Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 64
Alla laugardaga Vertu viðbúin(n) vinningi! Föstudagur 28.6/96 KIN FRETTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 Fimmti forseti lýðveldisins kjörinn í dag: Mikil kosning utan kjör- fundar tefur talningu - fyrstu tölur koma upp úr tíu í kvöld íslendingar kjósa sér fimmta for- seta lýðveldisins í kosningum í dag. Tæplega 195 þúsund manns eru á kjörskrá, þar af 97.340 karlar og 97.444 konur. Kjörstaðir eru víð- ast opnir frá klukkan 9 til 22 í kvöld en á minni stöðum loka þeir klukkan 21. Reiknað er með fyrstu tölum upp úr klukkan tíu í kvöld og að endanleg úrslit liggi fyrir á Sr. Solveig Lára: Óhress með Geir Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Seltjamarnesi, sak- aði sr. Geir Waage, formann Prestafé- lags íslands, um að hafa unnið gegn ---- sér og ekki staðið vörð um sig og sitt embætti þegar vandamál hennar voru til umfjöllunar hjá biskupi íslands á sínum tíma. Sr. Solveig lýsti þessu yfir í umræð- um á aðalfundi Prestafélagsins í gær um siðanefhd félagsins og hlutverk hennar. Hún sagði enn fremur að Geir Waage hefði stuðlað að því að hún yrði kærð fyrir siðanefnd og hvatti fundarmenn til að kjósa Gunn- ar Kristjánsson fremur en Geir. Mál hennar hefði á þessum tíma verið til umíjöllunar hjá biskupi íslands sem hefði unnið úr því af sanngirni og skynsemi. -SÁ •’MSrt Vel búinn Opel Astna Station kn. 1.299.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000 EG KYS... AÐ TJÁ MIG EKKI! Veðrið á sunnudag: Hæg suðaustanátt Á sunnudag er búist við fremur hægri austan- eða suðaustanátt með rign- ingu, einkum sunnan- og suðaustanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi. Veðrið á mánudag: Víða bjartviðri Á mánudag verður hæg norðaustlæg átt og úrkomulaust í flestum lands- hlutum og víða bjartviðri sunnanlands og vestan. Fremur svalt verður á Norður- og Austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 69 bilinu tvö til þrjú í nótt. Þátttaka í utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu hefur slegið öll met í flestum kjördæmum. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík voru um miðjan dag í gær um 12 þúsund manns búin að kjósa utan kjör- fundar, eða um 15 prósent af kjós- endum á kjörskrá í borginni. Þar af höfðu um 10 þúsund manns kosið í Ármúlaskólanum siðustu daga en biðröð var þar langt út á götu fram eftir degi í gær. Kjósendur utan Reykjavikur geta kosið í Ármúla- skóla til kl. 18 í dag og verða að koma atkvæði sínu sjálfir á réttan kjörstað. Að sögn Hjörleifs B. Kvaran, for- manns yfirkjörstjómar í Reykja- vík, kemur þessi mikla kosning utan kjörfundar til með að tefja talningu í kvöld. Skipt verður um kjörkassa klukkan 17 og talningar- menn lokaðir inni klukkan 18 í Ráðhúsi Reykjavikur. Kosið er á átta stöðum í Reykjavík. Af samtölum við nokkra af for- mörmurn yfirkjörstjórna hinna kjördæmanna sjö var að ráða að lokatölur væm komnar í síðasta lagi um klukkan 2 til 3 í nótt. Fyrstu tölur úr öllum kjördæmum koma upp úr klukkan tíu. Sem dæmi sagðist formaðm- yfirkjör- stjómar á Suðurlandi ætla að vera með fyrstu tölur eina mínútu yfir tíu. -bjb Ásakanir á biskup: Ég trúi Sigrúnu Pálínu - segir Halldór í Holti Fjölmargir kjósendur ætla greinilega að vera annars staðar en heima hjá sér í dag þegar fimmti forseti lýðveldisins verður kjörinn, ef marka má þátttöku í kosningum utan kjörfundar. í Ármúlaskóla í Reykjavík höfðu ríflega 10 þús- und manns kosið um miðjan dag í gær og biðröð út á götu. Myndin er tekin í skólanum í gær. DV-mynd Pjetur Geir Waage endurkjörinn með 4 atkvæða mun Séra Geir Waage var endurkjörinn formaður Prestafélags íslands í gær í mjög tvísýnni kosningu milli hans og dr. Gunnars Kristjánssonar á Reyni- völlum. Aðeins fjögurra atkvæða mun- ur var á þeim og hlaut sr. Geir 59 at- kvæði, dr. Gunnar 55, sr. Þorbjöm Hlynur Ámason hlaut eitt atkvæði og einn seðill var auður. Eftir að úrslitin lágu fyrir spurði DV sr. Geir hvort „biskupsfylking" innan Prestafélagsins hefði lotið í lægra haldi. Hann játaði því og sagðist veröa að taka fullt mark á því sem hann hefði heyrt og séð í fjölmiðlum um það atriði haft eftir mðtframbjóðanda sín- um. „Af minni hálfu hefur ekkert slíkt verið inni í þessu máli.“ Dr. Gunnar Kristjánsson sagði, aðspurður hvort tvær fylkingar toguðust á innan Prestafélagsins: „Úrslitin sýna ákveðið ráðleysi hjá prestastéttinni. Sumir telja öruggara að halda sig við ákveðna harða andstöðu gegn biskupi. “ -SÁ Séra Halldór Gunnarsson í Holti undir Eyjafjöllum lýsir því yfir að hann trúi framburði Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur í svonefndu biskupsmáli og segist jafnframt munu skrifa Þorsteini Pálssyni kirkjumálaráðherra bréf og rök- styðja þessa skoðun sína. Jafnframt muni hann senda öðrum í yfirstjórn Þjóðkirkju íslands afrit af bréfinu til ráðherra. Sr. Halldór vildi í gær ekki ræða þetta mál frekar við fjölmiðla, en kvaðst hafa staðið frammi fyrir at- burðarás fyrir um tíu dögum síðan sem hefði leitt til þess að hann gæti sagt: - Ég trúi vitnisburði Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur. DV hefur heimildir fyrir því að forsenda yfirlýsingar sr. Halldórs sé að hann hafi í höndum vitnisburð mann- eskju sem hann treystir vel, sem styðji framburð Sigrúnar Pálínu -SÁ / / Mánudagur 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.