella henni í myndatöku
og skera hana strax upp. Að þeirra mati
var um skyndiákvörðun að ræða.
„Mamma var ekkert voðalega slæm í
bakinu og þurfti ekki endilega að fara í
uppskurðinn. Hún labbaði
um eins og ekkert væri og
gerði alla þá hluti sem hún
þurfti að gera. Hún var
ekki það veik að hún væri
rúmföst," segir Ingunn.
Kristín stendur í þeirri
trú að ekki þýði að skera
upp við svo gömlu
brjósklosi. Verkurinn var
að vísu farinn að leiða nið-
ur í fót fyrir löngu. Rósa
hafði engan sérstakan
áhuga á því að fara í upp-
skurðinn en lét tilleiðast
eftir fortölur frá læknun-
um.
„Mamma lét tilleiðast
þar sem allir á spítalanum
kepptust við að sannfæra
hana um að allt yrði í lagi.
Hún treysti yfirleitt öll-
um,“ segir Kristín.
Treysta ekki læknum
Tilfinningar systranna hafa sveiflast á
milli þess að gefast upp og halda áfram áð
berjast og málssóknin hefur að auki kom-
ið aðeins við budduna. Þær hafa þegar
greitt í kringum 700 þúsund í lögfræði-
kostnað.
„Þetta atvik hefur haft mjög slæm áhrif
á okkar líf. Við eigum mjög erfitt með að
treysta læknum aftur. Það sama má segja
um börnin okkar sem voru komin á legg
á þessum tíma. Þau verða logandi hrædd
ef einhver af okkur þarf að fara til lækn-
is og halda þá að við komum ekki aftur,“
segir Sigurbjörg.
Sjúkrahúsvist leggst illa í systurnar og
þær hafa þurft að vera á sjúkrahúsi á
þessum sex árum og þá hefur þeim liðið
afar illa. Þær hafa eignast börn síðan
móðir þeirra lést og dvalist lágmarksdvöl
á sjúkrahúsinu vegna vanlíðunar.
Systurnar segja að eitt hafi áunnist af
þessum málaferlum þeirra. Þær segja að
fólki sé betur kynntar aðgerðir sem það
er að fara í. Einnig þarf fólk núoröið að
skrifa undir pappíra þess efnis að það
hafi kynnt sér í hverju aðgerðin felst.
Þeim finnst að ætti að banna læknum að
gera vandasamar aðgerðir eftir langan
vinnudag. Læknirinn sem framkvæmdi
aðgerðina gerði margar samsvarandi að-
gerðir og hann gerði á Rósu en hann var
bæklunarlæknir. Bæklunarlæknar gera
ekki lengur brjósklosaðgerðir heldur era
það taugaskurðlæknar.
Kjarkurinn eykst
Baráttu systranna er ekki, langt frá
því, lokið ennþá og þær eru þakklátar fyr-
ir allar ábendingar um hvert þær gætu
snúið sér í áframhaldandi baráttu. Þær
hafa ekki séð neina smugu enn þá en era
ekki á því að gefast upp og umfjöllun DV
hefur blásið í þær nýjum kjarki. Dóms-
kerfið á íslandi fær ekki háa einkunn hjá
þeim þar sem játning mistaka dugir ekki
til þess að Hæstiréttur viðurkenni mis-
tökin. Einn dómari skilaði séráliti og
dregur hann í efa að viðbrögð læknanna
við blæðingunni í kviðarholi hafi verið
nægilega skjót og markviss. Um var að
ræða þekkta áhættu við þessar aðgerðir.
Hvert framhald málsins verður er óljóst
en sorgin situr eftir í hjarta systranna,
sorg sem ekkert fær bætt. Þær minnast
móður sinnar og vilja með þvi að vekja
athygli á málinu reyna að koma í veg fyr-
ir að aðrar fjölskyldur þurfi að líða á
sama hátt og þeirra fjölskylda hefur þurft
að gera.
-em
Læknirinn ekki yf-
irheyrður
gefast upp þar sem dóms-
kerfið er þeim afar and-
stætt. Þær era því að von-
um eyðilagðar þar sem nið-
urstaða af sex ára vinnu
skilar sér í dómi sem geng-
ur þvert á álit læknanna.
Málið snýst ekki lengur um
það hvort læknarnir hafi
gert mistök því það viður-
kenna þeir. Eigi að síður
ákveður dómskerfið að rík-
ið sé ekki skaðabótaskylt.
Það vekur upp spurningar
um raunverulega ábyrgð
lækna. Þorir dómskerfið
ekki að dæma systrunum í
vil af hræðslu við það sem
gæti komið á eftir?
„I Hæstarétti er ekki við-
urkennt að móðir okkar
hafi dáið vegna mistaka.
Það skiptir engu máli þó
læknarnir hafi viðurkennt
sín mistök því það voru
þeir sem gerðu þau,“ segir
Hraundís.
„Þetta eru auðvitað
mannleg mistök en Hæsti-
réttur telur það ekki sak-
næmt og ekki bótaskylt.
Skjalið sem sent er frá
Landlæknisembættinu er
algerlega hunsað. Lögfræð-
ingurinn okkar segir að það
sé ekkert meira sem við get-
um gert í málinu. Við eig-
um bara að kyngja þessari
niðurstöðu. Hæstiréttur
hefur síðasta orðið og er
æðsti dómur,“ segir Sigur-
björg.
