Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 36
44
Kosningabarátta í forsetakosningum hefur breyst:
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 JjV
Svanhildur Halldórsdóttir, kosningastjóri Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 16 árum, segir að stuöningsmenn Vigdísar hafi fariö að heimili hennar á Aragötu þeg-
ar úrslitin voru kunn.
í þau þrjú skipti sem forseti ís-
lands hefur verið þjóðkjörinn hefur
kosningabaráttan átt eitt sameigin-
legt en það er rógburður og illt um-
tal um frambjóðendur. Að öðru leyti
hefur kosningabaráttan breyst mjög
mikið.
Ef borin er saman fyrsta kosning-
abaráttan 1952, þegar þeir Ásgeir
Ásgeirsson, séra Bjarni Jónsson og
Gísli Sveinsson buðu sig fram, og
kosningabaráttan nú síðustu
vikurnar eiga þær nákvæmlega
ekkert sameiginlegt nema illt umtal
og rógburð og lofræður.
Frambjóðendur
flokkanna
Forsetakosningamar 1952 voru
sérstæðar að því leyti að tveir fram-
bjóðendur voru boðnir fram af
stjórnmálaflokkum. Séra Bjarni
Jónsson var formlegur frambjóð-
andi Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins. Hann var líka
studdur af málgögnum flokkanna,
Morgunblaðinu og Tímanum. Þá rit-
uðu þeir Bjarni Benediktsson og
Ólafur Thors til skiptis forsíðu-
greinar í Morgunblaðið sem þá var
útbreiddasta blað landsins.
Ásgeir Ásgeirsson var studdur af
Alþýðuflokknum, en því var jafnan
neitað að hann væri formlegur
frambjóðandi flokksins. Það var
vegna þess að tengdasonur hans,
Gunnar Thoroddsen, þáverandi
borgarstjóri í Reykjavík, og hans
menn í Sjálfstæðisflokknum, studdu
Ásgeir. Eins og flestir vita varð
þessi stuðningur Gunnars Thorodd-
sens til þess að við lá klofningi í
Sjálfstæðisflokknum og greri raun-
ar aldrei um heilt milli Gunnars og
hans manna og þeirra sem réðu
flokknum.
Forsíðugreinar
Bjarni Benediktsson skrifaði for-
síðugrein í Morgunblaðið 11. júní
1952 og sagði í fyrirsögn:
„Sá sem ætlar að þröngva sér í
valdastólinn með því að sundra
flokknum er óhæfur forseti."
Morgunblaðið skrifaði nokkra
leiðara til stuðnings séra Bjarna
Jónssyni og skammaði þá oft Ásgeir
og stuðningsmenn hans og þá ekki
síst Alþýðuflokkinn og sagði hann
bjóða upp í slæðudans.
Eins og nú var fólk fengið til að
skrifa og vitna um hvers vegna það
styddi viðkomandi frambjóðanda.
Fyrirsagnir þeirra greina voru líkar
þeim sem menn sjá í dag: „Ekki
stjórnmálaleiðtoga í forsetastól."
„Vitur, heilsteyptur og þroskaður
maður.“ „Mun halda forsetaembætt-
inu utan við dægurþras." „Enginn
leggur honum hnjóðsyrði.“ „Sannur
trúmaður." „Einlægur íslendingur."
og annað í þessum dúr. Það eru lið-
in 44 ár síðan þessar fyrirsagnir
sáust á greinum stuðningsmanna
forsetaframbjóðenda. Sumt breytist
ekki.
Frambjóðendur héldu ræður í út-
varpi. Eins fengu stjórnmálaflokk-
arnir að gera grein fyrir skoðunum
sínum varðandi forsetaframbjóð-
endur í sérstökum útvarpsþætti.
