Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 27- x>v Einleikur á selló Á þriöjudagstónleikunum í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20.30 mun Stefán Örn Arnarson sellóleikari flytja einleiksverk fyrir selló. Á efnisskrá eru eftir- talin verk: Sónata fyrir einleiks- selló opus 25 nr. 3 eftir Paul Hindemith, Dal Regno Del Si- ienzio eftir Atla Heimi Sveinsson og Svíta fyrir selló opus 72 eftir Benjamin Britten. Aö loknu ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, þar sem hann naut tilsagnar Gunnars Kvaran í sellóleik, fór Stefán Öm í fram- haldsnám við University og Michigan í Ann Arbor þai- sem Erling Blöndal Bengtsson var að- alkennari hans. Stefán hlaut mastersgráðu eftir tveggja ára nám og fór að starfa með sinfón- íuhljómsveitum ytra og kenndi einnig í tónlistarskóla fyrir börn. í mars á þessu ári flutti Stefán Örn heim ásamt fjölskyldu sinni og hefur tekið við stöðu sem sell- ókennari við Tónlistarskólann á Akureyri og er jafnframt ráðinn sem fyrsti sellóleikari í Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Stefán Örn er einn af fimm tónlistar- mönnum sem keppa til úrslita í Tónvakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, á þessu sumri. Kammertónleik- ar á Kirkjubæj- arklaustri Hinir árlegu kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða að venju haldnir þriðju helgina í ágúst, föstudaginn 16. ágúst kl. 21.00 og laugardaginn og sunnu- daginn 17. og 18. ágúst kl. 17.00. Flytjendur eru að vanda allt kunnir listamenn, innlendir sem erlendir, en þeir eru: Edda Er- lendsdóttir píanóleikari, Gunnar Guðbjömsson tenór, Joseph Ognibene, sem leikur á horn, Norma Fisher á píanó og Berndel-strengjakvartettinn. Þetta eru allt velþekktir lista- menn og má t.d. geta þess að Jos- eph Bgnibene hefur verið fyrsti hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Islands frá árinu 1981 og einnig leiðbeinandi hjá Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Þeim sem hyggj- ast sækja þessa tónleika er bent á að tryggja sér gistingu á Kirkju- bæjarklaustri tímanlega því reynslan hefur sýnt aö þessa helgi er oft erfitt að fá inni nema með góðum fyrirvara. Kjarvalssýning í Kanada Þann 1. júlí sl„ þjóðhátíðardag Kanada, var opnuð í Gimli sýn- ing á verkum Jóhannesar Sveins- sonar Kjarvals. Þessi fyrsta sýn- ing á verkum Kjarvals í Gimli er til komin vegna áhuga og frum- kvæðis nýstofnaörar menningar- og menntamálanefndar í Gimli sem starfar f tengslum við safnið í Gimli. Sýningin er unnin í sam- vinnu við Kjarvalsstaði sem skipulagði sýninguna og lánaði verk. Á sýningunni eru 6 olíu- málverk en auk þess vatnslita- myndir og andlitsteikningar, öll úr éigu Kjarvalsstaða. Opnun sýningarinnar var hluti af hátíð- ardagskrá vegna þjóðhátíðardags Kanada og fór fram í blíöviðri fyrir utan Gamla skólann í Gimli að viðstöddu fjölmenni. Sýning- in, sem haldin er í Gamla skólan- um í Gimli nýuppgerðum sem hýsir nú m.a. Gimli-safn, mun standa til loka ágústmánaðar. Búist er við að fjöldi manna muni sjá sýninguna, sérstaklega fyrstu helgina í ágúst þegar hinn árlegi íslendingadagur verður haldinn. Kjarval er íbúum Gimli ekki óþekktur því elliheimilið í Gimli, Bethel, á stórt Kjarvals- málverk sem elliheimilinu var geflð en einnig er til í Winnipeg olíumálverk af Snæfellsjökli í eigu háskólabókasafns Manitoba- háskóla. Menning Tvöföld afmælissýning í Listasafni Kópavogs: Er að verða innhverfari - segir Sigurður Örlygsson listmálari um nýrri verk sín Þann 13. júlí síðastliðinn opnaði Sigurður Örlygsson sýningu á mál- verkum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, og stendur sýningin til 12. ágúst. Sýningin er yfirlitssýning en um þessar mundir er liðin aldar- fjórðungur frá fyrstu málverkasýn- ingu Sigurðar. Sigurður hefur hald- ið margar einkasýningar hér heima og erlendis og hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Mörg verka hans eru í opinberri eigu og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir verk sín, m.a. hlaut hann Menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 1988. Er ekki geðklofi! Eins og fyrr er sagt á Sigurður 25 ára sýningarafmæli á þessu ári en hann fagnar líka fimmtugsafmæli sínu í þessum mánuði svo hér er um tvöfalt tilefni að ræða. Nú þegar Sigurður horfir yfir afrakstur 25 ára listsköpunar, hvað er honum þá efst í huga? Sigurður Örlygsson listmálari. „Ég hélt alltaf að ég væri að mála myndir svona hér og þar en nú sé ég að það er um samfellda þróun að ræða. Það er þróun frá einhverju mjög einfóldu abstraktmálverki og i „Valgerður", olía og akrýl frá 1995, eitt verkanna á yfirlitssýningu Siguröar Örlygssonar. mjög fígúratíft málverk þar sem eru einhverjar ákveðnar persónur. Þetta er allt ákveðin samfelld þróun og það er ég einna ánægðastur með. Ég hélt að ég væri hálfgerður geð- klofi í myndlistinni en nú sé ég að svo er ekki,“ segir Sigurður og hlær við. Er um ákveðin tímabil að ræða í verkunum? „Já, ég hef yfirleitt unnið þannig að ég hef pantað sal og málað svo sérstaklega í salinn. Þannig hef ég unnið svo að segja frá fyrstu sýn- ingu. Hugsunin hefur verið að myndirnar vinni saman í salnum, þá myndast ákveðin heild. Því er ég alltaf að hugsa um það sem er kall- að í dag innsetning, það er að verk- in passi alveg í þennan ákveðna sal.“ Eins og í tímavél Kemur eitthvað ákveðið upp í hugann þegar Sigurður lítur til baka yfir afrakstur 25 ára vinnu? „Nei, kannski ekkert svona sérs- takt. Ja og þó, ég þurfti nú að gera við töluvert af myndum, mála aftur gömlu myndirnar sem voru illa farnar og þá rifjaðist allt upp fyrir mér sem ég var að hugsa á þeim tíma. Það var svolítið gaman að því, það var eins og að fara inn í tímavél og var mjög sérkennilegt." Hvað liggur fyrir Sigurði Örlygs- syni í nánustu framtíð? „Ég ætla bara að halda áfram þar< sem frá var horfið, ég er einmitt að laga til í vinnustofunni núna og er að fara að byrja aftur. Það verður framhald af því sem þegar er komið, þetta er sífellt að verða innhverfara hjá mér enda mála ég mest fjöl- skyldu mína og sjálfan mig um þess- ar mundir. Þróunin heldur áfram, það fer ekki á milli mála,“ sagði Sig- urður Örlygsson að lokum. -ggá í Prag fyrr í þessum mánuði hélt kór Grafarvogskirkju tvenna tónleika og flutti guðsþjónustur ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni, sóknarpresti Grafar- vogssóknar. Stjórnandi kórsins er Agúst Ármann Þorláksson. Að áliti presta mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslensk guösþjónusta er flutt í Prag. Kirkjukórinn söng íslenska sálma og flutti hátíöartón séra Bjarna Þorsteins- sonar ásamt sóknarprestinum, séra Vigfúsi. Predikun var flutt á íslensku en túlkuð jafnóðum af háskólanema sem stundað hefur íslenskunám viö Há- skóla Islands. Þórir Gunnarsson, aðalræðismaöur íslands í Tékklandi, ávarpaði íslendingana á veitingahúsi sínu, Restaurant Reykjavík, og á myndinni heldur hann á skildi sem hann fékk á íslandi. Á hann er ietraö Kon- ungsríkiö ísland en slíkir skildir munu vera vandfundnir. ^ Þrívíddarhönnun: Islenskur verðlaunahafi Kristín Yr Hrafnkelsdóttir, nem- andi á þriðja ári við Myndlista- og handíðaskóla íslands, dvaldi við Hogeschool voor de Kunsten í Ut- recht í Hollandi fyrri hluta þessa árs. Þar var hún á svo- nefndum Eras- musstyrk og lagði stund á nám í þrívídd- arhönnun. Ásamt þremur öðrum nem- endum við skólann tók hún þátt í hönnunar- keppni um verðlauna- gripi fyrir þrjú fyrir- tæki í Utrecht og var tilgang- urinn að hvetja fólk til að nýta hug- myndaflugið og auka dugnað. Það var fyrirtæk- ið Werk In í Ut- recht sem stóð fyr- ir keppninni og stóð undir kostnaði við verkin. Var þetta í fyrsta skipti sem slík keppni var haldin og var markmiðið að hanna hluti með notagildi en ekki griþi sem aðeins væru geymdir á hill- um. Kristín og hennar hópur hönnuðu hurðamottu úr polýúretan og gólfskúlptúr fyrir keppnina og voru báðar hugmyndirnar valdar til fyrstu verð- launa. Borgarstjórinn í Utrecht mun afhenda verðlaunin í lok októ- ber nk. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.