Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 14
14 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Burma strikað út Fyrir rúmri viku var hætt við að undirbúa fram- leiðslu á hollenzkum Heineken bjór og dönskum Carls- berg bjór í Burma. Hinir evrópsku framleiðertdur töldu, að frekari undirbúningur gæti varpað skugga á ímynd vörumerkja sinna í heimalöndunum í Evrópu. Vaxandi þrýstingur er nú á bandarísk og evrópsk fyr- irtæki að hætta við fjárfestingar í Burma vegna óhugn- anlegrar stjórnar herforingja þar í landi. Tillögurnar um viðskiptabann eru upprunnar hjá frelsishetju Burma, nóbelsverðlaunahafanum Daw Aung San Suu Kyi. Röksemdir frúarinnar í Burma eru hinar sömu og Nelsons Mandela á sínum tíma, þegar hann hvatti til viðskiptabanns á Suður-Afríku. Slíkt bann stuðlar að falli harðstjóranna á staðnum. Það er æskilegt markmið, þótt það kosti almenning nokkrar fórnir um tíma. Suu Kyi og Mandela hafa bæði sett fram rækilega rök- semdafærslu gegn því sjónarmiði, að ekki skuli beita efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum, af því að það komi þyngst niður á almenningi í landinu. Almennt hef- ur röksemdafærsla viðskiptabanns verið tekin gild. Ýmis Asíufyrirtæki hlaupa í skarð bandarísku og evr- ópsku fyrirtækjanna, sem hafa gefizt upp á Burma. Asíu- fyrirtækin beita sömu röksemd og áður var beitt til stuðnings viðskiptum við Suður-Afríku og segja þar að auki, að jákvæð samskipti og viðskipti bæti ástandið. Skemmst er frá því að segja, að sagnfræðileg reynsla er fyrir því, að jákvæð samskipti og viðskipti bæta ekki ástandið í ríkjum harðstjórnar, heldur gera þau illt verra. Þetta er til dæmis að koma í ljós um þessar mund- ir í Kína og þar á undan greinilega í ljós í Serbíu. Þeir, sem stunda viðskipti við Burma, til dæmis með því að ferðast þangað, efla gjaldeyristekjur herstjórnar- innar og framlengja ævidaga hennar. Þetta gildir um ís- lenzka ferðalanga eins og aðra. Sérhver verður að eiga við sjálfan sig, hvort hann telur það við hæfi. Segja má, að þetta gildi um ýmis önnur lönd, þar sem stjórnarfar er afleitt og stríðir gegn grundvallarlögmál- um mannréttinda. En einhvers staðar verður að draga mörkin. Nægilegt er að beina athyglinni að nokkrum verstu ríkjunum í senn og líta mildari augum á önnur. Ástand mannréttinda í Indónesiu er ekki eins slæmt og í Burma. Því getur það verið siðferðilega heilbrigt sjónarmið ferðamanns að skoða fremur fornfræg must- eri í Indónesíu en í Burma, þótt bezt gerði hann í að skoða musteri í lýðfrjálsu ríki á borð við Indland. Nokkur áhætta fylgir samskiptum við siðleysingja. Herstjórnin í Burma tók til dæmis höndum kjörræðis- mann Norðurlanda í landinu og pyndaði hann til bana. Henni gæti dottið í hug að taka ferðamenn í gíslingu, ef hún teldi það henta sér við einhverjar aðstæður. Saddam Hussein íraksforseti tók Vesturlandabúa í gíslingu og Karadzic, forseti Bosníu-Serba, gerði það líka. Hinum fyrrnefnda tókst ekki að ná árangri, en hin- um síðarnefnda tókst það. Gestir í slíkum löndum verða að hafa í huga, að valdhafar þar taka skyndiákvarðanir. Á Vesturlöndum fara nú fram viðræður stjórnvalda um viðskiptabann á Burma. Ekki er ljóst, hver niður- staðan verður. Hins vegar er ljóst, að margt baráttufólk mannréttinda vill gera Burma að sams konar sýnishorni viðskiptaþvingana og Suður-Afríka var á sínum tíma. Fjölþjóðafyrirtæki með víðtæka ímyndarhagsmuni á Vesturlöndum eru að strika Burma af verkefnaskránni til að kalla ekki yfir sig refsiaðgerðir fólks. Jónas Kristjánsson DY Frjálst, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 „Athyglisvert er aö þessar ókristilegu deilur einskorðast viö þjóökirkjuna," segir dr. Hannes m.a. í grein sinni. Kirkjan og lýðræðið trúfélög, stéttarfélög, íþróttafélög etc. njóta starfs- og athafnafrelsis i lýðræðisríki, svo fram- arlega sem þau virða skylduna um að kenna eða fremja ekkert það, sem gagnstætt er góðu siðferði og allsherjar- reglu. Lýðræðisríki tek- ur því ekki afstöðu með einu sérfélagi fremur en öðru. Innan þess njóta öll lögleg sérfélög sama grundvallarréttar fé- lagafrelsis og jafnréttis. Afbrigðileg undantekn- ing frá þessari almennu reglu er sú að hér er ríkiskirkjan ekki rekin á grundvelli sérfélaga- „Fyrír danskt „slys“ og í mótsögn við lýðræðislegar leikreglur fé- lagslífsins er hin evangelíska lút- erska