Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 11 Fréttir Gjaldskrár presta, organista og söngfólks: Organleikur dýrari en aukaverk presta - Samkeppnisstofnun skoðar gjaldskrár yfir aukaverk 30000 25000 20000 15000 10000 5000 26.700 Söngfólk 17.695 15.244 Prestar 12.249 Organleikarar 6.807 7.830 8.800 9.258 4538 g :8 s 1 2 '© "8 E M 5.220 | 6.258 £ 3404 3404 2 3200 4000 1600 2400 ,6A | | 'O 'O 6A C 1 <0 I 1 v> JC ■8 1 E -S v> 6A 1 i 'C I S :8 2 E «M I E 2 E 2 | •I 2 E Cð I DV Hjá Samkeppnisstofn- un er í bígerð að skoða gjaldskrár, sem lúta að svokölluðum aukaverk- um ýmissa aðila sem koma að athöfnum inn- an Þjóðkirkjunnar, til að athuga hvort þær standist samkeppnislög. Um er að ræða gjald- skrá um greiðslur fyrir aukaverk presta frá 24. febrúar 1993, gjaldskrá Félags íslenskra organ- leikara frá 1. janúar 1996 og samning milli Félags islenskra hljómlistar- manna við Útfararstofu Kirkjugarðanna í Foss- vogi frá 12. desember 1995. Fram kemur í þessum gjaldskrám að oftast eru greiðslur til presta fyrir aukaverkin lægri en greiðslur til organsta eða einsöngvara til dæmis. Greiðsla til prests fyr- ir skírn er 1600 krónur, organista 3404 krónur og einsöngvara 6258 krónur. Ef tekið er dæmi af hjónavígslu er sama upphæð fyrir einsöngv- arann og við skírnina, 6258 krónur, presturinn tekur 4000 krónur og organistinn fyrir organleik með ein- leik/einsöng 7830 krónur. Fyrir kistulagningu eða hús- kveðju tekur presturinn 2400 krón- ur samkvæmt gjaldskránni, org- anistinn 3404 krónur, er þá miðað við að athöfnin sé einfóld í sniðum, oftast leikið á undan og eftir hinu talaða orði, að sjaldan sé kórsöngur en oftast einn eða tveir söngvarar. Einsöngvarinn tekur hins vegar alltaf sama gjaldið. Ef söngvarar eru fleiri saman lækkar gjaldið fyrir hvem og einn, tveir taka 9258 krón- ur en fimm saman 17.695 krónur. Við útfór þar sem presturinn heldur ræðu fær hann hins vegar 8800 krónur, organistinn 4538 krón- Séra Baldur Kristjánsson: Prestar láglaunastétt - aukaverkin inni í starfsskyldum presta, segir Jón Stefánsson organisti Jón Stefánsson, organisti í Lang- holtskirkju, sagði að skýringu þess að prestar fengju lægri þóknun en organistar vera þá að aukaverkin séu innifalin í starfsskyldu presta en ekki organista enda hefðu prest- ar hærri laun. Jón sagði að org- anistar hefðu reynt að fá þetta inn í sín laun og þar með að fá þau hækk- uð en það hefði ekki gengið. „Við erum ráðnir af söfnuðunum til að sjá um tónlist í sambandi við messur. Aukaverkin eru inni í starfsskyldu prestanna hins vegar,“ sagði Jón. „Prestar eru láglaunastétt, það er hluti af skýringunni. Gjaldskrá presta hefur alltaf verið lág,“ sagði séra Baldur Kristjánsson á Biskups- stofu. Baldur sagði að þegar margir kæmu til dæmis að brúðkaupi væru laun prestsins lítill hluti af kostnað- inum. Organistar væru stundum ráðnir til safnaðanna á fóstum laun- um og stundum ynnu þeir þessi aukaverk í vinutímanum eins og prestarnir. I öðrum tilvikum væru þeir aðeins kallaðir til og þá væru þetta einu launin. Gjaldskrá presta væri undirskrif- uð af ráðuneytinu, það væri kannski hluti af skýringunni á því hversu lág hún væri. Baldur taldi einnig fróðlegt að vita hvað gerðist ef prestar hefðu enga gjaldskrá að fara eftir. Hvort þeir færu þá að bjóða niður þjónust- una. „Þá geta aðrir prestar farið að taka sannvirði fyrir sín verk. Prest- ar úti á landi til dæmis sem jarða sjaldan leggja yfirleitt meiri vinnu í útfarir en þeir sem jarða oft, þá verður það meiri rútínuvinna,“ sagði Baldur. Þá sagðist hann fagna því að gjaldskrárnar væru til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun. -ÞK ur ef miðað er við hefðbundna útfór þar sem engar séróskir um forspil eða eftirspil er um að ræða og ekk- ert aukaómak, eins og segir í gjald- skránni. Ef hins vegar er um undir- ieik að ræða með einsöng eða ein- ieik og gert er ráð fyrir æfingu með einleikara/einsöngvara, sérstökum orgelleik í athöfn og/eða sérstöku forspili/eftirspili sem æfa þarf sér- staklega enda sé það utan hefðbund- ins ramma slíkra verka tekur org- anistinn 6807 krónur. -ÞK • Þvottamagn 1 til 5 kg. • Regnúðakerfi • 18 Þvottakerfi • Ullarkerfi • íslenskur leiðarvísir • Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIDSLUR ARMULI 5 ■ 'SIMI568 6411 Tekiö er viö smáauglýsingum til kl. 22 í kvöld Hringdu núna! a"t milli himins °q ■ í % Smáauglýsingar m m. 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.