Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Qupperneq 14
14
27 ..
íþróttir
Shearer fer hvergi
Forráðamenn Blackburn
Rovers eru harðir á því að
markamaskínan Alan Shearer
muni ekki yfirgefa félagið þrátt
fyrir gylliboð frá ensku meistur-
unum í Manchester United. „Við
höfum sagt United að Shearer er
einfaldlega ekki til sölu og að
hann vilji leika áfra með Black-
burn á næsta tímabili,” sögóu
Blackburn menn.
Souness ráðinn
Graeme Souness var i gær
ráöinn næsti framkvæmdastjóri
enska úrvalsdeildarliðsins Sout-
hampton. Souness, sem rekinn
var frá Galatasaray í Tyrklandi
á síðasta keppnistímabili, tekur
við stjórninni af Dave Merr-
mgton og gerði hann 3ja ára
samning við félagið.
Di Mattio til Chelsea
Ruud Gullit, hinn nýi stjóri
Chelsea, tók upp veskið í gær og
keypti hinn 26 ára gamla Ro-
berto Di Mattio frá Lazio. Di
Mattio er ítalskur landsliðsmað-
ur og verður nú sá eini í lands-
liðinu sem leikur með félagi
utan Ítalíu.
Hammarby efst
Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð:
Hammarby, lið Péturs Mart-
einssonar, er á toppnum í norð-
urdeild 1. deildarinnar í Svíþjóð
eftir 3-1 sigur Luleá í fyrrakvöld.
Pétur lék vel i vörn Hammarby
og stjórnaði henni eins og her-
foringi.
Brassar enn efstir
Heimsmeistarar Brasilíu-
manna halda toppsætinu á nýj-
um styrkleikalista FIFA sem gef-
inn var út í gær. Hinir nýkrýndu
Evrópumeistarar Þjóðverja eru í
öðru sæti eins og siðast, Frakkar
fara í 3. sæiið eftir að hafa verið
í 8. sæti á síðasta lista, Tékkar
eru í 4. sæti en þeir voru í 13.
sæti og ítalir falla úr þriðja sæti
niður í það fimmta. Stærsta
stökkið á listanum taka Englend-
ingar en þeir fara úr 21. sæti í
það 13.
Tap hjá stúlkunum
íslenska u-16 ára kvennalands-
liðið í knattspyrnu tapaði fyrir
Svíum, 2-1, á Norðurlandamót-
inu sem fram fer í Finnlandi
þessa dagana. Mark íslands skor-
aði Anna B. Björnsdóttir. í fyrra-
kvöld töpuðu stúlkurnar fyrir
Dönum með sama mun.
Sex ný lönd inn í FIFA
FIFA staðfesti á fundi í Zúrich
í dag aö sex nýjar þjóðir yrðu
teknar inn í sambandið og ein af
þeim er Bosnía-Herzegóvína og
hún mun vera með í und-
ankeppni fyrir HM 1998 í Frakk-
landi. Liðið mætir tveimur fyrr-
um lýðveldum Júgóslavíu, Sló-
veníu og Króatíu, en fyrsti leik-
ur þess er gegn Grikkjum 1. sept-
ember, það mætir einnig Dön-
um. Þau flmm sem voru líka tek-
in inn eru: Andorra, Anguilla,
Montserrat, Guam og Bresku
jómfrúreyjarnar.
Þjóðverjar hylltir
Hundruð knattspymuaðdá-
enda um allan heim, allt frá
Kamerún til Lesotho, hafa óskað
Þýskalandi til hamingju með að
hafa unnið Evrópukeppnina sl.
sunnudag. Knattspyrnusam-
bandið þar á bæ fær i kringum
300 heillaóska skeyti á dag og þ.
á m. fengu leikmenn boð frá
ferðaskrifstofu í Egyptalandi um
að fara í siglingu niður ána Níl
en því miður ná þeir eflaust ekki
að koma henni inn í þéttskipaða
dagskrá sína.
Eyjamenn voru
í erfiðleikum
- unnu þó spræka Þróttara, 2-3
„Við erum komnir áfram en þetta
varð erfitt eftir að við urðum einum
manni færri. Þróttur er með mjög
gott lið og sterkt í loftinu. Það þarf
lítið að smella saman hjá þeim til
þess að þeir fari upp í 1. deil,“ sagði
Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyja-
manna, eftir sigur á 2. deildar liði
Þróttar, 2-3, í hörkuleik á Valbjam-
arvelli í bikarnum í gærkvöld.
