Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Side 14
14 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1996 Pönnusteiktur, gríllaður og soðinn humar - Qölbreyttar uppskriftir frá humarhátíöinni á Höfn Skrúðganga, trúðar, hljómsveitir, grínarar, sölubásar, harmóníkuleikur og dans settu svo um munaði skemmtilegan svip á Höth í Homa- firði þegar humarhátíðin stóð sem hæst en þar vom um þrjú þúsund manns þegar mest var. Naut fólkið fjölbreyttrar dagskrár frá morgni til kvölds og var ekki annað að sjá en að jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta. Útimarkaður hafði verið settur upp á gömlu bryggjimni þar sem hægt var að kaupa gos, sælgæti, heimatilbúnar hannyrðir, boli, minjagripi og sitt- hvað fleira og hljómsveitarsviði hafði verið komið fyrir á Hafriarvoginni þar sem Radíusbræður, Emilíana Torrini, Bítlavinir og fleiri skemmtu hátíðargestum fram eftir degi. Einnig var boðið upp á kraftakeppni, kassa- bflarall, málverkasýningar, ótrúlega vel æft og glæsilegt listflug yfir höfn- inni, humarveislu við bryggjuna og dansleiki á kvöldin. Sérstakir dans- leikir vora fyrir unglingana og aðrir fyrir þá eldri og var alls staðar sneisa- frillt út úr dyrum. Opinn bar var í Ak- ureynni og þar var mikið ijör og dans- að á dekki langt fram á kvöld. Það er því óhætt að segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi. Betri tíö nú en í fyrra Seinni part laugardagsins var humarveisla á bryggjunni í umsjá út- gerðarfélagsins Borgeyjar hf. en þar var hægt að kaupa 5 grillaða humar- hala fyrii' 100 krónur. Löng biðröð myndaðist við grillin. „Mér finnst vera fleira fólk á humarhátíðinni núna en í fyrra,“ sagði Svanhvít Kristjánsdóttir, verkstjóri yfir humr- inum hjá Borgey hf., en seld vora í kringum 80 kg af humri á þremur klukkustundum og var reyndar farið að gefa hann í restina. Aðspurð sagði Svanhvít humarver- tíðina vera mun betri en í fyrra, sem reyndar var mjög slæmt ár, og hum- arinn heldur stærri. „Aflinn hefur þó minnkað heilmikið frá því fyrir 5-6 árum. Þá vorum við með 80-90 krakka í vinnu en 22 núna og þá vora bátamir 14 en 4-6 núna,“ sagði Svan- hvít. Það var margt um manninn á humarhátíöinni á Höfn, alis voru þar um þrjú þúsund manns þegar mest var. DV-myndir ingo Gestir humarhátíöarinnar kunnu vel að meta herlegheitin, enda humarinn hreint lostæti þegar búiö er aö grilla hann. Hann gerist varla ferskari. Hér er humarinn tekinn beint úr sjónum og ekki leiö á löngu þar til hann var kominn á diskinn. ------}----------------------------------- Italskur ellilífeyrisþegi á humarhátíðinni: Las Sölku Völku og hreifst af landinu - hitti Jón Pál á íslandi fyrir 11 árum „Ég las Sölku Völku eftir Laxness á ítölsku og hreifst svo af landinu að ég ákvað að heimsækja það,“ sagði Nico Buono frá Verona á Italíu á frekar bjagaðri ensku er hann var spurður hvað hann væri að gera á humarhátíðinni á Höfn. Hann er fyrram prófarkalesari en notar nú tíma sinn í að ferðast til annarra landa og er ávallt einn á ferð. Hann hefur tvisvar farið umhverfis hnöttinn og einu sinni áður komið til íslands. „Þá leitaði ég uppi Jón Pál Sigmarsson þvi mig langaði að hitta sterkasta mann heims. Hann tók mér vel og bauð mér heim til sín og sýndi mér myndband af kraftakeppni,“ sagði Nico hæstá- nægður en bætti við hryggur í bragði að sér hefði þótt mjög leiðinlegt að frétta að hann væri látinn. „Mér finnst meira gaman að heimsækja lönd þar sem túrisminn er ekki allsráðandi. Hér er svo ferskt loft og bæði fallegt og óvenjulegt landslag. Fólkið er sérstaklega kurteist og glæpa- tíðnin lág. Þó finnst mér allt hér mjög dýrt,“ sagði Nico sem gisti á farfuglaheimili. Hans næsti áfangi er Vík í Mýrdal en hann ætlaði að eyða hér einum mánuði og fara hringinn í kring- um landið. -ingo Nico var hrifinn af humarhátíöinni á Höfn. Hann var einn á ferö á leið hringinn í kringum landiö. DV-mynd ingo Hátíöaruppskriftir meö humri Svanhvít var ekki í vandræðum með að gefa okkur uppskriftir að humri enda er hann mjög oft á mat- seðlinum hjá henni. Við birtum þær hér fyrir neðan. Humar meö kryddsmjöri Klippið skelina í tvennt, takið kjötið úr, lokið skelinni aftur og leggið kjötið ofan á hana. Raðið þessu á grind. Hrærið samán smjöri, sítrónupipar og salti, setjið í rjóma- sprautu og sprautið rönd ofan á kjöt- ið sem liggur á skeljunum. Grillið ör- stutt í ofni og berið fram strax með hrísgrjónum, hrásalati og frönskum. Skreytið fatið e.t.v. með sítrónu og tómat. Djúpsteiktur humar Búið til orly-deig úr 3 b. hveiti, 2 eggjum, y4-y2 1 bjór og sítrónupipar (miðað við u.þ.b. 3 kg af humri). Hrærið þessu saman, takið humar- inn úr skelinni og dýfið honum ofan í og djúpsteikið í ólifuolíu. Berið fram með hrisgrjónum, salati og sósu úr majonesi, sýrðum rjóma og appelsínusafa. Pönnusteiktur humar Rifið niður kínakál og skerið nið- ur papriku og sveppi. Léttsteikið þetta i ólífuolíu á pönnu og hellið því á fat. Setjið síðan ólífuolíu á pönn- una ásamt karríi og salti. Hrærið í á meðan þetta hitnar. Takið skelina af humrinum og snöggsteikið í krydd- inu á pönmmni. Hellið grænmetinu síðan saman við og berið fram. Humar alla Grelli Grétar Vilbergsson skipstjóri, eða Grelli eins og hann er kaflaður, gaf okkur eftirfarandi uppskriftir að humri sem hann segir bæði einfald- ar og góðar. í skel: Kryddið með hvít- lauks- og paprikudufti og steikið ör- stutt í smjöri á pönnu. Berið fram með ristuðu brauði. Án skeljar: Smyrjið pressuðum hvítlauk á hum- arinn og sjóðið örstutt í rjóma á pönnu. Berið fram með hrísgrjónum. Aðspurður sagði hann einfalt að sjóða humar. „Þú setur hann í pott með köldu vatni og hann er tilbúinn þegar suðan kemur upp.“ Einfaldara getur það varla verið! -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.