Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996
13
Er nýsköpunin týnd?
Aukin sókn fiskiskipa og betri nýting afla á ekkert skylt við nýsköpun,
segir Gunnlaugur m.a.
Forsætisráð-
herra flutti þjóð-
inni þann boðskap
17. júní að auka
verði framlegð ef
þjóðin eigi að ná
svipuðu kaupmátt-
arstigi og gerist í
nágranalöndum.
Ég benti einnig á
þetta í þingsálykt-
unartillögu sem ég
flutti sl. vetur þeg-
ar ég bar saman
laun í fiskvinnslu
á íslandi og í Dan-
mörku.
Þótt rétt sé að ís-
lendingar séu á eft-
ir mörgum þjóðum
þegar skoðuð er
framlegð á unna
klukkustund má samt ekki gleym-
ast að það er ekki nóg að auka
framlegð á vinnustund eina og sér.
Það sem mestu skiptir um lífskjör
þjóða er hvort tekst að byggja upp
atvinnulíf og fjölga störfum í at-
vinnugreinum sem í eðli sínu
bjóða upp á mikla framlegð. - í
þeim efnum eru íslendingar þegar
orðnir verulega á eftir.
Lág heildarframlegð
Það skiptir t.d. ekki sköpum,
þegar rætt er um möguleika þjóða
til að ná stórauknum kaupmætti,
hvort tekst að auka framlegð á
vinnustund um 30% ef viðkom-
andi rekstur býr við þannig sam-
keppnisstöðu að heildar-
framlegð rekstrar er og
verður lág. Slík er t.d.
staðan með matvæla-
framleiðslu og ýmsan
hefðbundinn iðnað.
Menntun er í dag grund-
völlur allrar nýsköpunar
og ef við ætlum að halda
í menntað og hæfileika-
ríkt fólk verður að Sölga
atvinnutækifærum í há-
tæknigreinum en þar
getur framlegð auðveld-
lega náð 60%.
Því miður virðist sem sú
viðleitni til nýsköpunar
atvinnulífs sem var til
staðar hér á landi fyrir
nokkrum árum sé nú
rokin út í veður og vind.
- Mér heyrist sumir sem
vinna eiga að nýsköpun farnir að
friða samviskuna með því að tala
um eðlilega þróun í hefðbundnum
greinum sem nýsköpun.
Dæmið um Marel
Nýlega sá ég haft eftir forstjóra
í hlutabréfasjóði að sókn fiski-
skipaflotans á fjarlæg mið og full-
vinnsla afla væri dæmi um ný-
sköpun sem
heppnast hefði
vel. En þetta er
misskilningur
því aukin sókn
fiskiskipa og
betri nýting afla
á ekkert skylt
við nýsköpun.
Sjósókn og auk-
inn afli munu
vonandi um
mörg ár færa sjó-
mönnum og þjóð-
arbúinu í heild góðar tekjur en
það er engu að síður staðreynd að
úrvinnsla matvæla hvaða nafni
sem hún nefnist er og verður at-
vinnugrein með lága framlegð og
ekki er fyrirsjáanlegt að störfum
fjölgi í vinnslu sjávarafla á næstu
árum. Stóriðja er heldur ekki at-
vinnugrein sem greiða mun há
laun þó hún sé velkomin viðbót
við fábrotið atvinnulíf.
íslendingar verða að byggja
upp fleiri fyrirtæki sem grund-
vallast á að selja reynslu, þekk-
ingu og hugvit. í slíkum fyrir-
tækjum er framlegðin mest og
þau geta greitt hæsta kaupið. Með
samstilltu átaki er þetta hægt.
Um það er Marel hf. besta dæmið.
Sú var tíðin að Marel hf. rambaði
á barmi gjaldþrots en var bjargað
með áhættufé úr Þróunarélaginu.
Þróunarfélag íslands hf. var
stofnað til slíkra verka en það fé-
lag gafst að mestu upp á áhættu-
fjármögnun og nýsköpun eftir að
lífeyrissjóðir yfirtóku félagið. Lif-
eyrissjóðir hafa reynslu í að vera
áskrifendur að spariskírteinum
en þeir kunna ekki að meta
áhætturekstur. Eftir stendur
spurningin: Er viljinn til nýsköp-
unar endanlega týndur eða þarf
kreppu til að yfirvöld vakni aft-
ur?
Gunnlaugur M. Sigmundsson
Kjallarinn
Gunnlaugur M.
Sigmundsson
alþingismaður
„Mér heyríst sumir sem vinna eiga
að nýsköpun farnir að friða sam-
viskuna með því að tala um eðli-
lega þróun í hefðbundum greinum
sem nýsköpun.“
Af ættarnöfnum
Sem viðbót við umræðuna, sem
nú fer fram um ættarnöfn á ís-
landi, vil ég segja frá reynslu minni
af eigin ættarnafni.