Eyjamenn voru frískari í upphafi
en Þróttarar náðu með.baráttu að
komast betur inn i leikinn um miðj-
an hálfleikinn. Gestirnir komust
yfir á 28. mín. með fallegu marki frá
Steingrími Jóhannessyni. Skömmu
eftir markið björguðu Eyjamenn á
línu frá Ingvari Ólasyni eftir klafs í
teignum. Undir lok hálfleiksins
fékk Rútur Snorrason tvö góð færi
en brást bogalistin. Eyjamenn byrj-
uðu seinni hálfleikinn einnig betur
og uppskáru mark á 54. mín. Rútur
fékk stungusendingu og skoraði ör-
ugglega. En það liðu aðeins tvær
minútur þar til Þróttarar minnkuðu
muninn þegar Þorsteinn Halldórs-
son skoraði með föstu skoti úr
teignum. Þróttarar tóku völdin á
miðjunni eftir markið og á 30. mín.
fékk Rútur að sjá gula spjaldið í
annað sinn fyrir klaufalegt brot
langt úti á velli, en hið fyrra var
fyrir að fara úr peysunni þegar
hann skoraði. Þegar pressa Þróttara
var sem mest kom mark frá Eyja-
mönnum, Steingrímur gerði sitt
annað mark eftir mistök markvarð-
ar Þróttar. Þróttarar héldu áfram
þungum sóknum og glæsilegt mark
frá Ingvari minnkaði muninn í 2-3
á 89. mín. en of seint og Eyjamenn
fara þvi í mjólkurbrúsann.
„Við spiluðum ljómandi vel, sér-
staklega i síðari hálfleik, og það var
ekki mikill munur á liðunum,"
sagði Páll Einarsson, fyrirliði Þrótt-
ar, en hann lék best ásamt Vil-
hjálmi og Ingvari. Bjarnólfur var
bestur gestanna og Hermann lék
vel. Áhorfendur Þróttar voru
ánægðir með sína menn þrátt fyrir
tapið og hljómaði „Lifi Þróttur“úr
stúkunni eftir leikinn. -ÞG
Mark Heimis eini
Ijósi punkturinn
- þegar bikarmeistarar KR lögöu Breiöablik, 1-0
Það var ekki falleg knattspyrnan
sem spiluð var í gær á KR-velli þó
að aðstæður væru hinar bestu. Vest-
urbæingamir náðu samt aö tryggja
sér 1-0 sigur í seinni hálfleik með
fallegu marki frá Heimi Guðjóns-
syni og var þetta eini ljósi punktur-
inn i leiknum.
Fyrri hálfleikur fór rólega af stað
og einkenndist af mikilli baráttu og
endalausu miðjuþófi sem hélst út
leikinn. KR-ingar voru meira með
boltann en voru samt ekki að gera
neitt að ráði. Hilmar Björnsson
sýndi smálit í fyrri hálfleik þegar
hann átti skot rétt fram hjá og mín-
útu síðar átti hann skot í slá eftir
góða sókn KR-inga upp hægri kant-
inn. Heimamenn voru reyndar
klaufskir að vera ekki yfir í hálfleik
og átti varnarmaðurinn sterki, Sig-
urður Örn Jónsson, fint skot sem
var varið í stöngina en lítið annað
gerðist þessar daufu 45 mínútur.
Ástandið breyttist lítið I seinni
hálfleik og áttu bæði lið í miklum
erfiðleikum með að láta boltann
gangp og ekkert virtist ganga upp
hjá þeim. Guðmundur Benediktsson
fékk hins vegar algjört dauðafæri
en honum brást heldur betur boga-
listin. Ríkharður Daðason og Brynj-
ar Gunnarsson byrjuðu ekki inná
fyrir KR-inga sökum meiðsla en
komu báðir inn á og fékk Ríkharð-
ur mjög gott færi eftir vel útfærða
aukaspyrnu sinna manna og hreint
ótrúlegt að hann skyldi ekki skora.
„Knattspyrnan var ekki skemmti-
leg í dag og ekki eins og við höfum
verið að spila en þetta hafðist og var
þetta sanngjarn sigur. Ég er
ánægður með að við skyldum halda
hreinu og vorum við ekki bara
betri, heldur miklu betri, sagði
Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga.
Það er lítið hægt að segja um leik-
menn beggja liða því meðalmennsk-
an var í algjöru hámarki en þó stóð
einn leikmaður upp úr. Radenko
Maticic, varnarmaður hjá Breiða-
bliki, var að spila sinn fyrsta leik
fyrir Kópavogsbúa og var eini leik-
maður vallarins sem virtist gefa sig
allan í þetta og ljóst er aö hann á eft-
ir að styrkja lið Breiðabliks það sem
eftir lifir sumars. Hjá KR-ingum átti
Hilmar Björnsson nokkra ágæta
spretti í jöfnu liði heimamanna.
