Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Qupperneq 39
UV LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 Einvígið í Kalmikíu: Karpov hefur þriggja vinninga forskot - á þriðja tug stórmeistara á opna mótinu í Kaupmannahöfn Nú hafa verið tefldar ellefú skák- ir í einvígi Anatoly Karpovs og Gata Kamskys í ævintýralandinu Kal- mikíu og hefur Karpov hlotið sjö vinninga en Kamsky fjóra. Ef litið er til síðustu fjögurra skáka einvíg- isins hefur Kamsky tekist að halda í horfmu - tvö jafntefli en hvor hefur einu sinni haft betur. Fregnir frá Elista, höfuðborg Kal- mikíu, þar sem einvígið fer fram, herma að missætti hafi komið upp í herbúðum Kamskys og hefur einn aðstoöarmanna hans, bandaríski stórmeistarinn John Fedorowicz, yf- irgefið sveitina. Getum er að því leitt að honum og Rustam Kamsky, föður Gata, hafi lent saman en það mun ekki í fyrsta sinn, enda báðir fomir í skapi. Tefldar verða mest 20 skákir og nægja því 10,5 vinningar til sigurs. Karpov hefur því nú þegar komist tvo þriðju hluta leiðarinnar en eins og oft vill verða er síðasti sprettur- inn erfiðastur. Hins vegar eru fáir sem spá öðru en að sigurinn verði honum auðveldur. Taflmennska Kamskys hefur verið allt of glopp- ótt. Þrátt fyrir það náði Kamsky að gera Karpov skráveifu í tíundu skákinni. Karpov var þar enn við sama heygarðshomiö og lét hrókun- arréttinn lönd og leið. í þetta skipti hefndist honum þó fyrir að hafa konunginn á miðjunni - Kamsky náði að brjótast fram og opna línur og ekki varð við neitt ráðið. Elleftu skákinni lauk með jafn- tefli eftir 66 leiki, þar sem Karpov (með hvitt) hafði ívið betra gegn Meran- vöm Kamskys, án þess að nokkru sinni örlaði þó á vinnings- von. Svona nokkurs konar núil-núil jafntefli á knattspyrnumáli. 9. einvfgisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gata Kamsky Grunfeldsvörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 a6 8. e5 b5 9. Db3 R6d7 10. Be3 í fimmtu skákinni kaus Karpov 10. e6 en hafði ekki árangur sem erf- iði - raunar mátti hann þakka fyrir jafntefli. 10. -c5 11. e6 c4 12. exf7+ Hxf7 13. Ddl Rb6 14. Re5 Þessi staða er þekkt úr 25 ára gamalli skák Portisch við Ribli, sem lauk með jafntefli um síðir eftir 14. a4 b4 15. Re4 o.s.frv. Leikur Karpovs er athyglisverð endurbót á tafl- mennsku Ungverjanna. 14. -Hf8 15. a4 b4 16. a5! bxc3 17. axb6 cxb2 18. Bxc4+ Kh8 19. Hbl Dxb6 20. Dd2 Rd7 21. Hxb2 Ef 21. Rf7+ gæti teflst 21. -Hxf7! 22. Bxf7 Hb8 og svartur hefur prýð- isgóð gagnfæri. 21. -Rxe5! Svartur fær hrók og mann fyrir drottninguna, auk frelsingja á a- lín- unni og í fljótu bragði mætti ætla að jafnræði væri tryggt. 22. Hxb6 Rxc4 23. Db4 Rxb6 24. Dxb6 a5 25. 0-0 a4 26. Hal Bf5 27. h4 e6 28. Bf4 Be4 29. Bd6 Hfc8 30. Db5 Bc6 Umsjón JónLÁrnason Hér er 30. -Bc2 athyglisverður kostur og setja biskupinn á b3 við típkifípH 31. Db4 Kg8 32. Ha3 Ha6?? Fingurbrjótur, sem kostar skák- ina. Eftir næsta leik Karpovs, sem er tvöfalt uppnám af einfoldustu gerð, verður taflinu ekki bjargað. Á hinn bóginn ætti svartur góða jafn- teflismöguleika eftir t.d. 32. -h5, sem stungið var upp á eftir skákina. 33. Dc4 Hca8 34. Dxe6+ Kh8 35. Be5 Bxe5 36. Dxe5+ Kg8 37. h5 Be8 38. h6 H6a7 39. d5 Hb7 40. d6 Hd8 41. Hf3 - og Kamsky gafst upp. Ef 41. -Bc6 42. De6+ Kh8 43. Df6+ og öllu er lokið. 10. einvígisskákin: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Anatoly Karpov Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 Rd7 9. Rxd5 exd5 10. dxc5 bxc5 11. e3 Be7 12. Bd3 g6 13. h4 Db6 14. h5 Bf6 15. Hbl Hc8 16. Da4 Bc6 17. Dg4 Bb5 18. Bc2 a5 19. hxg6 hxg6 20. Hxh8+ Bxh8 21. Rg5 Bf6 22. a4 Bc6 23. Kfl Ke7 24. e4 Da6+ 25. Kgl Re5 26. Df4 d4 27. Rh7 Bh8 28. Dh4+ f6 29. f4 Rd7 30. Hel Dc4 31. Bbl Kd6 Bf4 Dd5 35. Be4 De6 36. Rg5 De7 37. Bxc6 Kxc6 38. Bxe5 Bxe5 39. De4+ Kd6 40. Dxg6+ Kc7 41. Re6+ Kd6 42. Rf4+ Önnur leið til sigurs er 42. Rxc5+ Kxc5 43. Hcl+ o.s.frv. 42. -Df6 43. Dxf6+ Bxf6 44. He6+ Kd7 45. Hxf6 Hb8 46. Rd3 c4 47. Re5+ Ke7 48. Hf4 Hxb2 49. Rxc4 Hb4 50. Hxd4 Hxa4 51. Kf2 Ha2+ 52. Kf3 a4 53. Re3 Ke6 54. Ke4 Hal 55. g4 Ke7 56. Hd5 Kf6 57. Ha5 Kg6 58. Kf4 Kf7 