Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 18. JULÍ 1996 FIMMTUDAGUR 18. JULÍ 1996 25 Iþróttir íþróttir Eyjamenn töpuðu 2-1 í Tallinn: Slysalegt sigurmark heimamanna - góðir möguleikar ÍBV á heimavelli Cantona á leið til Blackburn Rovers? Blackburn Rovers, enska úr- valsdeildarliðið, hefur boðið stjörnunni Eric Cantona, leik- manni Manchester United, samning upp á fjórar milljónir punda. Eigandi Blackbum, Jack Walker, og formaður félagsins, Robert Coar, staðfestu áhuga klúbbsins á Cantona. Aðstoðar- ritari Manchester United, Ken Ramsden, sagði: „Þetta mál verður ekki einu sinni íhugað, tilboðinu er sjálfkrafa hafnað og Eric er ekki á leiðinni til Black- bum eða einhvers annars klúbbs." Brann tapaði Bodo/Glimt sigraði Brann, lið Birkis Kristinssonar og Ágústs Gylfasonar, 3-1, í 16-liða úrslit- um norsku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöldi. UEFA-úrslit: ÍA-Sileks.....................2-0 Lantana-ÍBV...................2-1 FC Teuta-Kosice ..............1-4 Slavia Sofia-Inkaras Grifas .... 4-3 Becej-Mura....................0-0 Haka-Flora Tallinn............2-2 FC Jazz-Gf Götu ..............3-1 Hutník Krakow-Khazri Buzovna 9-0 Dinamo Tbilisi-Grevenmacher . 4-0 Zimbru Chisinau-Hajduk Split . 0-4 Pyunik Jerevan-HJK Helsinki . . 3-1 Neftchi Baku-Lokomotiv Sofia . 2-1 Zhalgiris Vilnius-Crusaders ... 2-0 Jeunesse d’Esch-Legia Varsjá . . 2-4 Maccabi Haifa-Partizan Belgrad 0-1 Beitar Jerusalem-Floriana .... 3-1 B71 Sandoy-Apoel Nicosia....1-5 Newtown-Skonto Riga..........1-4 Bohemians-Dinamo Minsk . ... 1-1 Portadown-Vojvodina..........0-1 Croatia Zagreb-Tirana........4-0 -JGG/VS ^Qizino. ÍSLANDSMÓTIÐ MIZUNO-DEILDIN 8. umferð FOSTUDAGUR 19. JÚLÍ Akranesvöllur kl. 20.00 ÍA - ÍBV Hlíðarendi kl. 20.00 Valur - Breiðablik Stjörnuvöllur kl. 20.00 Stjarnan - KR Akureyrarvöllur kl. 20.00 ÍBA -Afturelding Eyjamann töpuðu, 2-1, fyrir eist- nesku meisturunum Lantana í fyrri leik liðanna í forkeppni UEFA-bik- arsins sem fram fór í Tallinn í gær. Þessi úrslit gefa Eyjamönnum góðar vonir um að komast áfram í keppn- inni en þeir taka á móti Lantana í Eyjum næsta miðvikudag. Að sögn Tryggva Ólafssonar, varaformanns knattspyrnuráðs ÍBV, hefðu Eyjamenn hæglega getað náð minnsta kosti jafntefli í leikn- um. „Við áttum að fá vítaspyrnu eft- ir kortér, þegar Rútur Snorrason var klipptur niður í dauðafæri, og fengum nokkur ágæt færi í fyrri hálfleiknum. Á lokamínútunum, eft- ir að þeir komust yfir, pressaði ÍBV talsvert en tókst ekki að jafna,“ sagði Tryggvi. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en á 10. mínútu síðari hálfleiks komst ÍBV yfir. Rútur átti þá skot eftir aukaspyrnu, markvörðurinn varði en Tryggvi Guðmundsson fylgdi á eftir og skoraði. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Lantana með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Sigurmark heima- manna kom síðan 12 minútum fyrir leikslok, mjög slysalegt af hálfu ÍBV. Eftir misskilning milli Frið- riks markvarðar og varnarmanna komst sóknarmaður Lantana fram- hjá Friðriki og sendi boltann í tómt markið. Áður var Friðrik búinn að Svo kann að fara að leikmenn eistnesku meistaranna í knatt- spyrnu, Lantana, verði í vandræð- um með að komast í síðari leikinn gegn ÍBV í UEFA-bikarnum sem fram fer í Eyjum næsta miðvikudag. Lið Lantana er eingöngu skipað rússneskum leikmönnum en þeir eru ekki með eistneskan ríkisborg- ararétt og hafa engin vegabréf. Þar með getur verið mjög snúið fyrir þá að ferðast á milli landa. „Þeir hafa miklar áhyggjur af þessu máli og telja ekki öruggt aö þeir komist yfirleitt til íslands. verja nokkrum sinnum glæsilega eftir þunga pressu heimamanna. „Við erum svekktir yfir að tapa þessum leik en við skoruðum mark sem getur reynst mikilvægt. Við eigum möguleika á að komast áfram ef við spilum af þolinmæði og fáum góðan stuðning Eyjamanna,” sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, við DV. „Lantana er með reynda leikmenn, eintóma Rússa, og marg- ir þeirra eru fljótir og tekniskir. En þessi leikur var vel spilaður af okk- ar hálfu í 60 mínútur, síðasta hálf- tímann voru menn hir.s vegar orðn- ir þreyttir og misstu niður einbeit- inguna. Það hefur verið mikið álag á okkur, leikir á þriggja daga fresti að meðaltali að undanfórnu og nú fáum við kærkomna hvíld frá leikj- um í eina viku,“ sagði Atli. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjörnsson, Jón Bragi Amarsson, Her- mann Hreiðarsson, Lúðvík Jónasson - ívar Bjarklind (Nökkvi Sveinsson), Hlyn- ur Stefánsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Bjarnólfur Lárusson - Tryggvi Guð- mundsson (Kristinn Hafliðason), Rútur Snorrason (Steingrímur Jóhannesson). Áhorfendur á leiknum voru að- eins 150-200, enda er Lantana skip- að rússneskum leikmönnum og stuðningur við félagið af hálfu Eist- lendinga er enginn. Leikurinn fór fram á aðalleikvangi Eistlendinga, Kadriorg í Tallinn. -VS Rússarnir eru landlausir í Eistlandi og þetta gæti orðið þeim mjög erfitt. Bæði hvað varðar að fara inn og út úr Eistlandi og svo að fá landvistar- leyfi annars staðar," sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari Eyjamanna, við DV eftir fyrri leikinn í gær. Eistlendingar hafa sett Rússum, búsettum í landinu, þau skilyrði að þeir þurfi að læra eistnesku til þess að fá eistneskt ríkisfang. Þetta er þaö sama og Rúnar Alexandersson fimleikamaður átti við að stríða áður en hann flutti til íslands. -VS Kemst lið Lantana ekki til íslands? - leikmennirnir eru flestir landlausir Spalding - Spalding - Spalding - Spalding • Spalding Austurbakki - Austurbakki - Austurbakki - Austurbakki op - Flite Opi Hlíðarvelli, Mosfellsbæ 20. júlí 1996. 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Veitt veröa glæsileg verðlaun fyrir 1.-3. sæti m/án forgjafar. Að auki verða veitt tvenn nándarverölaun fyrir teighögg næst holu á 9. og 18. braut. Sami aðili getur ekki unnið verðlaun bæði með og án forgjafar. Skráning er hafin í Golfskála Kjalar, »' síma 566 7415 Spalding - Spalding - Spalding - Spalding • Spalding Austurbakki - Austurbakki - Austurbakki - Austurbakki Mihajlo Bibercic fagnar eftir aö hafa skoraö síöara mark Skagamanna gegn Sileks í gærkvöldi. Ólympíuleikarnir í Atlanta settir