-JGG
Örebro tapaði
DV, Svíþjóð:
Hvorki gengur né rekur hjá Is-
lendingaliðinu Örebro í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. í
gær tapaði liðið enn einum
leiknum þegar það beið lægri
hlut fyrir Öster, 2-1. Arnór
Guðjohnsen átti skot í stöng
snemma í leiknum. Þá tapaði
Djurgárden á heimavelli fyrir
Malmö, 0-1. Gautaborg og Hels-
ingborg eru jöfn og efst með 27
stig, Örgryte, lið Rúnar Kristins-
sonar, er 6. sæti með 18 stig en
Örebro næstneðst með 11 stig.
-EH
Ólympíunefnd íslands:
Verða að ná lágmörkum til að
komast á ólympíuleikana
I gær samþykktu stjómarmenn Ólympíunefndar íslands samhljóða að
þeir sem ættu eftir að ná lágmarki til að komast á Ólympíuleikana í Atl-
anta yröu að ná því.
„Við gefum þeim eins mikinn möguleika og við getum og hafa þau frest
til miðnættis 15. júlí til að ná þessu . Reglurnar eru svona og ekkert öðru-
vísi,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður ólympíunefndar, i samtali við DV.
Vernharð Þorleifsson, júdó, Guðrún Arnardóttir, grindahlaupi, Vé-
steinn Hafsteinsson, kringlukasti, Rúnar Alexandersson, fimleikum, Jón
Amar Magnússon, tugþraut, og sundmennirnir Eydís Konráðsdóttir, Elín
Sigurðardóttir og Logi Jes.Kristjánsson eru þau einu sem náð hafa lág-
markinu í sínum greinum en kúluvarparinn Pétur Guðmundsson, spjót-
kastarinn Sigurður Einarsson og Martha Ernstdóttir hlaupakona hafa til
að mynda ekki náð lágmörkum í sínum greinum.
Bjarki til Fylkis
Bjarki Pétursson knattspymu-
maður, sem Ieikið hefur með ÍA í
sumar, gekk í gær til liðs við
Fylki og skrifaði undir tveggjja
ára samning við Árbæjarliðið.
Bjarki var ekki sáttur við hlut-
skipti sitt hjá Skagamönnum en
hann hefur lítið fengið að spreyta
sig með liðinu það sem af er
sumri. Hann ætti að geta orðið
Fylkismönnum styrkur en liðið
er að berjast á botni deildarinnar.
Hann er þegar orðinn löglegur
með Fylki en verður þó ekki í
leikmannahópnum gegn Skalla-
grími í Mjólkurbikamum í kvöld.
Eru að skoða Júgga
Fylkismenn hafa hug á að
styrkja lið sitt enn frekar í bar-
áttunni sem fram undan er. Þeir
fengu á dögunum leikmann frá
Júgóslavíu, 22 ára gamlan varnar-
mann, og ákvörðun verður tekin
fyrir helgina um hvort gengið
verður frá samningi við hann.
-GH
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996
I
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996
Iþróttir
Framarar áttu mörg góð marktækifæri í leiknum gegn Skagamönnum í gær. Hér á myndinni er eitt af bestu færum þeirra bláklæddu í leiknum. Þorvaldur Ásgeirsson (Elíassonar) er sloppinn inn fyrir vörn Skagamanna en Þórður Þórðarson mark-
vörður íslandsmeistaranna sá við honum eins og öllum leikmönnum Fram í leiknum. Þórður átti frábæran leik í markinu og varði oft meistaralega. Með sigrinum komust Skagamenn í 8-liða úrslit keppninnar og á morgun kemur í Ijós hverjiir
andstæðingar þeirra verða þegar dregið verður til 8-liða úrslitanna. DV-mynd ÞÖK
Fyrsti sigurinn
hjá Keflavík
- vann 2. deildar lið FH á heimavelli, 2-0
DV, Suöurnesjum:
„Það er alltaf gaman að sjá boltann
syngja svona í markinu og er þetta eitt
af þeim fallegustu sem ég hef gert. Það
skipti hins vegar meira máli að við
náðum að sigra,“ sagði
Keflvikingurinn Eysteinn Hauksson
sem skoraði glæsilegt mark beint úr
aukaspymu rétt utan við vítateig FH í
bláhorniö og var það fyrra mark
Keflvíkinga í 2-0 sigri gegn 2. deildar
liði FH í 16-liða úrslitum
bikarkeppninnar. Þetta var jafnframt
fyrsti sigur Keflvíkinga í sumar.
Leikurinn í heild var ekkert til að
hrópa húrra fyrir enda um geysi
mikilvægan leik að ræða fyrir bæði
liðin og mikið í húfi. Það var meira
jafru-æði með liðunum í fyrri hálfleik
og fengu þau bæði marktækifæri sem á
góðum degi hefðu átt að nýtast. En að
mestu leyti fór leikurinn fram
vítateiganna á milli i fyrri hálfleik.
