Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Fréttir Lögreglan 1 Reykjavlk segir ástand geðfatlaðra afbrotamanna hræðilegt: Veikasta fólkið er á götunni - tugi bráöarúma vantar til að leysa brýnasta vandann „Astandið er í einu orði sagt hræðilegt hér í bænum og okkar mat í lögreglunni er það að veikasta fólkið sé á götunni. Sumt af þessu fólki, sem við þurfum iðu- lega aö hafa afskipti af, er svo hræðilega geðveikt að það er um- hverfinu stórhættulegt, sem og sjálfu sér,“ segir lögreglumaður í Reykjavík í samtali við DV um það hvernig ástand geðfatlaðra afbrota- manna birtist lögreglunni. Fréttir frá því í síðustu viku, þar sem sagt var frá því að geðfatlaður maður réðst á og slasaði stjúpföður sinn, hefur enn á ný vakið upp spurningar um aðbúnaö geöfatlaðs fólks sem komist hefur í kast við lögin. Útskrifar sig sjálft „Við höfum mikil afskipti af þessu fólki, fáum fjölda útkalla vegna þess og staðreyndin er sú að þótt við komum því fyrir á stofnun- um þá er það farið út samdægurs. Við erum að glíma við mikið veika einstaklinga og þeir sem síst skyldi útskrifa sig sjálfir," segir lögreglu- maðurinn. Hann segir lögreglu- menn hafa rekið sig á að hringi þeir á stofnanirnar og segi til nafns þess sem um sé að ræða þá sé þeim sagt að allt sé fullt. í þau fáu skipti hins vegar þegar geðveikur maður komi til lögreglunnar og biðji um aðstoð, og hún hringi vegna hans, þá sé nóg pláss. Vilja ekki þá erfiðustu „Stofnanimar vilja ekki fá erfið- ustu einstaklingana því þær virð- ast ekki hafa neina aðstöðu til þess að sinna þeim. Eina ráðið sem lög- reglan hefur er þess vegna oftar en ekki að vista þetta fólk tímabundið í fangageymslunum og það finnst okkur alveg hræðilegt. Þetta er veikt fólk á öllum aldri og í ofaná- lag fylgir því oft á tíðum áfengis- og dópneysla. Fangelsin eru ekki rétti staðurinn fyrir slíkt fólk. Oft eru það ættingjar og vinir sem verða fyrir barðinu á þessu fólki og þeir vilja sjaldnast kæra. Þegar kærur berast ekki eru hendur okkar bundnar, nema til skammtímavist- unarinnar." Lögreglan telur ástandið hafa verið viðvarandi lengi og athygli vekur að hún segist ekki finna mikið fyrir skammtímabundinni lokun deilda. „Ástæðan fyrir því er einföld, þetta er alltaf sama fólkið og það er einfaldlega á götunni hvort eð er,“ segir lögreglan. Snýst allt um peninga Geðhjálp annast stuðningsþjón- ustu fyrir geðfatlaða og þar hefur verið reynt að vinna að réttinda- baráttu fyrir allt geðfatlað fólk og fjölskyldur þess. Karl Valdimars- son er forstöðumaður stuðnings- þjónustunnar. „Stærsta vandamálið sem við er að glíma er millistigið milli þess þegar fólk fer út af deild og út í þjóöfélagið. Þetta fólk þarf á stuðn- ingi að halda til þess að ráða við aðstæður sínar en það eru hrein- lega ekki til nógu miklir peningar til þess að það sé framkvæmanlegt. Þetta snýst allt um peninga og af þeim er ekki til nóg svo standa megi að þessu með sæmd. Kerfið sem við búum við er of máttlaust," segir Karl og bætir við að hann geti alveg tekið undir það með lög- reglunni að mikið veikt fólk sé á götunni. Vantar tugi bráöarúma Karl segir að á Sogni sé unniö mikið og gott starf en þar séu að- eins sex til átta pláss fyrir ósak- hæfa einstaklinga. Að auki þurfi að dæma menn til vistunar þar. Hann segir að Geðhjálp hafi átt gott samstarf við spítalana en yfir- leitt hafi stofhanir hér ekki aðstæð- ur til þess að vista