Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 5 DV Fréttir Uppbygging heilsugæslustöðva: Höfuðborgarsvæðið hefur forgang að þessu sinni - segir Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins í samningi þeim sem heil- brigðisráðuneytið gerði við Félag heimilislækna á dögunum er gert ráð fyrir upp- byggingu heilsu- gæslustöðva og að þessu sinni hefur höfuðborgarsvæð- ið forgang. „Það eru til áætlanir um byggingu heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæð- inu en þar er þörfin er mest. í Kópavogi er byrj- að að byggja heilsugæslustöð, síðan er gert ráð fyrir að reisa heilsugæslustöðv- ar í Fossvogi og Grafarvogi. Segja má að þetta séu þær stöðvar sem hafa forgang enda þörfin fyrir þær brýnust. Síðan eru á Reykjavíkursvæðinu aðrir staðir sem þarf að skoða betur,“ sagði Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, í samtali við DV. Hann segir að enn vanti heilsu- gæslustöð í Vogahverfi. Uppi hafa verið ráðagerðir um að bæta úr því smátt og smátt. Fyrst með því að bæta við lækni í Lágmúlastöðina en síðan verði reist sérstök stöð. „I heilsugæslustöðinni í Árbæjar- hverfi er mikil þörf á að fjölga um einn lækni. Von er til þess að það losni húsnæði við hliðina á heilsu- gæslustöðinni og að hægt verði að stækka stöðina sem því nemur. Þá má nefna Hafn- arfjörö. Þar eru of fáir læknar miðað við fólksfjölda og eins í Garðabæ. Þá er heilsugæslu- stöðin í Mosfells- bæ í of litlu hús- næði og loks er spurning um mið- bæjarsvæðið í Reykjavík. í því sambandi hefur verið horft til þess að setja aftur upp heilsugæslustöð í Heilsuvemdar- stöðinni,“ sagði Kristján. Hann segir að i uppsagnarbréfum heimilislæknanna hafi komið fram að það væri á höfuðborgarsvæðinu sem skórinn kreppti og leggja bæri áherslu á að leysa vandann þar. Hvað viðkemur landsbyggðinni sagði hann að þar væru mál í sæmi- legu standi nema þá helst í Reykja- nesbæ. Uppbygging heilsugæslustöðva úti á landi hefur verið látin ganga fyrir höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að víðast hvar á landinu hafa ekki verið önnur úrræði. En önnur voru til staðar á höfuðborgarsvæð- inu. -S.dór Eyborgin við bryggju hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri, giæsilegt skip eftir mikla lengingu í Noregi. DV-mynd gk Hrísey: Eyborgin gjörsamlega nýtt skip DV, Aknreyri: Eyborg EA-59 er komin til landsins eftir mikla lengingu í skipasmíðastöð í Noregi, en þar var skipið lengt úr 26 metrum í 45 metra svo segja má að um nýtt skip sé að ræða að miklu leyti. Eyborginni, sem er í eigu Borg- ar hf. í Hrísey, var eftir komuna til heimahafnar siglt tO Akureyr- ar þar sem skipið er nú hjá Slipp- stöðinni Odda. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, er verið að setja vinnslubúnað fyrir rækju- og boífiskvinnslu í skipið en að því loknu heldur það til veiða. -gk r "\ 'mm vinh7 ULFALDINN '96 er um helgina 'Sumarhátíð SÁÁ „ÚLFALDINN '96“ verður haldin í Galtalækjarskógi nú um helgina (19.-21. júlí). Þetta er útihátíð fjölskyldunnar og ALLIR sem vilja skemmta sér með góðu fólki í vímuefhalausu umhverfi eru hjartanlega velkomnir. Staðurinn: Aðstaðan í Galtalækjarskógi er frábær eins og flestir vita. Meira að segja er skjól innanhúss ef þörf krefur. Náttúrufegurð er einstök og hægt að komast í veiði. Dagskráin: Kvöldvaka, útigrill fyrir alla, sérstök barnadagskrá með Magnúsi Scheving, hestar og hestakerrur fyrir börnin, íþróttamót, dansleikir bæði kvöldin með KK og félögum, ásamt Bjarna Ara og Ruth Reginalds, veitingasala, trúbadorinn Leo Gillespie, happdrætti, hugvekja, opinn AA-fundur o.fl. Aðgangur: Fyrir fullorðna 2.500 kr. og ókeypis fyrir börn 13 ára og yngri. Rútuferðir frá SÁÁ á föstudag. Samtök áhugafólks Upplýsingar í síma 581-2399 vímuefnavandann J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.