Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Side 18
26
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ1996
íþróttir
DV
Pétur úr leik en
Sigurður á von
- Pétur kastaði 19,17 en spjótkastinu frestað vegna veðurs
Pétur Guðmundsson kastaði kúlu
19,17 metra á upphitunarmóti á há-
skólavelli i Atlanta í gærkvöldi.
Hann náði því ekki lágmarkinu sem
Ólympíunefnd íslands hafði sett
honum fyrir leikana sem var 19,50
metrar. Sigurður Einarsson átti að
keppa í spjótkasti en hætta þurfti
mótinu vegna ausandi rigningar
sem skall á skömmu eftir að það
hófst.
„Því miður náði Pétur ekki að
sýna sínar hestu hliðar og þetta þýð-
ir að hann kemst ekki á ólympíu-
leikana. Sigurður er hins vegar í
þeirri sérstöku stöðu að tvö mót í
röð hjá honum hafa farið forgörðum
vegna veðurs. Hann hefur því ekki
fengið þau tækifæri sem til stóð.
Mótinu var frestað til sunnudagsins
og þá fer spjótkastkeppnin fram en
við í Ólympíunefndinni munum
ákveða á morgun hvort Sigurður
fær þá tækifæri til að ná lágmark-
inu,“ sagði Júlíus Hafstein, formað-
ur Ólympíunefndar, við DV í nótt.
Sárt aö fá ekki tækifæri
„Það er sárt að fá ekki tækifæri
til að keppa í Atlanta því ég er loks-
ins laus við meiðslin og á uppleið.
Ég hef kastað 19,73 og 19,52 metra í
upphitunarköstum og veit að þetta
er allt að koma. Kúluvarpið í heild
hefur verið á niðurleið undanfarin
ár og á síðasta HM dugði að kasta 19
metra til að komast í úrslit. Ég er að
kasta í kringum 19,20 metra og það
gæti vel dugað til að komast i úrslit-
in í Atlanta," sagði Pétur Guð-
mundsson við DV í nótt.
„Annars er ég fúll út i að fá ekki
að vita fyrr en 3. júli að ég þyrfti að
kasta 19,50 metra í ár. Það var kom-
ið aftan að okkur og við hefðum æft
öðruvísi ef það hefði legið fyrir frá
byrjun," sagði Pétur.
-VS
Grótta komst
af botninum
Grótta sigraði HK, 3-1, í 3.
deildinni í knattspymu á Sel-
tjai'narnesi i gærkvöldi. Ragnar
Egilsson kom Gróttu yfir, Stein-
dór Elíson jafnaði fyrir HK en
undir lokin skoraði Óttar Eð-
varðsson fyrir Gróttu og síðan
gerðu HK-ingar sjálfsmark.
Grótta komst með þessum sigri
af botninum og upp í 5. sæti
deildarinnar. -VS
ÍH vann Létti
ÍH sigraði Létti, 2-1, i toppslag
í A-riðli 4. deildarinnar í gær-
kvöldi. Magnús Scheving gerði
bæði mörk ÍH en Engilberg Frið-
finnsson svaraði fyrir Létti. Aft-
urelding er efst í A-riðli með 18
stig en síðan koma Léttir með 17,
ÍH með 16 og Njarðvík meö 14
stig. -VS
Mild til Spánar
Spænska knattspymufélagið
Real Sociedad samdi í gær við
sænska landsliðsmanninn Hak-
an Mild frá Gautaborg. Hann fer
til Spánar eftir leiki Gautahorg-
ar í forkeppni Evrópukeppni
meistaraliða í haust.
Francis samdi aftur
Gerry Francis skrifaði í gær
undir nýjan tveggja ára samning
við Tottenham og fær hann 35
milljónir króna fyrir samning-
inn ásamt aukagreiðslum.
Rússi til Arsenal?
Heimasíða Arsenal á Verald-
arvefnum greindi frá því að
Bruce Rioch ætti í samningavið-
ræðum við rússneska landsliðs-
manninn Omania Tedradez sem
leikur með Vladikavaz.. Þá hefur
Rioch einnig verið orðaður við
Robert Jarni sem spilar með
Real Betis á Spáni.