geðfatlað fólk sem brotið hafi af sér. Ljóst sé að hér á landi vanti tugi bráðarúma til þess að anna þeirri þörf sem fyrir hendi sé. En býr þetta fólk á götunni? „Sumir eru hreinlega á götunni en það ríkir mikill náungakærleik- ur á milli þessa fólks þannig að það vistar hvaö annað. Hins vegar er ljóst að það húsnæði sem margir hafa er langt frá því að vera boð- legt. Ég vil ekki meina að bæta þurfi fangelsisþáttinn því fangelsin eru engin lausn fyrir þetta fólk. Viö þurfum úrræði í húsnæðismál- um og stuðningsmálum og til þess þurfum við f]ármagn,“ segir Karl Valdimarsson. -sv Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Stefnan er að fólkið búi úti í þjóðfélaginu - getur haft ákveðna hættu í för með sér „Þróunin hefur verið í þá átt á síðustu árum að reyna að halda geð- fötluðum utan stofnana svo þeir megi lifa sem eðlilegustu lífi. Ráðu- neytið hefur rekið þessa stefnu hér á landi og slíkt hið sama hefur ver- ið að gerast víða um heim. Það get- ur vitaskuld haft ákveðna áhættu í för með sér, bæði fyrir viðkomandi einstaklinga og ekki síður aðra í þjóðfélaginu. Ætli menn að reka þessa stefnu kann að vera nauðsyn- legt að taka einhverja áhættu á að óhöpp geti hent,“ segir Þórir Har- aldsson, aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra, aðspurður hvernig ráðu- neytið hyggist bregðast við ástand- inu sem t.d. lögreglan lýsir á aðbún- aði geðfatlaðra. Þórir segir að þessi mál séu ákveðin markamál á milli heilbrigð- is- og félagsgeirans og að í gangi sé vinna sem skýra eigi þessi skil milli ráðuneytanna. Hann segir það ekki raunhæfan kost að tala um að loka þetta fólk inni nauðugt. Það kalli á sjálfræðissviptingu og þá sé farið að ganga á manréttindi þessa fólks. „í viðræðum ráðuneytanna er einmitt verið að fjalla um þessi mál, þ.e. hvernig taka eigi á því þegar læknamir og geðdeildirnar segja að sjúklingurinn eigi ekki heima þar lengur. Þá þarf að koma til eitthvert mat á því hvort viðkomandi sé hæf- ur til þess að fara út í þjóðfélagið, og ef ekki þá lendum við í verulegum vandræðum með þá sem ekki vilja láta hjálpa sér.“ Þórir segir enga allsherjarlausn vera til í ráðuneytinu en viðurkenn- ir að miUiúrræðið milli götunnar og geðdeildarinnar sé varla tU. Þar sé vitaskuld verið að tala um vanda tengdan peningum. Sá vandi sem hins vegar myndi koma upp þegar velja ætti það fólk sem njóta ætti þeirra úrræða yrði miklu stærri því þar þyrfti að taka tiUit tU svo margra erfiðra félagslegra þátta. „Stefnan er sú að bregðast við þessum vanda á næstunni. Þetta er mál sem rætt verður ítarlega í sam- bandi við fjárlagavinnuna en sú lausn sem mér sýnist í fljótu bragði geta komið að gagni er áfangaheim- ili af einhverju tagi. Ekki ætti að þurfa að taka svo langan tíma að hrinda slíku í framkvæmd. Hins vegar er ljóst að ef við ætluðum að Á Sogni eru 6 til 8 pláss og þar vistast aðeins þeir sem dæmdir hafa verið til vistunar þar. Aö sögn lögreglunnar í Reykjavík er ástand geðfatlaðs fólks hræðilegt í borginni og hún fullyrðir aö veikasta fólkið sé á götunnni. Fullyrt er að tugi bráðarúma vanti til þess aö leysa brýnasta vandann. DV-mynd GVA fara af stað með einhverja gæslu- vistun fyrir fólk sem er ófúst til að þiggja aðstoð þá tæki undirbúning- ur slíkrar stofnunar lengri tima,“ segir Þórir Haraldsson. -sv Dagfari Veslings Díana Auk frétta af stríðsátökum í Bosniu, hermdarverkum í ísrael, voveiflegu