Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 f-V«L7‘ Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformabur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tíu þúsund morgunfyllirí „Eruð þið ekki hress“ eru einkunnarorð sumra síkátra þátta- og skemmtistjóra í útvarpi og sjónvarpi. Auglýs- ingar snúast margar um meinta hressu og fjör markhóps- ins. Einkum á þetta við um mál, sem helzt eru ætluð ungu fólki, sem langar til að verða hresst. Með þessu er óbeint verið að koma því inn hjá fólki, að það eigi alltaf að vera hresst, þótt slíkt ástand sé í hæsta máta óeðlilegt. Eðlilegt er, að fólk sé stundum hresst og stundum ekki. Lífið er blanda af blíðu og stríðu. Sársauk- inn verður seint gerður útlægur með lyíjum. Fólk telur sig þurfa að ná í geðbreytilyf til að fullnægja kröfu umhverfisins um síhressu. Kaupsýslumenn á Man- hattan nota margir hverjir kókaín til að geta djöflazt áfram með bros á vör í svo sem einn áratug, áður en þeir hrynja niður og verða að grænmeti á hæli. Brennivínið er hefðbundið geðbreytilyf íslendinga. Með því tekst okkur að vera hress í samkvæmum um nokkurra ára eða áratuga skeið, unz kemur í ljós, að geð- breytilyfið er fikniefni, sem kallar á meira og meira, en nær samt minna og minna af upprunalegum áhrifúm. Fyrir nokkrum áratugum taldi ungt fólk, að til væru vímuefni, sem ekki heföu eins ömurlegar afleiðingar og áfengi. Eftir nokkurn tíma kom í ljós, að þessi efni fara mun hægar úr líkamanum en áfengið og eru því erfiðari viðfangs, þegar menn verða að reyna að hætta. Á allra síðustu árum hefúr læknadóp tekið við sem lausnarorð íslendinga, einkum gleðipillan prozak og ýmsar útgáfur hennar. 20.000-30.000 landsmenn eru tald- ir nota þetta þunglyndislyf einhvem tíma á árinu. Á hverjum morgni taka 10.000 manns inn vímuefnið prozak. Með hjálp lækna eru 10.000 manns komin á fyflirí strax að morgni á virkum degi. Notkun slíkra lyíja hefur tvö- faldazt hér á landi á fjórum árum og er nú tvöfalt meiri en á Norðurlöndunum, þar sem menn em líka drjúgir við að þurfa lyf til að horfast í augu við daginn. Aðstoðarlandlæknir telur sér trú um, að þessi nýju lyf séu án aukaverkana. Hann skflur ekki það eðli geðbreyti- lyfja, að þau em fíkniefni, sem kalla á meira og meira magn um leið og áhrif þeirra fara minnkandi með lang- vinnri notkun. Aukaverkanir prozaks verða hrikalegar. Eftir um það bil áratug verða meðferðarstofnanir full- ar af fólki, sem hefur glatað jafnvægi vegna ofnotkunar á prozaki, nákvæmlega eins og þær em núna fullar af fólki, sem er þar út af amfetamíni og hassi, og alveg eins og þær vom áður fuflar af ofnotendum áfengis. Það er nefnilega ekki ókeypis að verða við kröfu um- heimsins um að vera hress og helzt síhress. Geðbreytilyf eiga öll það sameiginlegt að vera fíkniefni, hvort sem þau heita alkóhól, amfetamín eða prozak. Fólk ánetjast geð- breytilyfjum og getur ekki hætt að nota þau. Með öllum þessum lyíjum er verið að reyna að vinna gegn mannlegu eðli. Það er verið að framleiða hressu, sem ekki byggist á náttúrulegum orsökum. Það er verið að hjálpa fólki við að verða við kröfu umheimsins um að vera sífellt með bros á vör og tfl í fjörið. Ef hægt væri til lengdar að stjóma geði fólks með prozaki eða fyrirrennurum þess, væri hægt að búa til hryllingsþjóðfélag, þar sem fólk gengur í leiðslu og lætur hvað sem er yfir sig ganga. En mannlegt eðli krefst þess að fá stundum að vera þunglynt og kvíðafullt. Heflbrigðisyfirvöld leiða okkur í mikinn