Sampdoria vill Bilic
Króatiski landsliðsmaðurinn
Slavan Bilic hefur vakið mikla
athygli hjá West Ham og einnig í
Evrópumótinu í knattspyrnu og
greindi ítalska blaðið Tuttosport
frá því að Sampdoria væri mjög
spennt fyrir því að fá Bilic til
liðs við sig.
Thomas hættur við?
Ray Evans, framkvæmdastjóri
Liverpool, bauð Michael Thomas
nýjan þriggja ára samning og
vill hann ólmur halda í Thomas
sem er nú á Ítalíu í viðræðum
við Reggiana og Verona sem
hafa sýnt honum áhuga.
Worthington til Stoke
Lou Macari, framkvæmda-
stjóri Stoke, er búinn að semja
viö vinstri bakvörðinn Nigel
Worthington sem lék með Leeds.
-DÓ/JGG
Þórir Sigfússon ráðinn þjálfari Fylkis:
Rann blóðið
til skyldunnar
Þórir Sigfússon var
í gær ráðinn þjálfari 1.
deildar liðs Fylkis í
knattspyrnu í stað
Magnúsar Pálssonar
sem sagt var upp störf-
um á mánudag.
Þórir þjálfaði í
fyrsta skipti í 1. deild í
fyrra þegar hann tók
við Keflvíkingum um
miðjan júní og stýrði
þeim út tímabilið.
Hann hefur áður þjálf-
að hjá Fylki og þá yngri flokka. Þór-
ir hóf störf strax í gær og stýrði þá
sinni fyrstu æfingu hjá Árbæjarlið-
inu.
„Mér líst vel á hópinn, ég held að
mannskapur sé fyrir hendi til að
gera betur en til þessa. Það er erfitt
fyrir mig að dæma um hugarástand
leikmanna eftir slæmt gengi að und-
anfornu, eflaust eru þeir þrúgaðir
og ósáttir með sjálfa sig en það er
mitt verkefni að
reyna að snúa málum
í rétta átt. Mér rann
blóðið til skyldunnar
þegar til mín var leit-
að, ég hef búið í Ár-
bænum í sjö ár og er
tilbúinn að leggja mitt
af mörkum til að
koma liðinu í betri
stöðu,“ sagði Þórir í
samtali við DV í gær-
kvöldi.
Þórir Sagði að
helsta vandamálið væri meiðsli
leikmanna sem væru nokkur þessa
dagana. „Enes Cogic, Ómar Valdi-
marsson og Aðalsteinn Víglundsson
eru meiddir og tvisýnt um þá fyrir
Valsleikinn á sunnudag. Þetta
skýrist betur á næstu dögum en við
munum fyrst og fremst einbeita
okkur að einum leik í einu og næsti
mótherji er Valur,“ sagði Þórir Sig-
fússon. -VS
Þórir Sigfússon.
Nýtt met í NBA-deildinni í nótt:
Juwan Howard
fær 7,3 milljarða
- ljóst aö Shaq slær metið fljótlega
Juwan Howard, körfuknattleiks-
maðurinn efnilegi sem hefur leikið
með Washington undanfarin tvö ár,
skrifaði í nótt undir stærsta samn-
ing í sögu NBA-deildarinnar. Nýja
félagið hans, Miami Heat, greiðir
honum rúmlega 7,3 milljarða króna
fyrir sjö ára samning og hann er
fyrsti leikmaðurinn sem gerir
samning að andvirði 100 milljónir
dollara eða meira.
Allt bendir til þess að metið
standi stutt. Orlando og LA Lakers
bjóða nú til skiptis í Shaquille
O’Neal, miðherja Orlando. Hann
hefur þegar hafnað 8 milljarða boði
frá Orlando en talið er að Lakers sé
tilbúið að greiða honum 9,4 millj-
arða króna.
-VS
Jón Grétar Jónsson:
Missir af fyrsta
leiknum
Jón Grétar Jónsson, fyrirliði
Valsmanna í knattspymunni, fékk
sem kunnugt er rautt spjald í bikar-
leiknum við KR í fyrrakvöld. Hann
verður þar með í leikbanni gegn
Fylki á sunnudaginn.
Það verða mikil viðbrigði fyrir
þennan reynda leikmann því Jón
Grétar hefur ekki misst úr deilda-
leik í sjö ár eða síðan í júlí 1989. Þá
m •• *
i sjo ar
var hann leikmaður með KA og
missti af leik liðsins gegn Þór en
hefur síðan spilað 122 leiki í röð i 1.
deildinni, með KA og Val.