flugslysi í Hollandi og stöðugum átökum í Tsjetsjeníu, hefur það borið hæst í heimsfrétt- unum að Díana og Karl hafa nú gengið formlega frá skilnaði sín- um. Þau sorgartíðindi hafa ekki farið fram hjá nokkrum manni, sem á annaö borð opnar blöð eða skrúfar frá útvarpi eða sjónvarpi. Alls staðar hefur þess verið getið með viðeigandi hætti hvernig þessu margfræga hjónabandi hefur lyktað. Segja má að Díana beri skarðan hlut frá borði, enda er samúð heimsbyggðarinnar öll á hennar bandi. Díana hefur látið þess getið í óspurðum fréttum að hún hafi i rauninni alls ekki viljað skilja við Karl. Það hafi aldrei verið mein- ingin hjá henni að knýja fram skilnað enda þótt hún hafi flutt út og gefið Kalla langt nef á stundum. Framhjáhald hafði bara verið tU dægrastyttingar, enda hefur Díana að eigin sögn aldrei elskað neinn nema Karl Bretaprins. Engu síður hefur konungsfjöl- skyldan knúð fram skilnað í þessu máli, og Díana hefur þurft að ganga að hörðum skilmálum. Hún fær til dæmis ekki nema einn og hálfan milljarð króna á ári, sér til viðurværis. Hún verður að afsala sér nafnbótinni „yðar hátign" eða „yðar konunglega hátign“ og af þessum. sökum hefur Díana neyðst til að segja af sér sem vemdari og forseti fiölmargra líknar- og mann- úðarsamtaka, bæði vegna þess að hún hefur ekki lengur efni á því og svo af hinu að hún tilheyrir ekki lengur konungsfiölskyldunni. Það sjá auðvitað allir að þetta er illa farið með Díönu og við henni blasir harðræði og einangmn frá því lífi sem henni hefur verið tamt að undanförnu. Erfitt er að sjá hvernig Díönu reiðir af í sínu nýja hlutverki, þar sem hún hefur verið útskúfuð frá konungshöllum og þeim skyldustörfum sem fylgja konunglegri upphefð. Ekki það að Díana hafi sóst eftir upphefðinni, en hún hefur lagt mikið á sig og það er fullkomlega ósanngjamt og harðneskulegt að bola henni frá sinu fyrra lífi, bara af því hún skil- ur viö Karl. Nú verður Díana til dæmis að flytja út úr höllinni í Kensington og kaupa sér íbúð eins og hver annar borgari og hún getur ekki lengur ferðast nema á eigin kostn- að og henni verður eingöngu hleypt inn í Buckinghamhöllina í jólaboðin í fylgd með sonum sín- um, sem eru erfðaprinsar i Bret- landi. Skilnaðurinn er mikið áfall fyrir prinsana báða, sem nú verða að fylgja móður sinni út í galeiðu al- mennings og sagt er að Díana hafi jafnvel tekið syni sína með sér á hamborgarastað til að venja þá við. 'ímyndið ykkur viðbrigðin en um leið agann og væntumþykju Díönu gagnvart sonum sínum, sem líka em synir Karls, og hún gæti þess vegna auðveldlega náð sér niðri á Kalla með því að vera vond við syni hans. Þess í stað sýnir Díana sínar góðu hliðar með því að venja þá við hamborgara! Það segir líka mikið um sam- band Díönu og Vilhjálms ríkiserf- ingja, þegar Vilhjálmur frétti að nú mundi mamma hans ekki lengur vera hennar hátign. Þá sagði Villi, samkvæmt fréttaskeyti frá Reuter: „mamma, mér er alveg sama, þú verður alltaf mamma mín.“ Hvílíkt æðruleysi á ögurstund. Þannig hafa sorgarfréttirnar um skilnað Díönu og Karls breyst i að- dáun og virðingu heimsbyggðar- innar fyrir hetjulegum viðbrögðum Díönu. Fólk sýnir henni hluttekn- ingu og á móti sýnir hún sjálf æðruleysi í mótlætinu. Því verður ekki logið upp á hana Díönu, að hún stendur sig í stykkinu, jafnvel þótt hún ekki hafi nema einn og hálfan milljarð upp úr krafsinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.