Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 18. JULI 1996 9 Utlönd Boeing 747 farþegavél með 229 manns innanborðs sprakk skömmu eftir ílugtak frá Kennedyflugvelli í New York í nótt og hrapaði logandi í Atlantshafið um 24 kílómetra und- an strönd Long Island. Vélin, sem var í eigu bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines, var á leið til Parísar. 212 farþegar voru um borð og 17 í áhöfn. í morgun höfðu engir eftirlifendur fundist nærri staðnum þar sem vélin hrapaði. Bandariska strandgæslan vann að því í nótt að ná likum úr sjónum. Talsmenn bandarísku alríkislög- reglunnar sögðu að menn hefðu ekki fundið nein merki um hryðju- verk en of snemmt væri að segja til um ástæður sprengingarinnar. Háttsettur aðili innan lögreglunn- ar í New York sagði að líklega væri maðkur í mysunni. Nær útilokað væri að sprengingin hefði átt sér stað vegna vélarbilana. Vitni sögðu vélina hafa flogið frekar lágt yfir haffletinum. Hún hafi virst brotna í tvo hluta og verða að einu eldhafi á svipstundu. Einkaflugmaður, sem sá slysið, sagði að svo hefði virst sem spreng- ing hefði orðiö um borð meðan vél- in var á lofti. Mikill eldur hefði síð- an kviknað og logað smástund eftir að vélin var sokkin. Björgunarsveitir þustu strax á vettvang en nær útilokað var tcdið að nokkur fyndist á lífi. Samkvæmt upplýsingum banda- ríska loftferðaeftirlitsins hvarf vélin af ratsjám 48 mínútum eftir mið- nætti að íslenskum tíma. Talsmaður eftirlitsins sagði engar sannanir vera fyrir sprengingu um borð og talsmaður flugfélagsins tók í sama streng. Hann bætti við að öryggis- ráðstafanir á flugvellinum hefðu verið miklar vegna ólympíuleik- anna í Atlanta. Vélin var nýkomin frá Aþenu þegar hún fór í loftið í gærkvöldi, hafði lent þremur tímum áður. Þetta er fjórða meiri háttar flug- slysið frá áramótum. 123 fórust í marsbyrjun þegar Boeing 737 far- þegavél fórst í Andesfjöllum. Þá fór- ust 189 þann 7. febrúar þegar vél full af þýskum ferðamönnum hrapaði í hafið undan ströndum Dóminíska lýðveldisins. Loks fórust 350 manns 8. janúar þegar rússnesk vöruflutn- ingavél hrapaði niður á útimarkað í Kinshasa, höfuðborg Saír. Reuter FLUGSLYSIÐ I NOTT 229 manns fórust skömmu eftir miðnætti þegar Boeing 747 farþegavél frá TWA-flugfélaginu sprakk eftir flugtak frá New York og hrapaði í hafið km Karl prins er um þessar mundir staddur í Ameríku. Hér sjást feröamenn fagna honum viö Biltmore House í Ashville en þaö var byggt áriö 1895 af Georg Vanderbilt og er stærsta heimili í Bandaríkjunum. Karl notaöi tækifæriö og hrós- aöi arkitektúr Bandaríkjamanna en eins og menn muna hefur prinsinn sterkar skoöanir á arkitektúr og oft hefur hann gagnrýnt nýlegar byggingar í Bretlandi. Danmörk fellur sjötta áriö í röö: Sífellt verra að búa í Danmörku Pálmi Jónsson, DV, Kaupmannahöfn: Sjötta árið í röð fellur Danmörk niöur á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í. í samanburði við 173 önnur lönd er Danmörk nú í 17. sæti hvað varðar lífaldur, menntun og tekjur. Saman- tektin var fyrst birt árið 1990 og þá lenti Danmörk í 9. sæti en hefur æ síðan fallið niður listann. Meðal þess sem kemur fram er að Danmörk hefur næsthæstu sjálfs- morðstíðni í veröldinni eða 29 á hverja 100.000 íbúa. Einnig hafa Danir hæstu AIDS tíðni á Norður- löndum eða 4,5 á hverja 100.000 íbúa. Danskar konur hafa hæstu krabbameinstíðni veraldar og tíðni dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma er með því hæsta sem gerist í heimin- um. Þetta skýrist meðal annars af miklum reykingum en 49% karla og 38% kvenna reykja. Meðaltalið í heiminum er 38% meðal karla og 29% meðal kvenna. Meðalaldur Dana er einungis 75,3 ár og hinn lægsti á Norðurlöndunum. Útgjöld til heilbrigðismála eru mjög lág og þau fjórðu lægstu af iðnvæddum löndum. Hins vegar er þjóðarframleiðslan sú hæsta á Norðurlöndunum eða 19.080 dollarar á mann sem er 5.430 dollara yfir heimsmeðaltali. Norðmenn náðu ekki hval- veiðikvóta sínum Pálmi Jónsson, DV, Kaupmannahöfn: Norðmenn náðu ekki að veiða upp í hvalveiðikvóta sinn en til stóð að veiða 425 hvali í ár. Þrátt fyrir að veiðitímabilið væri framlengt um viku lauk því 1 gær með 382 veiddum hvölum. Þó mega tveir bátar reyna að veiða 8 dýr til viðbót- ar næstu vikuna svo að heild- arfjöldinn getur farið upp í 390 dýr. Veðurfari er einkum kennt um dræma veiði en hvalfriðun- arsinnar segja að kvótinn hafi verið alltof stór. Einn deyr í flug- slysií Mexíkó Einn maður lést og þrettán slösuðust í flugslysi við Playa del Carmen í Mexíkó í gær. Sá sem lést var 51 árs gamall Þjóð- verji. Sautján farþegar voru um borð í vélinni þegar hún fórst og tveir í áhöfn. Playa del Carmen er vinsæll ferðamannastaður við Karíba- hafið, nálægt borginni Cancun. Vökvakapall bilaði þegar vélin kom inn til aðflugs og leiddi það til þess að hún missti jafn- vægið og brotlenti í skógi um fjörutíu metra frá flugbraut- inni. Skæruliðar ráðast á herstöð Skæruliðar tamíla réðust á herstöð í norðausturhluta Sri Lanka í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum stjómvalda varð mikið mannfall hjá báðum aðil- um en herstöðin hýsti 3.000 hermenn. Ráðagerð stjómvalda um að gefa tamílum takmark- aða sjálfstjóm til að enda átök- in virðist vera farin út um þúf- m-. Boeing 747, sem tók á loft frá John F. Kennedy flugvellinum, á leiö sinni til Parísar, hrapaði í hafið um 20 km frá Long Island NEW ATLANTSHAF Tvær stærðir: Full 135x190cm Queen 152x190cm og kosta frá kr. 74.190,-ÍFull. Amerísku svefnsófarnir frá Lazy-boy og Broyhill henta alveg sérlega vel fyrir þá sem vilja þægindi í vöku og svefni. Þetta eru fallegir og vandaðir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Ef þig langar í fallegan sófa sem á jafnframt að vera svefnsófi þá skaltu koma til okkar því úrvalið er fjölbreytt og gæðin eru vís. Verið velkomin. 229 fórust þegar Boeing 747 farþegavél hrapaöi í hafið skammt frá New York: Sprakk skyndilega og hrapaði logandi í hafið - ekki útlilokaö aö um hryöjuverk hafi verið að ræöa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.