á morgun: Jón Arnar á lokaæfingu DV, Atlanta: Lokaæfingin fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Atlanta fór fram á Ólympíuleikvangi borgarinnar í gær- kvöldi en leikamir verða settir þar á morgun. Fulltrúi íslands á æfingunni var Jón Arnar Magnússon, tugþrautar- maður, en hann er fánaberi íslands á leikunum. Sjö af níu keppendum íslands í Atl- anta dvelja nú í Ólympiuþorpinu, all- ir nema Vésteinn Hafsteinsson og Guðrún AmcU’dóttir sem dvelja enn um sinn í nágrannaborginni Athens. Þangað fer Jón Amar reyndar aftur að opnunarhátiðinni lokinni. Islensku keppendumir búa saman í húsi í þorpinu og eru mjög heppnir því þeir fengu eitt af þremur bestu húsunum á staðnum. Þar er allt til alls og til dæmis er örstutt fyrir sund- fólkið að ganga að keppnislauginni en þar æfði það í fyrsta skipti í gær og lét mjög vel af aðstæðum. -MT Steinar Adolfsson sækir aö Kiro Trajcek, markveröi Sileks. DV-myndir ÞÖK Skagamenn eiga góða möguleika - á að komast áfram í Evrópukeppninni eftir tveggja marka sigur á Sileks ÍA (1) 2 Sileks (0) 0 1- 0 Bjarni Guöjónsson (44.) - eft- ir laglegt gegnumbrot Ólafs Þórðar- sonar barst boltinn til Bjarna inn á markteig og pilturinn átti ekki i vandræðum að leggja boltann í fjær-' homið. 2- 0 Mihaljo Bibercic (73.) Harald- ur Ingólfsson tók aukaspyrnu af um 20 metra færi. Markvörður Sileks hélt ekki fóstu skoti Haraldar og Bibercic fylgdi vel á eftir og skoraði. Lið lA: Þórður Þórðarson - Stur- laugur Haraldsson, Zoran Miljkovic (Kári Steinn Reynisson 82.), Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gislason - Ólafur Þórðarson, Steinar Adolfsson, Alexander Högnason, Haraldur Ing- ólfsson - Mihaljo Bibercic (Stefán Þórðarson 82.), Bjarni Guðjónsson. Lið Sileks: Kiro Trajcek - Ljubo- drag Milosevic, Igor Duzelov, Jov- ance Bizimovski, Marjan Nacev - Rade Karanfilovski (Borce Ivanov 82.), Vlatko Gosgyv, Dragan Vesilin- ovski, Vlatko Ljusev (Aleksander Ristgevski 67.) - Vanco Micevski, Zor- an Boskovski (Miroslav Dzokic 77.). Gul spjöld: Sturlaugur, Ólafur Ad- olfs, Haraldur, Veselinovski. Rauö spjöld: Engin. Dómari: Byrne frá írlandi, slakur. Skot: ÍA 9, Sileks 4. Hornspymur: ÍA 12, Sileks 3. Áhorfendur: Um 1500. Fimmti heima- sigurinn í röð Skagamenn unnu í gærkvöldi sinn fimmta Evrópuleik í röð á heimavelli sínum á Akranesi en þar hafa þeir hvorki tapað leik né fengið á sig mark frá árinu 1989. Á þessum tíma hefur ÍA sigrað Partizan Tirana, 3-0, Ban- gor City, 2-0, Shelbourne, 3-0, Raith Rovers, 1-0, og nú Sileks, 2-0. Að auki vann ÍA 1-0 sigur á Feyenoord á Laugardalsvellin- um. -VS „Það er erfitt að segja hvort þessi tvö mörk duga og mér hefði liðið bet- ur ef við hefðum bætt við einu til við- bótar. Ég held að möguleiki okkar á að komast áfram sé nokkuð góður en menn mega ekki halda að það verði auðvelt. Við eigum erfiðan leik gegn KR í millitíðinni. Auðvitað setti veðr- ið sinn svip á leikinn og það var mik- il þolinmæðisvinna að spUa við þessar aðstæður og það er langur vegur frá því að þær hafi verið okkur til tekna,” sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir að Skagamenn