Það voru líka skrifaðar hnjóðsgrein-
ar og leyfðist mönnum að skrifa
slíkar greinar nafnlaust í Morgun-
blaöið. Sem dæmi um fyrirsagnir
má nefna: „Forsetaframboð Ásgeirs
Ásgeirssonar í fullu samræmi við
pólitískan feril hans.“ „Fleiri áttu
þátt í þúsund ára hátíðinni en Ás-
geir Ásgeirsson." Fyrirsögn þvert
yfir forsíðu Morgunblaðsins 28. júní
hljóðaði: „Frambjóðandi til forseta-
kjörs ber að ósannindum."
Þá fóru Ásgeirsmenn að gera
skoðanakannanir á vinnustöðum,
og í fermingar- og skírnarveislum.
Þegar Morgunblaðið sagði frá þessu
á baksíðu var fyrirsögnin Falsaðar
„prófkosningar", „selskapsleikir"
og „dægurdvalir milli hafna".
Úrslit kosninganna urðu þau að
Ásgeir sigraði, hlaut 32.925 atkvæði,
séra Bjami hlaut 31.042 atkvæði og
Gísli Sveinsson 4.225 atkvæði.
Harkan vex
Kosningabaráttan fyrir forseta-
kosningarnar 1968, þegar þeir
Gunnar Thoroddsen og Kristján
Eldjárn háðu einvígi, var allfrá-
brugðin kosningabaráttunni 1952. í
fyrsta lagi stóðu stjórnmálaflokk-
arnir ekki að framboðinu þótt
meirihluti Sjálfstæðisflokksins
styddi Gunnar Thoroddsen og Morg-
unblaðið lýsti yfir stuðningi við
framboð hans.
Nú var hins vegar sjónvarpið
komiö til sögunnar og frambjóðend-
urnir komu þar fram. Þar naut
Kristján Eldjárn nokkurs forskots á
Gunnar vegna þess að hann hafði
verið með þætti i sjónvarpinu sem
hann kallaði Munir og minjar og
var mjög dáður sjónvarpsmaður.
Hann var því býsna vanur þessum
fjölmiðli.
Þá lögðu báðir frambjóðendu upp
úr því að halda mikla fjöldafundi.
Þannig var sagt að fundur Gunnars
Thoroddsens í Laugardalshöllinni
hefði verið fjölmennasti kjósenda-
fundur sem haldinn hefur verið.
Ekki má gleyma þvi að báðir
frambjóðendur lögðu mikið upp úr
því að gefa út sitt eigið blað meðan
á kosningabaráttunni stóð. Blað
Gunnars hét Þjóðkjör en blað Krist-
jáns 30. júni.
í þessum blöðum birti „Gróa á
Leiti“ oft sínar sögur og var á stund-
um gengið út á ystu nöf, rétt eins og
1980 og aftur núna. Síðan var Morg-
unblaðið gjaman notað til að koma
fram með leiðréttingar á sögusögn-
unum.
Ein af sögunum sem bomar voru
út var að Gunnar hafi fengið að sjá
spurningarnar sem fyrir hann voru
lagðar í sjónvarpinu fyrir fram.
Önnur var á þá leið og stuðnings-
menn Kristjáns Eldjárns hefðu brot-
ið lög við söfnun undirskrifta með-
mælenda. Og svo var það rógburð-
urinn og ósannindin sem voru látin
leka út um allt þjóðfélagið undir for-
orðinu „Ólyginn sagði mér“, alveg
eins og nú.
Meðal þekktra stuðningsmanna
Kristjáns Eldjáms í kosningabarát-
tunni má nefna Jónas frá Hriflu,
Guðmund J. Guðmundsson, Stefán
Jóhann Stefánsson, Hermann
Jónasson, Pétur Benediktsson og
Ragnar i Smára. Af kunnum stuðn-
ingsmönnum Gunnars Thoroddsens
má nefna Eggert G. Þorsteinsson,
Odd Ólafsson lækni, Jóhönnu Sig-
urðardóttur alþingismann, Örlyg
Hálfdánarson og Bjarna Benedikts-
son.
Úrsliti kosninganna urðu þau að
Kristján Eldjárn hlaut 67.564 at-
kvæði eða 65 prósent atkvæða.
Gunnar Thoroddsen hlaut 35.438
eða um 35 prósent atkvæða.
