Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUÐAGUR 16. JÚLÍ 1996 Fréttir DV Þjófar tóku út af Visakorti án leyninúmers: Mjög dularfullt og á ekki að vera hægt - segir Sigríður Pétursdóttir, eigandi kortsins „Þeir hafa verið rajög kræfir því þeir fóru inn á skrifstofuna hjá mér og stálu filofaxinu á meðan ég skrapp frá i 5 mínútur. í filofaxinu var Visakortið mitt og þeir fóru beint í hraðbanka í Sparisjóði vél- stjóra hér rétt hjá. Þeir náðu að taka út 20 þúsund krónur án þess að hafa leyninúmerið og það finnst mér dularfyllst í þessu öllu sam- an,“ sagði Sigríður Pétursdóttir sem varð fyrir þessari óþægilegu reynslu fyrir rúmri viku. Rann- sóknarlögregla ríkisins er með málið til rannsóknar. „Ég hringdi í bankann hálftíma síðar, um leið og ég varð vör viö þjófnaðinn, en þeir hafa haft hrað- ar hendur því þeir höfðu þegar tek- ið út peninga. Ég sá á myndbands- spólum sem lögi-eglan sýndi mér að þeir hafa gert tvær tilraunir. Sú fyrri mistókst en þeim tókst að slá inn réttar tölur i seinna skiptið og mér er sagt að það sé nánast ógern- ingur. Annaðhvort hafa þeir verið svona ofsalega heppnir eða þeir hafa fengið númerið með öðrum ráðum. í bankanum og hjá Reikni- stofnun bankanna var mér sagt að þeir gætu hvergi fengið upplýsing- ar um leyninúmerið því það væri í undirkerfi í tölvunum sem enginn utanaðkomandi hefði aðgang að. Þeir hafa ekki reynt aftur að taka út af kortinu því þá kemst upp um þá og þeir vita alveg greinilega hvað þeir eru að gera. Mesti missirinn er samt að tapa filofaxinu því ég er handalaus án þess. Það eru gífurlega miklar per- sónulegar upplýsingar I því og ég vona að þjófarnir sjái sér fært að skUa því. Ég veit ekki hver er bóta- skyldur í þessu tUviki þvi fyrirtæk- ið er ekki tryggt fyrir svona löguðu og þetta er ekki inni i heimUis- tryggingunni," sagði Sigríður. -RR BÖRKUR Frá loönumiöunum þar sem mokveiöi hefur veriö aö undanförnu og sumir spá metvertíö. Hér er veriö aö dæla þessu silfri hafsins um borö í Börk NK. DV-mynd Hjörvar m ■ ? , j Ár* ^ • f Wm ! r; n - Uppboðskerfi fiskmarkaðanna selt til USA DV, Suðurnesjum: Undirritaður var samningur milli Reiknistofu fiskmarkaða hf. (RSF) og bandaríska fyrirtækisins BASE í New Bedford 9. júlí. Hann felur í sér að BASE kaupir afnotarétt á upp- boðskerfi RSF og hyggst selja þjón- ustu sína til fiskmarkaða í Massachusetts-fylki í USA. Að sögn Loga Þormóðssonar, stjórnarformanns Reiknistofunnar, og Ólafs Þórs Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskmarkaðs Suður- nesja, hefur BASE þegar tryggt sér nokkra fiskmarkaði í viðskipti og ætlar að selja fiskkaupendum að- gang að kerfinu. Einnig felur samn- ingurinn í sér að BASE mun sjá um dreifingu og sölu á kerfinu í Banda- ríkjunum og Kanada. Þá eru áform um að koma kerfinu í notkun í fleiri vörum. Samningurinn hefur átt töluverð- an aðdraganda en þreifingar byrj- uðu í mars á sjávarutvegssýningu í Boston. RSF á að afhenda kerfið 1. okt. og sér um áframhaldandi þróun og viðhald á því. Kerfið var þróað 1990- 1991 af Verk- og kerfisfræði- stofunni og hefur reynst vel enda verið í stöðugri þróun. Logi og Ólaf- ur segja að styrkur þess liggi í því að vera það fyrsta i heiminum sem býður upp fisk á mörgum fiskmörk- uðum samtímis. Kerfið er sett upp á eina miðlæga tölvu sem fiskmarkaðirnir tengjast í fiarskiptum. Eitt samfellt net kaup- enda og seljenda gerir það að verk- um að framboð og