59. Ha6 - Karpov gafst upp. Stórmeistarar tefla í Kaup- mannahöfn. Að loknum fjórum umferðum af ellefu á opna mótinu i Kaupmanna- höfn hefur engum meistaranum tek- ist að vinna allar skákir sinar, en allmargir hafa þrjá og hálfan vinn- ing. Enginn íslendinganna er í þeim hópi en þeir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Héðinn Stein- grímsson hafa hlotið 3 vinninga. Davíð Kjartanson hefur 2,5 vinn- inga, Bragi Þorfinnsson og Atli Hilmarsson 2 v. og Björn Þorfinns- son 1,5 v. Mótið er liður í norrænu VISA- bikarkeppninni sem hófst með Reykjavíkurskákmótinu í febrúar. Margir sterkustu skákmenn Norð- urlanda eru meðal keppenda á mót- inu en jafnframt margir valinkunn- ir „gestir". Alls tefla yfir tuttugu stórmeistarar á mótinu og ekki færri alþjóðlegir meistarar. I stór- meistarahópnum utan Norðurlanda eru m.a. Kortsnoj, Speelman, Gulko, Tseshkovsky, Tajmanov, Krasen- kov, deFirmian og Hodgson. Mótinu lýkur 4. júli -JLÁ 25. Norðurlandamótið í bridge 1996: ísland tekur þátt í báðum flokkum Þegar þetta er skrifað er mótið hálfnaö, allt opið í opna flokknum, en líklega er sænska kvennasveitin búin að tryggja sér gullið. Karlasveitin hefur unnið þrjá leiki, jafnað einn og tapað einum, en kvennasveitin hefur unnið tvo leiki með minnsta mun en tapað þremur. Fyrsti leikur karlalandsliðsins var við Noreg og vannst sá leikur 20-10, þá kom tap gegn Svíum 8-22, stór vinningur gegn Færeyjum 25-2, góður sigur gegn Dönum 23-7 og að lokum jafnt gegn Finnum, 15-15. Samtals eru þetta 91 stig, eða rúmlega 18 vinningsstig í leik. Kvennasveitin tapaði fyrir Noregi 13-17, siðan kom stórtap gegn Svíum 3-25, 16-14 gegn Færeyjum, 10-20 hann laufinu og fékk 13 slagi. Danimir í lokaða salnum enduðu hins vegar í sex spöðum, fyrirmynd- arsamningi, sem einnig vannst með yfirslag þegar suður fann tígul- drottninguna. Spilið féll. En í kvennaflokknum enduðu norsku konumar í sjö spöðum eftir þessar sagnir : ♦ K1043 ** K10 ♦ ÁG10 ♦ ÁK97 * 852 *» 843 ♦ 2 * D108532 4 ÁDG6 •* Á75 ♦ K973 ♦ G4 Umsjón Stefán Guðjohnsen gegn Dönum og að lokum 16-14 gegn Finnum. Samtals 58 stig, eða rúm- lega 11 vinningsstig í leik. Ástæðulaust er að bollaleggja meir um þetta því að mótinu lauk á fimmtudagskvöld og úrslit em þeg- ar kunn. Við skulum heldur líta á eitt skemmtilegt spil frá mótinu, en við segjum allt um úrslitin í næsta þætti. Spilið er frá leikjum Noregs og Danmerkur í báðum flokkum. Skoð- um fyrst karlaflokkinn. V/n-s Eftir opnun norðurs á einu laufi, hjartaströggli frá austri, enduðu Norsaramir i sex gröndum, sem var síður en svo fyrirmyndarsamning- ur. Suður var hins vegar ekki í vandræðum með að finna tíguldrottninguna og til þess að bæta gráu ofan á svart tvísvínaði Vestur Norður Austur Suður pass 1 lauf pass 1 tígull pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 spaðar pass 4 grönd pass 5 lauf pass 5 grönd pass 6 lauf pass 6 tíglar pass 6 hjörtu pass 7 spaðar pass pass pass Tígulsvarið var tvieggjað, annað- hvort veikt eða sterkt, þrjú lauf voru gervisögn en geimkrafa, fimm lauf vom 0 eða þrir ásar (Fimmása- Blackwood), sex lauf sýndu lauf- kóng, sex tíglar vora tígulfyrirstaða, sex hjörtu sýndu hjartakóng og vafa um áframhald og sjö spaðar voru dálítil bjartsýni. (Makker á 17 HP og ! ef hann á láglita-drottningu, þá er ! allt í lagi.) Austur trompaði út og sagnhafi fann tíguldrottninguna þegar hann komst að því að austur hafði byrjað með tvo spaða og eitt lauf. Það voru 2210, en á hinu borðinu stoppuðu þær dönsku í geimi sem hlýtur að flokkast undir talsverða svartsýni. %riðsljós Eiga von Pierce Brosnan, sem sló í gegn sem James Bond í Gullauga, er hamingjusamur þessa dagana því að vinkona hans, sjónvarpskonan Keely Shaye Smith, á von á barni í janúar á næsta ári. Brosnan, sem hér klappar kampa- á barni kátur á magann á Smith, er enginn nýgræðingur í bameignum því að fyrir á hann þrjú böm meö eigin- konu sinni heitinni, Cassöndru Harris. Það er ekki að furða að Brosnan hlakki til með lítið kríli í vændum. Pierce Brosnan og Keely Shaye Smith eiga von á barni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.