Einkenni kosningabaráttu þess-
ara tvennra forsetakosninga var því
blaðaútgáfa, fjöldafundir og skrif
stuðningsmanna í dagblööin.
Harkan vex enn
Árið 1980 gáfu þau Vigdís Finn-
bogadóttir, Pétur Thorsteinsson
sendiherra, Guðlaugur Þorvaldsson
rektor og Albert Guðmundsson al-
þingismaður kost á sér í forseta-
framboð.
Kosningabaráttan varð mjög hörð
en samt nokkuð ólík hinum tveimur
fyrri. Sem dæmi má nefna að eng-
inn stjórnmálaflokkur tók formlega
afstöðu með frambjóðanda í kosn-
ingunum og ekkert flokksmálgagn
heldur. En nú komu útvarp og sér-
staklega sjónvarpið meira við sögu
en áður. Síðdegisblöðin DB og Vísir
hófu skoðanakannanir sem var nýj-
ung í kosningabaráttu í forsetakosn-
ingum. Allir frambjóðendur vildu
gera sem minnst úr skoðanakönn-
unum og vöruðu við að tekið væri
of mikið mark á þeim. Þær reyndust
þó hafa verið býsna nærri lagi þeg-
ar talið hafði verið upp úr kjörköss-
unum. Eins er nú viðurkennt að
þær höfðu áhrif á skoðanir fólks
Vinnustaðafundir nýjung
í stað blaðaútgáfu og fjöldafunda
um landið lögðu frambjóðendur nú
mun meiri áherslu á vinnustað-
fundi vítt og breitt um landið. Þá
voru auglýsingar í fjölmiðlum meiri
en dæmi voru um áður. Þær ásamt
vinnustaðafundunum voru mest
áberandi í'kosningabaráttunni.
En „Gróa á Leiti“ sat ekki kyrr
frekar en fyrri daginn. Þorsteinn
Sæmundsson stjarnfræðingur skrif-
aði grein í Morgunblaðið sem hann
kallaði: „Frá Keflavík til Bessa-
staða.“ Þar hélt hann því fram að
Vigdís Finnbogadóttir hefði sagt
ósatt um að hún væri ópólitísk, hún
væri herstöðvaandstæðingur. Urðu
margir til að taka upp hanskann
fyrir Vigdísi og svara Þorsteini.
Rétt eins og nú voru skrifaðar
margar greinar með og á móti fram-
bjóðendum í dagblöðin og þá eink-
um í Morgunblaðið. Auður Auðuns,
fyrrverandi borgarstjóri og ráð-
herra, skrifaði mjög harðorða grein
gegn Vigdísi Finnbogadóttur. Þar
segir hún meðal annars: „Ég tel mér
skylt að gera miklar kröfur þegar
velja skal þjóðhöfðingja lands míns,
þær kröfur uppfyllir Vigdís ekki . .
.“ Þá segir hún að stuðningsmenn
Vigdísar hlaði hana lofj og skori á
menn að kjósa hana út á glæsileik
hennar og menntun. „lægstu há-
skólagráður, þ.e. BA-próf eru talin
hámenntun þar í sveit . . .“ Allur
var tóninn í greinni eftir þessu.
Bjamveig Bjarnadóttir reis upp
til varnar Vigdísi og segir í grein
sem hún skrifaði að allur sá róg-
burður sem Vigdis hafi orðið fyrir
hafi leitt til þess að hún ætli að
kjósa hana þótt hún hafi í upphafi
ætlað að kjósa annan frambjóðanda.
Hún segir að enginn hinna fram-
bjóðendanna hafi orðið fyrir öðrum
eins rógi og Vigdís Finnbogadóttir.
í kosningunum 1968 var aðeins
farið að tala um kostnað við fram-
boð til forseta íslands. Umræðan
stórjókst 1980 og hún hefur aldrei
verið meiri en að þessu sinni enda
mun ekki fyrr hafa verið eytt jafn
miklu fé í forsetakosningunum og
nú.