höfðu lagt Sileks að velli, 2-0, í fyrri leik liðanna í und- ankeppni Evrópumóts félagsliða á Akranesi í gær. Veöriö lék aöahlutverkiö Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið aðalhlutverkið á Skaganum í gær og leikmenn voru ekki öfunds- verðir af að spila knattspyrnu i há- vaðaroki og rigningu. Skagamenn voru betri aðilinn cillan tímann og reyndu sitt besta til að halda knettinum á jörðinni og spila skemmtilega knattspyrnu. Makedón- íumennirnir hugsuðu fyrst og fremst um að verjast og sýndu litla tUburði til þess að sækja aö marki Skaga- manna. Þeir áttu eitt hættulegt skot aUan leikinn sem Þórður varði vel. Fyrir utan mörkin tvö voru heima- menn ekki að skapa sér mörg færi enda þéttur varnarpakki að eiga við. Heimamenn léku á móti rokinu í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það stjórn- uðu þeir leiknum. Mihaljo Bibercic skoraði mark á 12. mínútu en slakt dómaratríó frá írlandi dæmdi markið af vegna rangstæðu og voru menn ekki sáttir við þá niðurstöðu dómar- ans. Menn voru farnir að sætta sig við markalausan fyrri hálfleik þegar hinn ungi og skæði framherji, Bjarni Guð- jónsson, náði að brjóta ísinn með snyrtUegu marki á síðustu mínútu hálfleiksins. Þetta var fyrsti Evrópu- leikur Bjama og ekki amaleg byrjun að skora mark í honum. Síðari hálfleikurinn var að mestu í eigu heimamanna en eins og í fyrri hálfleiknum litu fá færi dagsins ljós. Skgamenn voru þolinmóðir og upp- skáru dýrmætt mark þegar Bihercic skoraði síðara markið. Eftir þessi úrslit verður að telja möguleika Skagamanna á að fara áfram nokkuð góða. Þeir mega þó ekki slaka á klónni og halda að björninn sé unninn. Makedóníumennirnir eiga ör- ugglega eitthvað í pokahominu þegar kemur tU síðari leiksins ytra eftir viku. Skagamenn búa yfir mikilli reynslu og þeir eiga að vera meðvitað- ir um að fyrri hálfleik er aðeins lokið í þessu einvígi. Ekki of bjartsýnir „Ég er auðvitað sáttur við sigurinn en það hefði verið skemmtilegra að skora fleiri mörk. Ég var mjög óhress með dómarann og hann var að spjalda okkur fyrir að vinna boltann á lögleg- an hátt. Þetta er aUs ekki í höfn. Viö fáum örugglega kröftuga mótspyrnu í Makedóníu og við gerum okkur grein fyrir að leikurinn verður erfiður. Við megum ekki vera of bjartsýnir,” sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA. Það reyndi lítið á vöm ÍA í leiknum og Þórð í markinu. Gaman var að sjá Sigurstein aftur í liðinu en hann hef- ur verið frá vegna meiðsla. Hann skU- aði hlutverki sínu vel. Ólafur fyrirliði barðist eins og ljón aUan leikinn og lék vel fyrir liðið og sömu sögu er að segja um Steinar Adolfsson. Haraldur Ingólfsson var seigur að vanda og framherjarnir Bjami og Bibercic vom stórhættulegir og unnu vel saman. Vegna veðurs og aðstæðna náðu Skagamenn ekki að byggja upp sitt landsfræga spil en miðaö við aðstæður lék liðið í heUd ágætlega. Erfiöir heim aö sækja „Ég er þokkalega sáttur. Aðstæð- urnar voru mjög erfiðar og erfitt að ná upp spili við þessi skilyrði. Ég vona að þessi tvö mörk dugi en ég hef trú á að þetta lið sé erfitt heim að sækja. Við þurfum bara að koma marki