Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 Fréttir ________________________________________________________________________PV Óvenju þungar og margslungnar sakargiftir á hendur tvítugum Borgfirðingi: Akærður fyrir að valda 12 manns líkamsmeiðingum - nefbraut tvo með mjög heiftarlegum hætti, olli meiðslum sjö unglinga Tvítugur Borgfirðingur, sem í vor var ákærður fyrir að valda samtals tíu manns líkamsmeiðingum, ílest ungmennum, með mismunandi hætti á nokkurra mánaða tímabili á síðasta ári, hefur nú verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir að auki, sem teljast stórfelldar og heiftarlegar. Þar er honum gefið að sök að nefbrjóta ungling og ungan mann við ólík tæk- ifæri í janúar og apríl síðastliðnum. I annað skiptið, sem var í Borgar- nesi i janúar, sparkaði hann í 17 ára ungling þar sem hann lá og kýldi hann með þeim afleiðingum að hann nefbeinsbrotnaði, fékk glóðar- augu báðum megin, og mar og bólg- ur út um allan líkama. í síðara skiptið er maðurinn ákærður fyrir að hafa bæði skallaö og sparkað í andlit fómarlambsins, tvítugs karl- manns, og síðan kýlt hann í auga með þeim afleiðingum að maðurinn nefbrotnaöi og fékk mikið glóðar- auga og fleiri meiðsl á andliti og höfði. Samkvæmt upplýsingum DV eru fleiri kærur ekki til formlegrar meðferðar á hendur unga mannin- um i löggæslukerfmu en réttarhöld í öllum ákærumálum unga manns- ins, sem nú eru orðin samtals átta í misstórum afbrotamálum, og spanna yfir eitt ár, fara að líkindum fram í lok ágúst. Einn heimildarmanna DV vegna málsins sagði eftirfarandi í gær: „Þessi drengur hefur aldrei verið stoppaður af með refsingu, þess vegna heldur hann áfram.“ Eins og áður hefúr komið fram í DV var ungi maðurinn ákærður fyr- ir að hafa valdið því að 7 unglingar slösuðust í bilslysi, flestir alvarlega, er hann ók á ofsahraða fram úr tveimur bílum í veg fyrir þriðju bif- reiðina í Borgamesi þann 12. maí 1995. Sex ungmennanna voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík, þar af fjögur með þyrlu. Með þessu telst pilturinn hafa raskað umferðaröryggi og hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi. Ungi maðurinn er einnig ákærð- ur fyrir alvarlega árás síðastliðið sumai' í félagi við tvo félaga sína á karlmann og frelsissvipt hann. Þannig hafi þeir tekið hann nauðug- an frá bensínstöð Shell með hálstaki inn í bílinn og ekið með hann suður Borgarfjarðarbrú. Á leiðinni hafi þeir snúið upp á hendur hans og eyrnasnepla og reynt að stinga gat á vinstri eymasnepil með kúlupenna. Bíllinn var stöövaður i malamámu undir Hafnarfjalli og era þremenn- ingarnir einnig ákærðir fyrir að hafa þá klætt fómarlambið úr fötum að ofanverðu og misþyrmt því með hrindingum, spörkum og höggum og auk þess úðað yfir manninn málningu, í hár hans og fatnað. Ungi maðurinn er auk þessa ákærður fyrir að hafa ógnað og veitt tveimur mönnum högg og áverka með riffilskefti. Hann er jafhframt ákærður fyrir hlutdeild að líkams- árás hinna tveggja framangreindu félaga sinna í öðra máli auk tveggja brotamála sem snúa að ölvuna- rakstri. -Ótt Viðskiptavinur vildi ekki greiða fyrir pitsu: Hótaði að henda fram af svölum Jóhann Oddsson pitsusendill en á hann var ráðist þegar hann var að send- ast með pitsu aðfaranótt sunnudags. DV-mynd GVA Lokun fiskvinnslustööva um allt land: Ástæðan er oft bara óstjórn á fyrirtækjunum - segir formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins „Hann hreinlega réöst að mér og tók mig hálstaki. Hann hótaði að berja mig og henda mér fram af svölunum ef ég léti hann ekki fá pitsuna. Ég sagði honum þá að hirða bara pitsuna og forðaði mér i snarhasti. Ég varð mjög hræddur enda vissi ég ekki hve langt hann mundi ganga. Ég ætlaði alla vega ekki að láta berja mig út af einni pitsu,“ sagði Jóhann Oddsson, pitsusendill hjá Pizza 67, en hann lenti í óhugnanlegri lífsreynslu að- faranótt sunnudags. Jóhann var á næturvakt að send- ast með pitsu í blokk í Yrsufelli en viðskiptavinurinn sagðist ekki geta borgað honum og réðst þá að hon- um og hótaði honum öllu illu. Jó- hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem honum hafi verið hótað og á hann ráðist í þessu starfi. „Maðurinn, sem var ölvaður, vildi að ég kæmi eftir 2-3 tíma því þá mundi vinur hann borga pits- una. Hann spurði hvort ég vildi „Þetta er alvarlegt og óskemmti- legt mál. Ég held því fram að hluti af þessu sé bein óstjóm á fyrirtækj- unum. Sú staðreynd blasir við að ýmsum fyrirtækjum, sem ekki eiga taka styttu í