Ættarnafn mitt, Líndal, er frá
fyrstu áratugum þessarar aldar.
Óljóst er hvort það er dregið af
nafninu Línakradal í Víðidal í A-
Húnavatnssýslu eða hvort það
tengist hinu algenga nafni í Skand-
inavíu, Líndal eða Lindahl.
Ég veit um óskylda hópa víða um
land sem hafa tekið upp þetta ætt-
arnafn og það er einnig algengt
sem miðnafh.
Erlend tengsl
Eitt er þó vit-
að með vissu
um upprunann:
Maður að nafni
Jakobn Lindal
Hannsson flutt-
ist úr Húnaþing-
um til Kanada í
lok síðustu ald-
ar. Þar gerðist
hann síðar rit-
höfundur meðal
Vestur-íslend-
inga rmdir nafn-
inu Jakob H. Líndal.
Sá hinn sami hafði átt fyrir vin,
sem varð eftir í Húnaþingi, alls
óskyldan alnafna; Jakob Hannsson.
Sá tók nú upp ættarnafnið Líndal
til að minnast hins og hét síðan
einnig Jakob H. Líndal. Varð sá
einnig nafntogaður rithöfundm- en
sem jarðfræðingur, búfræðingur og
bóndi að Lækjamóti í A-Húna-
vatnssýslu. Var það afi minn og
hefur þeim vinunum verið ruglað
saman í bókasafnsskrám.
Um þetta leyti voru fleiri svei-
tungar nyrðra að taka upp ættarn-
afnið Líndal og virðist hending
ráða hvort þeir reyndust skyldir.
Má og verá að þeim hafi þótt fínt að
líkjast þeirri ætt löglærðra embætt-
ismanna er þá bjó þar og bar þegar
þetta sama ættamafn. Risu þá jafn-
vel í kjölfarið lagadeilur um forræði
manna til að bera þetta nafn.
Arftaki Jakobs á Lækjamóti varð
sonur hans, Sigurður J.(akobsson)
Lindal, varaþingmaður og rithöf-
undur. (Dóttir hans, Elín Líndal, er
nú tekin við og einnig sem varaþing-
maður Framsóknar). En Sigurði
þessum var gjaman mglað saman
við Sigurð Líndal lagaprófessor af
fyrmefndri lögmannaætt sem mun
nú vera nafhtogaðastur Lindala.
Villandi nöfn
Faðir minn, (Tryggvi) Baldur
(Jakobsson) Lindal efhaverkfræð-
ingur (sem hafði í sínu ungdæmi
staðið í bréfasambandi við V-íslend-
inga), fór hins vegar til Bandaríkj-
anna til háskólanáms og kom aftur
heim með bandaríska kona af fram-
andlegum uppnma, Amalia Gour-
din. Tók hún upp hið íslenska ætt-
arnafn eiginmanns
sins, svo sem þá var
alsiða, og nefhdist
Amalía Líndal.
Þar eð hún var (há-
skólamenntaður)
blaðamaður, rithöf-
undur og skáld viðhélt
hún þessu nýja nafhi
sínu sem rithöfundar-
nafni þótt hún ætti eft-
ir að setjast að í
Kanada áratugum sið-
ar og giftast í annað
sinn. Nefnist hún þar
Amalia Líndal-Webb á
sumum plöggum.
Nú er orðið sjal-
gæfara að kona taki
upp ættarnafn manns-
ins síns og svo er td.
ekki með konur okkar bræðra á ís-
landi.
Mismunun
Er akkur i því að heita ættar-
nafni í íslensku sámfélagi? Ég held
að vegna þess að ættarnöfn eru til-
tölulega sjaldgæf höfum við systk-
inin t.d. fengið meiri jákvæða at-
hygli í skóla hér en ella. Einnig
þegar nöfnin okkar hafa birst á
prenti. Enda er bæði auðveldara
að muna ættarnöfn og að heim-
færa þau en flest venjuleg íslensk
mannanöfn.
Þó geta þau af sömu ástæðum
valdið meiri ruglingi: T.d. var í
fyrra lýst eftir Tryggva nokkrum
Líndal í útvarpinu og töldu þá
margir víst að átt væri við mig.
Kom svo í ljós í Þjóðskrá að kom-
inn var fram alnafni minn, alls
óskyldur.
Hefur enda slíkt valdið ruglingi
áður; ég var um tíma
nefndur Tryggvi Lín-
dal sem ljóðskáld í
Morgunblaðinu og
héldu þá sumir að þar
færi annar maður en
Tryggvi V. Líndal,
kjallaragreinahöfund-
ur í Dagblaðinu Vísi.
Galli við ættarnafn á
íslandi er að ef ein-
hver handhafi þess
verður sér til skamm-
ar færist skugginn
yfir á hina nafna
hans. Þó kveður
meira að hinu gagn-
stæða; að hróður
frægra nafnbera gæði
hina ljóma þeirra.
