Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 5 Fréttir Framkvæmdastjóri Hvíta hússins um bannið við beinagrindum á strætó: Pempíulegt og skrítið viðhorf Framkvæmdastjóri auglýsinga- stofunnar Hvíta húsið fer fram á það við stjóm Strætisvagna Reykja- víkur, SVR, að banni forstjóra fyrir- tækisins við beinagrindaauglýsingu á vögnunum verði aflétt. Um er að ræða ostaauglýsingu þar sem ráð- gert var að líma mynd af sitjandi, hauslausum beinagrindum fyrir neðan rúður strætisvagnanna. „Við töldum að það gæti komið illa við farþegana okkar ef þessar auglýsingar væru settar upp. Þetta eru hauslausar beinagrindur fyrir neðan höfuð farþeganna," segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. „Mér finnst þetta pempíulegt við- horf og skrítið. Ég held að það sé al- veg ástæðulaus ótti um ímynd far- þeganna og efast um að þeir kæri sig um þá forsjárhyggju sem kemur fram í banninu. Ég hygg að farþeg- ar hafi gaman af að taka þátt í grín- inu,“ segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins. Lilja bendir á að samkvæmt siða- reglum auglýsingastofa megi ekki birta myndir af fólki í auglýsingum nema samþykkis þess hafi verið leitað. „Fólk getur neitað að ferðast með vögnunum okkar sem er ekki okkar meining. Þess vegna sam- þykktum við ekki auglýsinguna. Ef hún hefði verið borin undir okkur á eðlilegu stigi málsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir að vinnsl- Auglýsingin sem forstjóri SVR bannaði af ótta við aö hún kæmi illa við far- þega. an kæmist á lokastig. En við erum tilbúin að ræða aðra útfærslu." Að sögn Lilju er það fyrirtækið Eureka sem leigir auglýsingaplássið á strætisvögnunum. „Auglýsingarn- ar eru af tvennum toga; borðaauglýs- ingar og aðrar. Bera á allar auglýs- ingar, aörar en borðaauglýsingar, sérstaklega undir SVR. Það gerðist hins vegar að komnar voru auglýs- ingar sem ekki höfðu verið bornar undir okkur,“ tekur Lilja fram. -IBS Ólafur Ólafsson landlæknir: Sparlega farið með „Fullyrðingar talsmanna Lifsvog- ar um að landiæknir geri ekkert í málunum eru öfugmæli. Staðreynd- in er að i rúmlega 40% tilfella er mál sjúklings staðfest og í yfir 20% tilfella er gripið til aðgerða. Þessi málalok landlæknis eru talsmönn- um Lífsvogar mjög vel kunn. Væg- ast sagt fara því talsmenn Lífsvogar sparlega með sannleikann," sagði Ólafur Ólafsson við DV vegna um- mæla samtakanna Lífsvogar í fjöl- miðlum að undanförnu. „Flestir gera sér grein fyrir því að aldrei er hægt að búast við 100% árangri, jafnvel við minnstu aðgerð- ir. Til þess eru mennirnir of ólíkir. Viðbrögð manna eru misjöfn og hvarvetna þar sem mannsins hönd kemur nálægt má búast við að eitt- hvað fari úrskeiðis. Sem dæmi má búast við að 5-7 manns af hverjum hundrað sem gangast undir aðgerð- ir fái sýkingu, misjafnlega alvar- lega. í mörgum tilfellum er um að ræða sýkingu frá sjálfum sjúklingn- um en vissulega koma líka fyrir spítalasýkingar. Sýkingartiðni á ís- lenskum sérgreinasjúkrahúsum er svipuð og á bestu sjúkrahúsum ná- grannalanda og jafnvel lægri hér ef eitthvað er.