háska með stjórnlausri niðurgreiðslu nýjustu fiknilyfja án tiflits tfl síðari kostnaðar við að brjótast undan fíkninni. Jónas Kristjánsson „Nú fetar Guðmundur Bjarnason í fótspor Össurar," segir Hjörleifur í grein sinni. - Frá blaðamannafundi umhverfisráðherra um flutning Landmælinga ríkisins til Akraness. menn og skynsamlegt er að færa nær fólkinu og ákvörðunarvaldi í héraði. Um leiö yrði fækkað störf- um innan viðkomandi stjómsýslu- sviða í Reykjavík en þó varðveitt- ir kostir samhæförar landsstjórn- ar. Hér er átt við stóra málaflokka eins og heilbrigðis- og trygginga- mál, samgöngumál, menntamál, at- vinnuþróun og umhverfismál, svo dæmi séu tekin, viðfangsefni sem alls staðar þarf að sinna. Þetta hef- ur oft verið kallað þriðja stjóm- sýslustigið og var talsvert í um- ræðu fyrir einum til tveimur ára- tugum. Margir sveitarsjómarmenn og stjómmálamenn vom andsnún- ir þeim hugmyndum, t.d. áttu þær ekki upp á pallborðið hjá þáver- andi forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess í stað var vísað á stækkun sveitarfélaga sem lausnarorð. Að mínu mati em því takmörk sett hversu æskilegt sé að þenja sveitarfélög yfír stór svæði og þannig koma þau seint í staðinn Handahóf umhverfisráöherra var Þaö er einkenni- legt hversu stjóm- völdum em mislagð- ar hendur í byggða- málum. Dæmi um það eru tilburðir einstakra ráðherra við flutning ríkis- stofhana „út á land“ eins og það er kallað horft frá Reykjavík. Össur Skarphéðins- son vísaði á sínum tíma í óljósa stefnu rikisstjórnar, sem hann sat í. Eftir skötuveislu á Þor- láksmessu 1993 datt honum í hug að best væri að byrja á Veiðistjóraembætt- — inu. Það endaði með ósköpum, stofhuninni sundrað, nýr veiðistjóri flutti að vísu á kontór norður á Akureyri og úthlutar þar veiðileyfum, en fyrrum burðarásar stofnunarinn- ar sátu eftir í Reykjavík. Fyrir annan þeirra var búið til prófess- orsembætti við Háskóla íslands, hinn var ráðinn til hliðstæðra rannsóknarstarfa og áður en hjá setri Náttúrufræðistofnunar syöra. Nú fetar Guömundur Bjamason í fótspor Össurar. Hann labbaði sig á dögunum inn á Landmæling- ar íslands, kallaði saman starfs- fólkið og tilkynnti ákvörðun sína um að flytja vinnustað þess upp á Akranes. Samdægurs var efnt til blaðamannafundar þar sem ráð- herrann tilkynnti um þessa póli- tísku hetjudáð. Uppi varð fótur og fít sem vænta mátti, en ráðherra ver sig með því að vísa í stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar og að forveri sinn hafi látið ræða við starfsmenn Landmælinga um flutning, en að vísu hætt viö. Nú séu aðstæður hins vegar breyttar, því að Hvalfjaröargöng verði kom- Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður in í gagnið um það leyti sem Landmæling- ar opni í stjómsýlsu- húsinu á Akranesi. Öll er þessi málafylgja með eindæmum og vinnur gegn því æski- lega markmiði að færa opinbera stjórnsýslu- þætti skipulega nær fólkinu í hverjum landshluta. Millistig vantar í stjórnsýsluna Það getur vissulega verið umtalsverður búhnykkur fyrri byggðarlag að fá til sín ríkisstofnun og sann- „Að mínu mati eru því takmörk sett hversu æskilegt sé að þenja sveitarfélög yfír stór svæði og þannig koma þau seint í staðinn fyrir svæðisbundna samhæfíngu, t.d. innan ramma núverandi kjör■ dæma.u arlega hefur höfuðborgin blómstr- að sem miðstöð stjórnsýslu í land- inu. Vart er þó hægt að líta á það sem merkilega byggðastefnu að skáka einni eða tveimur ríkis- stofnunum af handahófi út á land og raunar