Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 Fréttir Hringiðan Útbreiöslumörkin eru áætluð og miBuð við notkun 2W slma 'Húsavík iauðárkróki ’Hvammstangi Egilsstaðira Reyðarfjöröi LangjökuH/ Vatnajökull Ivolsvöllur Mýrda I sjö kúj,l urangjokull ^ísafiöröur , . Ólafsfjörður^fc- OPatreksfjöröur - kkishólmur Hofsjökull GSM-kerfið sækir stöðugt fram: Notendum fjölgar um 1500 á mánuði útbreiddara kerfi hér á landi en Hrefna segir að GSM-notkunin hafi samt aukist verulega upp á síðkastið. Notendur NMT eru 22.000 og notendur GSM 16.200 en Hrefna segir að fjölgun GSM-not- enda hafi verið frá 1000 upp i 1500 á mánuði. Hvað kostnað við far- símanotkun varðar segir Hrefna að GSM-minútugjaldið á íslandi, kr. 24,90, sé eitt það lægsta í heim- inum og hafi ekkert hækkað frá upphafi. Uppbyggingu NMT kerfis- ins sé að mestu lokið og farið að skila talsverðum tekjum til Póst og síma en mínútugjaldið í því er mun lægra, kr. 16,60. -saa Þórshafnarbúar fagna 150 ára verslunarafmæli Tvö ný þjónustusvæði GSM-far- símakerfisins voru tekin í notkun í síðustu viku. Stöðvar voru settar upp í Skorradal og á Úlfljótsvatns- fjalli og á síðanefnda stöðin að þjóna suðurhluta Þingvállavatns og virkjununum en erfitt hefur verið að segja til um þjónustu- svæðið á Þingvöllum vegna stað- hátta þar. „Ekki hefur verið hægt að nota GSM á Þingvöllum nema maður sé í sjónlínu við einhverja senda og svo er til dæmis ekki fyr- ir utan Valhöll," segir Hrefna Ing- ólfsdóttir upplýsingafulltrúi Pósts og síma. Hún segir jafnframt að fjölbýlustu staðirnir sem ekki eru innan þjónustusvæðisins sitji fyr- ir þeim minni í uppsetningu stöðva. Ekki eru uppi áætlanir um lok uppbyggingar kerfisins heldur sjá menn fyrir sér stöðuga þróun á meðan markaður falist eftir þvi. „Við ákveðum að vísu hvaða svæði verða tekin fyrir það sem eftir er ársins en svo er misjafnt hvernig úr því vinnst og við negl- um ekkert fast niður í þeim efn- um,“ segir Hrefna. NMT farsímakerfið er líka í uppbyggingu. Nýjasta þjónustu- svæðið er í Skrokköldu á Sprengisandi en annars eru helstu skuggasvæði NMT á hálendinu og milli jökla. Að sögn Pósts og síma- manna mun NMT þó alltaf verða Marlon Leepollock og Bjartur Guðjóns- son ætluðu ekkert að standa upp úr klessubílunum í tívolíinu á hafnarbakk- anum þegar tíminn þeirra var búinn laugardagskvöldið. DV-mynd Hari Leikritið Stone Free eftir Jim Cartwright var heimsfrumsýnt í Borg- arleikhúsinu á föstu- dagskvölið. Ragnheiður Gestsdóttir og Elsa Ei- ríksdóttir voru meðal frumsýningargesta. DV-mynd Árný Þráinsdóttir nýtti góða veðrið á sunnudaginn og heimsótti Ingu Hlín Pálsdóttur í vinnuna sína á Árbæjarsafni enda fínt fyr- ir Ingu að fá smá pásu. DV-mmynd Hari DV, Akureyri: Á þessu ári eru liðin 150 ár síðan Þórshöfn á Langanesi varð löggiltur verslunarstaður og verður þess mixmst með veglegum hátíðahöld- um 19.-21. júlí nk. Reiknað er með talsverðum fjölda gesta til bæjarins af því tilefni og sett hefur verið upp vegleg afmælisdagskrá. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, mun setja afmælishátíð- ina en fulltrúar erlendra sendiráða og þingmenn verða viðstaddir auk heimamanna og brottfluttra Lang- nesinga. í hátíðardagskránni koma „Jörðin er til sölu, félagsmenn felldu tilboð sem einkaaðili bauð í hana. Þetta er ekki bara spurning um verð, heldur skiptir greiðslutil- högun og annað líka máli,“ sagði Óskár Bjartmars formaður Lög- reglufélagsins en jörð þessi hefur m.a. fram listamenn sem ættaðir eru frá Þórshöfn og hafa náð langt á sínu sviði. Opnaðar verða myndlistarsýning- ar á vegum brottfluttra Langnes- inga, sýndar verða gamlar ljós- myndir, gamalt og nýtt handverk og minjasýning verður opnuð í sam- vinnu við byggðasafnið á Kópaskeri þar sem gamlir verslunarhættir verða kynntir. Boðið verður upp á tívolí, bryggjuveiði, sjóferðir, skoð- unarferðir auk þess sem trússlest kemur úr sveitinni og börn á staðn- um taka þátt í kamivalgöngu með eldgleypum og trúðum. verið lengi til sölu og félagið hafði m.a. rætt við stjórnendur Hitaveitu Reykjavíkur, sem á jarðhitaréttindi á jörðinni, um hugsanleg kaup á henni. Ekki kom neitt út úr þeim viðræðum þannig að nú er bara beðið eftir vænlegu tilboði. -gdt Hátíðin verður formlega sett laugardaginn 20. júlí á útisviði við höfnina en þar varða flutt ávörp, kór heimamanna syngur, jasssveit- in Blúsbræður leikur og Súrheys- systur taka lagið. Eftir dagskrána verður boðið upp á mikla matar- veislu við höfnina þar sem fyrir- tæki bjóða gestum að bragða á ýms- um nýjungum í matvælafram- leiðslu. Þá verður hátíðardagskrá í félagsheimilinu þar sem m.a. koma fram leikararnir Amar Jónsson og Helga Jónsdóttir, tónlistarmennirn- ir Áskell Másson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Einar Kristján Einars- son, Sigurður Ingvi Snorrason og Þuríður Vilhjálmsdóttirt söngkona en allt á þetta fólk ættir að rekja til Þórshafnar. Auk þess syngur sam- kór Þórshafnar. Flutt verður leikrit- ið „Ambrið" eftir Aðalbjörn Am- grímsson. Dansleikur verður við höfnina, flugeldasýning en hátíð- inni lýkur á sunnudag með flautu- blæstri skipa og báta. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar er Már Guðlaugsson en formaður afmælis- nefndar Freyja Önundardóttir. -gk Beðið eftir tilboði í Hvammsvík Umgjörðin á leikritinu Stone Free er ekki eins og fólk á að venjast þvf að áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni, bæði með samræðum við leikarana og með því að sitja á sviðinu. Ragnheiður Th. Antonsdóttir og Elfa Arnardóttir sátu uppi á sviði og létu vel af. DV-mynd Hari Mikið er farið að bera á því að fólk sem er að fara að gifta sig sé látið gera hina furðu- legustu hluti áður en stóri dagurinn rennur upp. Katrín Þormar var t.d. látin ganga um og mæla kynorku vegfar- enda í gæsapartíinu sínu. Þar stóð Ulfar Erlingsson sig bara nokkuð vel. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.