Þar með er Gunnar Oddsson, fyr-
irliði Leifturs, sá af núverandi leik-
mönnum 1. deildar sem lengst hefur
leikið samfleytt. Gunnar hefur nú
leikið 109 leiki í röð í deildinni.
-VS
Eiín Siguröardottir er ein af þremur keppendum sem fara á ÓL í Atlanta
til að keppa í sundi fyrir íslands hönd.
Elín Sigurðardóttir:
„Lendir í 25.-30.
sæti í 50 m
skriðsundi"
Það eru þrír keppendur sem
taka þátt í sundi á Ólympíuleikun-
um í Atlanta fyrir íslands hönd. í
gær kynntust lesendur DV Loga
Jes Kristjánssyni, sem keppir í 100
m baksundi, en í dag er það Elín
Sigurðardóttir sem íþróttadeild
DV kynnir. Ragnheiður Runólfs-
dóttir sundþjálfari hafði þetta að
segja um Elíni.
Hefur næga reynslu
„Elín Sigurðardóttir hefur lengi
keppt fyrir íslenska landsliðið í
sundi og hefur því næga reynslu
til að keppa á Ólympíuleikunum í
Atlanta. Hún hefur í gegnum árin
eilítið skipt um aðalgreinar og náð
ágætisárangri í þeim öllum. Nú
síðast hefur hún lagt megin-
áherslu á 50 m skriðsund og náði
ólympíu-
lágmark-
inu í
þeirri
grein.
Hún
sýndi
mest
styík
sinn þeg-
ar hún
náði lág-
markinu
sjálfu og bætti sig þar töluvert.
Hún hefur haft nægan tíma til að
einbeita sér að sundæfingum og
hefur haft þjálfara sinn sér til
hjálpar þar. Þetta er þó stærsta
mót sem Elín hefur tekið þátt í svo
það verður áhugavert að fylgjast
með henni í Atlanta," sagði Ragn-
heiður.
Elín æfir með Sundfélagi Hafn-
arfjarðar og hefur gert það frá
upphafi sundferils síns undir
handleiðslu úrvals þjálfara. Ætti
mikil og góð þjálfun hennar að
nýtast henni vel í Atlanta. Hinn
kunni sundþjálfari, Klaus Júrgen
Ohk, hefur séð um þjálfun hennar
undanfarið og er víst að hún hefur
lært mikið af þessum reynda
sundþjálfara.
Elín er að keppa á sínum fyrstu
ólympíuleikum og verður eflaust
gaman að fylgjast með henni
ásamt öðru íslensku afreksfólki.
Færri lélegir og meöalgóöir
„Eftir þeim upplýsingum sem
maður hefur i sambandi við það
hversu margir keppa og annað
slíkt þá spái ég henni svona 25. til
30. sæti. En við höfum engar upp-
lýsingar nema listann yfir 50 bestu
í ár, og hún er langt frá því að
komast inn á hann, og listann yfir
150 bestu í fyrra," sagði Guðmund-
ur Harðarson sundþjálfari í sam-
tali við
DV. „ Ég
er mjög
spenntur
að sjá
kepp-
endalist-
ann þvi
það
verða
færri lé-
legir og
færri
meðalgóðir á þessum ólympíuleik-
um en hefur verið undanfarna
leika. Á öllum stórmótum hingað
til syndir aðeins þriðjungur kepp-
enda á betri tíma en þeir eru
skráðir á og til dæmis í 50 m
skriðsundi lenda kannski 10-15
manns á 1/10 úr sekúndu. Ef Elín
er réttum megin við það þá eru
það bara fimm til tíu sæti,“ sagði
Guðmundur.
Á morgun verður þriðji
sundkeppandinn kynntur, Eydís
Konráðsdóttir.
-JGG
Elín Sigurðardóttir
Aldur: 23 ára
Félag: Sundfélag Hafnarfjaröar
Besti árangur: íslandsmet í 50 m skriðsundi,
26,79 sekúndur í 50 m laug, íslandsmet í 25 m
laug í 50 m skriðsundi, 26,33 sekúndur.