eftirspurn, og þar með verð, verður mun jafnara en það kemur sér mjög vel. RSF var stofnuð í maí 1992. Eigendur eru fiskmarkaðir á Suðurnesjum (85%), Snæfellsnesi og Hornafirði. -ÆMK Rúmlega 140 þúsund tonn af loðnu á land: Sáum íslenskt varð- skip í fyrsta skipti - á miðunum, segir Sveinn Orri Jóhannsson, stýrimaður Ekki nógu vel að verki staðið - segja Lífsvogarkonur vegna „Samtökin Lifsvog geta á engan hátt fallist á röksemdafærslu að- stoðarlandlæknis, Matthíasar Halldórssonar, gagnvart málefn- um Bryndísar Ernu Garðarsdótt- ir. Hjúkrunarskýrslur Bryndísar staðfesta nær stöðuga vanlíðan hennar fyrir útskrift. Sá læknir sem ber ábyrgð á því að útskrifa sjúkling með tvo þriðju af blóði líkamans í kviðarholi hlýtur einnig að bera ábyrgð á afleiðing- um þess hins sama. Hér var ekki nógu vel að verki staðið, það verða menn að viðurkenna, hvernig sem þeir fara að því,“ segja þær Guðrún María Óskars- dóttir og Ásdís Frímannsdóttir hjá samtökunum Lífsvog, vegna ummæla aðstoðarlandlæknis ummæla aðstoðarlandlæknis í DV í gær. Þær segjast ekki geta séð á málsmeðferð Bryndísar að læknar utan landlæknisembættisins hafi rannsakað mál hennar. Siðaráð samtakanna Lífsvogar hefur sent út fréttatilkynningu þess efnis að tryggingaráði beri að segja af sér i ljósi vanhæfni ráðs- ins til ákvarðanatöku í máli meintra tryggingasvikara. Af því tilefni bendir siðaráð samtakanna Lífsvogar á að þeim er fialla um ágreiningsmál beri að draga ályktanir af faglegum upplýsing- um. Siðaráðið fagnar jafnframt faglegri framgöngu Jóns K. Jó- hannssonar tryggingalæknis. -RR Djúpivogur: Exap Tveir slösuðust „Þaö var fiöldi norskra skipa að veiðum á loðnumiðunum og meö þeim norskt varðskip eins og vant er. En svo gerðist það um helgina að við sáum í fyrsta skipti íslenskt varðskip á miðunum. Mönnum hef- ur þótt það hart að sjá alltaf varð- skip til staðar með norsku loðnu- skipunum en aldrei íslenskt,“ sagði Sveinn Orri Jóhannsson, stýrimað- ur á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Þeir voru á heimleið með 700 lest- ir af loðnu sem fékkst um 180 til 190 mílur norður af Langanesi. Farm- inn fengu þeir í sjö köstum. Sveinn segir að það sé enn gríðar- lega mikið af loðnu á svæðinu en hún hafi verið erfiðari við að eiga en áður. Það gerist oft að hún dreifi sér eöa eitthvað gerist sem veldur þvi að erfitt er að veiða hana öðru hvoru. Hann segir loðnuna einstak- lega feita og fallega en fulla af átu og því geymist hún illa. Hann sagði að það hefðu ekki verið margir islensk- ir bátar að veiðum á svæðinu enda veiðunum stýrt úr landi eftir því hvernig gengur að bræða loðnuna vegna þess að hún geymist stutt. Að sögn Sveins Jónssonar hjá Fé- lagi íslenskra fiskimjölsframleið- enda hafði verið tilkynnt um veiði á 142.700 lestum af loönu frá því veið- amar hófust 1. apríl. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri á Eskifirði, sagði í samtali við DV að önnur eins byij- un og nú hefði ekki verið á sumar- loðnuvertíð í manna minnum. -S.dór Tveir menn vom fluttir með sjúkraflugi suður aðfaranótt laugar- dags eftir að ökumaðurinn missti stjóm á bílnum í beygju við Djúpa- vog. Bíllinn er gjörónýtur. Ökumaðurinn var ekki með belt- ið spennt og kastaðist hann út úr bílnum. Hann er mun slasaðri en farþeginn sem var með öryggisbelti. Farþeginn er aftur kominn austur en ökumaðurinn liggur á sjúkra- húsi. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.