Samkvæmt nýjustu
mannanafnalögum hefði ég nú
mátt taka mér ættarnafn móður og
heita Tryggvi Gourdin Líndal. En
um leið hefði ég verið að stimpla
mig sem útlending gagnvart ís-
lenskri mál- og þjóðarvitund. Eru
það víst örlög margra íslendinga
sem þráast við að halda á lofti ætt-
arnöfnum sínum þótt þau séu af
greinilega erlendum toga.
Jafnvel ættarnafnið Lindal virk-
ar framandlega i eyrum sumra
sem álykta að öll ættarnöfn hljóti
að koma erlendis frá. Þannig hafa
menn tilhneigingu til að misheyra
það sem væri það Lyngdal. (Einnig
hef ég heyrt útúrsnúninga; svo
sem Ljóðdal, Ljótdal og Lindal).
Að lokum má nefna að mörgum
þykir einfaldlega of ópersónulegt
að heita ættarnafni; að láta kenna
sig við ættina frekar en föðurinn.
Tryggvi V. Líndal
„Galli við ættarnafn á íslandi er að
ef einhver handhafi þess verður
sér til skammar færist skugginn
yfir á hina nafna hans. Þó kveður
meira að hinu gagnstæða; að hróð■
ur frægra nafnbera gæði hina
Ijóma þeirra.“
Kjallarinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
Meö og
á móti
Valfrelsi um
sjúkratryggingar
Samstaða
mikilvæg
Það er fagn-
aðarefni að
heilbrigðisráð-
herra skuli hafa
ákveðið að efla
heilsugæsluna
og tryggja með
því eðlilega
verkaskiptingu
í heilbrigðis-
þjónustunni.
Heilsugæslan er faglega vel upp-
byggð um allt land en á höfuð-
borgarsvæðinu er henni enn
ábótavant, m.a. vegna skorts á
heimilislæknum. Ráðuneytið vill
koma á valfrjálsu stýrikerfi þar
sem fólki gefst kostur á að láta í
ljós vilja sinn með þvi að merkja
í vissan reit á skattskýrslunni
sinni. Enn er eftir að útfæra
þessa stefnu nánar og verður haf-
ist handa um það í sumar. Ekki
hefur enn verið ákveðið hvort
um gjaldtöku verður að ræða,
hvað þá hve há sú upphæð gæti
verið, en gert er ráð fyrir því að
á móti yrðu komugjöld í heilsu-
gæslunni felld niður. Líta má á
þetta fyrirkomulag sem eins kon-
ar afsláttarkort sem fólk fær í
upphafi árs. Með núverandi fyr-
irkomulagi þurfa t.d. hjón meö
tvö börn undir 16 ára aldri að
borga alls 30 þúsund krónur til
að fá afsláttarkort fyrir tjölskyld-
una. Fyrir efnalitlar fjölskyldur,
með mikil og tíð veikindi, getur
þetta orðið til mikilla bóta og því
er mikilvægt að samstaða náist
um þessar breytingar".
Kerfi sem
mismunar
Katrín Fjcldsted
læknir.
„Hugmyndin
er sú að fólk
geti valið hvort
það greiðir
tryggingagjald
og fái þá frítt
inn á heilsu-
gæslustöðvar
eða láti vera að
greiða gjaldið
en borgi að- son’fomaöur
gangseyri að BSRB'
heilsugæslustöðvum þess í stað.
Það er mikið framfaramál að
falla frá aðgangseyri að heilsu-
gæslustöövum og þaö má til
sanns vegar færa að það sé skref
fram á við að deila kostnaði af
heilsugæslunni á alla þá sem
gi-eiða tryggingagjaldið i stað
þess að láta þá eina borga sem
veikjast og þurfa að leita til
hennar. Hins vegar á að mínu
mati að stíga skrefið til fulls og
fjármagna þetta með tekjuskatti
en ekki nefskatti eins og trygg-
ingagjaldið er. Nefskattur er
ranglátur af því að hann er jafn
hár fyrir tekjuháa og tekjulága
og valfrelsi um skattlagningu af
þessu tæi þýðir að tveir hópar
verða undanskildir. Hátekjufólk
sem er heilsuhraust mun ekki
greiða trygginguna af því að það
óttast ekki áhættuna. Það er lík-
legt hvort eð er til að leita beint
til sérfræðinga án milligöngu
heilsugæslunnar. Svo er það lág-
tekjufólkið sem þarf að velta fyr-
ir sér hverri krónu. Það munar
um minna en tíu þúsund krónur
fyrir fimm manna fjölskyldu.
Fyrir þetta fólk er áhætta þó
hættulegust og fyrir þjóðfélagið
allt er varasamt að búa til kerfi
sem mismunar fólki. Mismunun
í greiðslufyrirkomulagi mun
fyrr en varir leiða til mismunun-
ar í þjónustu."
-ilk