Þegar ljóst var að mistök
læknanna höfðu dregið
Rósu til dauða kallaði yfir-
læknir Landspítalans til
rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Rósa var krufin og það
dróst að afhenda krufning-
arskýrslumar í tvö ár. Úr-
skurður úr Héraðsdómi
tók tvö ár og úrskurður úr
Hæstarétti sömuleiðis tvö
ár.
„Okkur þykir mjög skrit-
ið í þessu máli að rann-
sóknarlögreglan er kölluð
til þess að rannsaka málið
en læknirinn sem fram-
kvæmdi aðgerðina var aldrei yfirheyrð-
ur. Þegar lögfræðingarnir ætluðu að gera
eitthvað í málunum er hann látinn og
enginn til frásagnar," segir Kristín.
Systurnar eru ósáttar við úrskurð Hæstaréttar.
Skyndiákvörðun
Engir af ættingjum Rósu vissu að til
stæði að hún yrði skorin upp við
brjósklosi þar sem hún vissi það ekki
einu sinni sjálf þegar hún fór á spítalann.
Einungis systumar voru meðvitaðar um
það. Ættingjunum brá að vonum mikið
við fréttirnar. Einn daginn var hún
sprellfjörag og annan daginn var hún lát-
in.
„Læknirinn hlýtur að hafa tekið ein-
hverja skyndiákvörðun þegar hann
ákvað að skera hana svona fljótt," segir
Kristín.
„Mér finnst líka skrítið að hún hafi
verið send í uppskurðinn svona fljótlega
eftir að hún fór í svokallaða mílógrafiu
sem er rannsókn sem er gerð
fyrir aðgerðina. Venjulega er
sjúklingum bannað að yfir-
gefa rúmið í tíu klukkutíma
eftir þá rannsókn. Ef maður
fer eitthvað fyrr á fætur fær
maður höfuðverk í allt að
tvo mánuði. Ég er sjálf
búin að fara í þessa míló-
grafíu og veit hvað ég er
að segja. Það lá ekki svo
mikið á að komast í
aðgerðina að það
mætti ekki bíða í
einhverja daga,“
segir Sigurbjörg.
Aðgerðin
dróst fram á
dag
Aðgerðin á Rósu
átti að fara fram
klukkan tíu að
morgni en dróst
fram til klukkan
þrjú síðdegis.
„Dóttir mín fór
til hennar klukkan
hálftíu að morgni
en þá var búið að
taka úr henni tenn-
urnar og gefa henni
kæraleysisspraut-
una. Hún virtist til-
búin í aðgeröina.
Eitthvað hefur far-
ið úrskeiðis í milli-
tíðinni þar sem að-
gerðinni var
frestað. Við höfum
ekki fengið að vita
hvað það var,“ segir
Kristín.
Fákk ekki að sjá hana
Klukkan rúmlega fjögur var hringt í
Kristínu og hún beðin að koma á Land-
spítalann þar sem móðir hennar væri
hætt komin. Henni var sagt að hún væri
lifandi og læknamir gerðu allt sem í
þeirra valdi stæði til þess að bjarga lífi
hennar. Kristín fékk ekki að sjá móður
sína þar sem hún var við það að deyja þó
ekki væri enn þá búið að úrskurða hana
látna.
„Læknirinn kom til mín og sagði að
þeir væru að reyna að gera allt en ég fékk
ekki að vita meira um hvað hafði í raun-
inni gerst," segir Kristín.
Kristínu fannst strax grunsamlegt að
ráðist hefði verið í svo vandasama aðgerð
svo seint um daginn. Hún sá fyrir sér að
læknirinn hefði
unnið undir
mikilli
pressu all-
an daginn
hann.
og þreyta farin að sækja á
Systurnar halda á mynd af móöur sinni, Rósu, og stjúpfööur sínum, Guöbjarti.
DV-myndir Pjetur
Baráttunni ekki lokið
Systurnar hafa nú barist við kerfið í
sex ár og eru að niðurlotum komnar. Bar-
áttan hefur tekið á heimilislífið og sam-
band þeirra við annað fólk. Það tók tvö ár
að fá krufningarskýrslurnar og þá fyrst
var hægt að hefjast handa. í krufningar-
skýrslunni kemur fram að Rósa hafi feng-
ið áverka á meginslagæð þegar verið var
að íjarlægja liðþófa milli tveggja liða.
Áverkar af þessu tagi eru þekktir en
koma sjaldan fyrir. I öllum skýrslum
kemur fram að konan hafi verið feitlagin
en að öðra leyti voru líffæri hennar að
mestu leyti eðlileg. Systurnar eru afar
ósáttar við að þeir sem skrifuðu skýrsl-
urnar skuli hengja sig á það að Rósa hafi
verið feitlagin því hún hafi ekki verið
feitari en gerist og gengur um rúmlega
fimmtuga konu. Það telja
þær ekki heldur skipta
máli við framkvæmd
aðgerðarinnar sjálfrar
eins og læknamir
hafi báðir reynt að
halda fram sér til
varnar.
Systumar fóru sjálf-
ar til landlæknis
og fengu bréf frá
landlæknisem-
bættinu
seinna þar
sem fram
kom að mál-
inu hefði ver-
ið vísað til
siðamála-
deildar. í
bréfinu kom
fram að rekja
mætti dauða
Rósu til mis-
taka í aðgerð.
Mistökin
leiddu til
óhemjumik-
illar blæðing-
ar sem ekki
tókst að ráða
við. Hæsti-
réttur úr-
skurðar þvert
á siðamála-
deild lækna-
ráðs.
Dóms-
kerfið
gallað
Systumar
hafa oft verið
nálægt því að