pant á meðan en ég sagði honum það væri ekki venjan. Ég gerði honum grein fyrir að ég gæti ekki annað en tekið pitsuna til baka ef ég fengi hana ekki borgaða á staðnum og þá trylltist hann og réðst að mér. Ég hringdi í lögregluna og sagði frá þessu. Mér var sagt að fara nið- ur á rannsóknardeild og kæra þetta en mér fannst ekki taka því vegna þess að ég held að það sé lítið hægt að gera og þessir náungar sleppa strax út aftur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona gerist. Ég er búinn að vera pitsusendill í fjögur ár og það hefur nokkram sinnum verið ráðist á mig og mér hefur verið ógn- að, m.a. með hnííi. Ég veit af mörg- um öðrum sendlum sem hafa lent í svipuðum atvikum. Ég var heppinn því það sér ekkert á mér en maður verður bara svo skelkaður því það er aldrei að vita hvað gerist næst,“ sagði Jóhann. -RR mikinn kvóta, tekst að halda starf- seminni gangandi allt árið. Þessi fyrirtæki skipuleggja starfsemi sína þannig að þau halda uppi atvinnu fyrir sitt fólk árið um kring með því til að mynda að kaupa Rússafisk. Aftur á móti er sumum stærri fyrir- tækjum bara illa stjórnað og skipu- lagið í lágmarki. Það þarf enginn að segja mér að til að mynda Grandi hf. geti ekki stýrt veiðum sinna skipa þannig að það geti haldið uppi vinnu í landi allt árið,“ sagði Aðal- steinn Á. Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamanna- sambandsins, í samtali við DV. Hann segist ekki taka þær hótan- ir alvarlega að einhver frystihúsin opni ekki aftur. „Maður er orðinn vanur þessu væli í þeim. Það hefst alltaf þegar þeir vilja að ríkið hlaupi undir bagga með þeim. Það má segja að þetta sé orðið árvisst hjá fískvinnslu- stöðvunum. Þá hjálpar það ekki til núna að fram undan eru nýir kjara- samningar og þá borgar sig ekki að bera sig vel,“ sagði Aðalsteinn. Hann segir að það sé mjög alvar- legt mál að frystihúsin loki þegar þeim hentar og segi lokunina vegna sumarleyfa. „Ef fólk hefði vitað það strax í vor að það ætti að loka í mánuð og feng- ið að vita hvenær loka ætti, hefði það getað skipulegt sumarleyfl sitt samkvæmt því. Þetta er ekki gert og þvi fólk um allt land sem er þegar búið að taka sitt sumarfrí. Fólkið er skikkað í launalaust frí hvort sem því líkar betur eða verr. Ef fólk er sannanlega búið að taka sitt sumar- frí og er byrjað að vinna aftur á það rétt á atvinnuleysisbótum sam- kvæmt okkar áliti. Það er samt mik- il tekjuskerðing fyrir fólk að þurfa að fara á atvinnuleysibætur. Þetta mál allt er að mínum dómi mjög al- varlegt. Við eram vamarlaus gagn- vart þessu núna en það verður tek- ið fóstum tökum í næstu kjarasamn- ingum,“ sagði Aðalsteinn Á. Bald- ursson. -S.dór Eyjafjörður: Játuðu fjölda innbrota DV, Akureyri: Þrír aðilar komu við sögu í fjölda innbrota sem framin hafa verið í Eyjafirði að undanfömu og hugðust þremenningarnir nota söluverð- mæti þýfisins til kaupa á fikniefn- um. Innbrotin voru m.a. í golfskálann í Ólafsfirði þar sem stolið var 5 golf- settum og í golfskálann í Svarfað- ardal þar sem m.a var stolið tölvu með öllum gögnum klúbbsins. Einnig var stolið utanborðsmótor af báti á Akureyri og brotist inn í nokkrar bifreiðar í bænum. Karlmaður og kona vora handtek- in vegna málsins og gæsluvarð- haldsúrskurðar krafist yfir mannin- um. Áður en til þess kom játuðu að- ilarnir innbrotin og í ljós kom að þriðji aðilinn í Reykjavík var við- riðinn einhvern hluta innbrotanna. Þýfið hefur fundist að langmestu leyti, m.a. fannst tölvan úr golfskál- anum í Svarfaðardal falin í ræsi í Hörgárdal og finnandinn, sem var ungur drengur, fær ævilanga leik- heimild á golfvellinum þar leggi hann golfiþróttina fyrir sig. -gk Stuttar fréttir Hræddir um launin Kennarar óttast að fá ekki laun eða vitlaust útreiknuð laun þegar grunnskólinn flyst til sveitarfélaganna 1. ágúst. Út- varpið greindi frá. Olíuvinnsla í Gufunesi? Bandaríkjamenn vilja kaupa Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi og reisa þar olíuvinnslu- stöð. Óformlegt tilboð liggur fyr- ir. Niðurstaða liggur fyrir i vet- ur. Sjónvarpið greindi frá. Eldgosum veröi spáö Fjölþjóðlegar rannsóknir á jarðskorpu íslands gefa vonir um að hægt verði að spá miklum eldgosum með áratuga fyrirvara, að sögn Mogga. Ráöa málmiönaöarmenn Eftirspurn eftir málmiðnaðar- mönnum hefur aukist. Norð- menn vilja ráða þá á tvöfalt hærri launum. Stöð 2 sagði frá. -GHS r j rödd FOLKSINS 904 1600 Verður KR loksins íslands- meistari í knattspyrnu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.