“ Ólafur Ólafsson landlæknir. Leitað eftir áliti óháðra lækna „Mér fallast því ekki hendur þó að nokkur hópur sé nú lifandi á Is- landi sem telur sig hafa fengið ófull- nægjandi læknismeðferð eða orðið fyrir fylgikvillum þegar aðgerðar- tækni var skemmra á veg komin. Hafa skal í huga að á 5 ára tímabili eiga sér stað 8 milljónir samskipta lækna og sjúklinga ásamt 100 þús- und aðgerðum. En að líkja öllum að- gerðum sem ekki hafa heppnast vel við mistök gera fáir aðrir en tals- menn Lífsvogar. Þá skal það koma fram að land- læknir hefur aldrei neitað að skoða sjúkraskýrslur að beiðni Lífsvogar ef skriflegt samþykki sjúklings hef- ur fylgt. Leitað er eftir áliti óháðra lækna nema í minni háttar málum. Vissulega er geranda gefið tækifæri til þess að skýra mál sitt. Þessi málshögun hefur verið rækilega skýrð fyrir talsmönnum Lífsvogar en aftur fara þær sparlega með sannleikann. Það á að vera skylda landlæknis að gæta hagsmuna sjúklinga og það hefur hann leitast við að gera. Land- læknir hefur m.a. leyft sjúklingum að lesa eigin sjúkraskýrslur, allt frá árinu 1972, vel á undan heilbrigðis- yfirvöldumn annarra landa. Land- læknir hefur lagt áherslu á sjúklin- gatryggingar og barist fyrir að koma á skriflegu samþykki sjúk- linga fyrir aðgerð sem verið er að taka upp þessa dagana." Fleiri læknar sviptir leyfi á Islandi en í nágrannalöndum „Á yfir 20 ára ferli núverandi landlæknis hefur nokkur hópur sannleikann lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna veriö kallaður úr starfi vegna óhæfi þar, þ.e. vegna veik- inda, neyslu áfengis og annarra vímuefna. Undantekingarlaust hafa menn verið skikkaðir í meðferð og misst leyfið um tíma eða alfarið ef meðferð misheppnaðist. Árangur hefur verið góður því um 70% þess- ara lækna hafa náð sér að fullu og jafnvel náð langt á framabrautinni. Því miður hafa sumir ekki náð sér og þá hefur tekið við örorka og óstarfhæfni eða alvarlegri afleiðing- ar. Þetta hefur landlæknir rætt um í ræðu og riti og kemur mönnum því sjálfsagt ekki á óvart. Hlutfalls- lega hafa t.d. mun fleiri læknar á ís- landi orðið fyrir leyfissviptingu en í nágrannalöndunum. Talsmenn Lífs- vogar halda því fram að nú séu læknar í starfi sem sprauta sig með ávanabindandi lyfjum. Slíkt kemur mér á óvart. Ef svo er ber talsmönn- um Lífsvogar samkvæmt lögum að tilkynna landlækni um slíkt.“ Sjúklingatrygginga- lögin mjög gölluö „Af lestri greina talsmanna Lifs- vogar undanfarið er ljóst að þeim er ekki ljúft að skipta við landlækni- sembættið. Ef til vill liggja persónu- legar ástæður þar að baki. Land- læknir hefur því bent talsmönnum Lifsvogar á að skipta við nefnd um ágreiningsmál sjúklinga sem starfar fyrir utan kerfið og er launuð af því opinbera. Ljóst er að meðal okkar gengur fólk sem ekki hefur fengið bót meina sinna þrátt fyrir læknisað- gerðir. Ef um mistök var að ræða getur fólk fengið bætur en síðan kemur nokkurt tómarúm. Slysa- trygging sjúklings var hugsuð á þann veg að bæta sjúklingi tjón, jafnvel þó staðið hafi verið rétt að verki. Þetta hefur ekki gengið eftir. Sjúklingatryggingalögin eru gölluð. Tillögur hafa komið fram um úr- bætur, m.a. frá landlækni, en þær hafa ekki hlotið náð þingmanna. Þess vegna býr reiði og vanmáttur hjá ýmsum sjúklingum sem ekki hafa fengið aðstoð. Menn geta létt af sér reiðinni með því að ryðja úr sér, en það nægir ekki. En eigi að síður ber að gæta þess að þrátt fyrir að sannleikurnn sé dýrmætur er óþarfi að fara sparlega með hann,“ sagði Ólafur. -RR Þetta e.rJ°!vaP sem þjód- nofðing/um sæmirí sjónvarp i /—- pess að 'é/ÍS-l/HSJ. sjalfsögðu á íslensku. eW síst sjónvarpsspjald. Með -• °tó^ s®ast en motaldinuerhægtað ítennsfuforr^^ð/eteefrÍTn10/ tólf 9eisl^iskar 0 Apple-umboðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.