kirkja þjóðkirkja á íslandi skv. 62. gr. stjórnarskrárinnar og ríkisvaldið styður hana og vernd- ar.u Kjallarinn Dr. Hannes Jónsson féiagsfræðingur Margvíslegar uppákomur innan þjóðkirkjunnar að undanfómu undir- strika mótsögn á milli kristnikenn- ingar og breytni þeirra þjóð- kirkjuklerka, sem kenna sig, eins og fasistaillþýði Mús- solínis, við „svart- stakka“. Þjösna- skapur sumra þeirra í samskipt- um við söfnuði sína og safnaðar- stjórnir benda til brýnnar þarfar á öfgalausri umræðu um aðskilnað kirkju og ríkis og um virkt lýðræði við félagslegan rekstur, trúfélaga og kirkna þeirra. Afbrigöileg undantekning Athyglisvert er að þessar ókristi- legu deilur ein- skorðast við þjóð- kirkjuna. Þær eiga sér ekki stað i söfn- uðum fríkirkju- manna, aðventista, hvítasunnu- manna og þeirra samtals 18 utan- þjóðkirkjutrúfélaga, sem starfa í landinu. Samkvæmt eðli máls er lýðræð- isríki hlutlaust í trúmálum, trú- frelsi ríkir svo og félagafrelsi. Af þessu leiðir að öll sérfélög, þ.á m. jafnréttis lýðræðisins. Fyrir danskt „slys“ og í mótsögn við lýð- ræðislegar leikreglur félagslífsins er hin evangalíska lúterska kirkja þjóðkirkja á íslandi skv. 62. gr. stjórnarskrárinnar, og ríkisvaldið styður hana og verndar. Af þessari rökleysu leiðir að trúfélag ríkis- kirkjunnar nýtur úreltra sérrétt- inda. Ranglæti leiörétt Sá háttur rikir hér að ríkið inn- heimtir sóknargjöld fyrir öll trúfé- lög. Árið 1995 vom trúfélögin 19 og innheimti ríkið þá kr. 863.502.114,- í sóknargjöld, sem deilt var til safnaða eftir félagsmannaijölda. Þjóðkirkjan fékk þá kr. 791.341.517,- en 18 önnur trúfélög kr. 50.007.565,-. Af sóknargjöldun- um þurftu sjálfstæðu og óháðu trú- félögin að greiða öll sín rekstrar- gjöld, þ.á m. laun presta, en ríkis- kirkjan ekki. Auk sinna sóknar- gjalda fékk hún tæpar 500 milljón- ir króna úr ríkissjóði, aðallega sem launagreiðslur til um 140 rík- isskipaðra embættispresta og bisk- ups. Þetta ranglæti þarf að leiðrétta. Það má einfaldlega gera með því að fella 62. gr. stjórnarskrárinnar úr gildi svo og öll þau lagaákvæði, sem flokkuð eru sem kirkjuréttur í lagasafninu. Mundi þá þjóðkirkj- an starfa sem óháð og sjálfstætt trúfélag, setti sér á lýðræðislegan hátt eigin lagasamþykktir, sem giltu aðeins innan hennar, en væru ekki landslög fremur en lagasamþykktir annarra sérfélaga. Enginn prestur yrði þjóðnýttur ríkisembættismaður heldur starfs- maður trúfélagsins, ráðinn eða rekinn af stjórn þess. Að mínu mati mundi slík breyt- ing ekki aðeins verða til þess að losa kirkjuna úr lamandi viðjum ríkisrekstrar heldur einnig efla kristni í landinu og stórbæta kirkjuna. Hannes Jónsson Skoðanir annarra Jábræður Gúlagsins „Rússa-Grýla setti mark sitt á sögu aldarinnar meira en nokkuð annað, og setur enn. . . . íslenskir jábræður Gúlagsins beita nú svipuðum vinnubrögð- um, en þó er að einu leyti reginmunur á, nefnilega þessi: Fyrrum stuðningsmenn Hitlers hafa aldrei verið orðaðir við „lýðræðis"- eða „friðarbaráttu". Enn síður hafa nasistar talið sig sérstaklega útvalda til að hafa forystu um „mannréttindabaráttu“.“ Vilhjálmur Eyþórsson í Mbl. 17. júlí. Fiskvinnslan í limbó „Fiskvinnslan úti á sjó getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir byggðaþróun í landi, og þótt hún sé hagkvæm fyrir útgerðarfélögin og sjómönnum drjúg tekjulind, eykur hún atvinnuleysið í landi og dregur úr möguleikum heilu byggðarlaganna til að sjá íbú- unum farborða. . . . Fiskvinnslan hlýtur að laga sig að þeim aðstæðum sem sjávarútvegurinn býr við... . Að biðja um gengisfellingu með handafli og hóta að fleiri eða færri fiskvinnslufyrirtækjum verði lokað, ef ekki koma til einhverjar slíkar stjómvaldsaðgerð- ir, auðveldar ekki lausn mála.“ Úr forystugrein Tímans 16. júlí. Gamla flokkakerfið á fullu „Það er talað um að sameina stjórnmálaflokka án þess að skilgreint sé um hvað, og eins og fram hefur komið em menn ekki einu sinni með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka á að semeina. . . . Sannleik- urinn er líklegast sá, að gamla flokkakerfið er ekki jafn úr sér gengið og margir skyldu ætla. Enda virð- ast kjósendur á þeirri skoðun miðað við þátttöku í alþingiskosningum undanfarinna áratuga að til nokkurs sé að vinna að efla einn flokkinn á kostnað annarra." Björn Amórsson í Alþbl. 17. júlf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.