vafamál að telja staði í innan við klukkustundar akstur- fjarlægð frá Reykjavík til lands- byggðar. Það sem skort hefur á uppbygg- ingu stjórnsýslu hérlendis er skipting landsins í fylki og mark- viss tilfærsla á hluta opinberrar stjómsýslu ríkisins til þeirra. Þá er ekki verið að tala um einstakar sérhæfðar stofnanir heldur stóra þjónustuþætti er varða alla lands- fyrir svæðisbundna samhæfingu, t.d. innan ramma núverandi kjör- dæma. Alþingi þarf að setja leik- reglur Nýleg dæmi um handahófs- kennda valdbeitingu ráðherra sýna þörfina fýrir að Alþingi móti leik- reglur sem framkvæmdavaldinu beri að fylgja við tilfærslu á starf- semi ríkisins. Um það efni flutti undirritaður sl. vetur tillögu til þingsályktunar sem ekki hlaut af- greiðslu. Geri ég ráð fyrir að end- urflytja hana í þingbyrjun að hausti. Tillagan gerði m.a. ráð fyrir að mótaðar verði reglur um málsmeð- ferð við undirbúning að flutningi ríkisstofnana, að- stöðu stofiiunar í nýju umhverfi, kjör og réttarstöðu starfs- manna, bæði þeirra sem flytja með stofh- un og hinna sem ekki velja þann kost. Þá verði kveðið á um málsmeðferð gagn- vart Alþingi áður en ákvörðun er tekin, m.a. hvort fa þurfi samþykki þingsins fyrir fram eins og gert var áður en aöalstöðvar Skógræktar ríkisins vour fluttar austur á Fljótsdalshér- að. Einkennilegt er að jafn reyndur stjómmálamaður og núverandi um- hverfisráðherra skuli ekki standa betur að verki en raun ber vitni gagnvart Landmælingum. Máls- meðferð hans ber því miður vott um valdhroka en ekki „kjark og þor“ eins og aðstoaðrmaður ráð- herrans vill vera láta. Vinnubrögð tveggja umhverfisráðherra sýna hins vegar ótvírætt nauðsyn þess að löggjafinn setji leikreglur rnn þessi efni. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Fleira en flugfarið „Ef á að byggja upp stöðugar og arðbærar at- vinnugreinar sem tengjast ferðamönnum hlýtur að vera að hyggja að fleiru en að selja þeim flug- far til landsins og til baka og að okra á þeim í mat og drykk og segja þeim að njóta dásemda náttúr- unnar . . . Fjöldi ferðamanna er kannski ekki að- alatriðið ef litið er á túrisma sem atvinnuveg, heldur hvernig tekst að selja ísland og ímynd þjóðarinnar og hvað fæst fyrir það.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 13. júlí. Hvalaskoðun, ekki veiðar „Talið er að á árinu 1994 hafi um 4,6 milljónir manna farið í hvalaskoðun víða um heim . . . Sé rétt haldið á spöðunum, ættu íslenzk ferðaþjón- ustufyrirtæki að geta náð talsverðum hluta þess markaðar, sem greinilega er fyrir ferðir af þessu tagi. Ekki er víst að þess verði langt að bíða að Jekjur af hvalaskoðun verði meiri en þær tekjur, sem hugsanlega gætu oröið af hvalveiðum, yrðu þær teknar upp að nýju, að minnsta kosti ef tekið er mið af þeirri áhættu sem hvalveiðar hefðu i för með sér á útflutningsmörkuðum íslands." Úr forystugrein Mbl. 13. júlí. Geðdeyfðarfólkið borgi „Það er ljótt að gera grín að veiku fólki. Ég er heldur ekki að gera grín að veiku fólki. Þvert á móti held ég að helmingur - jafnvel tveir þriðju - þeirra sem tóku geðdeyfðarlyf í morgun séu að gera grin að mér og öðrum skattgreiðendum . . . Og ég er jafn sannfærður um að það er hrein geggjun - vitfirring - að læknar séu að gefa þessu fólki lyf við óumflýjanlegum fylgifiskum lífsins. Og svo er það náttúrlega glapræði að hinn snauði ríkissjóður og skattpíndur almúginn borgi brús- ann.“ Gunnar Smári Egilsson í Alþbl. 12. júlf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.