á þá úti og gera okkur þetta auðveldara fyrir,” sagði Haraldur Ingólfsson eftir leik- inn. Viö förum áfram „Aðstæður til að spila knattspymu voru hreint afleitar og mínir menn hafa örugglega aldrei spUað i verra veðri. Á þessum árstíma er hitinn heima í kringum 35 gráður á móti 10 stigum, rigningu og miklu roki hér. Akranes yann sannfærandi sigur en þrátt fyrir það er ég sannfærður um að við förum áfram í keppninni. Ég gat ekki stillt upp mínu sterkasta liði og í síðari leiknum koma 3-4 nýir inn. Mér fannst leikmaður nr. 4 mjög góður og hættulegur framherji (Bjami Guðjónsson) og eins léku nr. 7 (Alex- ander Högnason) og 11 (Haraldur Ing- ólfsson) vel,” sagði þjálfari SUeks, Zoran Smilewski, eftir leikinn. -GH Forseta ÍSÍ var ekki boðið til Atlanta Forseti Iþróttasambands ís- lands, æðsti maður í íþróttastarfi landsins, er ekki í hópi þeirra sem Ólympíunefhd íslands bauð á Ólympíuleikana í Atlanta 1996. Þetta hefur mælst iUa fyrir í röðum ÍSÍ og einn viðmælenda DV þar sagði í gær að þetta væri brot á öUum venjum og hefðum varðandi ólympíuleikana. „Slíkt boð kom á leikana í Barcelona 1992 og þar á undan höfðu forset- ar ÍSÍ verið aðalfararstjórar á ólympíuleika um langt árabil. Þetta sýnir best hversu óæskileg- ur þessi aðskilnaður Ólympíu- nefndar og ÍSÍ er,“ sagði þessi viðmælandi DV. „Jú, það er rétt, ég hef ekkert boð fengið. Ég hef hins vegar ekkert um þetta spurt og mun ekki gera það,“ sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, i samtali við DV í gærkvöldi. Aldrei staöiö til aö bjóöa forseta ISÍ „Það hefur aldrei staðið til að forseta ÍSÍ væri boðið á leikana og um það kom heldur aldrei til- laga eða ósk frá ÍSÍ sem hefði get- að sent hann á eigin kostnað. Það er engin sérstök hefð fyrir því að forseta ÍSÍ sé boðið á ólympíu- leika. Sveinn Björnsson og Gísli Halldórsson voru oft aðalfarar- stjórar á ólympíuleika á meðan þeir gegndu embætti forseta ÍSÍ,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, þegar DV náði tali af honum í Atlanta í nótt. Lítiö starfaö í Ólympíunefnd „Núverandi forseti er stjórnar- maður í Ólympiunefnd en hefur lítið starfað þar vegna tíma- skorts. Hann hefur meðal annars verið upptekinn við störf á veg- um Knattspyrnusambands Evr- ópu. Það eru mjög skýrar línur í þessu máli sem snýst ekki um persónur heldur embætti og þetta er í raun mjög einfalt mál,“ sagði Júlíus Hafstein. -VS íþróttir eru einnig á bls. 26 CITIZEN • Opið golfmót Fyrirkomulag móts: TEXAS SCRAMBLE á Akranesi laugardaginn 20. júlí 1996. Verðlaun fyrir 1., 2„ og 3. sæti. Nándarverðlaun á 3/14 braut. Nándarverðlaun á 7/18 braut. Verðlaun fyrir holu í höggi á 7/18 braut: DRIVER, Callaway Big Bertha war bird. Ræst verður út frá kl. 10. Skráning í síma 431 2711 fimmtud. og föstud. frá 15-20. Knattspyrnufélagið Þróttur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. júlí í Þróttheimum, kl. 20.00. Umræðuefnið er „Þróttur í nýtt umhverfi“. Allt áhugafólk um eflingu félagsins er velkomið. Þá eru foreldrar bama og unglinga hjá félaginu hvattir til að mæta. Aðalstjórn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.