Keflvíkingar vora mun sterkari
aðilinn í síöari hálfleik. Þeir fóra samt
ekki að gera neinar rósir í leiknum
fyrr en Hauk Inga Guðnasyni var skipt
inn á á 56. mínútu og náði hann að
smita út frá sér baráttu með krafti
sínum og þá fór liöið að berjast meira
fyrir sínum hlut. Það var einmitt
Haukur sem fiskaði aukaspyrnuna sem
Eysteinn skoraði úr á 74. mínútu. Fyrr
í leiknum átti Karl Finnbogason skot í
þverslá FH-marksins og stuttu síðar
var Ragnar Margeirsson of seinn að
klára gullið færi.
FH-ingar náðu að setja pressu á
Keflvíkinga undir lok leiksins en áður
voru sóknir þeirra bitlausar. Ragnar
Margeirsson gerði vonir FH-inga að
engu undir leikslok með góðu marki
inni í vítateig og átti Haukur Ingi
einnig þátt í því marki.
Stjarna Keflvíkinga í þessum leik
var tvimælalaust Haukur Ingi
Guðnason sem er svo sannarlega búinn
að festa sæti sitt í byrjunarliðinu.
Yfirburðamaður FH-inga var Daníel
Einarsson og áttu Keflvíkingar í
erfiðleikum með að brjóta
Garðsklettinn niður.
Enginn munur á þessum liðum
„Það sem gerði gæfúmuninn var að
þeir voru á heimavelli. Það er enginn
munur á þessum liðum. Það hefur
alltaf verið seigla í Keflavíkurliðinu og
það var það sem fleytti liðinu áfrarn,"
sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari
FH.
-ÆMK
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu - 16-liöa úrslit:
Skaginn kom
fram hefndum
- íslandsmeistarar ÍA lögðu Framara á Skipaskaga, 3-0
DV, Akranesi:
„Aðalmálið var að vinna leikinn
þó svo að hann væri ekki skemmti-
legur,“ sagði Haraldur Ingólfsson,
leikmaður Skagamanna, eftir 3-0
sigur á Fram í 16-liða úrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar í knatt-
spyrnu á Akranesi í gærkvöld. Har-
aldur bætti því við að hann ætti sér
enga sérstaka óskamótherja í 8-liða
úrslitunum.
Það má segja að Skagamenn hafi
þar með náð að hefna ófaranna frá
því í fyrra en þá slógu Framarar ís-
landsmeistararana út með sætum
sigri á Laugardalsvelli.
Leikurinn í gær var frekar slakur
en þó svo að Framarar næðu ekki
að komast á blað voru þeir óheppn-
ir að skora ekki eitt til tvö mörk í
leiknum.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins
ljós á 7. mínútu þegar Mihaljo
Bibercic skallaði knöttinn í netið
eftir glæsisendingu frá Haraldi Ing-
ólfssyni. Á sömu mínútunni bjarg-
aði svo Steinar Adolfsson skoti
Hólmsteins Jónassonar af marklín-
unni. Skagamenn skoruðu annað
markið á 28. mínútu þegar Bjarni
Guðjónssonr skoraði af stuttu færi
eftir að Ólafur Pétursson, mark-
vörður Fram, hafði hálfvarið skot
Zorans Miljkovic.
Það var síöan Haraldur Ingólfs-
son sem innsiglaði sigur Skaga-
manna þegar hann skoraði þriðja
markið á 70. minútu úr vítaspyrnu
eftir að Ólafi Adolfssyni hafði verið
hrint innan vítateigs.
Þrátt fyrir að Skagamenn ynnu
öraggan sigur voru þeir ekki aö
leika sérlega vel. Þeir voru að vísu
betri aðilinn en Framarar fengu
fullt af færam og þurfti Þórður
Þórðarson, besti maður ÍA í leikn-
um, oft að bjarga vel. Zoran Mil-
jkovic lék einnig vel og Haraldur
Ingólfsson sömuleiðis.
„Þetta var eins og við bjuggumst
við. Við réðum ekki við Skagamenn
þrátt fyrir að við sköpuðum okkur
mörg góð marktækifæri," sagði Ás-
geir Elíasson, þjálfari Fram, við DV
eftir leikinn.
Ólafur Pétursson var bestur í liði
Fram og Ágúst Ólafsson lék einnig
vel. Framherjinn snjalli Þorbjörn
A. Sveinsson, átti hins vegar erfitt
um vik enda í strangri gæslu Milj-
kovic.
-DÓ